Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bókaútgáfa sýknuð af kröfum sty rktarfélags Aftur síld til Seyðis- fjarðar Seyðisfirði. Morgunblaðið FYRSTA síldin á þessi ári barst á miðvikudag til Seyðis- fjarðar. Keflvíkingur KE 100 kom fyrstur með um 150 tonn sem landað var í flokkunar- stöð SR-mjöls. Fóru um 69 tonn af sfldinni til söltunar hjá Strandarsíld hf. en af- gangurinn var tekinn til bræðslu. Björg Jónsdóttir kom síðan með 424 tonn af síld sem fór öll í bræðslu. Að sögn Gunnars Sverris- sonar, verksmiðjustjóra hjá SR-mjöli hf. á Seyðisfirði, hefur verksmiðjan þar tekið á móti 1.795.711 kílógrömm- um af íslenskri haustsíld frá því í haust. Fituinnihald síld- arinnar er nú nokkuð farið að minnka. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík- ur og sýknaði Klettaútgáfuna hf. af kröfum Styrktarfélags krabba- meinssjúkra bama sem krafðist þess að samningur sem aðilarnir gerðu með sér vegna útgáfu ljóða- bókar, sem seld var til styrktar styrktarfélaginu, yrði endurskoðað- ur og útgáfunni gert að greiða sam- tökunum 6,3 milljónir króna. Um var að ræða ljóðabók, sem gefin var út að frumkvæði Kletta- útgáfunnar og seld í ábataskyni fyrir krabbameinssjúk böm. Sam- kvæmt samningi aðilanna skyldi styrktarfélagið fá tiltekna greiðslu fyrir hvert selt eintak bókarinnar Bamaljóð en útgáfan skyldi annast útgáfuna og bera af henni kostnað og áhættu. Við sölutilraunir var kaupendum ekki kynnt að styrktar- félagið fengi aðeins hluta hagnað- arins. 24 þúsund eintök seld af ljóðabók Klettaútgáfan mótmælti fullyrð- ingum styrktarfélagsins um að í upphafi hefði verið gert ráð fyrir að allt að 7 þúsund eintök seldust af bókinni. Salan varð hins végar mun meiri og hafa 24 þúsund ein- tök nú selst af ljóðabókinni, að því er haft var eftir sérfróðum mönnum í bókaútgáfu hérlendis í héraðsdóm- inum. Styrktarfélagið höfðaði mál þar sem ekki væri vafi á að hin mikla sala hafi stafað af vilja fólks til að styðja krabbameinssjúk börn og án slíkrar söluhvatningar mætti ætla að bók á borð við þessa hefði e.t.v. selst í 100-200 eintökum á löngum tíma. Upphaflega hafi ekki verið við það miðað að útgáfan hefði hagnað af bókinni og taldi styrktarfélagið að því bæru 6,3 milljónir til viðbót- ar og því 9,6 milljónir alls í hagnað af útgáfu bókarinnar. Hæstiréttur staðfesti í gær niður- stöðu héraðsdómara sem sýknað hafði Klettaútgáfuna af kröfunni. í dómi Hæstaréttar segir að stórauk- in sala bókarinnar frá því sem aðil- ar málsins höfðu gert sér í hugar- lund hafi verið þeim báðum til hags- bóta þótt hagnaður Klettaútgáf- unnar hafi orðið hlutfallslega þeim 'mun meiri, m.a. vegna lægri til- kostnaðar á hvert prentað eintak eftir því sem þau urðu fleiri. „Ekki hefur verið sýnt fram á að við samn- ingsgerðina hafi hallað á aðaláfrýj- anda [Styrktarfélag krabbameins- sjúkra bama] eða framkvæmd við sölu bókarinnar hafi verið öndverð hagsmunum hans. Þótt hinar góðu viðtökur bókarinnar verði að drýgst- um hluta raktar til velvildar kaup- enda í garð aðaláfrýjanda [Styrktar- félags krabbameinssjúkra bama], sem léði nafn sitt í söluskyni gegn umsaminni greiðslu, eru ekki skil- yrði til að breyta samningi aðila,“ segir Hæstaréttur, sem hafnaði kröfu styrktarfélagsins og gerði því að greiða útgáfunni 150 þús. kr. í málskostnað fýrir Hæstarétti. Morgunblaðið/Þorkell HITAVEITA Reylgavíkur (HR) stóð fyrír athöfn í Perlunni í gær í tilefni þess að Páll Valdimarsson var settur í prófessors- stöðu sem HR styrkir. F.v.: Gunnar Kristinsson, forstjóri HR, Björk Pálsdóttir prófessorsfrú, Páll Valdimarsson prófessor, Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana, og Svein- björn Björnsson háskólarektor. Prófessorsstaða með styrk Hita- veitu Reykjavíkur PÁLL Valdimarsson vélaverkfræð- ingur hefur verið settur prófessor við véla- og iðnaðarverkfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands (HÍ). Sérsvið hans er á sviði hita- veitna. Hitaveita Reykjavíkur styrkir stöðuna. Af þessu tilefni var efnt til athafnar í Perlunni í Reykjavík í gær og flutti Svein- björn Björnsson háskólarektor þar ávarp. Páll Valdimarsson er fæddur 11. júní 1954 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófí frá MH 1974 lauk hann CS-prófí í vélaverkfræði frá HÍ 1978, Dipl.-Ing-prófí í vélaverk- fræði frá Technische Universitát í Karlsruhe, Þýskalandi 1980 og dr.scient.ing.-gráðu frá HÍ 1993. Páll hefur starfað á verkfræði- stofum innanlands og utan. Hann hefur einnig fengist við rannsóknir í varmafræði hitaveitukerfa, verið aðjúnkt við HÍ frá 1987 og kennt við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóð- anna. Lyfjaverðskrá spar- ar 253 milljónir kr. TEKIST hefur að ná 253 milljón króna sparnaði í lyfjaútgjöldum með viðmiðunarverðskrá á árs- grundvelli, að sögn Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra. Að sögn ráðherra hefur sparnað- ur í lyfjaútgjöldum náðst með því að beita viðmiðunarverðskrá þannig að læknar velja ódýrasta sambæri- lega lyfið hverju sinni og merkja sérstaklega á lyfseðilinn. Það væri ekki þar með sagt að um heildar- sparnað væri að ræða þar sem sí- fellt væri verið að taka í notkun ný, dýrari og virkari lyf. „Það eitt að velja ávallt lyf sem kostar minnst hefur skilað 253 milljón króna spam- aði,“ sagði Ingibjörg. „Þá hefur’sam- keppni aukist verulega í kjölfar þess- ara aðgerða og lyf lækkað verulega í verði. Árangurinn varð því mun meiri en við bjuggumst við.“ Ekki ríkið eingöngu Ráðherra benti á að lækkun lyfja- útgjalda kæmi sjúklingum einnig til góða, þar sem þeir greiða að meðaltali um 30% af verði lyfsins. „Það er því ekki eingöngu ríkið sem sparar heldur líka sjúklingurinn," sagði Ingibjörg. Tillaga um að fækka heilbrigðisstjórnum Ein heilbrigðisstj ór n verði í hverju kjördæmi NEFND á vegum heilbrigðisráð- herra hyggst leggja til að heilbrigð- isstjómum verði fækkað og að ein yfirstjóm verði í hveiju kjördæmi, sem sjái um heilbrigðismál og fái til þess fjárveitingu. Sparnaður og betri þjónusta Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, segir að í skipulagi, sem nefnd um fram- tíðarskipulag og stefnumótun í heil- brigðismálum væri að vinna, væri gert ráð fyrir að fækka heilbrigðis- stjórnum í landinu. Þar væri meðal annars gert ráð fýrir einni heilbrigð- isstjóm í hveiju kjördæmi sem fengi sérstaka fjárveitingu. „Náist sá árangur að gera þetta skilvirkara teljum við að til lengri tíma litið leiði þessi breyting til spamaðar og betri þjónustu," sagði Ingibjörg. Fjármagn fylgi sjúklingi Heilbrigðisstjómum yrði ætlað að hafa yfírstjórn yfír öllum heil- brigðisstofnunum innan kjördæmis- ins og kaupa þjónustu af þeim, svo' sem sjúkrahúsum, heilsugæslu og öldrunarstofnunum svo dæmi séu tekin. „Þannig næst sá árangur að fjármagn fylgir hveijum sjúklingi og raunkostnaður er greiddur hveiju sinni,“ sagði ráðherra. „Heil- brigðisstjórnir hafa þá um það að segja hvert féð fer en það verður áfram ákveðin stefna hvaða þjón- ustu heilbrigðisyfírvöld ætla að veita." Nefndin hefur enn ekki skilað áliti en ráðherra sagðist eiga von á að hún gerði það fljótlega. „Ef af þessu verður þurfum við að ganga í gegnum heilmiklar lagabreytingar þar sem þetta em byltingarkenndar tillögur," sagði Ingibjörg. Kalt síldarstríð í uppsiglingu Kvótaúthlutun Norðmanna veldur reiði Rússa Þórshöfn. Morgunblaðið. ÁKVÖRÐUN Norðmanna um skipt- ingu síldarkvóta hefur vakið reiði Rússa, að því er sagði í Færeyska útvarpinu í fyrradag. Vitnað var í rússneska blaðið Murmanskly Vestnik sem sagði rússneska sjáv- arútvegsráðuneytið vera að und- irbúa mótleik gegn ákvörðun Norð- manna og kynni kalt síldarstríð að vera í uppsiglingu á milli þjóðanna. Sagt er að Norðmenn muni bíða fjárhagslegan skaða ef þeir dauf- heyrast við sjónarmiðum Rússa. Blaðamaður Murmanskly Vestn- ik, Kondratyev, vitnar einkum í rússneska útgerðarmenn og sjó- menn í grein sinni. Hann segir Rússa telja að síldarstofninn sé sameign Rússa og Norðmanna, því að síldin afli sér fæðu bæði í rúss- neska og norska hafinu. Norðmenn hafí skammtað sér 725.000 tonna kvóta upp á sitt eindæmi og Rússar samþykki ekki að fá ekki nema 125 þúsund tonn. Þeir segja að hvert tonn sé þeim mikiis virði og skipt- ingin á heildaraflanum skipti þá miklu. Hætta viðskiptum við Noreg Blaðið hefur eftir Georgy Tishkov, forstjóra útgerðarfyrir- tækisins Sevryba, að Norðmenn haldi að Rússland sé fátækt og sjúkt og erfitt í samstarfi. „Við leyfum ekki að við séum lítillækaðir á þenn- an hátt,“ skrifar Murmanskly Vestnik. „Útgerðarmenn flotans í Norður-Rússlandi undirbúa nú sam- eiginlegan mótleik og niðurstaðan verður sú að við snúum baki við hinum óvinveitta nágranna okkar.“ Hér vísar blaðamaðurinn til þess að rússnesk skip muni hætta að landa físki til vinnslu í Norður-Nor- egi. I framtíðinni verði siglt fram- hjá norskum höfnum með þann fisk sem hægt er að losna við annars staðar. Þetta muni hafa alvarlegar afleiðingar. fyrir Norðmenn því í fyrra hafí norsk fiskvinnsla hagnast um 10 milljarða króna á því að kaupa fisk af rússneskum togurum. Þá er sagt að Rússar muni hvorki kaupa olíu né vistir í norskum höfn- um og að engar breytingar verði gerðar á rússneskum skipum í norskum skipasmíðastöðvum. Afstaða Rússa til kvótaákvörð- unar Norðmanna veldur því að fundar um síldarstofninn sem ráð- gert er að halda í Moskvu 22.-23. janúar næstkomandi er beðið með eftirvæntingu. Atlanta í Kolumbíu Aðvörunar- ljós vegna nálægðar AÐVÖRUNARLJÓS kviknaði í flug- stjórnarklefa Boeing 747 þotu Atl- anta á leið milli New York og Bogotá með rúmlega 100 farþega fyrir nokkrum dögum til marks um að hættulega lítið bil væri milli vélar- innar og annarrar þotu. Að sögn Arngríms Jóhannssonar, forstjóra Atlanta, var engin hætta á ferðum og er ekki óalgengt að slík aðvörun- arljós kvikni í stjómklefum enda séu þau til þess ætluð að afstýra hættu áður en hún skapast. Traust á flugum- ferðarstjórum Arngrímur sagði að ljósið hefði kviknað þegar vélarnar tvær voru samtímis að skipta um hæð, önnur að lækka sig og hin að hækka sig, og munaði um 1.000 fetum á hæð vélanna. Arngrímur sagði að hvor þotan um sig hefði verið „clearuð" í sína hæð en flugumferðarstjórn hefði brugðist við þegar ljósin kvikn- uðu með því að láta flugstjórana fresta því að breyta flughæð. Málið hefði ekki komist á það stig að leg- ið hefði við árekstri eða um svokall- að „near-miss“ hefði verið að ræða. Árngrímur sagði að fyllsta traust væri borið til flugumferðarstjórnar í Kólumbíu og flugslys það sem þota American Airlines lenti í þar nýlega yrði ekki rakið til mistaka í flugum- ferðarstjóm. ) I ) i i i i i i I í i I I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.