Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JAKOB VIGTÝR - LEÓ ÓLAFSSON + Jakob _ Vigtýr Leó Ólafsson fæddist á Ytri- Bakka í Tálknafirði 26. febrúar 1925. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Soffía Lilja Friðbertsdóttir og Ólafur Krisljánsson verkamaður. Systk- ini Jakobs voru Kristín Berta og Krislján Eyþór, sem bæði eru látin. Hálfsystur átti Jakob einnnig, Guðnýju Ólafsdóttur, sem einn- ig er látin. Jakob giftist 20. maí 1956 Stefaníu Bergþóru Önundar- dóttur, eftirlifandi eiginkonu sinni. Þau eignuðust þrjú börn: Ólaf, f. 14. apríl 1956; Guðrúnu Kristjönu, f. 26. desember 1957, gift Birgi Astráðssyni, og eiga þau eina dóttur; og Bjarna Þór, f. 10. desem- ber 1967, giftur Jónu Þuríði Ing- þórsdóttur. Þau eiga þrjú börn. Þau Stefanía og Jakob bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Utför Jakobs fer fram frá Askirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. HANN faðir minn er látinn og ég mun sakna hans með virðingu og hlýhug. Við höfum verið saman til sjós og lands í blíðu og stríðu og hann hefur hjálpað mér mikið í líf- inu með vináttu og félagsskap. Við gerðum út saman í mörg ár á grásleppu og höfum ekki misst úr eina einustu vertið. Fyrir þann tíma meðan ég stundaði sjóinn með öðrum fékk ég frí til að geta farið á grásleppu með þér. Það voru góð- ar stundir. Alltaf varstu ungur í anda og ekki kveinkaðir þú þér. Það sem ég kann hef ég lært af þér, elsku pabbi minn, það er sama hvert ég lít, þú kenndir mér handtökin til sjós og líka við netahnýtingar þar sem við stóðum iðulega hlið við hlið ■ og hnýttum eins og við ættum lífið að leysa. Bamabörnin voru þér allt og þú þeim enda ekki furða eins barngóð- ur og þú varst. Sonarsonur þinn og alnafni á eftir að sakna þín mik- ið þó það megi segja að hanh sé ekki búinn að átta sig á raunveru- leikanum, enn sem komið er, en við munum styðja við bakið á honum og hjálpa eins og hægt er. Þegar kveðjustundin er kominn leita á mann minningarnar um allar góðu stundirnar sem við áttum fyr- ir austan í Fljótshlíðinni og margar voru ferðirnar sem við fjölskyldan fórum saman, nú síðast austur að Flúðum í sumarfrí. ' Það er alltaf erfitt að missa föð- ur en þegar maður missir líka sinn besta vin og félaga þá er það næst- um óbærilegt, en eins og þú veist manna best þá gengur lífið sinn vanagang og því verður ekki breytt og maður verður að læra að lifa við það. Elsku pabbi minn, þú verður að fyrirgefa mér þessi fátæklegu kveðjuorð. Þinn sonur, Bjarni Þór. Kæri tengdafaðir, á stundum sem þessari er erfitt að koma orðum að hugsunum sínum, en ég vil samt reyna og ég vona að þú takir vilj- ann fyrir verkið. Þau ár sem ég hef þekkt þig hefur þú reynst mér sem faðir og verið okkur svo góður. Þú hefur verið börnunum svo mikils virði og margar hafa þær verið ánægjustundirnar sem við höfum átt saman, bæði á heimili ykkar og á öllum ferðalögunum, svo var það líka svo ánægjulegt þegar þú og tengdamamma komu í heimsókn til okkar Bjarna. Guð blessi minningu þína. Þín tengdadóttir, Jóna Þuríður. Það er gamlárskvöld, klukkan að verða 12 á miðnætti, nýtt ár að ganga í garð. Búið að strengja band á milli tveggja stóla og við erum tilbúin að hoppa yfir á nýja árið. Jakob tengdafaðir minn stendur við gluggann og horfir bergnuminn á alla ljósadýrðina sem er í loftinu. Við þurfum að kalla á hann til þess að fá hann til að hoppa yfir á nýja árið. Það er eins og hann geti ekki slitið sig frá glugganum, en svo kemur hann og hoppar yfir á nýja árið. Þótt hann gengi ekki heill til skógar, hvarflaði ekki að mér á i t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍIM JÓELSDÓTTIR, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 31. desember. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Anna Jóna Ingimarsdóttir, Kjartan Jóhannsson, Margrét Óda Ingimarsdóttir, ísak G. Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, GUÐJÓN G. TORFASON frá Vestri-Tungu, Vestur-Landeyjum, verður jarðsunginn frá Akureyjarkirkju, Vestur-Landeyjum, laugardaginn 13. janúar kl. 14.00. Júlía G. Jónsdóttir. þeirri stundu að þetta væri hinsta kveðjustund. Hann veikist aðfara- nótt 2. janúar og er látinn að morgni þess þriðja. Jakob tengdafaðir minn var mik- ill gæfumaður jafnt í starfi sem í einkalífi. Það var fyrst og fremst tvennt sem átti hug hans allan, sjór- inn og fjölskyldan. Farsæll sjómað- ur var hann alla sína lífstíð og marga hildina háði hann við Ægi, og ávallt hafði hann betur. Og svo var það fjölskyldan, en honum var sérlega annt um hana. Hann var hamingjusamlega giftur tengda- móður minni Stefaníu Önundardótt- ir, en þau voru einstaklega sam- rýnd. Hún var ekki bara eiginkona hans, heldur líka besti vinur hans og var hann ákaflega stoltur af henni. Börnin vonr þijú og barna- börnin orðin Ijögur og voru þau honum miklir gleðigjafar. Það eru rúmlega tuttugu ár síðan ég kóm inn í fjölskylduna og var mér mjög vel tekið strax frá byijun og vil þakka tengdaföður mínum fyrir alla hlýju og velvild í minn garð og fjöl- skyldu minnar alla tíð. Ég bið góð- an guð að blessa minningu þína. Hvíl þú í friði. Elsku Stebba mín, ég bið guð að gefa þér, börnum þínum, og barnabörnum frið og styrk í ykkar miklu sorg. Birgir. Kveðja til afa Elsku afi, nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Við viljum þakka þér fyrir allar yndislegu gönguferðirnar sem við fórum með þér og alla þá ástúð og umhyggju sem þú gafst okkur. Við biðjum góðan guð að styrkja elsku ömmu okkar í hennar miklu sorg. Guð geymi þig. 0, Jesú bróðir besti og bama vinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðjaj þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (P. Jónsson.) Jakob Leo, Stefanía Helga, Ásrún Lilja og Ásdís. Látinn er í Reykjavík frændi minn, Jakob Ólafsson stýrimaður. Aldur hans var ekki mjög hár. Hann var löngum heilsuhraustur, hress og glaður, og mér fannst hann eldast hægt, ef svo má til orða taka. En svo kom bölvaldurinn mikli, krabbameinið, og þegar það nær sér á strik verður fátt um varn- ir, en endalokin venjulega skammt undan. Jakob var Vestfirðingur í húð og hár, kominn af sjómönnum í ættir fram. Mér er Jakob minnisstæðastur frá því við vorum báðir ungir menn fyrir vestan. Vegna veikinda móður Jakobs ólst hann að nokkru leyti upp á Suðureyri í Tálknafirði, hjá föður- bróður sínum, Bjarna Kristjánssyni, og konu hans, Jónu Þórdísi Jóns- dóttur. Að öðru leyti dvaldist hann hjá foreldrum sínum á Patreksfirði. Þegar við höfðum krafta til lá leið okkar á sjóinn eins og flestra jafnaldra okkar. Þá var oft skemmtilegt að vera til. Við vorum stundum á sama bátnum og þótt erfitt væri með köflum, þá er allt slíkt löngu gleymt, en efst ríkir í minningunni líflegur félagsskapur- inn, glens og gamanmál, eins og ungir menn eiga gjarnan saman. Eitt atvik er mér minnisstætt frá miðunum. Það er einnig lýsandi fyrir hreysti Jakobs, yfirvegun hans og rólyndi. Við vorum að kasta nótinni í Fló- anum þegar svo slysalega vildi til að Jakob festist við pokann og hent- ist út fyrir. Mikill ótti greip um sig hjá okkur hinum, en til allrar ham- ingju tókst Jakobi að losa sig frá nótinni, áður en hún sökk mjög djúpt, með því að klæða sig úr stíg- vélunum og halda sér á floti uns við náðum honum upp í bátinn. Ekkert varð honum meint af þessu volki, en mætti á dekkinu, hress og kátur, eftir að hafa haft fata- skipti. Ummhverfið var löngum ákaf- lega glæsilegt. Erfitt er að gleyma dáfögru útsýninu af miðunum, hvort heldur við vorum staddir í Flóanum, með sýn til Tálknans, Kópsins og Blakknessins — ellegar fyrir vestan himinhátt Látrabjargið, með Ijallasýnina suður um allt. Hvergi var betra að vera ungur sjó- maður heldur en þarna, úti fyrir Vestfjörðum. í góðviðri og mikilli birtu varð sjóndeildarhringurinn stundum ólýsanlega tilkomumikill, fagur og heillandi. Þetta fundum við vel, ungu mennimir og við höfð- um það stundum á orði. Eftir að við fluttumst að vestan varð einhvern veginn lengra milli okkar. Við hittumst reyndar af og til, en Jakob var löngum á sjónum, ýmist sem skipstjóri, stýrimaður, eða nú seinni árin á trillunni sinni, við grásleppuveiðar og fleira slíkt. Um nokkurra ára skeið, eftir að Jakob kom í land, vann hann Við netagerð, enda kunni hann þar vel til verka. Síðasta áratuginn eða svo starfaði hann sem vaktmaður hjá Reykj avíkurborg. Þeim fækkar nú óðum jafnöldr- unum að vestan, eins og lög gera ráð fyrir, en þeir eru mér margir minnisstæðir. Góðvild Jakobs, glettni hans og gamansemi, gleym- ist ekki. Óvildarmenn' átti hann enga, svo mér sé kunnugt, en trú- mennska hans, vinnusemi og vin- átta við samferðafólkið lýsir vel manninum, sem við kveðjum nú með söknuði. Um leið og ég, systir mín Þórey og okkar fólk, lýsum þakklæti okk- ar vegna gamalla og góðra kynna við Jakob, sendum við Stefaníu, börnunum, afabörnunum hans Jak- obs og öðrurn ástvinum, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kristján Gíslason. Kveðja Það er vor í lofti í Reykjavík; síminn hringir. „Halló.“ „Blessaður. Ég ætla að færa ykkur nokkra rauðmaga. Hvað þarftu mikið?“ Kobba frænda hefur ekki brugð- ist greiðviknin og ljúfmennskan þetta vorið fremur en þau fyrri. Fullt fat af rauðmaga hefur ævin- lega borist að minnsta kbsti einu sinni á vori, allmörg undanfarin ár. Þegar við hjónin fluttumst til Reykjavíkur 1968 varð strax mikill samgangur við þau Stebbu og Kobba. Stefanía varð okkur mikill haukur í horni, auk þess sem eldri börnin, Óli og Kristjana, voru okkar aðalbarnapíur. Og ævinlega varð mikið hopp og hí og gleði þegar börnin okkar heyrðu að nú ætti að fara í heim- sókn á „Klessuveginn". Ekki varð fögnuðurinn minni ef Kobbi frændi var í landi. Hann var með eindæm- um barngóður og hafði alltaf nógan tíma til að hlusta á þau og spjalla við þau — og slíkt kunna litlar sálir í heimi hraða og tímaskorts vel að meta. Og fullorðnar sálir í þeim sama heimi höfðu líka gott af því að tylla sér niður kvöldstund með Jakobi og spjalla, fá sér kaffisopa eða jafn- vel viskítár, og finna rósemi hans fylla andrúmsloftið. Hann byijaði oftast á því að lesa stjómendum útvegsmála pistilinn og var þá skorinorður og rökfastur. En að því búnu var tekið upp léttara hjal; hann var skemmtinn og gamansam- ur með notalega kímnigáfu, og undarlega laus við illkvittni af ís- lendingi að vera. Fáa menn vitum við sem lifðu lífinu jafnlifandi og Kobbi frændi. Hann naut þess að vera til og bæði starf og tómstundir urðu honum lífsnautn. Því finnst manni það undarleg ákvörðun af almættinu að kalla til sín mann sem hafði jafn- gaman af að lifa. En um slíkt þýð- ir ekki að fást og mikil huggun er- að minningarnar eru ljúfar og bjart- ar. Elsku Stebba og allir þínir; við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur og megi Guð styrkja ykkur á sorgarstund. Lilja, Guðni og börn. Það er bæði ljúft og sárt að minn- ast látins vinar, Jakobs Ólafssonar sem lést 3. janúar sl. Árið 1960 fluttum við í blokk við Kleppsveginn í Reykjavík, ásamt börnunum okkar þremur. Þetta var mikil barnablokk. Á fjórum hæðunum í okkar stiga- gangi töldum við 16 börn sem voru innan við fermingu. Á efstu hæð- inni bjuggu Stebba og Kobbi og börnin þeirra tvö, Óli og Kristjana, sem voru á sama aldri og tvö eldri börnin okkar. Árið 1962 fæddist þeim svo Bjarni Þór. Það fór ekki hjá því að foreldrar allra þessara barna hittust annað veifið þegar þeir voru að hirða börnin sín úr kösinni sem veltist upp og niður stigana og á baklóðinni við blokk- ina. Við þessar aðstæður kynnt- umst við Kobba fyrst og þaðan eig- um við fyrstu góðu minningarnar um samverustundir með honum og Stebbu. Þrátt fyrir það að Kobbi væri mikið að heiman vegna vinnu sinnar á sjónum þá er það nú svo að þarna á þessum árum hnýttust þau bönd vináttunnar sem aldrei hafa slitnað þó að stundum liði langur tími milli samverustunda. Það eru ljúfar minningar sem streyma fram í hugann þegar við minnumst stundanna sem við áttum saman. Eins og t.d. í fyrstu utan- landsferðinni til Mallorka, þegar við vorum svo græn að við pöntuðum ódýrustu fáanlegu vikuferðina sem til var og það í júlí. Þrátt fyrir afar frumstæða gistingu og 45 gráðu hita varð þetta eitt samfellt ævin- týri sem aldrei gleymist. Kobbi lék við hvern sinn fingur og túlkaði allt sem til okkar var talað af inn- fæddum þótt ekki kynni hann stakt orð í málinu. Hann spann þetta bara af fingrum fram og vakti það ómælda kátínu. Síðar ferðuðumst við í tvígang saman til Kanaríeyja og það var allt á sama veg, ekki var hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en Kobba og Stebbu og enn hélt Kobbi uppteknum hætti að tala á sinni ágætu íslensku við starfsfólkið á staðnum, því og okkur öllum til óblandinnar ánægju. í febrúar á síðasta ári hélt Kobbi upp á sjötugs afmælið sitt á Kanaríeyjum. Því miður gátum við ekki verið með þeim þá, en nú í lok janúar ætluðum við að bæta um betur og vera sam- ferða eins og forðum en Kobba var því miður ætlað annað hlutskipti. Kobbi var mjög góður heimilis- faðir og dulítið af gamla skólanum. Lengi hélt hann í það að hún Stebba sín ætti að vera heima að hugsa um börn og húshald og tiltæk þeg- ar hann kæmi heim af sjónum, en þegar börnin uxu úr grasi breyttist þetta viðhorf hans í takt við tímann og hann var vel sáttur við Stebbu sína útivinnandi. Vart var hægt að hugsa sér samrýndari hjón og voru þau miklir og góðir félagar. Hann var einnig góður félagi og vinur barna sinna og tengdabarna og elskaði og dáði barnabörnin sín sem voru orðin fimm að tölu. Missir þeirra allra er því mikill. Þessi fáu orð eru sett á blað til að kveðja góðan vin sem ævinlega var ljúfur, glettinn og gamansam- ur, með stríðnisglampa í augum og bros á vör. Þannig er gott að minn- ast hans. Við biðjum góðan Guð að styrkja Stebbu, Kristjönu, Bjarna Þór og aðra ástvini hans í þeirra sáru sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Sigríður Sigurbergsdóttir og Björn Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.