Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Frangois Mitterrand fyrrverandi Frakklandsforseti borinn til grafar
Látlaus athöfn í fæðingar-
bænum o g minnst í París
París, Jarnac. Reuter.
Reuter
KISTA Mitterrands Frakklandsforseta borin út úr íbúð og vinnustofu hans í miðborg Parísar árla
morguns í gær. Næst á eftir fylgja Gilbert sonur hans (t.h.) og dóttirin Mazarine (t.v.). Mitterrand
var borinn til grafar í heimabæ sínum Jarnac, sem er skammt frá Cognac.
FRANQOIS Mitterrand, fyrrverandi
Frakklandsforseti, var borinn til
grafar í fæðingarbæ sínum Jarnac
í suðvesturhluta Frakklands í gær,
að viðstöddum nánustu ættingjum
hans og vinum. Fjöldi þjóðhöfðingja
og háttsettra franskra og erlendra
ráðamanna sátu hins vegar minning-
arathöfn um Mitterrand í Notre
Dame í París.
Kista Mitterrands var borin út úr
íbúð hans í miðborg Parísar árla
morguns og var hans minnst af heið-
ursverði hermanna á herflugvellin-
um í Villacoubly, vestur af París.
Þaðan var flogið með kistuna til
borgarinnar Cognac, skammt frá
Jamac.
Fyrir minningarathöfnina-í Notre
Dame átti Jacques Chirac Frakk-
landsforseti fund með þeim Borís
Jeltsín Rússlandsforseta og A1 Gore,
varaforseta Bandaríkjanna, I Élysée-
höll.
„Mitterrand var góður vinur Rúss-
lands," sagði Jeltsín eftir fundinn
með Chirac. Jeltsíns virtist hress og
við góða heilsu en þetta er fyrsta
utanlandsferðin hans frá því að hann
fékk hjartaáfall í lok október á síð-
asta ári.
Mínútu þögn
Einnar mínútu þögn var um allt
Frakkland klukkan ellefu í gær-
morgun er athafnimar báðar hófust.
Mitterrand, sem er sá forseti
Frakklands er lengst sat í embætti,
vildi ekki að haldin yrði opinber út-
för. í staðinn hafði hann skilið eftir
nákvæm fyrirmæli um hvernig stað-
ið skildi að útför hans og minningar-
athöfn. Að hans ósk voru leikin verk
eftir Chopin og Beethoven auk sálu-
messu eftir franska tuttugustu aldar
tónskáldið Maurice Dumfle.
Meðal þeirra er vom viðstaddir
útförina í Jarnac voru ekkja hans
Danielle Mitterrand, synirnir Jean-
Christophe og Gilbert, Roland Dum-
as, fyrrverandi utanríkisráðherra, og
Robert Badinter, fyrmm dómsmála-
ráðherra. Ástkona Mitterrands til
margra ára, Anne Pingeot, gekk
ásamt Mazarine, dóttur hennar og
Mitterrands, fyrir aftan Danielle inn
í kirkjuna í Jarnac, en þær komu
einnig saman frá París.
Israelar
gagnrýna
Assad
Jerúsalem. Reuter.
ÍSRAELAR gagnrýndu í gær Hafez
al-Assad, forseta Sýrlands, og
sögðu að viðhorf hans til friðarvið-
ræðna þyrftu að breytast ef hann
vildi friðmælast við Israel.
Norskir sendimenn ræddu við
Assad á miðvikudag og höfðu eftir
honum að ekki lægi á að semja við
ísraela. „Ég hef dag, ég hef mán-
uð, ég hef ár og ég hef heilan
mannsaldur,“ á sýrlenski forsetinn
að hafa sagt þegar hann var spurð-
ur um gang friðarviðræðnanna.
Yossi Beilin, náinn ráðgjafí Shim-
ons Peres, forsætisráðherra ísraels,
gagnrýndi þetta viðhorf. „Vilji hann
leika þennan leik - og segja: „Ég
hef nægan tíma og ef ykkur liggur
á skulið þið koma með tilslakanir"
- þá kemst hann að raun um að
við tökum ekki þátt í slíku,“ sagði
Beilin.
Yossi Sarid, umhverfismálaráð-
herra Israels, sem er yfírleitt bjart-
sýnn á árangur í viðræðunum, var
óvenju svartsýnn í gær. „Ég yrði
mjög hissa ef við næðum friðarsam-
komulagi við Sýrlendinga á þessu
ári,“ sagði hann. „Helstu ágrein-
iugsmálin eru enn óleyst.“
Christopher til Damaskus
Warren Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, var í Jerú-
salem í gær og ræddi við Peres, sem
sagði að ísraelar og Sýrlendingar
hefðu aðeins nokkra mánuði til að
ná friðarsamkomulagi fyrir þing-
kosningarnar í ísrael í október.
Hægriflokkar, sem vilja ekki gefa
Gólan-hæðirnar eftir, gætu komist
til valda í kosningunum.
Christopher hélt í gær til Dam-
askus og fer aftur til ísraels áður
en 16. friðarferð hans til Miðaustur-
landa á þremur árum lýkur á sunnu-
dag.
Clínton sagður
gjaldþrota
New York. Reuter.
BANDARÍSKA tímaritið Money
fullyrðir í grein sem birtist í gær
að bandarísku forsetahjónin séu því
sem næst gjaldþrota. Þessu valdi
himinháir reikningar lögfræðinga
vegna Whitewater-málsins og ákæru
á hendur forsetanum um grófa kyn-
ferðislega áreitni.
í tímaritinu er fullyrt að eignir
Bill og Hillary Clinton í júlí 1992
hafí numið um. 697.000 dölum, um
45 milljónum króna, séu nú nánast
eignalaus. Reikningar fyrir lögfræð-
iaðstoð vegna áðumefndra mála
muni líklega nema um 2 milljónum
dala á ári, um 130 milljónum ísl. kr.
Fullyrðir tímaritið að væri ekki
fyrir aðstoð úr sérstökum styrktar-
sjóði sem stofnaður var til að greiða
lögfræðikostnaðinn, væru forseta-
hjónin nú þegar gjaldþrota. Um
800.000 dalir séu í sjóðnum en þau
skuldi lögfræðingum nú þegar um
1,6 milljónir dala. í samtali við tíma-
ritið segir forstöðumaður styrktar-
sjóðsins, Michael Cardozo, að ólík-
legt sé að mikið meira fé safnist.
Hendur sjóðsstjómar séu bundnar,
hún megi ekki auglýsa eftir fram-
lögum, halda tónleika í fjáröflunar-
skyni eða auglýsa símanúmer sjóðs-
ins.
Vilja 89% síldarinnar
Ósló. Morgunablaðið.
TILLAGA norska sjávarútvegsráðu-
neytisins um 750.000 tonna síldark-
vóta til handa norskum sjávarútvegi
hefur vakið mikla reiði útvegs-
manna. Segja þeir að tilboðið feli í
sér eftirgjöf á 150.000 tonnum og
gera kröfur um að fá 89% heildark-
vótans, sem er ein milljón tonna.
Hákon Hansen, formaður Lands-
sambands útvegsmanna sagði í upp-
hafí fundar þeirra í Álasundi I gær
að 89% síldarstofnsins væri á norsku
hafsvæði og að hópur alþjóðlegra
vísindamanna hefði staðfest þetta.
Minnti Hansen á að íbúar í Norður-
Noregi hefðu mátt þola skerðingu á
síldarkvótanum sem væri ástæða
þess hversu stór hann væri nú. I
viðræðum um síldveiðar í Síldar-
smugunni sem stæðu fyrir dyrum,
gerðu útvegsmenn kröfu um ríkuleg-
an hluta þess kvóta sem úthlutað
yrði á alþjóðlegu hafsvæði.
Landsamband útvegsmanna gerir
hins vegar ekki frekar ráð fyrir því
að samþykkt Sameinuðu þjóðanna
um veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum
muni tryggja hagsmuni Noregs.
Segir Hansen því nauðsynlegt að
fylgjast vel með og grípa í taumana
þegar útvegsmenn telji hættu á því
að fram hjá hagsmunum þeirra sé
gengið.
Er „þriðja aflið“ að
baki í Tsjetsjníju?
Reuter
TSJETSJENSKU skæruliðarnir og rúturnar með gíslunum.
Þeir voru staddir í þorpinu Pervomajskaja í Dagestan í gær.
Moskvu. Reuter.
GISLATAKAN í Suður-Rússlandi
þar sem tsjetsjenskir skæruliðar
náðu fyrirhafnarlaust á sitt vald
hundruðum manna hefur enn vakið
upp vangaveltur um, að eitthvert
valdamikið „þriðja afl“ vilji draga
átökin í Tsjetsjníju á langinn.
„Einhver vill kynda undir eld-
unum í Norður-Kákasus til að geta
notað sér þá á réttum tíma,“ sagði
Rúslan Martagov, talsmaður
tsjetsjensku stjómarinnar, sem
nýtur stuðnings Rússa, í viðtali við
dagblaðið Ízvestíja.
„Þriðja aflið“ er oft nefnt í sam-
bandi við stríðið í Tsjetsjníju og
beinast grunsemdimar oftast að
einhveijum „haukum" eða harð-
línumönnum í Kreml. Vakti Arkadíj
Volskíj, sem tók þátt í friðarviðræð-
unum við Tsjetsjena í fyrrasumar,
mikla athygli sl. þriðjudag þegar
hann hafði eftirfarandi orð eftir
aðalsamningamanni Tsjetsjena:
„Þegar allt kemur til alls hafa
haukarnir ykkar og forsetinn okkar
(Dzhokhar Dúdajev) sama yfirboð-
ara.“
Bréfin beint til Dúdajevs
Volskíj segist ekki efast um, að
eitthvert sannleikskom sé að finna
í þessum ummælum og hann segir
frá því, að hann hafi sent Víktor
Tsjemomyrdín forsætisráðherra
innsiglað bréf um stríðið í
Tsjetsjníju og merkt það leyndar-
og trúnaðarmál í bak og fyrir. Átti
bréfíð að fara venjulega leið innan
kerfísins en samt lenti það í hönd-
unum á Dúdajev. Svo fór einnig
um bréf, sem hann sendi Borís
Jeltsín, forseta Rússlands.
Áleitnar spurningar
Rússneskir fjölmiðlar og frétta-
skýrendur hafa lengi leitað svara
við áleitnum spurningum um átökin
eða samskiptin milli Moskvustjórn-
arinnar og Dúdajevs:
■ Hvers vegna skildi rússneski
herinn eftir miklar vopnabirgðir
þegar hann fór frá Tsjetsjníju
1991?
■ Hvers vegna flæddi olían
óhindrað til Tsjetsjníju allt þar til
Rússar réðust aftur inn í landið
fyrir ári? Vitað var, að Dúdajev
notaði olíugróðann til að vopna sína
menn.
■ Hvers vegna fengu skæruliðar
alltaf að hörfa óáreittir frá hverri
borginni á fætur annarri?
■ Hvers vegna reyna Rússar ekki
að taka Dúdajev og Shamil
Basajev, sem stjómaði gíslatökunni
í Búdenovsk í júní? Fréttamenn
virðast geta gengið út og inn hjá
þeim að vild.