Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996
URVERINU
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR: EVROPA
Snæfellingur hf. og UD
kaupa Ottó Wathne NS
Morgunblaðið/HG
OTTÓ Wathne í Harbour Grace á Nýfundnalandi.
SNÆFELLINGUR hf. á Ólafsvík
°g Útgerðarðarfélag Dalvíkinga
hafa í sameiningu fest kaup á tog-
aranum Ottó_ Wathne NS 90 frá
Seyðisfirði. Áætlað er að skipið
verði áfram gert út á rækjuveiðar
á Flæmska hattinum eins og verið
hefur að undanfömu og afli hrá-
efnis fyrir rækjuvinnslu Snæfell-
ings hf.
Að sögn Stefáns Garðarssonar,
framkvæmdastjóra Snæfellings
hf., verður skipið gert út sem sjálf-
stætt fyrirtæki með eignaraðild
þeirra tveggja sem að kaupunum
standa. Hann segir að skipið verði
áfram á rækjuveiðum á Flæmska
hattinum en nú verði öll iðnaðar-
rækja unnin í Ólafsvík. Með kaup-
unum sé því fyrst og fremst verið
að styrkja hráefnisöflun Snæfell-
ings enn frekar og menn vonist
til að geta rekið útgerðina með
hagnaði með þessum hætti.
Stefán segir engar ákvarðanir
hafa verið teknar um framhaldið
á útgerð skipsins, hvort farið verði
á karfaveiðar eða eitthvað þvíum-
líkt. Þá sé ekki ákveðið hver verði
framkvæmdastjóri hinnar nýju út-
gerðar né heldur hveijir munu sitja
í stjórn hennar.
Skipið verður afhent nýjum eig-
endum um mánaðamót febrúar og
mars og segir Stefán að þá verði
skipið nýkomið úr slipp þar sem
gerðar verða á því nauðsynlegar
endurbætur og það verði því í full-
komnu lagi við afhendingu.-Hann
reiknar með að væntanlega verði
gerðar einhveijar mannabreyting-
ar í áhöfn skipsins.
Smíðað fyrir hvalveiðar
Ottó Wathne var smíðaður í
Noregi 1969, þá sem hvalveiði-
verksmiðjuskip. Það hét þá Peder
Huse og var um tíma eina hval-
veiðiverksmiðjuskip Norðmanna
en árið 1972-3 var sérútbúnaður
fyrir hvalvinnslu fjarlægður og
skipið útbúið á skuttogveiðar og
flakafrystingu. Ottó Wathne hf. á
Seyðisfírði keypti skipið til íslands
í júní 1994.
Fiskiðn
í Fiski-
félagið?
í UNDIRBÚNINGI er að Fiskiðn,
fagfélag fískiðnaðarins, sæki form-
lega um aðild að Fiskifélagi íslands.
Að sögn Óskars G. Karlssonar,
stjórnarmanns félagsins, eru mark-
mið Fiskiðnar að mörgu leyti sam-
hljóða markmiðum Fiskifélagsins.
„Við höfum áhuga á því að auka
þekkingu almennt í fískiðnaði til að
ná sem bestum árangri í vinnslu,
bæði tæknilega og fjárhagslega,"
segir Óskar. Að hans sögn mun Fisk-
iðn leggja Fiskifélaginu lið í almenn-
um umræðum um veiðar og vinnslu,
þar sem sá þáttur vinnslunnar hefur
verið að nokkru vanræktur í umræð-
um á fiskiþingi.
„Það er góður vettvangur til að
fjalla um það sem máli skiptir í
vinnslu og veiðum af þvi að þangað
beinist kastljós fjölmiðla. Einnig
koma samþykktir þingsins fyrir sjón-
ir almennings, stjómvalda og
embættiskerfísins."
Ekki ljóst hvort Fiskiðn rúmast
innan ramma Fiskifélagsins
„Maður hlýtur að fagna slíkri um-
sókn til Fiskifélagsins," segir Bjarni
Kr. Grímsson, framkvæmdastjóri
Fiskifélags íslands. „Ég fagna öllum
áhuga á starfi Fiskifélagsins. Við
munum væntanlega taka umsóknina
fyrir í stjórn ef hún rúmast innan
ramma félagsins."
Hann segir að á síðasta fiskiþingi
hafí verið stofnuð nefnd til að endur-
skoða lög félagsins. „Hún hefur ekki
ennþá tekið til starfa, en ef okkur
berst umsókn frá Fiskiðn mun það
flýta þeirri endurskoðun," segir
hann. „Ég hef ekki fengið neina
umsögn um það hvort Fiskiðn rúm-
ast innan vébanda Fiskifélagsins,
enda verðum við að taka á málinu
eftir því sem það gefur tilefni til.
Það verður skoðað í ljósi samþykkta
frá síðasta fískiþingi."
Fastafulltrúi Noregs í Strassborg
T rúver ðugleiki
Evrópuráðs í hættu
SVEN KNUDSEN sendiherra, sem
verið hefur fastafulltrúi Noregs hjá
Evrópuráðinu í Strassborg sl. fímm
ár, dregur upp svartsýna mynd af
framtíð Evrópuráðsins í grein í Aft-
enposten. Hann segir að of hratt
hafi verið farið í að veita ríkjum í
austurhluta Evrópu aðild á sama
tíma og gömlu aðildarríkin sýni ráð-
inu stöðugt minnkandi athygli.
Lengi voru aðildarríki Evrópuráðs-
ins 23 talsins, ef litið er hjá Tyrk-
landi er hafði ákveðna sérstöðu. Seg-
ir Knudsen að lýsing breska þing-
mannsins Julian Chritchley í bók
hans „Westminster Blues" á áttunda
áratugnum, hafí átt vel við. Chritc-
hley sagði að Strassborg væri „hund-
leiðinlegur staður þar sem menn eru
uppteknir af algjörum jaðarmálefn-
um“.
Or fjölgun aðildarríkja
Knudsen segir að þetta hafi breyst
með falli Berlínarmúrsins og örri
fjölgun aðildarríkja. Ákveðið hafi
verið að Evrópuráðið skyldi gegna
mikilvægu hlutverki í því að fylgjast
með mannréttindamálum en á sama
tíma hafí ekki verið séð til að það,
væri í stakk búið til að sinna þeim
málum sem skyldi. Fyrstu árin eftir
fall Berlínarmúsins hafí menn fylgt
þeirri reglu að ný aðildarríki skyldu
uppfylla mannréttindakröfur áður en
þau fengu aðild en nú láti menn sér
nægja að þau reyni að uppfylla skil-
yrðin eftir að þau fá aðild. Litið hafí
verið svo á að aðiid gæti haft jákvæð
áhrif á þróunina í viðkomandi ríkjum.
Knudsen segir að í raunveruleik-
anum geti Evrópuráðið einungis
komið til móts við brot af þeim vænt-
ingum er gerðar voru til þess í upp-
hafí, meðal annars vegna þess að
vinnufyrirkomulag og ákvarðana-
taka hafí ekki verið löguð að fjölgun
aðildarríkjanna.
Ekki vilji til úrbóta?
Knudsen dregur í efa að stærstu
aðildarríki Evrópuráðsins, Frakk-
land, Þýskaland, Bretland og Ítalía,
séu reiðubúin að færa þær fjárhags-
legu fórnir, sem stækkunin til aust-
urs hefur í för með sér. Jafnvel sé
líklegt að þau muni frekar vilja að
Evrópusambandið-vinni að því að
tryggja lýðræði í Austur-Evrópu.
Áhugaleysið er . þó ekki einungis
bundið við stóru ríkin og bendir
Knudsen á að utanríkisráðherra Nor-
egs hafi ekki séð ástæðu til að heim-
sækja ráðið frá því árið 1992.
Hann bendir á að staðan sé þegar
í dag mjög slæm í mikilvægasta
málaflokki ráðsins, mannréttinda-
málunum. Árið 1989 hafi Mannrétt-
indanefnd Evrópu borist 1.342 ný
erindi en tvöfalt fleiri, eða 2.679,
árið 1994. Fram til fyrsta október
árið 1995 bárust 2.698 erindi og
samtals er nefndin með 4.254 erindi
á borði sínu. Hefur hún ekki byrjað
að líta á 2.703 þeirra.
Knudsen segir að í ljósi þess hve
illa er búið að Evrópuráðinu og hve
vafasöm staða lýðræðis- og mann-
réttindamála sé í mörgum aðildar-
ríkjunum, sé hætta á að mjög muni
draga úr trúverðugieika þess á næstu
árum.
FUNDUR hjá Evrópuráðinu í Strassborg.
Framkvæmdasljórn-
in vill vald í dóms-
og lögreglumálum
Brussel. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins vill færa meirihlutann
af dómsmála- og lögregjusamstarfi
aðildarríkjanna inn á eigin valdsvið.
Þetta verður keppikefli framkvæmda-
stjómarinnar á ríkjaráðstefnu ESB,
sem hefst í marz, að sögn Anitu Grad-
in sem fer með þessi mál í fram-
kvæmdastjóminni.
Dóms- og lögreglumálin em mála-
flokkur, þar sem margir telja að einna
mest þörf sé á yfírþjóðlegu sam-
starfí, enda virða glæpir, eiturlyfja-
smygl og flóttamannavandamál engin
landamæri. Þessir málaflokkar em
hins vegar viðkvæmir og standa nærri
öryggi aðildarríkjanna. Niðurstaðan
varð þess vegna sú, er ESB-ríkin
ákváðu að taka upp samstarf í dóms-
og lögreglumálum að setja þau ekki
undir hið yfírþjóðlega vald fram-
kvæmdastjómarinnar eða leyfa at-
kvæðagreiðslur um þau í ráðherraráði
ESB. I Maastricht-sáttmálanum er
þvert á móti kveðið á um að dóms-
málasamstarfíð sé milliríkjasamstarf,
þar sem valdsvið framkvæmdastjórn-
arinnar er mjög takmarkað og allar
ákvarðanir þurfa samhljóða sam-
þykki.
Þrjár stoðir
Dómsmálasamstarfíð er kallað
„þriðja stoð“ Evrópusambandsins.
Hinar tvær eru samstarfið í utanrík-
is- og öryggismálum, sem er kallað
„önnur stoð“ og er sömuleiðis milli-
ríkjasamstarf, og svo hið eiginlega
Evrópubandalag, („fyrsta stoð“) þar
sem framkvæmdastjómin hefur ein
rétt á að eiga frumkvæði að löggjöf
og margar ákvarðanir í ráðherraráð-
inu eru teknar með auknum meiri-
hluta, en ekki samhljóða.
Gradin segir að framkvæmda-
stjómin sé sammála um að færa eigi
dóms- og lögreglumálin úr þriðju stoð-
inni í þá fyrstu, að refsirétti og lög-
reglusamstarfi undanskildu. Jafn-
framt vilji stjómin minnka skrifræði
í málaflokknum, leyfa ráðherraráðinu
að greiða atkvæði um fleiri mál og
breyta eigin frumkvæðisleysi í „sam-
eiginlegt frumkvæði“ að nýrri lögg-
jöf, ásamt Evrópuþinginu.
Evrópuþingið hefur lengi kvartað
undan áhrifaleysi í dóms- og lögreglu-
málunum. Sem stendur þurfa aðildar-
ríki ESB aðeins að „upplýsa" þingið
um sameiginlegar ákvarðanir í slíkum
málum, til dæmis um meðferð flótta-
manna og innflytjenda, tollasamstarf
eða landamæraeftirlit, eða þá að hafa
„samráð" við þingið. Evrópuþing-
menn telja að oftast sé einfaldlega
gengið framhjá þinginu.
Samstarfíð í þriðju stoðinni hefur
verið gagnrýnt fyrir að vera alltof
þungt í vöfum og að það gæti verið
mun skilvirkara, lyti það sömu lög-
málum og annað starf Evrópusam-
bandsins.