Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ar og að við gleymdum að nærast. Það voru ófáir kaffibrúsarnir bornir á milli á þessum árum. Börnunum okkar var alltaf vel tekið og marg- ar, góðar sögur fengu þau, þegar þau fengu að dvelja hjá langömmu og langafa. Eftir að Sella tengda- mamma flutti í Stórholtið vorum við fjölskyldan í sérdeilis góðum félagsskap því mjög kært var með þeim mæðgum, Ingu eldri og Sellu, og höfðu þær ásamt Davíð ofan af fyrir börnunum sameiginlega með- an við hjónin vorum í vinnu sem oft gat dregist fram á kvöld. Ekki er hægt að telja allar ánægjustund- irnar með þeim sæmdarhjónum, Ingu og Davíð, en við héldum til dæmis öll okkar jól með þeim svo lengi sem þau treystu sér til að koma, fyrst í Stórholtið til Sellu og síðan til okkar í Álfalandið. Fyrir allar þessar stundir vil ég þakka og minnist þeirra allra eingöngu með hlýju og hversu mikil gæfa það var fyrir mig og mína fjölskyldu að fá að kynnast svo góðum mann- eskjum sem þeim hjónum. Síðustu árin bjuggu Inga og Davíð í Seljahlíð þar sem þau undu hag sínum vel, létu þau vel af allri starfsemi þar og hversu gott starfs- fólkið væri. Oft var gestkvæmt og þá var ekkert til sparað í veitingun- um frekar en fyrri daginn. Alltaf virtist vera til konfekt og góðgæti handa gestum sem þangað komu og þeir voru ófáir. Elsku Davíð, ég veit að fyrir þig er þung þraut að sjá á eftir henni Ingu þinni, en ég veit að hún verð- ur með hugann hjá okkur öllum í náinni framtíð. Ég vil senda þér mínar innilegustu samúðarkveðjur svo og börnum ykkar, fósturbörnum og barnabörnum sem ykkur voru svo kær og þar var enginn undan skilinn. Minningin um elskulega konu lifir. Gunnar Jónasson. Nú er langamma okkar farin og við eigum aldrei eftir að sjá hana aftur. Hún lést aðfaranótt 6. janúar en hún lifir í hjarta okkar. Hún langamma var og er okkur mjög kær, hún passaði okkur svo oft þegar við vorum lítil og hafði alltaf svo mikinn áhuga á öllu sem við vorum að gera. Við eigum margar minningar að velja úr þegar við hugsum um hana, eins og kannski flestir sem þekktu hana, en hennar er best minnst sem glaðlyndrar, jákvæðrar konu sem alltaf vildi okkur svo vel. Vertu sæl, elsku langamma, og þakka þér fyrir okkur, við vitum að þér líður vel en við söknum þín. Jónas Þór og Sesselja. Til minningar um ömmu okkar. Okkur langar í örfáum orðum að kveðja ömmu í Seljahlíð. Þér vséri hægt að lýsa á margan hátt en okkur fínnst upp úr standa um- burðarlyndi þitt og hæfileiki til að sjá það besta í fólki. Þið afi tókuð alltaf svo vel á móti okkur þegar við litum inn hjá ykkur. Þó að við værum löngu vaxin úr grasi vitnað- ir þú löngum til okkar sem „litli“ og „litla“ og laumaðir að okkur sælgæti í kveðjuskyni. Nú er komið að okkar síðustu kveðju. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði. Ég sé þitt bros á bleiku engi; á beði þínum laufin taka’ að falla. Vindurinn leikur sitt lag á gamla strengi. Ljúft er að hvílast. Degi fer að halla. Söngvamir þagna senn í rauðum skógum. Svellkaldir vindar þyrla’ upp brotnum grein- um. Eldamir lifa enn á hlóðarsteinum. Söngur í blænum berst frá einum hlyni. Blaðríkir skógar sölna’ í haustsins skini Sumarsins blik í haustsins helgidómi: Hélað er tár á einu litlu blómi. (Ljóð e. Elínu Eríksdóttir frá Ökmm) Davíð, Bjarnveig og Inga. Með örfáum orðum langar mig að minnast elskulegrar ömmu minnar, Ingu Eiríksdóttur. Margs er að minnast frá liðnum Við kynntumst honum árið 1981 er hann kom inn í líf Kristjáns Inga. Alltaf var Halli hlýr og ein- lægur og gott að koma inn á heim- ili þeirra, sem bar vott um list- fengi þeirra beggja. Ferðalög voru áhugamál Halla og voru þeir þeirrar gæfu aðnjót- andi að geta ferðast saman víða um heiminn. Við eigum góðar minningar um hann og stóran vina- hóp þeirra, sem staðið hefur við hlið þeirra í gleði og sorg. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig, elsku Kristján Ingi, og vottum móður Halla, Sóleyju, systkinum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast, fær aldrei eilífð aðskilið. (Jónas Hallgr.) Hansína Margrét, Ásta, Bjarni Asgeir, Baldur og fjölskyldur. Mig langar til að minnast vinar míns Haraldar Tómassonar með örfáum orðum þar sem ég get ekki verið viðstödd jarðarför hans í dag. Við Halli bjuggum saman í húsi í vesturbænum í nokkur ár og bund- umst vináttuböndum sem síðar leiddi til þess að Kristján Ingi, frændi minn og vinur, varð sambýl- ismaður Halla. Ég minnist þess þegar ég flutti í húsið í vesturbænum og rakst á þennan þokkafulla mann sem bjó á neðri hæðinni hvað mér fannst hann fallegur og forvitnilegur. Þarna var maður sem fór ótroðnar slóðir og var ekki hræddur við að koma til dyranna eins og hann var klæddur. Allt hans fas og framkoma ein- kenndist af fágun og glæsileika að ógleymdri endalausri kímni sem skein úr öllu andlitinu. Við höfðum ekki búið lengi í húsinu uns viðræður okkur urðu daglegar. Halli opnaði mér dyr áður óþekkts lífs sem máði í .burt for- dóma og vanþekkingu á hegðun samkynhneigðs fólks. Halli átti stóran vinahóp sem var ávallt vel- kominn til hans og kynntist ég þarna fólki sem hafði mikil áhrif á mig og er mér afar minnisstætt. Síðan eru liðin mörg ár - ég flutti úr húsinu í vesturbænum og leiðir skildi. Halli lifði hratt og hann upplifði á stuttri ævi meira en brot af því sem marga dreymir um. Þeir Krist- ján Ingi nutu þess að ferðast til heitra og fjarlægra landa og full- víst tel ég að þótt ferðalag Halla hér í þessu lífi hafi verið of stutt þá átti hann gott líf, hann var maður sem skilur eftir minningu sem mun lifa með okkur sem þekkt- um hann og þótti vænt um hann. Enda þótt árin hafi liðið án mik- illa samskipta hefur strengurinn aldrei rofnað, ég hefi fylgst með veikindum Halla undanfarið ár, hann naut þess að vera heima fram á síðasta dag í umsjá vinar síns Kristjáns Inga, sem annaðist hann af ótrúlegum styrk til hinstu stund- ar. Ég er þakklát fyrir kynni mín af Haraldi Tómassyni, Guð blessi minningu hans. Kristján minn, ég sendi þér hug- heilar samúðarkveðjur og bið allar góðar vættir að vera með þér nú og um alla framtíð. Margrét Kjartansdóttir. Haraldur Tómasson, eða Halli eins og hann var alltaf kallaður, er látinn eftir harða sjúkdómslegu. Við vinkonurnar kveðjum hann með söknuði í hjarta, því að við höfum lengi þekkt hann og notið gleði FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 31 MINNINGAR tíma og erfitt að tjá með orðum það sem á hugann leitar. Amma og afi, Davíð Sigurðsson, bjuggu í Mikla- holti í Hraunhreppi í um þijátíu ár, eða til 1964, að þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Þau voru bæði fædd og uppalin á Mýrunum og því hefur það verið átak að selja jörðina sína og hverfa á braut. Þau keyptu sér íbúð í Meðalholti þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu á dvalar- heimilið í Seljahlíð. Fyrsta minning mín um ömmu er frá heimsókn í Miklaholt, í gamla bæinn, sem var burstabær með torf- þaki. Síðar byggðu amma og afí reisulegt og fallegt steinhús þar sem stofan hennar ömmu var svo falleg, með glæsilegu stólunum sem hún saumaði út í og frönsku gluggunum með stóru rauðu rósunum. Það var allt svo myndarlegt sem hún kom nálægt. Þótt afleggjarinn niður að Mikla- holti væri óendanlega langur og holt- in mörg þá taldi maður það ekki eftir sér að hlaupa nokkra kílómetra til að dvelja hjá ömmu og afa. Til þeirra var alltaf jafn gaman að koma og ekki er hægt að nefna annað án þess að hins sé getið líka; svo tengd voru þau hvort öðru. Ég minnist góðlátlegrar stríðni afa og amma þóttist kannski reiðast. aðeins, en brosti kímin og hafði gaman af. Amma var nútímakona í besta skilningi þess orðs og vildi að ungu konurnar stæðu jafnfætis körlum í menntun og starfi. Hún var fróð um margt og mikil áhugamanneskja um ættfræði. Fram til síðustu stundar hafðu hún mjög gott minni, fylgdist með þjóðmálunum og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Amma var af þeirri kynslóð sem ekki var vön að kvarta og hún kenndi manni að vera jákvæður. Hún var þakklát fyrir að fá að lifa ein jól enn, að sjá jólaskreytingarnar og hve allt varð fallegt. Hún vissi að kallið var að koma og hún var tilbúin, sátt við allt og alla. Ég og fjölskylda mín biðjum góðan guð að geyma ömmu mína og veita afa styrk í sorg hans, svo og börnum hennar og öllu venslafólki. Inga Guðjónsdóttir. hans og hlýju. Hann var sífellt gef- andi og vinur í raun. Það var alltaf notalegt að heim- sækja Halla og Stjána. Gestrisnin var þeim í blóð borin og okkur var alltaf tekið opnum örmum. Allur einmanaleiki hvarf eins og dögg fyrir sólu. Það var einstaklega gott að ræða við þá, enda var skilningur þeirra á lífinu og tilverunni for- dómalaus og jákvæður. Við samhryggjumst þér innilega, Stjáni, og kveðjum Halla með orð- um Hannesar Péturssonar. Hví gæti það ekki verið vilji Höfundarins - tilgangur sem oss tekst aldrei að skilja að hver maður sofni svefninum endalausa hverfi til þagnarinnar þaðan sem hann kom? Hví skyldi vera merkingarlaust að mynnast út í þögnina Þá dularfullu þöp sem drýpur af Stjömunum? Nancy og Guðrún. Elsku Halli minn. Mikið á ég eftir að sakna þín, og allra góðu stundanna sem ég átti með þér og Stjána. Sérstaklega er ég þakklát fyrir þá stund sem ég átti með ykkur á gamlárskvöld, og við horfð- um út um gluggann á raketturnar og kvöddum þjáningarfullt og erfitt ár. Vonandi verður nýja árið bjart- ara fyrir þig á nýjum og björtum stað. Nú kveð ég þig, elsku vinur, i hinsta sinn. Megi ljósið lýsa þér veginn. Elsku Stjáni minn, þú hefur ver- ið svo sterkur og duglegur í þess- ari baráttu. Guð geymi þig og engl- arnir vaka yfir þér. Þín vinkona, Svana. GÍSLIM. KRISTINSSON + Gísli M. Krist- insson var fæddur 9. júlí 1909 í Hruna á Húsavik. Hann lést 25. desember síðastlið- inn á dvalarheimil- inu Hlíð, Akureyri. Foreldrar hans voru Jónína G. Jónsdóttir og Krist- inn Bjarnason. Árið 1931 giftist Gísli Elinóru Hólm Samúelsdóttur frá Höfða á Langanesi og varð þeim fimm barna auðið. Þau eru: Hörður, kvæntur Eddu Óskarsdóttur, Hallgrímur, kvæntur Höllu Svavarsdóttur, Jón, kvæntur Aðalheiði Kristjánsdóttur, Bjarnhéðinn, kvæntur Heiðdísi Haraldsdóttur, og Aðalheiður, kvænt Hauki Þorsteins- syni. Þau eru öll búsett á Akureyri nema Jón og eiginkona hans sem búsett eru í Hafnarfirði. Barnabörnin eru 16, barnabarna- börnin 28 og barna- barnabarnabörnin 2. Útför Gísla fór fram frá Akureyrarkirkju 9. janúar. Á JÓLADAG, 25. desember sl., lést tengdafaðir minn, Gísli M. Kristins- son, eftir að hafa átt við alvarleg veikindi að stríða sl. tvö ár. í sum- ar sem leið ágerðust veikindi hans og var þá ekki við neitt ráðið. Sú staðreynd var hans nánustu þung- bær. Þegar nær dró að leiðarlokum settu veikindin æ meira mark á Gísla en hann fylgdist samt vel með þar til yfir lauk, eins og hans var von og vísa. Gísli var fæddur í Hruna á Húsa- vík. Fyrstu æviár sín ólst hann þar upp hjá móður sinni. Þegar hann var ungur að árum fluttust þau búferlum að Heiðarhöfn á Langa- nesi og dvöldust þar í nokkur ár. Þegar Gísli var á fermingaraldri fluttust þau að Skálum á Langa- nesi. Á þessum tíma var lífsbarátt- an hörð og börn og unglingar tóku þátt í þeirri baráttu með því að fara að vinna á unga aldri. Gísli vann þar ýmis störf m.a. í fisk- vinnslu. Þar kynntist hann Elinóru Hólm Samúelsdóttur frá Höfða á Langanesi sem síðar varð konan hans. Árið 1928, þá 19 ára að aldri, fluttist hann til Ákureyrar og átti þar heima til dauðadags. Hann hóf þá strax nám í húsgagnasmíði hjá Ólafi Ágústssyni frænda sínum, hann útskrifaðist frá Iðnskóla Ak- ureyrar 1932. Þegar Gísli hætti störfum hjá Ólafi Ágústssyni vann hann við smíðar á ýmsum stöðum m.a. við byggingu Laxárvirkjunar og á stríðsárunum vann hann hjá hern- um í nágrenni Akureyrar við upp- byggingu hans þar. Um miðjan fimmta áratuginn stofnaði hann, fyrirtæki ásamt Ármanni Tryggva Magnússyni sem þeir ráku saman í nokkur ár, þar framleiddu þeir húsgögn fyrir innanlandsmarkað. í kringum 1950 var mikið atvinnu- leysi víða á landinu, m.a. á Akur- eyri. Þá tók Gísli á það ráð árið 1951 að ráða sig í vinnu hjá varnarl- iðinu á Keflavíkurvelli og starfaði þar samfellt til 1956. Það hefur án efa verið erfitt fyrir hann og fjöl- skyldu hans að hann skyldi starfa langdvölum svo fjarri heimili sínu. Á miðju ári 1956 réðst hann til Skipasmíðastöðvar KEA og starfaði þar til ársins 1982 eða samfellt í 26 ár og þar af sem verkstjóri síð- ustu 18 árin, allt til 72 ára aldurs. Þar starfaði hann við innréttinga- smíði í skip og hús, einnig við glugga- og hurðasmíði o.fl. Kynni mín og tengdaföður míns hófust fyrir rúmum 30 árum þegar ég kynntist dóttur hans. Strax tókst með okkur sérstaklega góð vinátta sem haldist hefur alla tíð og aldrei borið skugga á. Við höfum frá upp- hafi haft mikil samskipti því mikill samgangur var milli heimila okkar alla tíð. Oft sátum við og ræddum málin, fyrir mig var það fræðandi og skemmtilegt. Sérstaklega var gaman að hlýða á frásagnir hans frá fyrri tíð því minni hans var alla tíð með ólíkindum gott. Gísli hafði frá mörgu að segja og var ipjög fróður um land og þjóð, hann hafði mikinn áhuga á að ferðast um land- ið og eflaust hefði hann viljað ferð- ast meira en hann hafði tök á. Það sem einkenndi Gísla umfram annað var umhyggja hans fyrir fjöl- skyldu sinni. Hann fylgdist vel með því hvernig henni vegnaði og var ávallt reiðubúinn að rétta hjálpar- hönd. Sérstaklega var hann áhuga- samur þegar einhver í fjölskyldunni stóð í byggingaframkvæmdum, þá var hann boðinn og búinn að gefa góð ráð. Einnig er ástæða til að minnast á hið mikla framlag hans til fjölskyldu sinnar í formi smíða- vinnu af ýmsu tagi. Það er erfitt að sjá á bak góðum tengdaföður og vini, en að leiðarlok- um vil ég þakka honum fyrir hjáip- semi í garð fjölskyldu minnar og þar vil ég sérstaklega nefna skilning hans og góðvild í garð sonar okkar. Minningin um góðan mann mun lifa með þeim sem kynntust honum. Megi guðs eilífa ljós ávallt lýsa honum. Blessuð sé minning hans. Ég votta tengdamóður- minni, börnum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Haukur Þorsteinsson. Kveðja til afa Elsku afi okkar, bestu þakkir fyrir allt sem við höfum átt saman. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal heQa, ei hér má lengur tefja, í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Vald. Briem.) Elsku amma, við vottum þér sam- úð okkar. Hafdis, Jónína og Vignir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför h'ans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í fonná- lanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.