Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 37 FRÉTTIR ÞESSI mynd er ein þeirra sem prýða nýútkomið dagatal og er tekin af Bolungarvík rétt fyrir aldamótin. Bol víkingafélagið í Reykjavík 50 ára í vor mætti ekki koma inn og ræða við mig um kvenréttindamál því hún væri að undirbúa það að stofna kven- réttindafélag á Eskifirði. Við þekkt- umst þá nánast ekki neitt en að sjálf- sögðu tók ég erindi hennar vel og var það upphafið að ævilangri vin- áttu okkar. Anna boðaði svo til stofnfundar í mars og ellefu konur gengu strax í Kvenréttindafélag Eskifjarðar og fieiri bættust við síð- ar. Alls urðu félagskonur þrjátíu. Þetta var löngu áður en sú kvenrétt- indavakning sem stafaði af aukinni atvinnuþátttöku kvenna kom til sög- unnar og K.R.F.E var eina stað- bundna kvenréttindafélag á landinu en Kvenréttindafélag íslands hafði þá starfað síðan 1907 og var Eski- fjarðarfélagið deild í því og sendi fulltrúa á fundi og þing í Reykjavík. Félagið starfaði svo af miklum krafti næstu árin, hélt fundi einu sinni í mánuði á veturna, alltaf í kaffihúsinu Ásbyrgi. Þar voru rædd kvenréttindamál bæði hér á landi og úti í heimi og undruðumst við oft hve mikið Anna vissi um þau. Svo var alltaf keypt kaffi og félags- konur skiptust á um að lesa upp bæði fróðleiks- og skemmtiefni, stundum frumsamið. Anna sá um að dreifa tímaritun- um Melkorku og 19. júní bæði til félagskvenna og annarra sem kaupa vildu. Fljótlega var svo byijað á að halda samkomur sem eldra fólkið á staðn- um var boðið til. Þar var alltaf vönd- uð dagskrá, leikið, sungið, lesið upp og dansað. Dagskráin var svo endur- tekin fyrir almenning til að afla fjár í félagssjóðinn. Anna átti stærstan þátt í að skipuleggja þessar dag- skrár af einstakri samviskusemi og nákvæmni. Félagið gekk í Kvenfélagasam- band Austurlands og sá einu sinni um að halda sambandsþing hér á Eskifirði og einu sinni fóru flestar félagskonur í rútu til Vopnafjarðar á sambandsfund. Kvenréttindafélagið var meðeig- andi í félagsheimilinu Valhöll á Eski- firði og starfaði við fjáröflun til þess. Þegar félagið varð fimm ára var þess minnst með samfelldri dagskrá í Ungmennafélagshúsinu sem Anna auðvitað tók saman. Eitt af því sem Anna gerði var að skrá allt sem félagskonur unnu á einu ári við að sauma og búa til fatnað á heimilisfólkið. Þetta gerði hún til að færa rök að því að konur legðu fram mikið verðmæti í þjóðar- búið sem hvergi væri reiknað með. Vorið 1957 flutti Anna héðan til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni. Þá dofnaði fljótlega yfir starfi fé- lagsins þótt hún reyndi jafnvel að fjarstýra því að sunnan. Þá kom í ijós að Iífskraftur félagsins hafði komið frá Önnu - sá kraftur sem einkenndi störf hennar fyrr og síð- ar, áræði, atorka og þrautseigja sem gerðu henni oft kleift að sigrast á hindrunum skilningsleysis og tóm- lætis sem flestir aðrir hefðu gefist upp fyrir. Hún stofnaði af eigin rammleik Kvennasögusafn íslands og hýsti það á heimili sínu um ára- MINNINGAR tuga skeið. Og á efri árum sínum skrifaði hún tvö stór fræðirit um sögu íslenskra kvenna og gaf út á eigin kostnað. Anna Sigurðardóttir ávann sér virðingu og aðdáun þeirra kvenna sem störfuðu með henni í Kvenrétt- indafélagi Eskifjarðar. Ég mun sakna hennar mikið úr mínum vina- hóp. Við Hilmar sendum börnum henn- ar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Sigxún Sigurðardóttir, Eskifirði. Skarð er fyrir skildi. Brautryðj- andinn í ritun íslenskrar kvennasögu og forstöðumaður Kvennasögusafns íslands er fallin frá. Fyrstu kynni okkar Önnu Sigurð- ardóttur munu hafa verið, þegar ég starfaði sem blaðamaður á Vísi. Ég skrifaði meðal annars sérstaka síðu þar sem fjallað var um ýmis kvenna- mál, þar á meðal kvenréttindamál. Anna hringdi í mig út af þessum málum og hafði óbilandi áhuga á að benda mér á eitt og annað málinu viðkomandi; man ég eftir fundi kvenna í Norræna húsinu um kven- réttindi með Rauðsokkahreyfingunni þar sem Anna hélt ræðu um vinnu- konurnar í kvenréttindafélaginu og vitnaði í þau störf sem konur áður fyrr höfðu rækt af hendi í þágu kvenréttinda. Þetta voru ný sjónar- mið fyrir ungu kynslóðina þá. Þessi ræða Önnu og frásaga af fundinum birtust á síðunni í Vísi. Þá má nefna Landspítalasöfnunina, en síðustu afskipti okkar Önnu á þessum vett- vangi var grein um breytingar á lög- um um skattamál hjóna, flókið mál en við Anna vorum sammála um að láta greinina fara í prentun þótt ef til vill væru einhveijar misfellur á. Þetta mun hafa verið um 1970. Ég hélt utan til Danmerkur til framhaldsnáms í bókasafnsfræðum. Við Anna skrifuðumst á. Aðdrag- andinn að stofnun Kvennasögu- safnsins var næstu árin. Ég man eftir því að Anna sagði eitt sinn, þegar við vorum að kveðj- ast á ganginum fyrir framan heimili Önnu og Kvennasögusafnið að þarna hefði það verið sem stofnun kvenna- sögusafns hefði fyrst borið á góma. Anna sýndi mér eitt sinn plögg frá samnorrænum kvenréttindafundi höldnum á Þingvöllum árið 1968 þar sem rætt var um kvennasögusöfn og stofnun þeirra á hinum Norður- löndunum. Eins og Anna skrifaði sjálf var hún búin að halda til haga gögnum um líf og starf kvenna um árabil og kallaði hún þau dótið sitt. Kvenntsögusafn íslands var svo stofnað þann 1. janúar 1975 með vandaðri stofnskrá og voru það þær Anna og Else Mia Einarsdóttir bóka- safnsfræðingur sem drifu það af stað. Kom það af sjálfu sér að Anna var forstöðumaður safnsins. Þegar ég kom heim aftur vann ég smávegis við Kvennasögusafnið árið 1977 og aftur í tvö ár frá 1978 til 1980 en Anna bauð mér starf, þegar ég var atvinnulaus, og naut til þess styrks frá Þjóðhátíðarsjóði, sem hún sótti um. Þar var ég svo í hálfu starfi meðan sonur minn ung- ur var á leikskóla. Þetta voru góð ár. Við Anna sátum við ritvélarnar, ég við skráningu eða önnur verk en Anna við ritsmíðar. Anna var afar vandvirk. Hún hafði samið bækling, Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna, og samið fjöldann allan af greinum, bæði í blöð og tímarit, og erindi, en á þessum árum skrifaði hún í Ljósmæðrabókina og Vinnu kvenna á íslandi í 1100 ár. Það brást ekki að Anna kæmi með bakka handa mér með kaffi og meðlæti til þess að ijúfa vinnudaginn, gestir og gangandi voru fjölmargir og góð til- breyting. Anna vildi að ég tæki mér sumarfrí og lét safnið borga fyrir mig vikudvöl í orlofi húsmæðra að Hrafnagili við Eyjafjörð þar sem Steinunn Finnbogadóttir ljósmóðir var umsjónarkona hópsins en Anna lagði á það ríka áherslu að hús- mæðraorlofið undir stjórn Steinunn- ar væri sérstakur viðburður. Ég fór í annað starf en hélt að sjálfsögðu tengslunum við Önnu og Kvennasögusafnið áfram og kom þangað oft. Anna var óþreytandi í að sýna mér eitt og annað, bækur, blöð og tímarit, fletti upp í uppslátt- arritum þegar þess gerðist þörf. Um norska konu sem kom þangað sagði hún eitt sinn að hún hefði sagt að hún gæti hugsað sér að vera í Kvennasögusafninu í heila viku til þess að skoða gögnin sem þar væru. Anna var hámenntuð kona, menn- ingarlega sinnuð, ávallt alþýðleg en með höfðingsiund og mikill íslend- ingur. Hún fylgdist vel með, hlust- aði mikið á útvarpið meðan hún dundaði sér við eitt og annað en þar hélt hún mörg erindi. Eitt af ein- kennum Önnu var að þakka ávallt aliar velgjörðir við sig og safnið. Um jól og áramót og allt fram á nýja árið var hún vön að þakka allt smátt og stórt sem hafði borist til safnsins með stimpli Kvennasögu- safnsins og festulegri og fallegri rit- hönd sinni. Ég fékk þessar kveðjur undantekningalaust fyrir utan það að á aðfangadag komu venjulega jólapakkar til mín og sonar míns. Anna vann sleitulaust við safnið meðan ævin entist og hugsaði með hlýhug til velgjörðarmanna þess. Á slíkt fólk minntist hún þegar ég hitti hana síðast á Öldrunarlækningadeild Landspítala íslands. Þótt hún hefði eigur sínar ekki hjá sér hafði hún teppið sitt til þess að sýna mér, óvenju fallegt teppi í skærum litum, og röddin hóf sig yfir tíma og rúm þegar hún sagði „Sérðu húsið þarna“, um leið og við litum út um gluggann; þar stendur stórum stöf- um: Óryrkjabandalag íslands. Þökk fyrir allt og allt. Svanlaug Baldursdóttir. • Fleiri minningargreinar um Onnu Sigurðardóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Á ÞESSU ÁRI fagnar Bolvíkingafé- lagið í Reykjavík 50 ára afmæli sínu, en félagið var stofnað 27. maí 1946. Fyrsti formaður Bolvíkinga- félagsins var Jens Níelsson en nú- verandi formaður er Sæbjörn Guð- finnsson. Félagsmenn eru nú um 350 og eiga annaðhvort ættir að rekja til Bolungarvíkur eða hafa búið þar í nokkum tíma. Bolvíkingafélagið minnist þess- ara tímamóta með ýmsum hætti í ár. Auk hefðbundins félagsstarfs og skemmtana á árinu, gaf félagið út nú í ársbyijun vandað dagatal með gömlum og nýjum myndum frá Bolungarvík og miklum sögulegum fróðleik um sögu staðarins. DREGINN var út aðalvinningur í Ariel-bílaleiknum 16. desember sl. Vinningurinn kom í hönd Valdísar Ingadóttur í Reykjavík og hlaut hún að launum nýjan Nissan Micra. Afhendingin fór fram nýlega hjá Ingvari Helga- syni, umboðsmanni Nissan-bíl- Hápunktur afmælisársins er þó afmælishátíð sem haldin verður í Bolungarvík helgina 12.-14. júlí í sumar. Hátíðin er haldin í samvinnu við Bolungarvíkurkaupstað, ferða- nefnd bæjarins og ýmis félög á staðnum. Áf fjölbreyttum dagskrár- atriðum má nefna sýningu í Ósvör, markaðsdaga, marhnútakeppni barna, íþróttamót þ. á m. golf, hestamennska og knattspyrna. Stjórn Bolvíkingafélagsins vill minna alla Bolvikinga hvar sem er á landinu tímanlega á hátíðina í sumar og hvetur þá til að mæta vel og gleðjast með gömlum vinum og samferðamönnum í heimahög- um. anna. Fjöldi annarra þátttakenda hlaut einnig að launum kvöld- verð fyrir tvo á Óðinsvéum. Á myndinni eru Valdís Ingadóttir og dóttir hennar ásamt Pétri Jónssyni, markaðsstjóra Islensk- Ameríska, og Sigþóri Bragasyni frá Ingvari Helgasyni. Vinningur í Ariel-bflaleik SYLVIA GUNNARSDÓTTIR + Sylvía Gunnars- dóttir fæddist í Reykjavík 29. des- ember 1945. Hún lést í Landspítalan- um 19. júlí 1993. MIG LANGAR að minnast í fáum orðum elskulegrar systur minnar, sem varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Elsku Silla mín, kallið kom og þú fórst frá okkur, söknuðurinn sem hún lá stundir saman og þær minningar mun ég geyma í hjarta mínu. Þú varst perlan hans pabba og börnunum mínum þótti einstak- iega vænt um þig, því Silla, eins og þau köll- uðu þig, varst alveg einstök í þeirra augum. Elsku Silla mín, þú hefðir orðið 50 ára núna í desember og jiá hefði orðið veisla í Ás- garði. Starfsfólkinu á Landspítalanum þar og veitti henni ómetan- varð gífurlegur og enn í dag er söknuður. Tengdapabbi lést á aðfangadag 24. desember sl. og koma þá sárar minningar aftur. Allt það sem við vorum búnar að tala um að gera í ellinni okkar verð- ur ekki, en við áttum margar góðar lega aðhlynningu, þakka ég allan þann stuðning sem henni var veitt- ur, fyrir hönd fjölskyldu minnar. Elsku Silla ■ mín, mér var það mikil gæfa í lífinu að eignast góða systur og fá að vera þér samferða í lífinu. Guð geymi þig þangað til við hittumst á ný. Elsku Dúddi, Gunni, mamma, pabbi og Kata, missir og söknuð- ur er mikill, en minning um góða eiginkonu, mömmu, dóttur og systur mun hjálpa okkur þangað til við hittum hana á ný, handan móðunnar miklu. Blessuð sé minning Sillu okk- ar. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér, þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. (Davíð Stefánsson.) Þín systir, Björg Gunnarsdóttir. ■ FYRSTI vinningur í BKI millj- ónaleiknum var dregin út á gaml- ársdag. Vinningurinn 500.000 krónur kom í hendur Stefáns Jónssonar úr Grafarvogi. Annan hvern föstudag frá 3. nóvember til 22. desember voru drengar út 100.000 kr„ alls 500.000 kr. Til að taka þátt í leiknum þurfti að festa tvö strikamerki af BKI kaffi- pökkum á þátttökuseðil og senda til Bylgjunnar. Sem aukavinningar voru kvöldverðir á Argentínu steik- húsi að verðmæti 10.000 krónur hver og voru þeir dregnir út 6 sinn- um. ■ SÓLON ÍSLANDUS Föstu- dags- og laugardagskvöld skemmta Ég og þú frá Akranesi. Þriðjudagskvöld spilar Jazztríó Ólafs Stephensen. ■ DANSBARINN Hljómsveitin Lúdó og Stefán skemmta föstu- dags- og laugardagskvöld. Húsið er opnað kl. 22 og rúllugjald er 500 kr. ■ CAFÉ ÓPERA Á föstudags- kvöld leikur Ólafía Hrönn ásamt Þóri Baldurs, Tómasi R. og Ein- ar Scheving til kl. 3. Á laugar- dagskvöld leikur Bryndís Ás- mundsdóttir ásamt Kjartani Valdimarssyni og Þórði Högna- syni. Opið til kl. 3. ■ DREGIÐ hefur verið í Mack- intosh Quality Street og happ- drætti Danól, Fríhafnarinnar og Atlantica. Vinningshafi er Dag- björg Traustadóttir og fær hún helgarferð fyrir tvo með Flugleið- um að andvirði 70.000 og Mackint- osh afmælisdós. Myndin er tekin við afhendingu verðlaunanna. Mackintosh-konan, Dagbjört Traustadóttir og starfsmaður Frí- hafnarinnar í Leifstöð Guðmundir Ingi Hildisson. Til gamans má geta þess að í ár, 1996, eru 60 ár frá því að fyrsta Mackintosh Quality Street dósin var framleidd en það var árið 1936. Dósin er nákvæmlega eins og dósin frá 1936.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.