Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn STJÓRN Hvatar. í efri röð f.v.: Edda Baldursdótitr, Ríkey Ríkharðsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Aðal- heiður Jóhannsdóttir og Asgerður Flosadóttir. í neðri röð f.v.: Anna Ingibergsdóttir, Margrét K. Sigurðardóttir og Ingveldur Fjeldsted. Margrét K. Sigurðardóttir kjörin formaður Hvatar SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉLAGIÐ Hvöt í Reykjavík hélt aðalfund sinn hinn 29. nóvember sl. en á honum var Margrét. K. Sigurðardóttir, við- skiptafræðingur, kosin nýr formað- ur. Samkvæmt lögum félagsins gengu fjórar konur úr stjórn þess og voru fjórar kosnar í þeirra stað. Nýja stjórn Hvatar skipa því eftir- farandi konur: Margrét K. Sigurð- ardóttir, formaður, Helga Olafs- dóttir, varaformaður, Ingveldur Fjeldsted, gjaldkeri, Aðalheiður Jó- hannesdóttir, ritari, Anna Ingi- bergsdóttir, Ásgerður J. Flosadótt- ir, Edda Baldursdóttir, Ríkey Rík- harðsdóttir og Unnur Jónasdóttir. Doktor í efnafræði •BIRGIR Örn Guðmundsson varði nýlega doktorsritgerð í efna- fræði við Wisconsin háskólann í Madison í Banda- ríkjunum. Ritgerð- in nefnist „I. Sol- ution Behavior of Chelated and Non- Chelated Aryllithi- um Compounds; II. A Mechanistic Study of the Lith- ium Selenium Exc- hange“ og er á sviði lífrænnar efnafræði. Ritgerðin fjallar annars vegar um efnasmíðar og rannsóknir á hegðun lithium-kolefnisefnasambanda í lausnum við lágt hitastig, en slík efni eru mikilvæg milliefni í efna- smíðum, og hins vegar um efna- smíðar og hraðafræðilegar rann- sóknir á s.k. lithium-selenium skipti- hvarfi. Birgir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1984 og B.Sc. prófí í efnafræði við Háskóla íslands árið 1988. Hann vann á Raunvísindastofnun háskól- ans frá 1988-90 en haustið 1990 hóf hann framhaldsnám í efnafræði við Wisconsin háskólann undir leið- sögn dr. Hans J. Reich. Styrki til náms hlaut hann frá „The American Scandinavian Foundation" og frá efnafræðideild Wisconsin háskóla. Birgir er fæddur í Reykjavík árið 1964 og foreldrar hans eru Guð- mundur Aðalsteinsson og Stein- unn Aðalsteinsdóttir. Birgir er kvæntur Gunnlaugu Guðmunds- dóttur en hún lauk mastersnámi í hjúkrun frá Wisconsin háskóla vorið 1995. Sem stendur starfar Birgir á Raunvísindadeild Háskóla íslands í samvinnu við dr. Jón K.F. Geirsson, dósent í lífrænni efnafræði, auk þess sem hann vinnur að sérverk- efni hjá efnaverksmiðjunni Tandri hf. í Reykjavík. Að loknum hefðbundnum aðal- fundarstörfum ávarpaði varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, fund- inn en í máli hans komu m.a. fram jákvæð viðhorf gagnvart þeirri auknu umræðu sem átt hefur sér stað meðal sjálfstæðiskvenna á undanförnum mánuðum iim stöðu þeirra í flokknum. Þá ræddi hann ýmsar aðgerðir ráðuneytis síns varðandi stöðu kvenna, sérstaklega þó í launamálum opinberra starfs- manna. Einnig kom fram í máli varaformanns flokksins að umræða og hvatning sjálfstæðiskvenna í sumar og haust um að auka þátt- töku sína á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins hafí skilað þeim greinilega árangri að í stefni að konum fjölgi á landsfundi frá því að hafa verið um 25% í 30%. Nýkjörinn formaður, Margrét K. Sigurðardóttir, 'sagði í ávarpi sínu að Sjálfstæðiskonur verði að herða róðurinn og sækja landsfund ótrauðar. Hún lagði áherslu á sam- stöðu kvenna í flokknum og benti á að eina leiðin sem vænleg sé til árangurs sé frumkvæði kvenna og samstaða á öllum sviðum flokks- starfsins. Einnig reifaði formaður Hvatar félagsstarfið á árinu en áætlað er að halda opna fundi m.a. um skatta-, heilbrigðis- og mennta- mál, ásamt skemmtifundum. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 91 milljón Vikuna 4. til 10. janúar voru samtals 91.181.464 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður Upphæð kr. 4. jan. Rauða Ijóniö........... 183.587 5. jan. Mónakó................. 181.008 5. jan. Háspenna, Hafnarstræti. 73.155 6. jan. Mónakó................. 279.886 7. jan. Ölver.................. 159.017 7. jan. Mónakó............... 56.448 7. jan. Pizza 67, Egilsstöðum. 55.534 7. jan. Næturgalinn, Kópavogi.. 76.382 8. jan. Háspenna, Laugavegi.... 126.427 8. jan. Ölver................... 51.432 8.jan. Kringlukráin.......... 89.641 10. jan. Gúlliver við Lækjartorg. 276.041 10.jan. Gúlliver við Lækjartorg.. 53.150 10.jan. Háspenna, Laugavegi...... 56.106 Staða Gullpottsins 11. janúar, kl. 11.00 var 7.764.974 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta. UTSALA r Allt að 40% afsláttur Úrval í stærðum 34 og 48 TESS - Verið velkomin - Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. V nc neðst við Dunhaga, sími 562 2230 ÚTSALA 30-70% AFSLÁTTUR B O G N E R sérverslun v/Óðinstorg, sími 552 5177 Létt fóðraður Mjúkir um ökklann / Ódýrir gönguskór með grófum sóla, fýrir aðeins 2.490- Góðir heilsársskór á frábæru tilboðsverði Bjóðum nú takmarkað magn af þessum ítölsku gönguskóm í tveimur litum: Brúnu og bláu. Stærðir 39-46. Athugið, takmarkað magn. Aðeins 2.490- parið. Munið úrvalið af uilarpeysunum, norsku uliarnærfötunum, úlpum, kuldagöllum og ullarsokkum. Opnum virka daga kl. 8. Opið á laugardögum frá 9-14 Grandagarði 2, Reykjavík, sími 55-288-55, grænt númer 8006288.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.