Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 32
32 -FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR ELÍN JÓELSDÓTTIR Elín var fædd 11. ágiist 1902 á Stóra-Fljóti í Bisk- upstungum. Hún lést á Elliheimilinu Grund 31. desem- ber síðastliðinn. Eiginmaður henn- ar var Ingimar Jónsson, f. 12. sept- ember 1902, á Drangsnesi við Steingrímsfjörð, d. 11. nóvember 1967 í Reykjavík. Elín var jarðsett í kyrrþey 5. janúar sl. TENGDAMÓÐIR mín og mikil vin- kona, Elín Jóelsdóttir, er hnigin að foldu eftir langan ævidag. Mér er til efs, að nokkur kynslóð önnur en hennar hafi eða eigi eftir að upplifa aðrar eins sviptingar á nær öllum sviðum þjóðlífsins. Ég nefni tilkomu bíla, flugvéla, vélbáta og rafvæðingu, síma, útvarp, sjón- varp, háskóla, að ég nú ekki tali um kónga, ráðherra og forseta að ógleymdum stríðum og tveim heimsstyrjöldum. Elín fæddist 11. ágúst árið 1902 austur í Biskupstungum. Foreldrar hennar voru af bændakyni, móðir hennar Pálína Þórunn Guðmunds- dóttir frá Stóra-Fljóti og faðir hennar Jóel Jóhannesson frá Múla. Hún var elst af fjórum systkinum, átti tvær systur Guðríði og Jóhönnu og einn bróður, Jóhannes, sem var yngstur. Þau létust öll barnlaus um aldur fram. Hún átti hálfbróður, Guðjón Arngrímsson, bygginga- meistara, sem er látinn. Elín ólst upp fyrstu árin austur í Árnessýslu en þar voru foreldrar hennar í vinnumennsku m.a. á Vatnsleysu. Þá var mikið um að vera á Islandi, stjórnarskrárbreyt- ing, fyrsti ráðherrann, nýir kóngar, brýr yfir Sog og Þjórsá og ekki langt síðan mesta mannvirki á Is- landi til þess tíma, Ölfusárbrú, var vígt og þegar Elín var þriggja ára gömul lést alþýðuskáldið og gleði- maðurinn Páll Ólafsson. Fáum árum áður hafði ljóðabók hans komið út þar sem þessa vísu er að finna. Ég vildi ég fengi að vera strá og visna í skónum þínum, því léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. Elín átti síðar eftir að ganga létt á yfir- sjónum annarra og það hefði enginn undrast, sem heyrði hana fara með bænir sínar, svo bænheit sem hún var og hjá henni hlaut því að vera stutt í fyrir- gefninguna. Elín var trúuð kona og efaðist aldrei um handleiðslu frelsara síns. Foreldrar Elínar fluttu til Hafn- arfjarðar 1912 og þar gekk hún í barnaskóla. Ferðin að austan suður í Fjörð með búslóð, sem á þeim tíma var oftast ekki ýkja mikil, hefur trúlega gengið vel og verið auðveld enda víða nýtilkomnar stórar og fínar brýr. Lífsbaráttan hefur að öllum líkindum verið fjöl- skyldu hennar nokkuð erfiðari. Faðir hennar sótti sjóinn á vetrum en sumarlangt voru þau gjarnan austur í Tungum. Ungt fólk á þeirri tíð tók strax þátt í öllum störfum, sem það réði við, bæði til sjávar og sveita og Elín var þar engin undantekning. Það var oft skemmtilegt í hey- skapnum þar eystra, sérstaklega í blíðskaparveðri og brakandi þerri, færa á engjar, breiða, raka í flekki og snúa en kraftar Elínar við hey- skap hafa þó sennilega nýst mun betur, þegar hún var 19 ára gömul kaupakona á Steinum undir Eyja- Q'öllum. Þangað varð ekki komist á þeim tíma nema að sundríða nokkrar ár á leiðinni. Það var oft glatt á hjalla í Þing- húsinu, þegar vinnulúnir bændur og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag, að maður tali nú ekki um réttirnar, þá voru allir með, ungir sem gamlir og það var vakað fram undir morgun. Þá virtust allir geta sungið, þarna voru litlir kórar og stórir út um allt, sungið marg- raddað, já, það var söngvið fólk í Árnessýslunni víðar en í Birtingar- holti. Fyrsta skemmtunin í Þing- húsinu, sem Elín mundi eftir og henni fannst skemmtilegust var sumarið 1907, þegar hún var fimm ára gömul en þá var brúðkaup for- eldra hennar og það var haldin veisla og hún dansaði mikið við pabba sinn það kvöld. Þegar Elín var 10 ára gömul, þá fiutt til Hafnarfjarðar, fékk hún að fara með pabba sínum til Reykjavíkur og fóru þau gangandi. I þessari ferð fékk hún nýja skó og síðan var ekið heim í hest- vagni. Þetta hefur áreiðanlega ver- ið talsvert ferðalag þá, því ég heyrði hana stundum raula: „ — suður í Fjörð tók dag að drauja sér —enda engir bílar komnir þá. Vorið 1913, þegar Elín var 11 ára, fór hún aftur þessa sömu leið með pabba sínum og þá var hún að fara í vist sumarlangt fjarri heimili sínu í Hafnarfirði og þetta átti hún eft- ir að þurfa að gera nokkrum sinn- um. Þannig byijuðu ungar stúlkur þá oft að vinna fyrir fæði sínu og húsnæði. Góð heimili gátu á þessum tíma verið einskonar háskóli ungra stúlkna og ég hygg að sumar hafi fallið á prófum þar. Á sumum heim- ilum hefur heldur ekki verið allt til eftirbreytni frekar en í öðrum skól- um. Elín féll ekki í þessum skóla, hún var heppin og minntist þess oft, að hún lenti á góðum heimilum og lærði þar vel til allra verka og hún nýtti sér þessa reynslu sína síðar. Hún var vinnusöm, kunni ekki að svíkjast um og heimili henn- ar, sem hún átti eftir að stofna til og halda síðan í næstum 70 ár, bar þessum skóla hennar í vistinni og meðfæddri trúmennsku hennar og samviskusemi ótvírætt vitni. Elín var sextán ára og í vist í Reykjavík, þegar að gerði miklar frosthörkur og það varð mikill skort- ur á eldiviði. Það hlýtur samt að hafa verið gaman að vera ungur þá. Það var ekki aðeins Ijömin, sem var ísilögð heldur allur Kollafjörður- inn og það var hægt að ganga á ís út í Engey og Viðey. Um haustið gaus Katla eins og hún var vön að gera reglulega, þó hún hafi ekki látið á sér kræla síðan. Þá var ekki hlaupið upp í bíl og ekið austur til þess að skoða gosið eins og nú væri. En það var ekki bara eldgos og frosthörkur, sem heijuðu þennan vetur heldur líka drepsótt. Spanska veikin barst hingað í frostinu og lít- ið í blöðum annað en dánartilkynn- ingar. Skólum var breytt í sjúkra- hús, líkhúsum fjölgaði og líkkistu- smiðir höfðu ekki undan. Heims- styijöldinni fyrri lauk en í Reykja- vík voru engin gleðimerki, því fánar allir voru í hálfa stöng. Elín þakk- aði oft guði sínum fyrir að hafa sloppið. Fullveldinu var fagnað í skugga dauðans. A fyrsta ijórðungi aldarinnar var ekki hlaupið í vinnu frekar en nú en möguleikar á vinnu þá voru sennilega minni. Elín fór til starfa á Sjúkrahúsið norður á Akureyri og átti þaðan margs að minnast og hún varð reynslunni ríkari. Hún minntist óeigingjarns starfs allra þeirra, sem þar voru kvaddir- til verka en mest fannst henni til um unga fólkið, sem sjúkdómar eins og berklar höfðu heltekið. Á Akureyri kynntist Elín manns- efni sínu, Ingimari Jónssyni, og 16. janúar nk. eru liðin sjötíu ár frá því að þau giftu sig. Þau bjuggu fyrstu tuttugu árin fyrir norðan og þar fæddust börnin, Jóel, sem nú er látinn, Anna Jóna gift Kjartani R. Jóhannssyni, forstjóra, og Mar- grét Óda gift undirrituðum. Elín hafði áður eignast Margréti Einars- dóttur, sem gift var Olafi Björns- syni, útgerðarmanni og fyrrverandi alþingismanni. Hún er látin. Þau Elín og Ingimar fluttu síðan til Reykjavíkur þar sem Ingimar stofnaði og rak fyrirtæki sitt Bólsturgerðin hf. Þau bjuggu lengst af við Ægisíðuna þar sem þau reistu sér glæsilegt heimili. Elín helgaði krafta sína heimilinu eftir að hún flutti suður og bar það ævinlega vott um mikla samvisku- semi hennar og snyrtimennsku svo að til eftirbreytni var. Fyrir allt það góða, sem ég og ijölskylda mín hlaut af Elínu er ég þakklátur og það er ég alveg sér- staklega fyrir þá ömmu, sem hún var börnum okkar sem nú syrgja hana. Það á ekki síst við þau tvö, sem ekki gátu fylgt ömmu sinni síðasta spölinn vegna dvalar er- lendis. Hún var eins og ömmur eiga að vera, ráðagóð, skemmtileg, traust, vingjarnleg og þolinmóð. Elín var góð kona og heiðarleg, hreinskiptin og vel gerð í alla staði, glaðlynd og gamansöm, talaði aldr- ei illa um nokkurn mann. Slíkt fólk, eins og hún var, lætur ávallt mikið gott af sér leiða án þess að vita það sjálft. Ég kveð tengdamóður mína og vinkonu með miklu þakk- læti og djúpri virðingu. Elín er far- in í friðL Isak G. Hallgrímsson. Hún elsku amma mín kvaddi þennan heim á gamlárskvöld. Þó aldurinn væri hár og allir vissu í hvað stefndi er alltaf þungbært að kveðja. Allar æskuminningar mínar eru á einn eða annan hátt bundnar við ömmu. Þegar ég hugsa til baka, koma árin á Ægisíðunni með ömmu og afa Ingimari fyrst upp í hug- ann. Við barnabörnin vorum þar tíðir gestir og alltaf velkomin. Þeg- ar foreldrar mínir fóru í ferðalög vildi ég hvergi dvelja nema hjá ömmu og afa. Ég sé hana ljóslif- andi fyrir mér í eldhúsinu á Ægisíð- unni bakandi kleinur með fullt af börnum, vinum og vandamönnum í kringum sig. Hún elskaði að gefa og er það mér minnisstætt, þegar þau afi fóru til útlanda með Gull- fossi og komu til baka útdeilandi fatnaði og gjöfum til okkar allra. Sumarferðir um landið vítt og breitt og helgar við Laugarvatn blunda einnig í minningunni. Amma hafði einstakt lundarfar, alltaf kát og glöð, skellti á lærið og sagði oft skemmtilegar sögur frá yngri árum. En ég átti einnig traustan vin í henni ömmu, sem ávallt var tilbúin að hlusta og gefa góð ráð, ef með þurfti. Eftir að amma varð ein og flutti á Birkimelinn eru ófáar stundirnar, sem við sátum í eldhúsinu yfir kaffibolla og spjölluðum um daginn og veginn. Hún náði því einnig, komin vel á áttræðisaldur, að heim- sækja mig og manninn minn til Kaupmannahafnar og dvelja um tíma, okkur til mikillar ánægju. Hún amma skilur eftir mikið tómarúm, því hún hefur verið mið- punktur fjölskyldu minnar og móð- ursystur í mörg ár. Móðir mín, Anna Jóna og Magga Óda frænka eru engum líkar og hafa heimsótt ömmu daglega alla tíð og hafa gert hennar ævikvöld eins gott og hægt er að hugsa sér. Mikill verður þeirra söknuður, • sem og okkar hinna. Barnabarnabörnin heim- sóttu ömmu Ellu oft og er hún því einnig fastur punktur í lífi þeirra, sem nú er horfinn. Elsku hjartans amma mín, með þessum fátæklegu orðum mínum vil ég þakka þér fyrir öll árin og góðu stundirnar, og allt sem þú hefur verið mér í gegnum tíðina. Ég mun ávallt geyma góðu minn- ingarnar í hjarta mínu og þær munu ylja mér og mínum um ókom- in ár. Guð geymi þig. Þín dótturdóttir, Elín Kjartansdóttir. -I- Svanlaug Sig- * urðardóttir fæddist á Akranesi 2. júlí 1902, hin 4. i röð sex barna hjónanna í Ak- braut, þeirra Jón- ínu Margrétar Guð- mundsdóttur og Sigurðar Halldórs- sonar. Hún lést á öldrunardeild sjúkrahússins á Akranesi 5. janúar síðastliðinn. Systk- ini hennar voru í aldursröð: Guð- mundur, f. 1894, Guðjón 1897, Matthildur 1901, Halldór 1905 og Siguijón 1909 og eru þau öll látin. Svanlaug gekk að eiga Þor- geir Jósefsson 9. október 1926. SVANLAUG var borin og barn- fædd Á Akranesi og þar átti hún alltaf heima að undanteknum stutt- um tíma sem hún dvaldi í Dan- mörku. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Akranesi og vann heimili þeirra eins og börn og unglingar gerðu jafnan á þeim tíma. Ekki gat hún stundað nám að loknum bama- skóla þó hún hefði til þess alla hæfileika, en hvorki ieyfði fjárhag- Börn þeirra voru Halldór, f. 27. apríl 1927, d. 15. febrúar 1929, Jóhanna Jó- reiður kennari, gift Hjalta Jónassyni skólastjóra, Jónína Sigríður föndur- leiðbeinandi, gift Leifi Ivarssyni verslunarmanni, Jósef Halldór f.v. alþingismaður, kvæntur Þóru Kristinsdóttur hjúkrunarfræðingi og Svana húsmóðir gift Gunnari Kárasyni for- stjóra. Barnabörnin eru tíu og barnabarnabörnin 14. Jarðarför Svanlaugar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. ur Iengra nám né voru margir skól- ar fyrir ungar stúikur. Hins vegar lærði hún af rnóður sinni hvernig stjórna á heimili og það nýttist henni vel á langri lífsleið. Hinn 9. október 1926 giftist hún Þorgeiri Jósefssyni, vélvirkja frá Eystra-Miðfelli í Strandarhreppi, síðar framkvæmdastjóra Dráttar- brautar Akraness. Strax á fyrsta hjúskaparári sínu reistu þau sér hús, Litla Bakka við Vesturgötu. Þau áttu síðan fyrir höndum að reisa þijú hús önnur, á Kirkjubraut 4, Kirkjubraut 2 og loks Greni- grund 11. Þorgeir Jósefsson, maður Svanlaugar, var afburða duglegur og vel gerður maður og þrátt fyrir heilsuleysi byggði hann upp vél- smiðju í félagi við Ellert bróður sinn og síðan Dráttarbraut Akra- ness. Svanlaug átti stóran hlut í velgengni manns síns og sagði hann að hann teldi það sitt mesta lán í lífínu hve gott heimili hann átti. Það eru því ekki alltaf innan- tóm orð þegar sagt er um konu að hún hafi búið manni sínum og börnum gott heimili, því að það gerði hún sannarlega. Þó að starfsvettvangur Svan- laugar væri fyrst og fremst heimil- ið átti hún fleiri hugðarefni. Hún var virkur félagi í Kvenfélagi Akra- ness svo og í kvennastúku Odd- fellow-reglunnar. Þorgeir sat í bæjarstjórn á Akranesi árum sam- an og einnig átti hann mikinn þátt í uppbyggingu sjúkrahússins á Akranesi og er ég ekki í vafa um að þar hefir hún einnig lagt hönd að verki. Þau • hjónin ferðuðust nokkuð bæði innanlands og utan, einkum eftir að Þorgeir dró sig að mestu í hlé frá daglegum rekstri fyrirtækja sinna. Eftir að þau hjón fluttu að Grenigrund kom Svanlaug upp fallegum garði við hús sitt enda hafði hún yndi af ræktunar- störfum og garðinum -sínum. Garð- inn sinn ræktuðu hjónin meðan heilsa þeirra leyfði. Árið 1990 fluttu þau hjónin að Dvalarheimilinu Höfða á Ákranesi og þar dvaldi Svanlaug áfram eft- ir andlát manns síns en hann lést 21. júní 1992. Hún fór síðan á sjúkrahúsið á Akranesi haustið 1994 og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Ég þakka þeim góðu hjónum Þorgeiri og Svanlaugu samfylgdina um nærri hálfrar aldar skeið, þakka þeim hversu góð afi óg amma þau voru börnunum mínum og bið guð að blessa minningu þeirra. Hjalti Jónasson. Vinkona mín Svanlaug Sigurðar- dóttir lést í hárri elli á Sjúkrahúsi Akraness í síðustu viku. Ég kynntist Svanlaugu fyrir rúmum þremur áratugum þegar ég hóf störf hjá manni hennar Þor- geiri Jósefssyni, þeim mikla heið- ursmanni, sem þá hafði mikið um- leikis, stjórnaði þremur fyrirtækj- um, sat í bæjarstjórn og var mjög virkur þátttakandi í fjölbreyttu fé- lagslífi Akurnesinga. Svanlaug studdi mann sinn heils- hugar í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur og fylgdist vel með því sem var að ske í hans rekstri. Þau áttu fallegt heimili þar sem oft var gestkvæmt, ekki síst áður en veitingastaðir komu á Skagann, en þá borðuðu gestir fyrirtækjanna oftast hjá Svanlaugu. Um langt árabil annaðist Svan- laug skrifstofuhald og fjármál fyrir Byggingarfélagið Fell sem Þorgeir rak. Þessi störf vann hún á heimili sinu og áttu margir leið þangað, en fyrirtækið framleiddi alla steypu á Ákranesi um áratugaskeið. Á þessum árum byggðu flestir Akur- nesingar hús sín sjálfir í aukavinnu um kvöld og helgar og margir af vanefnum. Var til þess tekið hvað þau hjón voru liðleg við viðskipta- vini sína og margir voru þeir sem ekki tókst að greiða steypuna að fullu fyrr en mörgum árum eftir að húsbyggingu lauk. Það hafa margir bæjarbúar sagt mér að þessi liðlegheit hafi ráðið úrslitum um að þeim tókst að koma þaki yfir höfuðið. Svanlaug var afar hreinskilin og sagði umbúðalaust skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Hún var mikill vinur vina sinna og einhver trölltryggasta manneskja sem ég hef kynnst. Svanlaug var mikill sjálfstæðis- maður og tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Hún var einn af stofnendum Sjálf- stæðiskvennafélagsins Báran árið 1960 og starfaði í félaginu alla tíð síðan. Þrátt fyrir að heilga hennar og kraftar væru á þrotum mætti hún á kjörstað sl. vor, tæplega 93 ára gömul. Ég kveð þessa góðu vinkonu mína og þakka henni fyrir áratuga tryggð og vináttu við mig og mína fjölskyldu. Við Guðný sendum af- komendum hennar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu Svanlaugar Sigurðardóttur. Guðjón Guðmundsson. SVANLAUG SIGURÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.