Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 33 ÞORVALDUR DAN PETERS + Þorvaldur Dan Peters var fæddur 30. júlí 1944 í Stykkishólmi. Hann lést 5. janúar síðastliðinn á Borg- arsjúkrahúsinu Reykjavík. Kveðjuathöfnin um Dan verður í dag frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði og hefst hún kl. 13.30. Hinn langa þraut er liðin og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dauðans dimmu nótt. (V.Briem) Eiskulegur vinur og bróðir er horfinn langt fyrir aldur fram, að- eins 51 árs. Lífsbaráttan hófst rryög snemma og Þorvaldur var fljótur að drífa í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hóf ungur nám í múraraiðn og tók síðar einnig trésmíði. Jafn- framt iðnaðarstörfum hóf hann störf í lögreglunni í Reykjavík að loknum undirbúningi fyrir slíkt. Það má með sanni segja að Þorvaldur hafi verið einstaklega athafnasamur og dug- legur maður, hreinasti eldhugi, sama að hveiju hann gekk, mjög ábyggilegur verkmaður og traust- verður í öllu. Hann átti því marga vini en afar fáa óvildarmenn um ævina. Við sem kunnum að meta öll hans gæði og einlægni, erum Guði þakklát fyrir að hafa átt svona góð- an vin og bróður. Þorvaldur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans hét Elísabet Gígja og eignuðust þau saman son sem nú er kominn yfir tvítugt og hlaut nafn- ið Svanur. Þau Þorvaldur og Elísa- bet slitu samvistum. Seinni kona hans var Ólöf Bjömsdóttir og með henni eignaðist hann dótturina Hönnu sem enn er á táningsaldri. Þorvaldi var mjög annt um bömin sín þó ekki nyti hann stöðugra samvista við þau og það var ætíð sérstök ró og friður yfir honum er hann talaði um þau og bað Guð að vaka yfir þeim, því oft var langt á milli þeirra og hans. Milli þrítugs og fer- tugs gaf heilsan sig vegna erfiðs baksjúk- dóms, sem trúlega var vegna alltof mikils vinnuálags og kapps í því stárfí sem reynir svo mjög á bakið, bygginga- og múrarastarfa. Eftir það fór heilsan veralega versnandi og 1988 fór að bera á hjarta- og kransæðasjúkdómi með tilheyrandi þrautum og álagi. Þrátt fyrir þetta mótlæti gat Þor- valdur ýtt erfíðleikum sínum til hlið- ar og spjallað og gert að gamni sínu þegar hann kom í heimsókn. Oft hringdi hann tvisvar á dag og rækt- aði vinatengslin. Ég og bróðir hans söknum nú góðs vinar og finnst sím- inn hljóður og undarlegt að geta ekki lengur heyrt í honum á hveijum degi eins og undanfarin ár. Við biðjum Guð að styrkja bömin hans, systur og móðursystur, Rögnu og Huldu, sem og alla aðra ástvini og vini. Genginn er góður drengur, í friði grafínn og Guði falinn. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma, ÖU bömin þín svo blundi rótt. (Matth. Jochumss.) María og Atli. í dag kveðjum við Þorvald Dan frá Stykkishólmi. Oftast kemur dauðinn á óvart, en ef til vill ekki í þetta sinn. Kæri Þorvaldur minn, hjá þér var heilsan og þrekið horfíð og kannski ekki svo mikið eftir til að lifa fyrir. Jú, ljósin tvö í lífí þínu, „blessað barnið", hún Hanna litla dóttir þín, eins og þú sagðir og sem þér þótti svo vænt um, og ungi mannvænlegi sonurinn hann Svanur sem þú varst svo hreykinn af. Þér fannst erfítt að sjá á eftir honum út í hinn stóra heim nú í haust, en þú varst stoltur af honum og sjálfur áttir þú nú einu sinni þann draum að fara til Ameríku þó það hefði verið í öðram erindum. Sérstaklega vil ég þakka Svani fyrir að taka sér ferð á hendur heim til þess að sjá um útför föður síns. Égveit að það var ekki hægt um vik. Ég minnist, Þorvaldur, bernsku okkar saman; Við voram „börnin hennar ömmu“. Amma sem tók okkur bæði undir sinn vemdarvæng. Þú komst á heimilið rúmlega viku- gamall og þar var þá fyrir tveggja ára telpukom, sem fannst hún hefði eignast bróður. Við áttum góða daga hjá ömmu og Hirti afa, sem ólu okkur upp. Áhyggjulausir æsku- dagar, unglingsárin, þú lífsglaður íþróttamaður sem æfðir fijálsar íþróttir og náðir þar góðum ár- angri, ekki tafði áfengið eða óregl- an, hvorki þá né síðar, þá var lifíð leikur og okkur ekki gefíð að sjá framtíðina. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Þú laukst námi í trésmíðum og varst liðtækur í múrverki, en þú vildir komast í höfuðborgina og reyna fyrir þér þar. Þar gekkstu í lið lögreglunnar. Settu ömmu fannst þú myndarlegasti lögreglumaður sem hún hafði séð. Þessar minningar vil ég halda í, ég vil muna eftir myndarlega mann- inum, sem lífíð blasti við, unga manninum sem gekk í augun á stúlk- unum, sem dansaði svo vel og var svo kátur og hann átti svo marga drauma. En draumamir rættust ekki allir, lífíð sýndi á sér ýmsar hliðar, og heilsan bilaði alltof snemma. Nú þegar þú ert lagstur til hvíld- ar í hinsta sinn bið ég Guð og alla góðar vættir að vaka yfir þér og ég veit að þú munt horfa á ljósin þín tvö, sem þú átt hér. Blessuð sé minning þín, elsku fósturbróðir. Þórhildur. SIGRÚN LÍNA HELGADÓTTIR + Sigrún Lína Helgadóttir fæddist 2. ágúst 1920 í Reykjavík. Hún lést 4. janúar síðastliðinn í Reykjavík. Foreldr- ar Sigrúnar voru Helgi Pétursson, f. 1898, d. 1956, sjó- maður, og Sigurjóna Soffía Sigurjóns- dóttir, f. 7.8. 1896, d. 21.6. 1990, hús- móðir og verka- kona. Þau slitu sam- vistum er Sigrún var ung og Sigurjóna giftist Magnúsi Jónssyni, f. 29.8. 1890, d. 18.12. 1976, en hann gekk Sigrúnu í föður stað. Hálfsystkini Sigrúnar, sam- mæðra: Hulda Ragna Magnús- dóttir matráðskona, búsett í Reylgavík; Sigurjón Scheving Magnússon, d. 11.4. 1989, lög- reglustjóri á Reyðarfirði, var kvæntur Pálínu Stefánsdóttur, þau eignuðust sjö börn, Sigur- jóna Gyða Magnúsdóttir hús- móðir, gift Gesti Hallgrímssyni, þau eiga sex börn; Pálína Þórunn Magn- úsdótxir húsmóðir, gift Jóni Þór Sigur- jónssyni, þau eiga fimm börn; Guð- mundína Oddbjörg Magnúsdóttir, hús- móðirý Kópavogi, var gift Áskeli Magnús- syni, d. 31.12. 1994, þau áttu tvö börn. Sigrún giftist 11.11. 1939 fyrri ciginmanni sínum, Halldóri Sig- urðssyni, f. 30.12. 1913, d. 7.12. 1970, matsveini. Árið 1973 giftist Sigrún seinni eiginmanni sínum, Hafsteini Hannessyni, d. 1980, bakara hjá Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík og síðar starfs- manni Sundhallar Reykjavíkur. Börn Sigrúnar og Halldórs: Jóhann Jörundur, f. 27.5. 1939, matsveinn, kvæntur Ásdísi Ás- geirsdóttur, starfsmanni sjúkra- hússins, þau eru búsett á Siglu- firði og eiga þrjár dætur, Sigr- únu, Særúnu og Guðrúnu; Guð- mundur Freyr, f. 11.6. 1941, mat- sveinn og verslunarmaður, starfandi sendibifreiðastjóri, kvæntur Aagot Emilsdóttur hús- móður, þau eru búsett í Garðabæ og eiga eina dóttur, Emilíu, Guðmundur Freyr átti áður Hlyn, Hilmi og Guðmund Frey; Valgeir Rafn, f. 27.3.1946, rafsuðumaður, hann er búsettur í Reykjavík og á eina dóttur, Völu Björk; Siguijón Magnús, f. 4.12. 1948, d. 2.6. 1994, bú- fræðingur í Reykjavík, sambýl- iskona hans var Sigríður Kraag, þau skildu, þau áttu þijú börn, Viðar, Andra og Elínu, fyrri kona Siguijóns Magnúsar var Erna Óladóttir húsmóðir, þau áttu þijú börn, Óla Halldór, Sigrúnu og Sigurjónu Soffíu; Helgi, f. 2.6.1954, sendibifreiða- stjóri í Reylqavík, Helgi á þijú börn með Ernu Bjarnadóttur, starfsmanni á Pítunni, Sigrúnu Línu, Daniel og Guðlaug; Sigur- lína Anna, f. 29.8. 1959, skrif- stofumaður hjá Tryggingastofn- un ríkisins, búsett í Reykjavík, Sigurlína Anna var gift Jóhanni Inga Reimarssyni, fyrrv. sjó- manni, þau skildu, þau eiga tvö börn, Dagbjart Inga og Rúnu Lind. Barnabarnabörn Sigrúnar Línu eru átta. Utför Sigrúnar Línu fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ÞAÐ VAR sem heimurinn staðnaði um stund er ég fékk þær fregnir að elskuleg tengdamóðir mín fyrr- verandi og amma barnanna minna, hefði orðið bráðkvödd á heimili sínu 4. janúar sl. Önnur enn helfregnin, já, það reynist vera skammt milli lífs og dauða. Mig langar í örfáum orðum að þakka þér samfylgdina gegnum lífið. í huganum er ég að bera saman líf okkar, um margt sameiginlegt, en þó mjög ólík kjör. í mínum augum varst þú hetja, sann- kölluð hvunndagshetja. Mörg urðu áföllin, er þú stóðst af þér, og varst til síðasta dags einkar góðhjörtuð, trygglynd og komst til dyranna eins og þú varst klædd, með útbreiddan faðminn, geislandi blítt brosið. Þann þroska og lífsreynslu er þú hafðir var gott að hlýða á og vert að minn- ast. Börnum okkar Siguijóns og eins dætrum mínum þremur, er ég átti frá fyrra hjónabandi, reyndist þú góð amma alla tíð, alltaf gátu þau leitað til ömmu, fengið að dvelja hjá henni og veit ég að þau samskipti voru þeim mjög kær. Og vert er að geta glaðværðarinnar og gamansemi þinnar, sem þú varst svo rík af. Ég tel það vera mína gæfu að hafa líka átt þig að vini alla tíð. Takk fyrir hlýja faðminn þinn og öxlina, sem á SIGURÐUR GUÐMUNDSSON + Sigurður Guð- mundsson, verkamaður, var fæddur í Ólafsfirði 17. febrúar 1914. Hann lést á Borgar- spítalanum í Reykjavik 14. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Sigurðs- son, f. 15. október 1886, d. 24. júlí 1946 og Helga Marteins- dóttir, veitinga- kona, f. 3. maí 1893, d. 23. september 1979. Þau voru bæði frá Ólafsfirði og búsett þar, en 1922 skildu þau. Systkini Sigurðar voru 1) Gunnlaugur, verkamaður, f. 11. nóv. 1917, d. 13. mars 1942. 2) Elín, húsfreyja, f. 5. mars 1920, d. 14. sept. 1982. Hún giftist Ragnari Magnússyni, verslunarmanni og eignuðust þau þrjú börn. 3) Njáll, flug- maður, f. 8. sept. 1922, d. 12. des. 1973. Hann eignað- ist eina dóttur. Sigurður kvænt- ist Astrid Christ- iansen 12. apríl 1952 og bjuggu þau >- alla tíð í Reykjavík, lengst af á Hjarðar- haga 40. Þau tóku Elinu Báru, dóttur Njáls, í fóst- ur unga að aldri. Hún er gift Evert Ingólfssyni, safnverði og eiga þau tvö börn. Sigurður var jarðsettur i kyrrþey frá Neskirkju hinn 17. desember sl. SIGURÐUR Guðmundsson, frændi minn, er látinn eftir erfíð veikindi, sem hann hefur átt við að stríða í áraraðir. Það var mjög í anda Sigurðar að óska þess að einvörðungu nán- ustu aðstandendur hans og ættingj- ar væra viðstaddir útför hans. Allt hans líf einkenndist af dæmafárri hógværð og hlédrægni. Hann lifði lífí sínu í kyrrþey og lét lítið á sér bera, en kaus kyrrlátt skjól innan veggja heimilis síns. Sigurður var tæpra 82ja ára þeg- ar hann lést. Hann var sonur hjón- anna Guðmundar Sigurðssonar og Helgu Marteinsdóttur veitinga- konu, föðursystur minnar, sem þá voru búsett í Ólafsfirði. Þegar Sig- urður var sjö ára skildu þau Guð- mundur og Helga og leystist þá heimili þeirra upp. Þau höfðu eign- ast fjögur börn sem á legg komust og var Sigurður þeirra elstur. Gunn- laugur var næstur, fæddur 1917 og lést 1942, þá var Elín, sem ólst upp hjá móður sinni og bjó hjá henni þar til hun giftist Ragnari Magnús- stundum var gott að halla sér að. Ég kveð þig með söknuði, virðingu og þökk, en þín bíða vinir i varpa. Blessuð sé minning þín. Erna. Elsku amma mín er dáin. Þetta er mikill missir fyrir okkur öll sem hana þekktum því hún amma Sirra, eins og við barnabörnin vorum vön að kalla hana, var alveg einstaklega góð og hlý manneskja. Ég man vel eftir heimsóknum mín- um sem barn til ömmu Sirru. Ég var vön að æða í fataskápana hennar og skartgripi og klæða mig upp eins og prinsessa, þá oft með öðra bama- barni hennar og alnöfnu, Sigrúnu Lánu Helgadóttur. Mér fannst þessar heimsóknir sem heimsóknir í fram- skóg fatnaðar þar sem ég mátti skoða og prófa hvað sem var. Amma Sirra sagði nefnilega sjaldan nei við okkur barnabörnin, ekki frekar en við aðra. Alltaf tók hún við mér, nótt sem dag og hvort sem ég var hlæjandi eða grátandi. Þegar ég komst á ungl- ingsárin með þeim vandamálum sem því fylgja, leitaði ég mikið til henn- ar. Þegar ég var döpur fann hún til með mér og gaf mér góð ráð og þegar ég var ánægð þá samgladdist hún mér. Auk þess kom hún manni alltaf í gott skap með smitandi hlátri. Mér er það minnisstætt þegar hún sagði einu sinni við mig að ég væri of góð fyrir þennan heim. Þetta var ómetanlegt hrós fyrir óörugga ungl- ingsstelpu. Undanfarin ár umgekkst ég ömmu Sirra mikið þar sem ég vann við hreingemingar heima hjá henni á Bjarnarstíg 9. Þá var hún oft mik- ið veik og þess vegna vona ég að henni líði vel núna. Ég bið Guð að styrkja ykkur, ættingjar mínir og aðrir vinir hennar ömmu Sirru, í sorginni. Emilía Guðmundsdóttir. syni, verslunarmanni. Elín var fædd 1920 og dó 1982. Njáll var yngst- ur, fæddur 1922, en lést 1973. Gunnlaugur og Njáll voru settir í fóstur sinn hjá hvorri fjölskyldunni og Sigurður fór til föðursystur sinn- ar á Fáskrúðsfirði, þá sjö ára að aldri. Þar ólst hann upp og sótti bamaskóla, sem var sú eina skóla- ganga sem honum hlotnaðist á lífs- leiðinni. Um fermingu fór Sigurður til föður síns sem bjó á lítilli bú- jörð, Sjávarbakka í Arnameshreppi innan við Hjalteyri í Eyjafirði. Þar bjuggu þeir feðgamir einir við kröpp kjör. Með nokkrar kindur og sjávarfang, sem aflað var af árabát. Við andlát föður síns, árið 1946, fluttist Sigurður til móður sinnar, Helgu Marteinsdóttur, sem þá hafði keypt Hótel Norðurland á Akur- eyri. Þar bjó Sigurður um skeið eða þar til móðir hans seldi hótelið og fluttist Reykjavíkur á ný árið 1948. Sigurður fór með móður sinni og bjó hann í Engihlíð 7 um sinn. Hann stundaði margvíslega verka- mannavinnu, að mestu á vegum Reykjavíkurborgar. Við slík störf vann Sigurður alla sína tíð meðan heilsan entist. Hinn 12. apríl 1952 kvæntist hann Astrid Christiansen og bjuggu þau lengst af á Hjarðarhaga 40 hér í borg. Þau Sigurður og Astrid voru einstaklega samhent hjón. Þótt þau hefðu aldrei úr miklu að spila tókst þeim að byggja sér afar hlýlegt og fallegt heimili. Þar kom berlega í ljós ákaflega smekklegt handbragð Ástridar. Hún er mikil hagleikskona og fer sérstakt orð af útsaumi henn- ar. Sigurður notaði tómstundir sínar einkum til lesturs góðra bóka, eink- um ævisagna. Hann hafði gaman af skák og tefldi mikið fyrr á áram. Nokkru eftir að Sigurður fluttist til Reykjavíkur lenti hann í bílslysi og slasaðist mjög alvarlega. Var hann lengi að ná sér og beið þess jafnvel aldrei bætur fullkomlega. En ávallt lagði hann sig fram um að sækja vinnu sína á vegum Reykjavíkurborgar, þótt heilsufar hans væri oft mjög erfitt. Þau Sigurður og Astrid tóku El- ínu Báru, dóttur Njáls, bróður Sig- urðar, í fóstur þegar hún var fímm ára og ólst hún upp hjá þeim hjón- um þar til hún flutti að heiman og stofnaði eigið heimili. Elín Bára er tækniteiknari og gift Evert Ingólfs- syni, safnverði hér í Reykjavík. Þau eiga tvö börn. Sigurður var samviskusamur og dugandi í störfum sínum og sinnti þeim af kostgæfni meðan heilsan entist. Eftir að hún brást var það dugnaður og umhyggja Astridar sem bjargaði öllu. Hún sá um heim- ilishaldið og annaðist Sigurð af frá- bærri hlýju og ástríki. Við ættingjar og aðstandendur Sigurðar vottum Astrid innilega samúð okkar við fráfall góðs manns sem öllum viidi gott gera. Baldvin Tryggvason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.