Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 43
OPIÐ VIRKfl DftGfl 10-18.30 LAUGARDAGA 10-16 NIATVÖRUVERSLUN OPIN 10-23 Hrútur (21. mars - 19. apríl) Mannfagnaður, sem þú hafð- ir hlakkað til að sækja, veld- ur þér nokkrum vonbrigðum. En í vinnunni gengur allt að óskum. Naut (20. apn'l - 20. maí) Smá vandamál, sem upp kemur heima árdegis, leysist fljótlega. Með góðri undir- búningsvinnu tekst þér það sem þú ætlar þér. Tvíburar (21. maí- 20. júní) Láttu ekki utanaðkomandi truflanir koma í veg fyrir að þér takist að leysa áríðandi verkefni í vinnunni. Ein- beittu þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“$6 Gættu þess að láta ekki eyðslu í skemmtanir fara úr böndum. Þú verður fyrir truflunum í vinnunni og þarft á þolinmæði að halda. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Reyndu að ljúka því sem gera þarf í vinnunni snemma svo þú getir farið að und- irbúa spennandi kvöld með ástvini. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ef þú ert að íhuga ferðalag ættir þú að kanna vel þau kjör sem eru í boði. Sumir hljóta óvænta viðurkenningu í vinnunm. Vog (23. sept. - 22. október) Það er ekki kominn tími til að leggja öll spilin á borðið varðandi fyrirhuguð við- skipti. Þú þarft að kanna málið betur. Sporddreki (23.okt. - 21. nóvember) HlíS Þú ert með mörg járn í eldin- um, og það er óþarfi að skýra öðrum frá fyrirætlunum þín- um. Njóttu kvöldsins með ástvini. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) m Smá vandamál getur komið upp varðandi fyrirhugað ferðalag, en þér tekst að leysa það fljótlega. Komdu ástvini á óvart. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú vinnur að því á bak við tjöldin að koma fjármálunum í öruggan farveg. í kvöld fara svo ástvinir út að skemmta sér. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þótt þú hafir ætlað að eiga rólega helgi, ættir þú að þiggja spennandi heimboð sem þér berst í dag. Það veldur ekki vonbrigðum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Láttu ekki smá ágreining innan fjölskyldunnar trufla þig við vinnuna. Þér tekst að leysa málið að vinnudegi loknum. Stjörnuspána á að lesa sem dægraclvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stadreynda. Barnakot Blái fuglinn f UP BORQAflKHINQLUNNI Tískuverslun bprýði V y Sérversiun hjarakauphf. Mikil verðlækkun Undirföt á allar konur Spariföt á stráka og stelpur Bútasaumsteppi í miklu úrvali Föt fyrir þig \ \ V,/ Góðar stærðir Allt á karimanninn Bestu in PLlíXKiLVS ÞOllPIl) Tískuföt á þig Verðið aldrei betra Geffðu þér tíma og Ifttu inn BORGARKRINGLAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 43 STJÖRNUSPÁ ÍDAG „ ég hetdchÓ þettexst /örkjumús! f' LEIÐRÉTT Nafnabrengl í FRÉTT Morgunblaðsins í gær á bls. 4 um myndun nýs meirihluta hrepps- nefndar Reykhólahrepps var vitnað í Stefán Magnús- son, oddvita Reykhóla- hrepps. Stefán var sagður heita Sveinn og er beðist velvirðingar á mistökunum. 111 nauðsyn Ritvilla slæddist inn í nið- urlag greinar Ragnars Björnssonar, organleikara, „Minni Ingólfs", sem birtist í blaðinu í gær. Þar sagði (Um Bach), að hann hafi stundum skrifað sína tíma- heldu tónlist af „innri nauð- syn“, en þar átti að standa „ af illri“ nauðsyn." . Höf- undur og aðrir hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðing- ar á mistökunum. Setning féll niður Upphafssetning í Sjón- menntavettvangi Braga Asgeirssonar, „Á nýju ári“, sem birtist í blaðinu í gær, féll niður við birtingu. Upp- haf greinarinnar átti að vera svohljóðandi: „Það var margt að ske á myndlistar- vettvangi á liðnu ári, en eftirminnilegust verður mér stóra norræna sýningin á Listasafni íslands, sem markaði mikil tímamót.“ Beðist er velvirðingar á mistökunum. Engin undirskrift í minningargrein um Ólaf Ásgeirsson sem birtist í Morgunblaðinu 10. janúar, bls. 35, féll niður setning í inngangi. Rétt er setningin svohljóðandi: Systkini hans voru Árni, sammæðra, bú- settur í Reykjavík, f. 1902, d. 1981, Axel, bóndi í Höfðahólum og síðar á Litla Felli á Skagaströnd, f. 1906, d. 1965. Einnig vant- aði undirskrift undir grein- ina, höfundur hennar er Gissur Rafn Jóhannsson. Morgunblaðið biður hlutað- eigandi afsökunar á þessum mistökum. STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú sýnir vinum þínum trúnað og metur fjöiskylduna mikils. GULLBRÚÐKAUP. í dag, föstudaginn 12. janúar, eiga gullbrúðkaupsafmæli hjónin Kristín Katarínusdóttir og Gestur Guðmundsson. Þau búa á írlandi, nánar tiltekið í 37 Kybe, Skerries co. Dublin. HÖGNIHREKKVÍSI O pTÁRA afmæli. í dag, OíJl2. janúar, er áttatíu og fimm ára Jón S. Þor- leifsson, Grandavegi 47, Reykjavík. Hann og eigin- kona hans, Hulda M. Sæ- mundsdóttir, taka á móti gestum í Ársal, Hótel Sögu, milli kl. 16 og 19 í dag. rrriÁRA afmæli. í dag, I L/föstudaginn 12. jan- úar, er sjötugur Ivar Lars- en Hjartarson, fyrrver- andi birgðavörður hjá Pósti og síma, Búðargerði 3, Reykjavík. Afmælis- barnið er erlendis. Arnað heilla QrVÁRA afmæli. í dag, í/V/föstudaginn 12. jan- úar, er níræð Ingibjörg Jakobína Ögmundsdóttir, Asparfelli 2, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Risinu, Hverfisgötu 105, kl. 17 á afmælisdaginn. BRIPS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LÍTTU sem snöggvast á spil norðurs. Makker opnar á hjarta og millihönd strögl- ar á tveimur tíglum. Hvað á að segja? Spilið er frá sjöttu umferð Reykjavíkur- mótsins í sveitakeppni. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁK10876 V ÁK82 ♦ - ♦ 632 Vestur ♦ 954 V 1096 ♦ ÁK10543 ♦ K Austur ♦ D32 V G ♦ G987 ♦ 109754 Suður ♦ G f D7543 ♦ D62 ♦ ÁDG8 Alslemma hlýtur að vera sterklega inni í myndinni. Ein leið til rannsókna er að stökkva í fjóra tígla (splint- er) og segja svo fjóra spaða við flórum hjörtum makk- ers: Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta 2 tíglar 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 5 lauf Pass 5 tígiar Pass 5 hjörtu Pass 5 spaðar Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Norður gæti hugsanlega látið staðar numið í hálf- slemmu eftir sagnaröð af þessum toga. Margir stóðust þó ekki freistinguna að segja sjö og a.m.k. einn spilari stökk bein í sjö hjörtu við tveimur tíglum vesturs! „Vestur var næstum því lagður af stað laufkónginn," sagði hann við sveitarfélaga sína í samanburðinum eftir leikinn. Alslemman tapaðist alls staðar eftir misheppnaða laufsvíningu, en margir fóru einnig niður á sex! Til dæm- is þannig: Tígulásinn tromp- aður í byijun og laufi spilað á drottningu og kóng. Með tígulkóngnum læsir vestur sagnhafa inni í borði. Sagn- hafi tekur ÁK í hjarta og reynir síðan að komast heim á laufi! En verður fyrir von- brigðum. Pennavinir ÞRJÁTÍU og . fimm ára norsk kona vill eignast ís- lenskar pennavinkonur. Áhugamálin snúa að hann- yrðum o.fl.: Kjersti Onarheim Rabbe, Teig 23, 4200 Sauda, Norgc.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.