Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk Hér stendur, að þegar Beet- hoven skrifaði þessa sinfóníu, þá hafi hann tileinkað Napó- león hana ... En þegar Napóleon lýsti Gott hjá honum! því sjálfur yfir að hann væri keisari, eyðilagði Beethoven tiieinkunina. Hver var Napóleon? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 „Áfengismenning“ um miðjar nætur Frá Jóni K. Guðbergssyni: EF ÞRJÁR minningargreinar birtast í Morgunblaðinu á fimmtudaginn hvað kostar þá hákarlinn í Kolaport- inu á laugardag? Ekki er algengt að svona skemmtilegar spurningar séu lagðar fyrir lesendur. Hins vegar eru menn enn svo snjallir að þeir virðast í fúl- ustu alvöru bera saman áfengi og alls óskylda hluti. Þó að venjulegt fólk, að ekki sé talað um sérfræð- inga, beri bfla saman við önnur far- artæki, ef grípa þarf til samanburð- ar, og áfengi saman við önnur vímu- eða fíkniefni, þá er enn til svo frum- legt fólk að það ber saman vímuefni og alls óskylda hluti. Meira að segja æruverðugir ritstjórar svo sem fram kom í rabbi í Lesbókinni um helgina. Fyrst minnst er á áfengi og bíla er rétt að minna á að fyrir nokkrum árum þótti Bandaríkjamönnum banaslys á ungu fólki í umferðinni helst til mikil. Hvernig brugðust þeir við? Þeir hækkuðu lögaldur til áfengiskaupa í 21 ár þar sem hann var ekki þegar það hár. Og það var eins og við manninn mælt. Umferð- arslysum snarfækkaði. Af þessu má draga margvíslegar ályktanir: Kannski eru Bandaríkjamenn bara gamaldags sveitamenn að hafa lög- aldur til áfengiskaupa ári hærri en gerist hér. Ef til vill sýnir þetta okk- ur svart á hvítu að Ronald Reagan var hvorki alinn upp í höfuðborg íslands né austur í Hreppum. Og svo er það áfengismenningin. Ritstjóranum þykir mikið til koma menningarlegrar vínyrkju í Frakk- landi og svokallaðrar áfengismenn- ingar Frakka yfirleitt. Því miður virðast ráðamenn í Frakklandi ekki sammála honum. Þeir halda því fram að í fjórum af hveijum tíu sjúkra- rúmum þar í landi sé fólk sem þang- að er komið vegna áfengisdrykkju eða þess sem sumir kalla áfengis- menningu. Það þætti mikið á ís- landi. Þeir hafa bannað að slíkur öndvegisdrykkur sem áfengi sé aug- lýstur í sjónvarpi og þeir hafa hert viðurlög við ölvunarakstri. Má þar raunar undarlegt heita að Frakkar sjálfir skuli leitast við að reisa skorð- ur við þeirri menningu sem þessi framleiðsla þeirra sjálfra hefur í för með sér. Áreiðanlega eru yrkjendur fransks vínviðar starfí sínu vaxnir. Það eru sjálfsagt h'ka hassframleið- endur við Miðjarðarhafsbotna og ópíumbændur í „þríhyrningnum gullna“ enn austar. Hvernig væri nú að kynna sveitamönnum hér á íslandi „hassmenningu" og „ópíum- menningu" sem er ævagömul, jafn- vel enn eldri en vínviðarrækt í Frans? Og svo við lítum okkur nær: Hvern- ig væri að kynna tóbaksmenningu dálítið? íslensk munntóbaksmenning er til dæmis sérstæð og skemmtileg. Eitthvað er rabbarinn ekki sáttur við áfengismenningu forfeðra okkar. Sjálfsagt hefur henni verið í ýmsu ábótavant. Þó skyldum við tala var- lega um höfunda þeirrar löggjafar um þessi mál sem fram undir okkar daga hefur gilt á íslandi. í þeirra hópi eru þekktustu og bestu laga- smiðir aldarinnar og sumir þeir snjöllustu tengdari Morgunblaðinu en margir þeir sem hafa flest í þess- um lögum á hornum sér. Þessi lög- gjöf olli því meðal annars að minna hefur verið drukkið hérlendis en annars staðar í Evrópu lengst af öldinni. En slíkt er náttúrlega ekki til að hæla sér af. Eins og fram kemur í rabbinu hefur áfengismenning íslendinga aukist mjög á síðari árum. Það sést best um umgengninni kringum bjórsjoppur og ofbeldisverkunum í þeim og í námunda við þær. Það er nú einhver munur eða ræfílsleg áflog í réttunum fyrr á tíð. Nú gerist þetta um hveija helgi og enn betur að verki staðið en fýrr. Svo er einhver venjulegur íbúi í miðborginni að nöldra yfir því í Morgunblaðinu á sunnudaginn að hann geti ekki sofíð fyrir menning- unni. Einkalíf fólks og venjulegt heimilislíf sé minna metið af yfír- völdum en hagur þeirra sem standa í því nánast daglangt og náttlangt að efla menninguna. Þessi grein ætti að vera rabbaranum staðfesting þess sem hann heldur fram. Áfengis- menningin hefur aukist. Sjoppu- greifar sjá um að hún nái til sem flestra. Og mundi ekki einhver þakka fyrir að fá ekki sofið fyrir menningu. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshóium 6, Reykjavík. Starfsþjálfun iðnnema Frá Stefáni Þór Stefánssyni: í ÞESSU stutta bréfi vil ég segja eina litla raunasögu um Iðnskólann í Reykjavík og ég veit að margir aðrir nemendur hafa svipaða sögu að segja. Fyrir þremur árum hóf ég nám í bifvélavirkjun. Ég hef alltaf verið laghentur og haft áhuga á bílum. Til að bytja með gekk allt eins og í góðri sögu. Ég lauk bóklegu námi og átti þá eftir starfsþjálfun hjá bíla- verkstæði til að öðlast mín réttindi sem bifvélavirki. Nú fyrst skall allt í baklás. Iðnskólinn hjálpar nemend- um sínum ekkert að komast í starfs- þjálfun og varð ég því eins og allir aðrir að reyna að bjarga mér sjálf- ur. Ég, því miður, þekkti engan í þessari atvinnugrein sem gat rétt mér hjálparhönd. Ég heimsótti hvert verkstæðið á fætur öðru og fékk alltaf sama svarið: „Því miður, það er ekki nógu mikið að gera hér til að ráða nema í starfsþjálfun." Ég spyr því, af hveiju er Iðnskól- inn að mennta nemendur í bóklegu námi og síðan henda þeim út i óvissu á erfiðum tímum í efnahagsmálum? Væri ekki nær að menntamálaráðu- neytið og Iðnskólinn tækju sig sam- an og gerðu eitthvað róttækt til að hvetja verkstæði á einn eða annan hátt, t.d. með skattaívilnunum, svo nemendur gætu lokið námi sínu, því hvaða gagn er það fyrir þjóðina að kosta fólk í nám sem viðkomandi getur ekki lokið? STEFÁN ÞÓR STEFÁNSSON, Álfheimum 32, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt f upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar t.eljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.