Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Útför eiginmanns mins, ÞORSTEINS GUDMUNDSSONAR fyrrum bónda á Skálpastöðum, Lundarreykjadal, verður gerð frá Lundarkirkju laugar- daginn 13. janúar og hefst athöfnin kl. 14.00. Jarðsett verður í heimagrafreit. Sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík kl. 10.30 og frá Borgarnesi kl. 12.30. Þórunn Vigfúsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR JAKOBSDÓTTUR, Boðahlein 9, Garðabæ. Grétar Sveinsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Þórunn Grétarsdóttir, Sveinn Andri Sveinsson, Rannveig Grétarsdóttir, Sigmundur Jóhannesson, Sveinn Omar Grétarsson, Ása Jóhanna Pálsdóttir, Björg Sigmundsdóttir, Sara Sigmundsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS H. GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi bónda, Grímsstöðum, Reykholtsdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks A- og E-deildar Sjúkrahúss Akraness. Gréta Guðmundsdóttir, Andrés Kristinsson, Ásta Ragnarsdóttir, Kristin Munda Kristinsdóttir, Hörður Stefánsson, Guðmundur Kristinsson, Steinunn Garðarsdóttir, Sigurður Kristinsson, Ósk M. S. Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS ÁGÚSTS JÓNASSONAR frá Lýsudal f Staðarsveit, Valbergi v/Suðurlandsveg. Elínbjörg Kristjánsdóttir, Bjarni Guðnason, Jóhann Agúst Hansen, Margrét Vilborg Tryggvadóttir, Hans Alexander Hansen, Ásgerður Ágústa Kristjánsdóttir, Jóhannes Jónsson, Georg Þór Agústsson, Sigríður Elfsabet Ágústsdóttir, Elvar Már Jóhannesson, Jóna Fanney Kristjánsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hjálpsemi við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐNA GUÐLEIFSSONAR, Hafnargötu 63, Keflavfk. Guð þlessi ykkur. Marteinn Guðnason, Birna Fabian, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Öllum vinum okkar og ættingjum þökkum við innilega vinarþel og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HANNESAR GAMALÍELSSONAR. Sólveig Hannesdóttir, Friðbjörn G. Jónsson, Guðlaug Rún, Augusto, Hanna Dfs, Sofffa Huld og Hannes Heimir, Jón Þór Hannesson, Valgerður Lárusdóttir, Hannes Lárus, Fanney, Árni Þór og Vilhelm Þór. ANNA SIG URÐARDÓTTIR + Anna Sigurðardóttir fædd- ist 5. desember 1908 á Hvít- árbakka í Borgarfirði og ólst þar upp til 1920. Hún lést 3. janúar síðastliðinn og fór útför- in fram frá Dómkirkjunni 11. janúar. Kveðja frá stjórn Sagnfræð- ingafélags Islands Anna Sigurðardóttir stofnaði Kvennasögusafn íslands, ásamt tveimur áhugasömum stöllum sín- um, 1. janúar 1975; hún var lífið og sálin í rekstri þess enda lagði hún því til heimili sitt og allan bókakost. Það reyndist heilladrjúgt að senda henni nemendur sem höfðu valið sér atriði úr sögu kvenna til að skrifa um ritgerðir. Hún veitti þeim af ör- læti, bæði vitneskju og ráð og líka í drykk og meðlæti; hún benti á alla heimildarstaði sem henni hug- kvæmdust, leitaði af áhuga í safni sínu og útbjó fólk með ljósrit þegar það gekk af fundi hennar. Sumum sendi hún gögn síðar eða hringdi til að benda á heimildir. Mörgu ungu fólki, ekki síst ungum konum, var hún sem opinberun og þær spurðu: Hver er hún? Anna ólst upp á Hvítárbakka í Borgarfirði þar sem faðir hennar rak landsþekktan lýðskóla og hélt því fram, að hennar sögn, að konur stæðu körlum ekki að baki að greind; gagnstæð skoðun mun hafa verið ríkjandi meðal karla á þeim tíma og lengi síðan. Anna stundaði nám í Kvennaskólanum og fékk snemma áhuga á jafnréttismálum. Bein af- skipti hennar af kvenréttindamálum hófust á fimmta áratugnum og árið 1950 stofnaði hún kvenréttindafélag á Eskifirði, þar sem hún átti heima ásamt manni sínum, Skúla Þor- steinssyni, og þremur börnum þeirra. Þá þegar var hún farin að halda til haga úrklippum um kven- réttindamál og öðru „dóti“ sem hún nefndi svo og varð síðar stofninn í Kvennasögusafni. Þegar Anna varð sjötug, árið 1978, datt nokkrum konum í hug að gefa út afmælisrit, henni til heið- urs. Úr varð ritið Konur.skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur sem kom út 1980 og er talið fyrsta rit af þessu tagi sem tekið er saman til heiðurs íslenskri konu. Sögufélag gaf út. Ritið og margt fleira sýnir að Anna var bæði virt og dáð fyrir hugsjónaeld og dugnað. Önnu var sýnt um að skoða stöðu kvenna í sögulegu Ijósi og fór snemma að skrifa greinar og halda erindi í þeim stíl. I bókinni Konur skrifa er birt við hana viðtal þar sem hún drepur m.a. á að konur vonist eftir jafnri verkaskiptingu innan heimilisveggja. „Og þú heldur að sú t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR frá Giljum i Vesturdal, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. janúar sl., verður jarðsungin frá Goðdalakirkju laugardaginn 13. janúar kl. 14.00. Ólöf Björnsdóttir, Sigurður Oddur Pétursson, Jóhann Guðmundur Jóhannsson, Sigurlaug Heiðrún Jóhannsdóttir, Jón Guðmundsson, Eyþór Sævar Jóhannsson, Hjörvar Vestdal Jóhannsson, Bergdis Lina Jóhannsdóttir, Guðjóna Jóhannsdóttir, Haukur Gils Jóhannsson, Guðrún Margrét Jóhannsdóttir, Hjalti Viðar Jóhannsson, Hlynur Unnsteinn Jóhannsson, Gísli Heiðar Jóhannsson, Hjörtur Hvannberg Jóhannsson, Þórey Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Rúnar Berg Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hlíf Aradóttir, Benny Niels Vistisen, Anna Lísa Wium, Svanhildur Hrönn Pétursdóttir, Hólmfríður S.R. Jónsdóttir, Guðríður Aradóttir, Gunnar Stefánsson, Sesselja Guðmundsdóttir, t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa óg langafa, ÓLAFS ÞÓRÐARSONAR, Suðurgarði. Þuríður Ólafsdóttir, Jón Svan Sigurðsson, Ásta Ólafsdóttir, Eyjólfur Pálsson, Árni Óli Ólafsson, Hanna Birna Jóhannsdóttir, Jóna Ólafsdóttir, MárJónsson, Margrét Marta Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Verslun mín, Blóm undir stiganum, í Borgarkringl- unni verður lokuð föstudaginn 12. janúar vegna útfarar HARALDAR TÓMASSONAR. Kristján Ingi Jónsson. Lokað Verslunin verður lokuð í dag frá kl. 13 til 17 vegna útfarar INGU EIRÍKSDÓTTUR KÚLD frá Miklaholti. Kjötborg, Ásvallagötu 19. von rætist,“ segir spyrillinn. Anna svarar, „Það veit ég ekki, það tekur a.m.k. 2-3 kynslóðir." Anna taldi þannig að rótgrónum hugmyndum yrði vart breytt í einu vetfangi; sögu- leg þekking og margföld reynsla úr kvenréttindabaráttu hafa fært henni heim sanninn um það. Önnu var ljóst að konur þurftu að vera „karlmannsígildi" til að njóta viðurkenningar karlasamfélagsins. Sjálf var hún forkur dugleg og naut almennt virðingar og viðurkenning- ar. En henni var þetta ekki nóg og hún sætti sig ekki við að þeirra kvenna væri einna getið í sögubók- um sem þóttu ígildi karla eða jafn- vel ofjarlar þeirra um kænsku og grimmdarverk. Á áttræðisaldri tók hún sig til og samdi bókina Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár sem kom út árið 1985. Hún gerir skýrt að flest svið mannlegs lífs eru vettvang- ur kvenna ekki síður en karla og því eigi saga þeirra hvarvetna að koma fram. í bókinni vinnur hún úr safni sínu, dregur margt mikils- vert fram og bjargar ýmsu athyglis- verðu frá glötun. Bókin er brautryðj- andaverk og frábær fyrir næman skilning á stöðu kvenna og góða yfirsýn. Hér er óþrotleg uppspretta þeim konum sem sækja styrk í reynsluheim kvenna. Anna leitast við að segja sögu íslenskra kvenna í öllum margbreytileika sínum og var illa við orðalag eins og „staða konunnnar" eða „konan í samfélag- inu“, taldi það vísbendingu um mein- lega einföldun. Eftir stofnun Kvennasögusafns færðist Anna meira í fang í fræða- störfum en áður og þeir sem fylgd- ust með þessum störfum gátu ekki annað en dáðst að kjarki hennar og dugnaði. Það var eins og hún væri í akademisku sjálfsnámi í sagnfræði og ein og óstudd sigraðist hún á hverri þraut; margir voru vafalaust tilbúnir að hjálpa henni en hún vildi sjálf vinna verkin og sagði kannski glöð frá því að núna vissi hún loksins hvað DI merkti í ritum fræðimanna, það væri fornbréfasafnið. Eða að loksins hefði hún áttað sig á að Krist- inrétt Árna Þorlákssonar væri að fínna í útgáfunni Norges gamle love. Og hún las Grágás, Jónsbók og Krist- inrétt Árna spjaldanna á milli, grúfði sig yfír fombréfasafnið, og nýtti ótölulegar aðrar heimildir, ritaðar og munnlegar, og dró fram fjölmargt um sögu kvenna og afstöðuna til þeirra sem enginn hafði bent á fyrr á prenti. Styrki hlaut hún litla sem enga, gaf sjálf út Vinnu kvenna en reyndar í nafni Kvennasögusafns sem skyldi njóta ágóða ef einhver yrði. Bókin er 482 síður enda sagði Ánna að sér hefði farið mikið fram í vélrit- un á meðan hún vann að verkinu. Hún var ekki hætt, árið 1988, þegar hún varð áttræð, gaf hún út bókina, Allt hafði annan róm áður í páfadóm, 412 síður um nunnu- klaustrin tvö á íslandi, furðulega vanrækt svið, og brot úr kristni- sögu. Enn bar hún að mestu kostn- aðinn þótt bókin kæmi út í nafni Kvennasögusafns. Hér segir frá skörungsskap abbadísa, klausturlífi, menntun kvenna á miðöldum og kvendýrlingum. Loks er kafli um nunnur á Islandi á 20. öld. Hugur Önnu stóð jafnan til mennta, á níunda ári hugsaði hún sér að verða fyrsti kvenprestur á íslandi; bók frá hendi hennar um vel menntar klaustrakonur átti því kannski ekki að koma á óvart. Fyrir merk sagnfræðistörf sín og brautryðjandaverk var Anna gerð heiðursfélagi í Sagnfræðingafélagi íslands árið 1991; aðrir heiðursfélag- ar eru Lúðvík Kristjánsson og Jakob Benediktsson og sá fjórði var Harald- ur Sigurðsson, sem er nýlátinn. Ljúft er að minnast stundanna í Kvennasögusafni á heimili Önnu, eða bréfanna, sem bárust frá henni með ljósritum um efni sem hún hafði rek- ist á og taldi að gætu orðið öðrum að gagni, eða símhringinga og sam- funda þar sem hún skiptist á skoðun- um og örvaði með áhuga sínum, dugnaði og umhyggju. Lifí minningin um mæta konu. Það var á útmánuðum veturinn 1950 að Anna Sigurðardóttir kom til mín um kvöld og spurði hvort hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.