Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borað eftir heitu vatni í Mýrdal eftir tilsögn pijóna 110-115 metrar niður á 90 stiga heitt vatn Fagradal. Morgunblaðið. Á DYRHÓLUM í Mýrdal eru Stefán Gunnarsson og Sigur- björg Jónsdóttir að láta bora eftir heitu vatni. Borað er eftir tilsögn Þorsteins Guðlaugsson- ar sem telur sig geta fundið vatn, hitastig, vatnsmagn og dýpt niður á það, með því að nota prjóna. Þetta eru samskonar prjónar og þeir sem notaðir eru til að kanna rafsegulsvið og jarðárur í húsum. Bora á 120 m en sam- kvæmt mælingum Þorsteins eiga að vera 110-115 m niður á 90° heitt vatn og vatnsmagn kringum 101 á sek. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins var á ferð á Dyrhólum var búið að bora 80 metra en þá var búið að steypa 4 sinnum í holuna, til að loka fyrir mikið af köldu vatni ofar í henni. Eftir er að bora 40 m og bíða því margir spenntir eftir árangrinum. Aður borað í Fagradal í haust var boruð hola í Iandi Fagradals einnig eftir tilsögn RÆKTUNARSAMBAND Flóa og Skeiða bora eftir heitu vatni á Dyrhólum. Þorsteinn finnur vatn með prjónum. Þorsteins en þar eiga að vera 110 m niður á 87° heitt vatn, 9 lítrar á sekúndu. Þegar borinn var kominn í tæpa 90 m komu inn í holuna 30-40 lítrar á sek- úndu af 7° heitu vatni. Svo hægt væri að halda áfram, varð að fóðra þetta vatn frá holunni því skápur myndaðist þar sem vatnið kom inn. Ábúendur voru ekki tilbúnir að leggja í þann kostnað að fóðra holuna niður í 90 m enda ánægð með þann árangur sem kominn var. 7 ° heita vatnið hentar mjög vel til bleikjueldis sem rekið er á bæn- um. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Prentverk Aust- urlands úrskurð- að gjaldþrota PRENTVERK Austurlands hf. á Egilsstöðum hefur verið úrskurðað gjaldþrota að kröfu sýslumannsins á Seyðisfirði, sem lýsti 8,3 milljóna króna kröfu í búið vegna vangoldins virðisaukaskatts og staðgreiðslu- skatta. Að sögn Bernharðs Bogasonar lögfræðings, skiptastjóra þrotabús- ins, eru skuldir fyrirtækisins a.m.k. 27 milljónir króna og er þá miðað við gögn frá því í maí sl. er fyrirtæk- inu var veitt heimild til greiðslu- stöðvunar. Kröfuhafar felldu frum- varp fyrirtækisins til nauðasamn- inga á fundi í desember en þá var þeim boðin greiðsla á 40% af höfuð- stóli krafna. Fimm manns starfa hjá Prent- verki Austurlands og hefur megin- verkefni þeirra verið útgáfa vikurits sem dreift er á Austurlandi. Ritið kom út í gær þrátt fyrir gjaldþrotið og að sögn skiptastjórans verður ákveðið næstu daga hvort starfsemi fyrirtækisins verður fram haldið, annaðhvort á ábyrgð búsins eða nýrra eignaraðila. Eignir búsins eru í prentbúnaði sem það á. Columbia bíður gagna frá Venezuela ÁKVÖRÐUN bandaríska fyrirtæk- isins Columbia Aluminum um stað- setningu álvers liggur enn ekki fyrir, en valið stendur milli íslands og Venezuela. Jim Hensel, sem sér um stjórn nýrra verkefna hjá Col- umbia, sagði í gær að ástæðan væri sú að gögn vantaði frá Venezuela. „Þeir eru ekki eins vel skipulagð- ir hvað varðar efnahagsþróun og fslendingar," sagði Hensel. „Málið er í höndum skrifstofumanna í Venezuela, en þar í landi eru jólin tekin alvarlega. Þeir fagna alla tólf dagana.“ Hensel sagði að reynt hefði ver- ið að beita stjórnvöld í Venezuela þrýstingi með því að benda á að öll gögn lægju fyrir frá íslandi. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um skattameðferð lífeyristekna Fyrst og fremst að kröfu ASÍ í GREIN í blaðinu í gær um að eldri borgarar hyggi á aðgerðir vegna tvísköttunar lífeyris- greiðslna er haft eftir Benedikt Davíðssyni, for- seta ASÍ, að það sé alrangt hjá Friðrik Sophus- syni fjármálaráðherra að 15% skattaafsláttur vegna lífeyristekna hafi verið felldur niður að kröfu ASÍ. Af því tilefni vildi Friðrik Sophusson koma eftirfarandi á framfæri, sem haft var eft- ir Benedikt Davíðssyni í Morgunblaðinu, 14. desember 1994, bls. 11: „Ég endurtek það sem ég hef sagt áður. Það var fyrst og fremst að kröfu ASÍ að sú leið var valin sem nú er farin, að undanþyggja iðgjöld í lífeyrissjóði skatti, og horfið frá hinni, það er að veita 15% skattaafslátt af lífeyrisgreiðslum, enda geta þessar tvær leiðir ekki farið saman. Til stuðnings orðum mínum bendi ég á yfirlýs- ingu ASÍ frá 14. desember 1994 þar sem bent var á að hægt væri að fara tvær leiðir í þessu efni. Einnig minni ég á orð Benedikts Davíðsson- ar í Morgunblaðinu sama dag, er hann sagði: „Við höfum talið að taka ætti upp þá reglu sem um þetta gilti, áður en staðgreiðsla skatta kom til, þ.e. að 4% iðgjaldshluti launþega til lífeyris- sjóða yrði frádráttarbær frá skatti. Þetta hefur verið krafa alveg frá því að skattalögunum var breytt 1988, en það sem ríkisstjómin hyggst gera nú [að veita 15% skattafslátt af lífeyris- greiðslum, aths. FS] virkar í gjörsamlega öfuga átt. Þarna er verið að festa í sessi undanslátt frá skatti fyrir þá sem búa við best lífeyriskjör, eða skattaafslátt fyrir „hátekjulífeyrisþega" ef einhverjir eru til sem kalla má slíkt,“ sagði Bene- dikt og kveðst telja boðað fyrirkomulag ankanna- legt.“ Ég vil enn ítreka að það var gert að skilyrði við undirskrift kjarasamninga í febrúar síðastlið- inn að þessi leið ASÍ yrði valin í stað hinnar," sagði Friðrik Sopusson. Kirkjuklukka finnst á Narfastöðum í Reykjadal Kirkja eða bænhús hef- ur verið á Narfastöðum LITIL kirkjuklukka úr kaþólskum sið fannst á Narfastöðum í Reykjadal í sumar. Þór Magnús- son, þjóðminjavörður, telur að kirkjuklukkan geti verið frá fyrri hluta miðalda eða frá því fyrir 1200. Hann segist hafa nýfregnað að mannabein hafi fundist á Narfastöðum á fyrrihluta aldar- innar. Samkvæmt þeim fundi hafí kirkja eða bænhús verið á Narfa- stöðum. Þór sagði fundinn óvæntan og skemmtilegan. „Ingi Tryggvason, fyrrum alþingismaður, býr á Narfastöðum. Hann var að jafna jarðveg með skóflu eftir að unnið hafði verið með traktorsskóflu á hlaðinu þegar hann kom skyndi- lega auga á grænan hlut. Fyrst hélt hann að hluturinn væri steinn en svo gerði hann sér grein fyrir því að hann var lítil klukka eða réttara sagt bjalla. Bjallan er 14,5 sm löng og álíka við,“ sagði Þór. Fágætar klukkur Hann sagði að bjallan væri úr kopar og sennilega frá fyrri hluta miðalda. „Mjög svipuð bjalla en aðeins stærri fannst norður á Öngulstöðum í Eyjafírði fyrir all- mörgum árum. Hér á Þjóðminja- safninu eru fornar klukkur frá Tröllatungu í Steingrímsfírði, Hálsi í Fnjóskadal, Kirkjubóli í Langadal í ísafjarðardjúpi og enn eru tvær mjög fornar kirkjuklukk- ur, líklega frá því um 1100, í kirkj- unni í Tungufelli í Hreppum. Þó víða sé leitað eru mjög fáar svo fornar klukkur enn til. Mér er sagt að einsdæmi sé að í Tungu- fellskirkju séu til tvær klukkur jafn fornar,“ sagði Þór. Hann sagði að ástæðan fyrir því hversu fáar kirkjuklukkur væru varð- veittar væri að klukkurnar væru afar brothættar. Bjallan er miklu minni en venju- legar kirkjuklukkur. „Upp úr bjöllunni er svokölluð króna. Krónan hefur verið fest við ram: böld, sem er eins konar kefli. I ramböldin var fest sveif og spotti, er hringt var með, bundinn í hana. Þegar togað er í spottann velta ramböldin fram og aftur og klukk- an hringir. Þó lítil sé hefur bjallan því ekki verið handbjalla heldur verið fest við ramböld. Bjallan er því kannski lítil kórbjalla úr kaþ- ólskum sið enda gegna bjöllar miklu hlutverki í kaþólskri messu," sagði Þór. Mannabein fundust snemma á öldinni Hann sagðist ekki hafa þekkt heimildir um kirkjustað á Narfa- stöðum fram til gærdagsins. „En Sigurður Pétur Bjömsson á Húsa- vík, sem safnað hefur saman heimildum um kirkjugarða í Þing- eyjarsýslu, hafði samband við mig „ Morgunblaðið/Þorkell ÞOR með bjölluna góðu. Bjallan er 14,5 sm löng og álíka víð. í dag [miðvikudag] og sagði mér að fyrir allmörgum árum hefði kona sagt sér að á Narfastöðum hefðu komið upp mannabein snemma á öldinni. Samkvæmt þeim fundi hefur verið kirkja eða bænhús á Narfastöðum en senni- lega lagst snemma af,“ sagði Þór. Hann sagði að staðurinn væri nokkurn veginn þekktur. Bjallan verður rannsökuð frek- ar og sýnd almenningi í Þjóð- minjasafninu. Nýttlyf fyrir MS- sjúklinga LYFJANEFND ríkisins hefur samþykkt nokkrar undanþáguum- sóknir um innflutning og notkun lyfsins Interferon beta fyrir MS- sjúklinga, en lyfíð er ekki skráð hér á landi og kostar hver með- ferðarskammtur um eina milljón króna. Lyfið er í mörgum tilfellum talið geta hægt verulega á fram- gangi MS-sjúkdómsins, en það læknar hann hins vegar ekki. Að sögn Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, verður kostnaður vegna lyfsins greiddur með hluta sparnaðar sem náðst hefur með sparnaði í lyfja- kaupum. Að sögn Eggerts Sigfússonar í lyfjamáladeild heilbrigðisráðu- neytisins er lyfið tiltölulega nýtt á markaðnum og ekki margar rann- sóknir fyrirliggjandi um hvern árangur það gefur. „Þær rann- sóknir sem liggja fyrir og lyfja- nefnd ríkisins hefur haft til athug- unar í sambandi við þessar undan- þáguumsóknir um innflutning benda til þess að viss hluti af MS-sjúklingum geti haft eitthvað gagn af þessu. Þetta er ekki lækn- ing en þetta er eina Iyfið sem hefur komið fram í mörg ár sem hefur gefið einhvem árangur, og þá aðallega í því að hefta fram- gang sjúkdómsins hjá þeim sem eru með hann.“ Tryggingastofnun ákveður end- anlega hvernig staðið verður að greiðslu fyrir lyfið. Ekki var gert ráð fyrir kostnaði vegna lyfsins í þeirri upphæð sem Trygginga- stofnun er aetlað á þessu ári. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra segir að innflutningur lyfsins hafi verið kynntur í ríkis- stjórninni og að kostnaður verði greiddur með hluta þess sparnaðar sem náðst hefur í lyfjakaupum. Sagðist ráðherra eiga von á að lyfið yrði tekið í notkun á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.