Morgunblaðið - 16.01.1996, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.01.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ Meirihluti Majors eykst SIR Richard Body, þingmaður íhaldsflokksins, sem sagði sig undan flokksaga og hefur haft óbundnar hendur á þingi, sagðist í gær ætla að ganga til liðs við samflokksmenn sína. Þar með eykst þing- meirihluti stjórnar Johns Maj- ors á ný úr þremur sætum í fimm. Sir Richard lenti upp á kant við flokkinn vegna Evr- ópustefnunnar í nóvember 1994. Fái hann ákveðnar tryggingar fyrir aðgerðum til að vernda breskan sjávarút- veg og fiskiðnað heitir hann hollustu við Major á ný. Scargill stofnar flokk ARTHUR Svargill, herskár leiðtogi breskra námamanna, hefur ákveðið að stofna nýjan stjórnmála- flokk, Sósíal- íska verka- mannaflok- kinn, 1. maí nk. Kemur floksstofnun- in til vegna óánægju Scargills með þá stefnu sem Verka- mannaflokkurinn hefur tekið undir stjórn Tony Blairs. Verður boðið fram gegn Verkamannaflokknum í öllum kjördæmum í næstu kosning- um. Helstu stefnumál flokks- ins verða ókeypis heilbrigðis- þjónusta og menntakerfi sem laust er við einkaskóla, bann við atvinnuleysi og heimilis- lausum verði séð fyrir hús- næði. Aukið at- vinnuleysi í Finnlandi ATVINNULEYSI jókst í Finn- landi í desember sl. og er lík- lega meira þar en nokkurs staðar í Evrópu. Reyndust 19,6% atvinnufærra þá án vinnu en höfðu verið 18,4% í nóvember. Að hluta til er skýr- ingin árstíðabundin sveifla á vinnumarkaði. í desember 1994 mældist atvinnuleysið 20,2% í Finnlandi. Talið er að þessar háu tölur auki þrýsting á ríkisstjórnina að slaka á aðhaldsstefnu sinni í fjármál- um. Konungur Lesotho ferst KONUNGUR Lesotho, Mosho- eshoe II, beið bana í bílslysi um helgina er bifreið hans fór út af vegi í fjallshlíð og valt. Hann var hrakinn frá af völdum 1990 af her landsins en tók að nýju við völdum fyrir ári af syni sínum. Tóntstunda.s/co / ir111 sími: 588 72 22 Moshoeshoe II Scargill ERLEIMT Kínveijar þrengja að trúfélögnm Peking. Reuter. KINVERSK stjómvöld hafa ákveðið að þrengja að starfsemi trúfélaga, því á sunnudag gáfu þau út tilskipun þar sem gert var skylt að skrásetja alla bæna- og samkomustaði. Frelsi kristinna manna, búddatrú- armanna og múslima til þess að iðka trú sína hefur aukist á undanförnum árum í Kína. Samfara því hefur áhugi á öðrum trúarbrögðum aukist og sprottið upp trúfélög. Yfirvöld og embættismenn virðast óttast að undirróðursmenn noti trúna sem yfirskyn til þess að reka áróður gegn stjórnvöldum. Að sögn Xinhua- fréttastofunnar verður slík starfsemi upprætt af mikilli hörku. „Þeir sem beita trúarbrögðum til þess að skipta sér af þjóðmálunum, einkum ef um er að ræða að sundra þjóðinni, verða látnir gjalda þess harkalega sam- kvæmt lögum,“ sagði fréttastofan. Að sögn Xinhua ákváðu stjórnvöld um helgina, að hreinsa upp vanda- mál tengd trúniálum á árinu 1996 með því að banna bæna- og sam- komuhald nema á stöðum sem til þess fá sérstakt leyfi og ennfremur að ala upp sveitir ungra þjóðrækinna predikara. ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 19 HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ £0 Viltu auka afköst í starfi um alla framtíö? EQ Viltu margfalda aflcöst í námi? EQl Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt, skaltu skrá þig strax á næsta hrað- lestramámskeið sem hefst fimmtudaginn 25. janúar n.k. Skráning er í sínium 564-2100 og 564-1091 I IRAJDLJESTRARSKÓLirSIV - kjarni málsins! Þegar þú eignast góðan, notadan bíl frá okkur, getur þú valið annað tveggja: DÆMI UM GREIÐSLUR af vaxtalausu láni Verð bíls 800.000 kr. Útborgun 200.000 kr. ________Eftirst. 26.313 kr. á mánuði í 24 mánuði Allur lántökukostnaður 'innifalinn \t lán til 24 mánaða að upphæð allt að 600 þús. kr. Ríflegan gykaafslátt I NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12 SÍMI: 568 1200 beint 581 4060 Opið laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl 13-17, virka daga til kl. 19. HIG0Ð flESHSI MIOVION ■^U’XlMfl aiQOD ^IGVION

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.