Morgunblaðið - 16.01.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.01.1996, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bamaskapur oggrimmd TÓNUST íslenska ópcran ÓPERAN HANS OG GRÉTA eftir Humperdinck. Stytt og saman- dregin gerð flutt af sex einsöngvur- um og sex manna hljómsveit undir stjóm Garðars Cortes. Laugardagur- inn 13. janúar, 1996. ÆVINTÝRIÐ um Hans og Grétu, eins og það er hjá Grimms bræðrum, er andstætt sjónarmiðum nútíma uppeldisfræðinga, þar sem foreldramir eru vondar manneskjur og galdranomin grimm og misk- unnarlaus og hefur að því leyti sam- stöðu með gömlu gerðinni af Grýlu okkar íslendinga. Þá er og teflt fram sem ódyggð, sælgætislöngun bama og hefur allt þetta valdið því, að sagan hefur ekki verið höfð með í mörgum þeim barnabókum sem gefnar hafa verið út á síðustu árum. í ópem Humperdincks er foreldr- unum breytt. Pabbinn er kátur og ölkær en mamman stjórnsöm bind- indismanneskja, sem verður það á í reiðikasti, að reka börnin út í skóg til að tína jarðarber. Nornin heldur sinni gerð að mestu, enda hefur enginn samúð með henni og er hún því réttdræp og er reyndar gleði- legt, þegar hún er úr sögunni og er sjálf orðin að sætabrauðskerl- ingu, eins og gert er í uppfærslu íslensku óperunnar. Óperan um Hans og Grétu, eftir Humperdinck, er viðamikið verk, allt að því wagnerískt að gerð en í uppfærsiu íslensku óperunnar er sögugrindin dregin út og öllu nema Óla lokbrá, af þeim aukapersónum sem koma fram í óperunni, er sleppt. Sex manna hijómsveit er allt annað en 60 manna sinfóníu- hljómsveit, þó vel hafí tekist til með útsetninguna, sem var ekki nægi- lega vel flutt af hálfu „hljómsveitar- innar“, þ.e. samleikurinn var oft á tíðum nokkuð loðinn, eins og lítill tími hefði gefíst til æfínga. Aðalhlutverkin Hans og Gréta voru sungin af Rannveigu Fríðu Bragadóttur og Hrafnhildi Bjöms- dóttur og vom þær skemmtilega lifandi, börn, kát og svolítið hyskin eins og vera ber en hlýddu samt orðalaust, þegar móðir þeirra rak þau út í skóg að tína jarðarber. Sönglega ber nokkuð á milli en Hrafnhildur stendur sig vel, enda langt komin í námi, og er hér sann- arlega um efnilega söngkonu að ræða. Rannveig fer sönglega létt með hlutverkið enda reynd og vel kunnandi söngkona. í þessu tilfelli skiptir leikurinn miklu máli og lík- lega væri ein leiðin að tala tónles- þættina að einhverju leyti (parl- ando), jafnvel með undirleik hljóm- sveitarinnar, því í tónlesinu vildi textinn oft á tíðum verða nokkuð ógreinilegur, en í heild var megin- galli sýningarinnar óskýr framburð- ur, hjá öllum nema Bergþóri. Svo ótrúlegt sem það kann að virðast, gæti lausnin verið sú að „texta" óperuna. Foreldramir, sem sungnir voru af Signýju Sæmundsdóttur og Bergþóri Pálssyni, voru skýrt mót- Fundað með fólkinu LISTAMENNIRNIR Komar og Melamid héldu opinn umræðufund á Kjarlvalsstöðum síðastliðinn föstudag. Fundurinn var haldinn í tilefni sýningar þeirra „Val fólksins" sem byggð er á niðurstöð- um skoðanankönnunar Hagvangs hf. um viðhorf íslensks almenn- ings til myndlistar. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust umræð- ur um verk þeirra og myndlist almennt. Samkeppni um leikhúsverk 11. JANÚAR 1997 verður Leikfélag Reykjavíkur 100 ára og í tilefni þess ætlar það að efna til samkeppni um leikhúsverk. Allir sem áhuga hafa geta tekið þátt í keppninni með því að senda inn annaðhvort nýtt frum- samið leikrit eða handrit að leiksýn- ingu, en þar getur verið um að ræða leikgerð að öðru verki, frumsamið leikrit o.s.frv. Viðar Eggertsson, verðandi leik- hússtjóri LR, sagði í samtali við blaða- mann að þetta væri nýjung í sam- keppni af þessu tagi að höfundum væri boðið að senda inn fullbúið hand- rit að leiksýningu. „Við vildum ekki aðeins gefa rithöfundum tækifæri til að senda inn leikverk í venjulegum skilningi heldur taka tillit til þess að leikhúsið er samþætting margra ólíkra listgreina, þannig geta ýmsir leikhúslistamenn sameinast um að senda inn handrit að leiksýningu, svo sem rithöfundur, leikmyndateiknari, tónskáld og leikstjóri." Viðar segir að mikil gróska sé í leikritun hérlend- is. „Það er mjög mikið skrifað og það er mjög ánægjulegt að sjá hvað áhuginn er mikill á þessu listformi." Þriggja manna dómnefnd mun íjalla um leikverkin og er hún skipuð leikhússtjóra Leikfélags Reykjavík- ur, fulltrúa tilnefndum af Rithöf- undasambandi íslands og fulltrúa tilnefndum af félögum í Leikfélagi Reykjavíkur. Þrenn verðlaun eru í boði; 1. verðlaun að upphæð 500.000 kr., 2. verðlaun að upphæð 300.000 kr. og 3. verðlaun að upphæð 200.000 kr. Verkið sem hlýtur 1. verðlaun verður tekið til sýninga í lok afmæl- isárs leikfélagsins. Skilafrestur er til 11. nóvember 1996. LISTIR Morgunblaððið/Halldór GEIRÞRÚÐUR (Signý Sæmundsdóttir) vandar um við börn sín, Hans (Rannveig Fríða Bragadóttir) og Grétu (Hrafnhildur Björnsdóttir). aðir og sérstaklega hjá Bergþóri, sem leikur ölkæran og glaðlyndan kústasmið. Signý nær að vera sann- færandi sem stjómsöm móðir, er tugtar til sín börn, en kemst þá fyrst í gott skap er karlinn sýnir henni aðdrætti sína í mat og drykk. Þá fyrst er spurt um bömin. Lík- lega hefði mátt gera meira úr ótta þeirra, því þama er um að ræða vendipunktinn í framvindu óper- unnar. Galdranomin var leikin og sung- in af Þorgeiri J. Andréssyni og mótar hann kellu sem tuðandi kjána, er kann ekki lengur að fljúga á kústinum sínum og er því nokkuð langt frá hinni grimmu nom sög- unnar. Þorgeir er kostulegur í góðu gervi sínu og tekst vel að sigla á milli grimmdar og kjánaskapar þess sem á að einkenna þessa helst til saklausu norn, sem helst virðist vera veik fyrir góðum „barnamat". Emilíana Torrini er ung og efni- leg söngkona en hún fór með hlut- verk Óla lokbrá og gerði hlutverk- inu ágæt skil. Það getur orkar tví- mælis að hafa saman í sýningu reynda og óreynda söngvara, því hætta er á að sýningin í heild nálg- ist um of að verða nemendasýning og gildir þar um sama regla og þegar tónlistarflutningur er í hönd- um áhugamanna og nemenda. Leikmynd, sem Hulda Kristín Magnúsdóttir gerði, er í heild góð, þó vel hefði mátt hylja ofninn mikla í fyrri hluta ópemnnar, á sama hátt og gert var við búrið. Það að börnin villast gerir sig ekki vegna hússins, heimilis barnanna, sem blasir við öllum, því eins og einn ungu gestanna sagði; „Af hveiju fara þau ekki inn í húsið sitt?“, sem segir nokkuð til um það atriði. Með einhveijum hætti hefði sem best mátt fela húsið og til að skapa til- fínningu fyrir ferðalagi bamanna, að hafa kökuhúsið síðan vinstra megin á sviðinu. Búningarnir eru smekklegir og trúverðugir og leik- myndin sömuleiðis sem mynd, að frádregnu því sem fyrr var sagt. Leikstjóranum, Halldóri E. Lax- ness, er þarna nokkur vandi á hönd- um, að halda saman því barnalega og grimma í verkinu en tekst það oft vel. Þýðing Þorsteins Gylfasonar fellur vel að sönglínum verksins. Eins og fyrr segir var hljómsveitin ekki vel samvirk og hafði það t.d. áhrif á leikdansana, sem voru of hægir til að vera galsafengið bama- gaman. Jón Ásgeirsson Danadrottning opnar menningarár Kaupmannahafnar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MARGRÉT Þórhildur Dana- drottning hvatti landa sína til að láta af venjulegu hiki þeirra og tortryggni og taka þátt í menningarárinu af opnum hug. Og ef einhver álítur að erfitt verði að velja milli sex hundruð verkefna, sem á einhvern hátt verða framkvæmd, þá hefur Trevor Davis, framkvæmda- sljóri menningarársins, ráð við því. Úr því venjulegum dauðleg- um borgurum tekst að velja sér vörur í yfirþyrmandi vöruvali kjörbúðanna, þá reynist þeim alveg eins hægt að velja úr alls- nægtarhorni menningarársins. Af hálfu íslands sátu Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, opnunarhátíð- ina. Veislugestir í ráðhúsinu á föstudagskvöldið áttu þess kost að hlusta á hvatningarorð drottningar, en af því að árið er fyrir alla og ekki aðeins fyr- ir fámennt menningarvitalið var ræðunni og fleiri dagskráratrið- um sjónvarpað um kvöldið. Al- menningur fékk því reykinn af vistvænu réttunum í beinni út- sendingu, ásamt hvatningunni um að mæta til menningarveisl- unnar, sem stæði í 366 daga. Og Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra undirstrikaði í ræðu sinni að menningarárið væri haldið á danska vísu, þann- ig að það væri fyrir alla, en ekki aðeins þá útvöldu. Veislugestum var raðað niður á tólf manna borð. Við borð Henriks prins sátu meðal ann- arra Björn Bjarnason mennta- málaráðherra og Rut Ingólfs- dóttir kona hans. Guðrún Ág- ústsdóttir var fulltrúi Reykja- víkurborgar við opnunarhátíð- ina. Undir borðhaldi komu fram ýmsir skemmtikraftar. Þeirra á „Komið og takið þátt meðal trúbadúrinn Poul Dissing, sem söng um hina einföldu gleði lífsins, þegar kærastan er í baði, kaffið alveg að koma og ham- ingjan ekki sem verst hér í líf- inu. Sá á kvölina sem á völina Menningarársveisla í 366 daga á danska vísu kostar um ellefu milljarða íslenskra króna. Fjórðungur kemur frá borginni og jafnmikið frá menntamála- ráðuneytinu, en helmingur frá styrktaraðilum, ýmist í formi fjár, vöru eða þjónustu. Kaup- mannahöfn er tólfta borgin, sem skreytir sig menningarárstitlin- um evrópska, sem komið var á að frumkvæði leikkonunnar og stjórnmálamannsins griska, Melinu Mercouri. Þess vegna var líka skálað fyrir Mercouri í ráðhússveislunni góðu. Kaupmannahöfn er tólfta menningarhöfuðborgin. Fyrstu menningarárin voru ekki nein ár, heldur litlar listahátíðir í lík- indum við þá íslensku. Menning- arárið hefur vaxið stöðugt, bæði að umsvifum og kostnaði og nær hámarki á danska árinu. Og það verður líka í fyrsta skipti, sem árið er styrkt af ríkisfé. Hingað til hafa það aðeins verið viðkom- andi borgir, sem hafa stutt fyrir- tækið. í Danmörku hefur það hins vegar verið metið sem svo að menningarárið sé allri Dan- mörku til framdráttar og því ákvað menntamálaráðuneytið að leggja fram fé til jafns við Kaupmannahöfn og nágranna- bæjarfélögin. 600 verkefnum undir merlq- um menningarársins verður hrint af stað, en sum standa lengur en í ár. Það sundlar kannski einhvern af tilhugsun- inni um að velja úr menningar- nægtahorninu. Ágætur leikhús- stjóri hér i borg var spurður hvort hann hefði lesið dag- skrána, en hann greip um höfuð sér og sagði að þá yrði hann nú alveg kolruglaður, svo það léti hann eiga sig. Trevor Davis hefur hins veg- ar ráð til menningarneytenda, sem fyllast kvíða við tilhugsun- ina um allt úrvalið. Hvernig þætti fólki að fá í hendurnar vörulista úr stórri kjörbúð? Myndum við ekki fyllast van- mætti af tilhugsuninni um að eiga að kaupa inn eftir slíkum lista? En þegar í búðina er kom- ið eigum við samt ekki í neinum vandræðum með að finna vör- urnar. Við vitum nokkurn veg- inn hvar við finnum vörumar, sem við erum vön að kaupa og kippum stundum með okkur ein- hveiju nýju fyrir forvitni sakir. Sama verður með úrval menn- ingarársins. Við rötum áþað, sem við höfum áhuga á og reyn- um kannski eitthvað nýtt í leið- inni. íslendingar hafa fjögur ár til að venja sig við tilhugsunina um yfirþyrmandi menningarval, því þá kemur að Reykjavík og átta öðrum borgum að sýna hvaða menning í þeim býr. Þá verður á góðum grunni að byggja, þar sem bæði Kaupmannahöfn og Stokkhólmur munu hafa spreytt sig, þegar þar að kemur ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.