Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson Trén klippt í febrúar Á MÖRGUM stöðum í Reykjavík klippti tré við Lokinhamra í Graf- hafa tré verið gróðursett til prýði arvogi í vikunni. Snjóléttur og og skjóls. Um þau þarf að hugsa mildur veturinn hefur á margan til að þau þjóni tilgangi sínum, hátt ruglað náttúruna og ýmsar hlú að þeim og klippa. Þessi blómategundir og laukar tóku starfsmaður Reylq'avíkurborgar forskot á sæluna í síðasta mánuði. Frumvarp gegn barna- klámi RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að leggja fram frum- varp sem gerir það refsivert að hafa í vörslum sínum barnaklámefni. Frumvarpið felur í sér að bætt verði málsgrein við 210. grein almennra hegningar- laga þar sem gert verði refsi- vert og varðar sektum að hafa í vörslu sinni Ijósmyndir, kvikmyndir eða sambærilegt klámefni sem varðar börn. Refsivert að rægja samkynhneigða Jafnfram samþykkti ríkis- stjórnin að leggja fram frum- varp til breytingar á almenn- um hegningarlögum sem ger- ir það refsivert að smána eða hóta opinberlega fólki vegna samkynhneigðar. Um er að ræða breytingu á 233. gr.a. almennra hegn- ingarlaga. Samkvæmt henni varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi í allt að 2 ár að ráðast með háði, smánun, rógi, ógnun eða á annan hátt opinerlega að hópi manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynferðis eða trúarbragða. Kynnt þingflokkum á næstunni Dómsmálaráðherra kynnti í gær ríkisstjórn frumvarp til breytinga á þessu ákvæði sem felur í sér að samkynhneigðu fólki verði veitt vernd sam- kvæmt þessu ákvæði gagn- vart opinberum árásum. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarpið, sem verður kynnt þingflokkum á næstu dögum. Heilsugæslulæknar eru einu ríkisstarfsmennirnir Vilja tryggja betur réttarstöðu fólks við fjárnám, uppboðsaðgerðir og gjaldþrot Tillaga um að- gerðir til að bæta stöðu skuldara JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður Þjóðvaka, hefur lagt fram þingsálýktunartillögu á Alþingi um aðgerðir til að bæta stöðu skuldara. Er markmiðið að draga úr gjaldtöku og skatt- lagningu á skuldir og vanskil einstaklinga, og tryggja betur réttarstöðu fólks við úárnám, uppboðsaðgerðir og gjaldþrota- meðferð. Lagt er til að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa tillögur um aðgerðir, sem feli í sér að dregið verði úr gjaldtöku og skattlagningu hins opinbera vegna skulda einstaklinga. Þá verði tryggður betur réttur skuldara við fjárnám og gjald- þrotameðferð, m.a. með löggjöf um greiðsluaðlögun. Sett verði opinber gjaldskrá fyrir inn- heimtu lögmanna með þaki á innheimtuþóknun og einnig verði settar reglur fyrir fjár- málastofnanir um hámark gjaldtöku vegna vanskila skuld- ara. Einnig verði settar reglur sem tryggi betur réttarstöðu ábyrgðarmanna fjárskuldbind- inga og loks verði efnalitlu fólki tryggð ókeypis lögfræðiþjón- usta og fjármálaaðstoð vegna innheimtuaðgerða kröfuhafa. Siðferðileg spurning Jóhanna segir í greinargerð að ríkið, fjármálastofnanir, lög- mannastéttin og aðrir inn- heimtuaðilar hafi haft miklar tekjur af fólki sem búi við sára neyð og eigi í miklum greiðslu- erfiðleikum. Þessi gjaldtaka rík- isins sé skuldurum afar þung- bær og geti skorið úr um hvort fólk nái að vinna bug á fjárhags- erfiðleikum sínum. Til að forðast nauðungarupp- boð þurfi viðkomandi einstakl- ingur að greiða ti! ríkisins í formi stimpil- og þinglýsingargjalda, réttargjalda og virðisaukaskatts tugi eða jafnvel hundruð þús- unda króna ofan á hinar eigin- legu skuldir og gjöld til lög- manna. Það hljóti að vera sið- ferðileg spurning hvort réttlæt- anlegt sé að ríkið nýti sér þann- ig neyð fólks í tekjuöflunarskyni. 360% hækkun skuldar Nefnd eru nokkur dæmi um skuldara sem hafa lent í gjald- þrotaskiptum. Eitt dæmið er um eins árs gömul vanskil sem féllu á ábyrgðarmann skuldabréfs. Höfuðstóll skuldabréfsins var 40 þúsund krónur, en að auki varð ábyrgðarmaðurinn að greiða 66.500 krónur í inn- heimtukostnað, að mestu leyti vegna lögfræðikostnaðar. Annað dæmi er um 323 þús- und króna skuld sem hækkaði í 1,5 milljónir, eða um 360% vegna 5 ára vanskila. Hækkun- in var að mestu leyti dráttar- vextir banka, en einnig gjöld til ríkis og innheimtuaðila. Þriðja dæmið er um þúsund króna stöðumælasekt sem hækkaði í rúmar 55 þúsund krónur vegna eins og hálfs árs vanskila. Hækkunin stafaði að mestu af lögfræðikostnaði. sem ekki hafa gert kjarasamning HEILSUGÆSLULÆKNAR eru eina starfsstétt opinberra starfs- manna, sem ekki hefur gert kjara- samning við ríkið, að sögn Birgis Guðjónssonar, formanns samn- inganefndar ríkisins. Innan lækna- stéttarinnar hefur átt sér stað umræða um hvort rétt sé að breyta launakerfi lækna í þá veru að hækka grunnlaun þeirra og fella niður greiðslur fyrir unnin læknis- verk. Tillögur um breytt kerfi liggja fyrir í stjómkerfinu. Ríkið er með 114 sjálfstæða kja- rasamninga við starfsmenn sína og hafa samningar tekist við 113 starfshópa. Aðeins heilsugæslu- læknar eru eftir, en þeir hafa ver- ið með lausa samninga frá 31. desember 1994. Fyrir skömmu gerði ríkið samninga við hjúkrun- arfræðinga og ljósmæður, en samningar þeirra losnuðu um ára- mót. Birgir Guðjónsson ------ sagði að samninganefnd ríkisins hefði óskað eftir viðræðum við heimilis- lækna, en fengið þau svör að læknar væru ekki til- búnir í viðræður. Hann sagðist hafa skilning á þeim málflutningi heimilislækna að þeir þyrftu að fá svör frá stjórnvöldum um stefnu þeirra í uppbyggingu læknisþjón- ustu utan sjúkrahúsa áður en kjaraviðræður gætu hafist. Þær myndu væntanlega hefjast á næstu vikum þegar svör stjórnvalda við spurningum lækna lægju fyrir. Innan læknastéttarinnar hefur talsvert verið rætt um hvort rétt sé að gera breytingar á iaunakerfi Rætt um að breyta launakerfi lækna þeirra. Laun lækna eru sem kunn- ugt er byggð upp á þremur liðum, grunnlaunum, vaktagreiðslum og greiðslum fyrir unnið læknisverk. Sjálfstætt starfandi sérfræðingar og heimilislæknar eru ekki starfs- menn ríkisins og fá iaun sín frá sjúklingum og Tryggingastofnun fyrir unnin læknisverk. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur hlutur grunnlauna í heildarlaunum lækna verið að Iækka, en vægi greiðslna fyrir --------- læknisverk verið að auk- ast. Á síðustu árum hef- ur hluti sjúkrahúslækna verið að færa sig yfir í verktakakerfi með svo- köiluðum ferliverkum. Það má því segja að nær allir lækn- ar á íslandi starfi eftir afkasta- hvetjandi launakerfi. Tillög-ur um nýtt kerfi liggja fyrir Margir viðmælendur blaðsins hafa bent á að óskynsamlegt sé að tengja laun lækna við unnin læknisverk. Slíkt kerfi sé fallið til að auka kostnað við heilbrigði- skerfið þar eð aukin afköst lækna leiði til hækkunar á launum þeirra. Ríkið með 114 sjálfstæða samninga Viss hætta sé á að sjúklingar séu látnir koma óþarflega oft til skoð- unar og að læknar vinni sjálfir verk sem hjúkunarfræðingar eða aðrir heilbrigðisstarfsmenn geti auðveldlega unnið. í heilbrigðisráðuneytinu liggja tillögur sem nefnd, sem var undir stjórn Guðjóns Magnússonar, fyrr- verandi skrifstofustjóra í heilbrigð- isráðuneytinu, vann í kjölfar út- tektar Ríkisendurskoðunar á laun- um lækna. Nefndin lagði til að gerðar yrðu umtalsverðar breyt- ingar á launakerfi lækna. Lagt var til að föst laun lækna yrðu hækkuð verulega, en vaktagreiðslur lækk- aðar á móti. Jafnframt gera tillög- urnar ráð fyrir að settar séu regl- ur sem takmarka verulega mögu- leika lækna til að vera á launum hjá mörgum aðilum samtímis. Sverrir Bergmann, formaður Læknafélags íslands, sagðist vera fylgjandi því að tillögunum yrði hrint í framkvæmd, enda væri nauðsynlegt að gjörbreyta launa- kerfi lækna. Grunnlaun lækna væru hlægilega lág og þau þyrftu að hækka. Hann sagði að með því að setja skorður við því hvað lækn- ar mættu vinna á mörgum stöðum myndu greiðslur lækna fyrir unnin læknisverk lækka. Katrín Fjeldsted, formaður Fé- lags íslenskra heimilislækna, sagðist vera óánægð með núver- andi launakerfi lækna. Það hefði marga ókosti að tengja afköst í læknisþjónustu við laun lækna. Hætta væri á að þessi tenging leiddi til þess að kostnaður við heilbrigðiskerfið yrði meiri en ella væri. Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að laun lækna ættu að byggjast upp á föstum ----------- launum og vakta- greiðslum. Félag ís- lenskra heimililækna hefði ekki mótað form- lega stefnu til þessa máls, enda hefðu skipulagsmál læknisþjónustu utan sjúkrahúsa algjöran forgang hjá félaginu. Umræða um kjaramál yrði ekki tekin upp við ríkið fyrr en stefna stjórnvalda í skipulagi læknisþjón- ustunnar lægi fyrir. Guðmundur Sigvaldason, for- maður Landssamtaka Heilsu- gæslustöðva, sagðist vera þeirrar skoðunar að kerfi sem tengdi af- köst í læknisþjónustu beint við laun hefði mikla galla. Hann sagð- Ókostir við af- kastahvetj- andi kerfi ist telja að hverfa ætti frá þessu kerfi og hækka föst laun heilsu- gæslulækna. Guðmundur sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að læknar bæðu sjúklinga að koma að óþörfu í þeim tilgangi að hækka laun sín. Þar sem hann þekkti til létu læknar læknisfræðileg sjón- armið algerlega ráða hve oft þeir bæðu sjúklinga að koma. Þessi tenging væri hins vegar fallin til að ýta undir þá ásökun að Iæknar létu sjúklinga koma óþarflega oft. Birgir Guðjónsson sagðist vera þeirrar skoðunar að launagreiðsl- ur til lækna byggðust á „kúnstugu kerfi“. Það hefði marga ókosti að vera með afkastahvetjandi kerfi í læknisþjónustu. Samninganefnd ríkisins myndi hins vegar ekki eiga frumkvæði að breytingum á því þar sem breytingarnar snertu skipulag heilbrigðiskerfisins. Það væri stjórnvalda undir forystu heilbrigðisráðuneytisins, en ekki samninganefnd- ar ríkisins, að skipu- leggja heilbrigðiskerfið. Frumkvæðið yrði því að koma frá læknum eða heilbrigðisráðuneytinu. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra sagðist telja að mjög erfitt yrði að hætta algerlega að greiða læknum fyrir unnin læknisverk. Það væri aftur á móti þörf á að endurskoða launakerfi lækna og hækka vægi grunn- launa. Umræða um þetta væri skammt á veg komin innan ráðu- neytisins. Aðaláherslan væri lögð á að ná sáttum um verkaskiptingu í læknisþjónustu utan sjúkrahúsa. i § » tl i i i i c % c. e Ci. p - l !€ C f íc c \i c í i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.