Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 3.670 manns á atvinnuleysisskrá í Reykjavík í lok janúar Aldrei fleiri án atvinnu í borginni ALDREI hafa fleiri verið án vinnu í Reykjavík en í lok síðasta mánað- ar, en þá voru 3.670 skráðir á at- vinnuleysisskrá hjá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar. Þegar mest var í fyrra voru 3.600 á atvinnuleysis- skrá í Reykjavík. Atvinnuleysi jókst um allt land milli desember og jan- úar en er á flestum stöðum minna í janúar nú en á sama tíma í fyrra. Oddrún Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Vinnumiðlunar, segir að færri hafi bæst á atvinnuleysis- skrá í janúar í ár en í fyrra. „Það er hefðbundið að í byijun janúar kemur alltaf mjög mikið af fólki á skrá. Það er mikið um að uppsagnir taki gildi um áramót og talsvert er um að námsmenn komi inn á skrá.“ Undanfarin ár hefur atvinnuleysi í Reykjavík náð hámarki í lok mars og Vjyrjun apríl. Oddrún sagði erfitt að spá fyrir um hvort sama yrði uppi á teningnum í ár og Vinnumiðl- un borgarinnar væri búin undir að svo færi. Hún benti á að 510 ein- staklingar hefðu bæst á atvinnuleys- isskrá í fyrra, en 340 í ár. Þetta væri visst merki um að atvinnu- ástand væri að batna. Erjnfremur hefði atvinnulausum fækkað fyrstu vikuna í febrúar, sem benti til þess sama. í gær voru 3.614 á atvinnu- leysisskrá í Reykjavík. Athygli vekur að atvinnuleysi meðai karla hefur minnkað, en aukist meðal kvenna. Staðan metin í vor Pétur Jónsson, formaður atvinnu- málanefndar borgarinnar, sagðist taka tölum um aukið atvinnuleysi í borginni með mikilli varúð. Á síðasta ári hefði Félagsmálastofnun borgar- innar 'markað þá stefnu að setja skráningu á atvinnuleysisskrá sem skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð til ákveðins hóps einstaklinga og við það hefði á annað hundrað manns bæst við skrána. Pétur sagði að eft- ir sem áður væri atvinnuleysi í borg- inni of mikið. Hann sagði að í vor yrði tekin ákvörðun um hvort borgin færi út í ný átaksverkefni og í hvað miklum mæli. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar á þessu ári gerir ráð fyrir 40 millj. kr. til atvinnuátaksverk- efna, en að auki munu einstök fyrir- tæki borgarinnar fara út í afmörkuð verkefni. Á síðasta ári fóru um 250 milljónir til átaksverkefna þegar aukafjárveitingar eru taldar með. Gunnar E. Sigurðsson, forstöðu- maður vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins, segir aukningu atvinnuleysis milli mánaða ekki eins mikla á landsbyggðinni og í Reykja- vík en tölur hafi ekki borist frá öllum stöðum enn. Atvinnuleysi sé minna víðast hvar á landsbyggðinni í jan- úar nú en á sama tíma í fyrra. Þá hafi nokkur fiskvinnslufyrirtæki auglýst eftir fólki, þannig að sums staðar sé eftirspurn eftir vinnuafli meiri en framboð. Morgunblaðið/Ásdís Handbolti gegn eiturlyfjum LEIKIÐ verður til úrslita í bikar- keppni Handknattleikssambands íslands í dag í Laugardalshöll. Fram og Stjarnan mætast í kvennaflokki en KA og Víkingur í karlaflokki. Leikirnir eru til- einkaðir baráttunni gegn eitur- lyfjum og í gær voru leikmenn karlaliðanna í Kringlunni þar sem þeir dreifðu upplýsingum um hættuna sem eiturlyfjanotk- un fylgir. ■ Bikarleikir / D2 Loðnufryst- ing hafin í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Greiði fyrir útvarpstónlist í matvörubúð HERAÐSDOMUR Reykjavíkur hefur dæmt kaupmann í Reykjavík til að greiða STEF, samtökum tónskálda og eigenda flutnings- réttar, og SFH, Sambandi flytj- enda og hljómplötuframleiðenda, rúmlega 20 þúsund krónur auk vaxta. „Af gögnum málsins verður ráðið að tónlist hefur verið flutt í útvarpstæki í verslun stefnda og hefur hún heyrst á svæði þar sem almenningur á aðgang að,“ segir í niðurstöðum dómsins sem telur sannað að opinber flutningur tón- verka hafi átt sér stað. Slíkur flutningur er gjaldskyld- ur og því var kaupmaðurinn dæmdur til að greiða fyrrgreinda fjárhæð til höfundarréttarsamtaka tónskálda og tónlistarmanna. Málið var höfðað eftir að starfs- menn STEFs og SFH fóru níu sinnum í verslunina og skráðu hjá sér að í öll skipti nema eitt hafi tónlist hljómað í versluninni. í framhaldi af því var kaupmaður- inn krafinn um greiðslu vegna höfundarréttar sem hann neitaði að inna af hendi. Ágreiningsmálið var hvort notkun kaupmannsins á útvarps- tæki teldist opinber birting tónlist- ar sem bæði njóti verndar höfund- arlaga og sé gjaldskyld. Kaupmaðurinn sagði að starfs- fólk verslunarinnar hefði lítið ferðaútvarp á borði í kaffistofu sem væri opið öðru hverju og vera kunni að ómi frá því fram fyrir afgreiðsluborð á stundum. Tónlist væri hins vegar ekki dreift um verslunina með hátalarakerfi eða á annan hátt þannig að unnt sé að ræða um opinberan flutning og gjaldskyldu samkvæmt því. Lögmenn samtaka eigenda höfundar- og flutningsréttar sögðu hins vegar m.a. að tónlist hefði verið leikin í versluninni með þeim hætti að viðskiptamenn hafi heyrt hana. Því sé um opin- beran gjaldskyldan flutning að ræða enda teljist það sjálfstæð opinber birting á tónverki, lögum samkvæmt, þegar útvarpsflutn- ingi á tónlist sé dreift til almenn- ings með hátalara eða á annan hátt. Mat á kostnaði s veitarfélaganna vegna yfirtöku grunnskólans Aukinn kostnaður sveitar- Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. FRYSTING loðnu hófst í gær hjá Vinnslustöðinni og ísfélagi Vest- mannaeyja, þar sem myndin er tekin, þegar Kap og Gígja Iönd- uðu förmum sinum. Loðnuna fengu bátarnir við Hvalbak og var um 20 tíma sigling til Eyja. Að sögn Jóns Ólafs Svansson- ar, framleiðslustjóra Isfélagsins, var loðnan frekar slöpp til fryst- ingar enda langt stím af miðun- um. Hann sagði að loðnan sem fryst væri nú færi á markað í Taiwan, Kóreu og Hong Kong því þar væru ekki gerðar eins miklar kröfur til gæða loðnunnar og í Japan. Hrognafylling loðn- unnar nú væri um 11% en til þess að vera hæf á Japansmarkað þarf hún að vera 12%. félaga nálgast 9 milljarða STARFSHÓPUR sem er að leggja mat á kostn- að við tilfærslu grunnskólans frá ríki til sveitarfé- laga telur að á næstu árum muni bætast kostnað- ur upp á tvo til þijá milljarða kr. við þá fjárhæð sem áætlað er í fjárlögum þessa árs að rekstur- inn kosti. Kemur þar meðal annars til kostnaður vegna þeirrar auknu þjónustu sem gert er ráð fyrir í grunnskólalögum, svo sem aukinnar kennslu og einsetningar skóla. Útlit er fyrir að heildarkostnaðurinn verði tæplega níu milljarðar króna. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum þriggja ráðuneyta og einum frá sveitarfélögunum og starfar hann undir forystu Halldórs Árnasonar, skrifstofustjóra i fjármálaráðuneytinu. Hópurinn lauk vinnu sinni í gær og er reiknað með að skýrslu um störfin verði skilað til verkefnisstjórn- ar um yfirfærslu grunnskólans strax eftir helgi. Aukinn kostnaður vegna grunnskólalaga í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að rekst- ur grunnskólans kosti ríkið um 6,2 milljarða kr. Yfirfærslan til sveitarfélaganna á að fara fram um næstu áramót og þegar fjárlagatalan hefur verið framreiknuð og bætt við hana lífeyrisskuld- bindingum og fleiri atriðum kemur í ljós, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, að sveitarfé- lögin þurfa að fá 6,6 milljarða kr. af tekjum ríkis- ins til að- standa undir kostnaði við þá starfsemi sem verið hefur á höndum ríkisins. Gert er ráð fyrir að útsvarið verði hækkað á kostnað tekju- skattsins og myndi þurfa að hækka það um 2,5%. Sveitarstjórnarmenn hafa á undanförnum mán- uðum bent á að kostnaður við grunnskólann muni aukast mjög á næstu árum, bæði sá hluti verkefnisins sem rikið hefur haft með höndum og sá hluti sem sveitarfélögin bera ábyrgð á, aðallega vegna nýrra grunnskólalaga. Er þar m.a. um að ræða kostnað við fjölgun kennslu- stunda og kennsludaga og einsetningu skólans. Halldór Árnason vill ekki nefna ákveðna tölu þegar hann er spurður um þennan kostnað en samkvæmt öðrum heimildum blaðsins er hann metinn yfir tvo milljarða kr., þannig að viðbótar- kostnaður sveitarfélaganna yrði nálægt 9 milljörð- um eftir örfá ár. Halldór segir það ekki hlutverk þessa starfshóps að gera tillögur um það hvernig eigi að mæta viðbótarkostnaðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.