Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 13 Morgunblaðið/Sverrir STARFSLIÐ og stjórnendur Mjólkursamlags Norðfirðinga hf., f.v. Snorri Styrkársson framkvæmda- stjóri, Guðröður Hákonarson stjórnarformaður, Jeff Clemmensen samlagsstjóri og Guðni Hannes Guðmundsson nemi. VIÐ ÞURFUM LÍKA AÐ LIFA Norðfírðingar neita að leggja niður mjólkur- samlagið sitt sem er það minnsta í landinu og hafa storkað landbúnaðarkerfinu með því að hefja framleiðslu á súrmiólk undir merkjum Bónuss. íslensk mjólkursamlög hafa hingað til lagt áherslu á að markaðs- setja mjólkurvörur undir eigin vörumerkjum. Helgi Bjarnason kom við í samlaginu og ræddi við stjórnendur þess um hugmynda- fræðina á bak við rekstur fyrirtækisins. SNORRI Styrkársson framkvæmdasljóri kynnir vöffludeig í Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum. Mjólkursamlagið í Neskaupstað hefur ver- ið rekið frá því á sjötta áratugnum. Á árinu 1993 ákvað Kaupfélagið Fram að hætta rekstri þess og úrelda vegna breytts rekstrarumhverfis. Leggja átti niður Verðmiðlunarsjóð mjólkur sem fékk ákveðinn hlut af hveijum framleiddum mjólkurlítra en hann hafði lengi greitt tap af rekstri þessa fyrirtækis eins og fleiri minni mjólk-' ursamlaga. í skýrslum nefnda sem flölluðu um skipulag mjólkuriðnað- arins var hvatt til fækkunar mjólk- urbúa og var samlagið á Norðfirði ávallt á niðurskurðarlistanum. Viljum hafa stjórn á eigin málum í tengslum við átaksverkefnið „Norðfirðingar í sókn“ sem gekk út á það að leita að nýjum atvinnu- möguleikum myndaðist stemmning fyrir því að halda þessum rekstri áfram. Stofnað var nýtt hlutafélag, Mjólkursamlag Norðfirðinga hf., sem keypti samlagið af Kaupfélag- inu Fram. Hluthafar eru 111, flest- ir með litla hluti eða frá fimm og upp í hundrað þúsund krónur hver. Sveitarfélagið, bændur og ýmsir hagsmunaaðilar eru með stærri hluti. Neskaupstaður er nú stærsti hluthafínn með liðlega fjórðung hlutafjár sem nú er 7,5 milljónir alls. Eignir mjólkursamlagsins voru upphaflega keyptar á 9 milljónir kr. en þurft hefur að fjárfesta fyrir nokkrar milljónir til viðbótar í end- urbótum húsnæðis og tækjum. „Við vildum hafa stjórn á okkar eigin málum. Samlagið var illa rek- ið en ég hafði alltaf trú á því að hægt væri að reka það betur og skoðanir mínar hafa ekki breyst,“ segir Guðröður Hákonarson bóndi í Efri-Miðbæ, formaður stjórnar Mjólkursamlags Norðfirðinga hf. Hann segir að reynslan sýni að eft- ir því sem lengra sé í samlag minnki áhugi bænda á að framleiða mjólk, það sjáist til dæmis á Suðurfjörðum Austfjarða og því sé baráttan fyrir því að halda rekstri samlagsins áfram að einhverju leyti sjálfsbjarg- arviðleitni bænda. Kostnaður færður á milli Framkvæmdastjóri mjólkursam- lagsins, Snorri Styrkársson hag- fræðingur, nefnir tvö atriði þegar hann er spurður að því hvaða mögu- leika nýju eigendurnir hafi séð til þess að reka áfram fyrirtæki sem kaupfélagið hafði rekið með tapi í mörg ár: Minnka rekstrarkostnað og leita nýrra leiða í framleiðslu ti! að auka tekjurnar. „Okkur hefur tekist að minnka kostnaðinn umtalsvert,“ segir Snorri. Fyrst nefnir hann að mjólk- ursamlagið hafi verið deild í stærra fyrirtæki og þar hafi kostnaður greinilega verið færður á milli eins og tíðkaðist hjá fleiri kaupfélögum. Til dæmis hafi óeðlilega miklum stjórnunarkostnaði verið velt yfir á mjólkursamlagið. „Það var lítill hvati til þeás að halda kostnaði niðri vegna þess að sameiginlegir sjóðir mjólkuriðnaðarins greiddu tapið,“ segir Snorri. Hann segir að unnið hafi verið að hagræðingu í fram- leiðslunni og það hafi einnig skilað góðum árangri. Tveir starfsmenn eru í mjólkur- Stjórnunar- kostnaði velt yfir á samlagið samlaginu, mjólkursamlagsstjórinn og mjólkurfræðinemi, og vinna þeir öll störfin, allt frá því að sækja mjólkina til bænda til þess að koma afurðunum í búðir. „En þetta dugði ekki eitt og sér, enda vissum við það frá upphafi. Við höfum því verið að leita að möguleikum til framleiðslu á nýjum vörurn," segir hann. Vildum reyna eitthvað nýtt Sjö bændur í Norðfirði framleiða mjólk, samtals 530 þúsund lítra á ári. í samlaginu er neyslumjólkinni pakkað og framleiddar helstu neysluvörur eins og skyr, súrmjólk og fleira. Um 60% inn- veginnar mjólkur hefur þar til í vetur farið í eig- in framleiðslu. Úr um- frammjólkinni var fram- leitt hráefni fyrir önnur samlög, það er undan- renna sem keyrð var með tankbíl til Hornafjarðar og smjör fyrir Osta- og smjörsöluna í Reykjavík. Vinnsla á hrávörunni skildi ekki neitt eftir, var í raun með tapi, og því hefur verið lögð áhersla á að finna leiðir til að framleiða söluvöru úr allri mjólkinni. „Það kom til greina að hefja sölu mjólkurvara á aðra firði, til dæmis Eskifjörð og Reyðarfjörð. Það hefði hins vegar þýtt ófrið við önnur mjólkursamlög og við höfðum ekki áhuga á því,“ segir Snorri. Guðröð- ur bætir því við að samlagið sé það lítið að það hefði ekki getið útvegað Eskfirðingum mjólk allt árið og því væri þetta ekki skynsamlegt útspil. „Við vildum heldur reyna eitthvað nýtt,“ segir hann. Snorri segir að hafin sé fram- leiðsla á tilbúnu vöffludegi í fernum og er það nú kom- ið á markað á Austurlandi, Danski mjólkursanilags- stjórinn á Norðfirði, Jeff Clemmensen, er uppfullur af hugmyndum um nýja framleiðslu. Hann hafði verið að þróa súrmjólk með íblöndunarefnum og í f haust var ákveðið að reyna fyrir sér með sölu á þess- ari afurð utan Norðijarðar. Súrmjólkin er í samkeppni við ýmsar mjólkurvörur, eins og til dæmis jógúrt, og KS á Sauðárkróki hefur í nokkur ár framleiðir súrmjólk með íblönd- unarefnum. Reyndar er norðlenska súrmjólkin seld í hálfs lítra fernum en sú austfirska í lítrafernum. íhaldssemi í mjólkuriðnaði „Við töldum okkur vera komna með mjög frambærilega vöru og stóðum frammi fyrir ákvörðun um það hvernig við ættum að koma henni á markað,“ segir Snorri um tildrög þess að farið var að fram- leiða súrmjólk undir merkjum Bón- uss. „Þetta er lítið fyrirtæki og við gerum okkur grein fyrir því að við höfum varla bolmagn til að leggja í þann kostnað sem þarf til að markaðssetja vöruna á neysluvöru- markaðnum. Því var farin sú leið sem ekkert mjólkursamlag hefur fetað að bjóða stórfyrirtækjum að framleiða vöruna sérstaklega fyrir þau með lágmarks til- kostnaði. Með því móti værum við að gera eitt- hvað nýtt,“ segir Snorri. Samningar tókust við eigendur Bónuss og í október hófst sala á þremur bragðtegundum súrmjólkur í verslunum fyrirtækisins. „Ég held að það sé ákveðin íhalds- semi í mjólkuriðnaðinum. Mjólkurs- amsalan og samlögin á hennar veg- um hafa gríðarlega sterka stöðu á höfuðborgarsvæðinu, þó ekki sé það beinlínis einokun, og önnur samlög virðast ekki vilja taka þann slag sem fylgir því að reyna að komast inn á markaðinn," segir Snorri þegar leit- að er skýringa hans á því að enginn hefur reynt fyrir sér á þessum mark- aði fyrr en nú. Risinn spyr okkur ekki Hann segist ekki hafa fengið beina gagnrýni á þetta framtak, en orðið var við að það mæltist ekki sérlega vel fyrir innan mjólkuriðn- aðarins. „Við erum sakaðir um að bijóta niður samstöðuna innan greinarinnar. Menn óttast afleiðing- ar þess að hefja framleiðslu undir vörumerkjum annarra, telja að með því sé verið að færa áhrifavaldið frá iðnaðinum sjálfum til kaupend- anna og benda óspart á erfiðleika í afurðasölu sauðfjárræktarinnar sem víti til að varast. Við sjáurn auðvitað að þessi hætta getur verið til staðar og að gott væri að halda samstöðunni. En við þurfum líka að fá að lifa þó okkur sé ekki ætlað það og getum ekki gert það öðruvísi en að bijótast út úr kerfinu. Lífið getur ekki alltaf verið eins og það var. Markaðurinn er ekki einsleitur, hann skiptist í marga hluta. Við finnum að þörf er fyrir þessa vöru og viljum sinna vel þessum litla hluta markaðarins. Það er fijáls samkeppni í þessari grein og ekkert sem bannar okkur að taka þátt í henni. Við getum ekki gert að því þó framleiðsla okk- ar hafi áhrif á rekstur annarra fyrir- tækja. Það má einnig benda á að litlu samlögin eru ekkert spurð þeg- ar risinn á markaðnum kemur fram með nýjar vörur. Af hveiju ættum við að spyija hann?“ Þó enginn hafí beinlínis fjand- skapast út í litla samlagið á Norð- firði sem neitar að hætta og kastar lítilli handsprengju inn í landbúnað- arkerfið með því að framleiða súr- mjólk fyrir Bónus hafa aðstandend- ur þess orðið varir við pirringinn á annan hátt. Fyrst eftir að Bónus- súrmjólkin var kynnt seldist hún mun betur en reiknað var með og Urðu að flytja mjólk til Norð- fjarðar BÓNUS-SÚRMJÓLKIN um- deilda hefur selst vel. hafði samlagið ekki nægilegt hrá- efni til að anna eftirspurninni. Hins vegar varð stjórnendur mjólkur- samlagsins ekkert ágengt þegar þeir reyndu að kaupa mjólk hjá öðrum samlögum. Málið var leyst með því að kaupa pakkaða mjólk á fernum frá Egilsstöðum og dreifa í verslanir í Neskaupstað þannig að hægt væri að nota alla innvegnu mjólkina til að framleiða súrmjólk. Aftur hefur dregið úr sölunni og er hún nú jafnari og líkari því sem búist var við. Batnandi afkoma Bónus selur súrmjólkina á 139 kr. lítrann (119 kr. tilboðsverð er á einni tegundinni um þessar mund- ir), en sami skammtur af íblandaðri súrmjólk frá KS á Sauðárkróki kostar í sömu verslun 166 kr., reyndar í tveimur hálfs lítra fernum. Snoiri segir að samlagið sé ekki að veita Bónus verulegan afslátt af sinni vinnu. Mjólkin sé framleidd með minnsta mögulega kostnaði, umbúðirnar séu til dæmis ódýrar og samlagið þurfi ekki að taka á sig neinn kostnað við markaðssetn- ingu vörunnar. „Við njótum veru- legs hagræðis við að framleiða mik- ið fyrir einn aðila,“ segir Snorri. Mjólkursamlagið hefur verið rek- ið með tapi þann tíma sem það hefur verið í hlutafélagsformi þó tapið sé ekki nema lítið brot af því sem það var á meðan Kaupfélagið Fram rak það. Snorri Styrkársson segir að framleiðsla Bónus-súr- mjólkurinnar og vöffludeigsins snúi afkomunni við og útlitið sé bjart fyrir þetta ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.