Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundur Lögmannafélags Islands um niðurstöður DNA-rannsókna og dómsmál Rannsóknirnar mikil- vægar eftir sem áður Við DNA-rannsóknir skiptir engu hvort not- uð eru blóð-, vefja- eða sæðissýni, því erfða- efnið er eins í öllum lífsýnum sama manns. —— —— Islensk DNA-rannsókn, sem hrakin var af rannsóknarstofum Norðmanna og FBI, varð til þess að Lögmannafélag íslands boðaði til fundar, þar sem m.a. var rætt hvort ekki væri á slíkum rannsóknum byggjandi. Morgunblaðið/Kristinn LÖGMENN voru þungt hugsi á fundi um gildi DNA-rannsókna sem sönnunargagna í dómsmálum. ÁSGEIR A. Ragnarsson lögmaður segir að kanna verði hvort dómstólar hafi byggt á hæpnum DNA-rannsóknum í dómum sínum. DR. ÁSTRÍÐUR Pálsdóttir, sam- eindaerfðafræðingur á Keldum, hélt erindi á hádegisverðarfundi Lög- mannafélagsins og útskýrði hvernig DNA-rannsóknir færu fram. Hún sagði að engu máli skipti hvers konar lífsýni væru rannsökuð, því við rannsóknina væri litið til raða endurtekninga í uppbyggingu erfðaefnisins DNA og þessar raðir væru ólíkar milli óskyldra einstakl- inga. Ástríður sagði, að áður hefði verið algengt að nota svokallaða DNA-fingerprinting aðferð, en nú væri notuð önnur og óskeikulli, PCR-aðferð. „Rannsóknir sam- kvæmt eldri aðferðinni tóku allt að viku, en sú nýja tekur aðeins 2-3 daga,“ sagði Ástríður. „Samkvæmt PCR-aðgerðinni er erfðaefnið að- greint í búta og ákveðin ensím, eða lyklar, sett í sýnið. Þessir lyklar setjast á hluta erfðaefnisins og þeir hlutar eru svo bornir saman.“ Ástríður sýndi dæmi um rann- sókn samkvæmt DNA-fingerprint- ing, þar sem svo virtist sem tvö sýni væru úr sama einstaklingi, en PCR-aferðin hefði sýnt að svo gat alls ekki verið. „Þá verður einnig að gæta þess mjög vel, og það er viðurkennd öryggisregla á rann- sóknarstofum, að annað erfðaefni berist alls ekki i sýnið, til dæmis húðfrumur þess sem rannsakar það. Rannsóknarstofur kanna því ætíð, hvort utanaðkomandi erfðaefni hafi borist í sýnið og slík rannsókn er mjög einföld." Ástríður sagði að hér á landi væri stuðst við PCR-rannsóknir og þær hefðu m.a. verið notaðar við rannsóknir á krabbameinsgenum. Hún sagði að með því að skoða sýni með fleiri en einni aðferð yrðu niðurstöður margfalt öruggari en ella. „Ef líkur á að maður sé sak- laus eru 1 á móti 500, þá er það ekki útilokun. Með því að styðjast við fleiri kerfí næst hins vegar slík útilokun," sagði Ástríður. Niðurstöðurnar eru vandmeðfarnar Ásgeir A. Ragnarsson var veij- andi bresks sjómanns, sem Héraðs- dómur Reykjavíkur dæmdi sekan um nauðgun og byggði þar á ís- Ienskri DNA-rannsókn, en Hæsti- réttur sýknaði manninn á grund- velli niðurstöðu Norðmanna. Á rannsóknarstofu FBI fékkst sama niðurstaða og í Noregi, að sæði í smokki, sem framvísað var í mál- inUj væri ekki úr manninum. Ásgeir sagði að þrátt fyrir það sem á undan væri gengið teldi hann að DNA-rannsóknir myndu hér eft- ir sem hingað til gegna veigamiklu hlutverki í dómsmálum. Hins vegar væru niðurstöður þeirra greinilega vandmeðfarnar og gætu leitt til stórslysa. Þetta væru ung fræði og ef til vill hefðu menn horft til þeirra í oftrú. Fjölmargir þættir væru umdeildir, til dæmis sýnatakan. Ásgeir sagði að hann hefði kynnt sér DNA-rannsóknir vegna ákær- unnar á hendur Bretanum og rætt við fjöMa sérfræðinga. „í sakamál- um er tekið lífsýni á vettvangi glæps eða fórnarlambinu og getur sýnið til dæmis verið blóð, hár og skinnfrumur," sagði Ásgeir. „Þessi sýni eru borin saman við blóð þess grunaða, með því að einangra erfðaefnin. Fjöldi rannsóknarstofa sérhæfir sig á slíkum rannsóknum og rannsóknarstofan í Noregi, sem kom við sögu í þessu máli, sem og rannsóknarstofa FBI, eru meðal þeirra virtustu.“ Ásgeir sagði að máli breska sjó- mannsins væri lokið, en enn væri ósvarað þeirri spurningu, hvernig hafi staðið á misræminu í niðurstöð- um rannsóknarstofa. „Rannsóknarstofa í meinafræði taldi yfirgnæfandi líkur á að um- rætt sæði væri úr sjómanninum, en Retsmedisinsk Institut í Osló taldi það útilokað. Saksóknari fékk álits- gerð vegna þessa frá Háskólanum í Kaupmannahöfn, auk þess sem leitað var til FBI, en enn höfum við ekki fengið sannfærandi skýringu á misræminu og í raun er með ólík- indum hvernig öllum er haldið í myrkri." Sýnatöku ábótavant, tvö lífsýni, eða ónákvæmni? Ásgeir sagði að þtjár mögulegar skýringar hefðu oftast verið nefnd- ar fyrir misræminu. í fyrsta lagi hefði sýnatöku verið ábótavant og sýni ruglast, en ólíklegt væri að nokkurn tímann fengjust svör um slíkt héðan af. Þá hefði verið talað um að mögulega hefðu verið tvö lífsýni í smokknum, en sú skýring væri hæpin. Loks væri sú skýring, að sama efni hafi verið rannsakað, •en ónákvæmni í íslensku rannsókn- inni hafi valdið því áð niðurstaðan varð önnur en í þeirri norsku, sem hafi verið ítarlegri. „FBI sagði í sínum niðurstöðum að þeir væru kunnugir aðferðum norsku rannsóknarstofunnár, en ís- Iensku aðferðirnar könnuðust menn þar ekki við. Kaupmannahafnarhá- skóli taldi einnig að fleiri kerfi þyrfti við rannsóknina en það íslenska, til að útiloka ákærða og að áreiðan- leiki íslensku rannsóknanna væri helmingi minni en haldið var fram. Ef þetta er rétt, þá er ekkert sem útilokar að dómstólar hér á landi hafi ekki áður byggt á hæpnum rannsóknum og það er mikilvægt að það verði skoðað. Að vísu hefur það ekki þýðingu í opinberum mál- um, þar sem stuðst hefur verið við norskar og breskar rannsóknir, en þetta gæti skipt máli í barnsfaðern- is- og erfðamálum, þrátt fyrir að rannsóknir þar séu auðveldari og áreiðanlegri en í sakamálum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Munið eftir smáfuglunum Sólskríkjusjóðurinn hefur beð- að gefa smáfuglunum á þeim ið Morgunblaðið að minna fólk á svæðum þar sem snjór þekur jörð. Til sölu einbýlishús við Fögrubrekku Vegna brottflutnings eigenda er til sölu Fagrabrekka 9 í Kópa- vogi. Eignin er 145 fm auk 42,7 fm bílskúrs og 18 fm óupphitaðr- ar garðstofu. í húsinu eru 3 svefnherb. (mögul. á 4), stórt eldhús með búri, forstofa og hol, stór stofa og arinstofa. Stór og gróinn garöur í suður. Ný gólfefni á öllu húsinu. Verð 13,3 millj. Hafir þú áhuga á góðri eign á eftirsóttum stað, þá líttu við hjá Sólveigu og Kristjáni á sunnudaginn milli kl. 14 og 17. Allar frekari upplýsingar veitir Eyjólfur Kristjánsson í síma 552 7166 milli kl. 13 og 16 alla virka daga. Gunnlaugxtr Geirsson prófessor um DNA-rannsóknir Astæðulaust að efast í bamsfaðernismálum UNNIÐ er að því að setja evr- ópska staðla yfir DNA-rannsóknir og segir dr. Gunnlaugur Geirsson, prófessor og forstöðumaður rann- sóknarstofu í réttarlæknisfræði, að íslenskar rannsóknarstofur muni halda að sér höndum með endurnýjun á búnaði, þar til þeir staðlar liggi fyrir. Hann segir að ekki sé ástæða til að efast um gildi DNA-rannsókna í barnsfað- ernismálum hér á landi, þar sem sýni sem rannsökuð eru vegna slíkra mála, séu mun áreiðanlegri en sýni, sem tekin eru á vettvangi glæps. Gunnlaugur segir að ekki sé ástæða til að tala um að sakamál standi og falli með DNA-rann- sóknum, því slík mál séu fjölþætt og því ýmis önnur sönnunargögn og vitnisburður sem liggi fyrir. Þegar dómari fjaili um mál sé það því víðfeðmara en svo, að einn þáttur ráði öllu. Rannsóknaraðilar tjái sig eingöngu um hvort tiltek- inn þáttur hafi gildi sem sönnunar- gagn. Traust tækni og aðferðafræði „Tæknin og aðferðafræðin að baki DNA-rannsóknum er mjög traust. Þá liggja fyrir tíðnitölur, sem reiknað er út frá,“ segir Gunnlaugur. „Hins vegar geta sýnin, sem rannsökuð eru, verið mjög mismunandi og mismikil áhersla lögð á rannsóknirnar. Ef sæði er til dæmis eina sönnunar- gagn í morðmáli og grunaður maður neitar allri aðild, þá eru gerðar mjög miklar kröfur til áreiðanleika, en dómarinn verður að setja þau mörk, með aðstoð sérfróðra manna. Sýni, sem tekin eru á vettvangi eftir mislangan tíma, eru einnig óáreiðanlegri en sýni, sem tekin eru beint úr manni. Sem dæmi má nefna, að litarefni í gallafatnaði spillir sýn- um, náist þau ekki fljótt úr efn- inu.“ Gunnlaugur segir að í barnfað- ernismálum séu sýni mun áreiðanlegri. „Þar liggur oftast fyrir að maður hafi haft samfarir við móðurina á ákveðnum tíma og þeir sem rannsaka sýnin eru með ný blóðsýni, í stað misgóðra sýna af vettvangi glæps.“ Gunnlaugur segir að hópur evr- ópskra vísindamanna sé að koma sér saman um staðla í DNA-rann- sóknum, svo líkindamörk verði viðunandi fyrir dómskerfið. „Nú nota ekki allir sömu staðla og rannsóknaraðferðir hér hafa ef til vill verið nær því sem frumulíf- fræðirannsóknarstofan notar í öðrum tilgangi, því DNA-rann- sóknir eru einnig notaðar við rannsóknir á krabbameini og erfðasjúkdómum. Við rannsókn í nýlegu sakamáli skilst mér að DNA-erfðaefnið, sem íslenska rannsóknarstofan var með, hafi gengið til þurrðar. Þá stóð rann- sókn þegar í Noregi. Ákveðnar líkur voru á að sæðið væri úr manninum samkvæmt íslensku rannsókninni, en útilokað sam- kvæmt þeirri norsku og þá réði sú síðari, sem var afgerandi. Það þarf alls ekki að þýða að okkar rannsóknir séu ómögulegar. Við ákváðum að rannsaka sýni hér, kanna gæði þess og sjá hvernig til tækist, en jafnframt erlendis, þar sem svo ríkar kröfur eru gerð- ar um sannanir í sakamálum.“ Þar til evrópskir staðlar liggja fyrir segir Gunnlaugur að rann- sóknarstofur hér haldi að sér höndum með fjárfestingar í bún- aði, sem tryggi sem öruggastar niðurstöður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.