Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 35 Þegar Jónas Ingimundarson, verksmiðjustjóri, lét af störfum 1951 tók Ásmundur við starfi hans, sem hann sinnti til ársins 1965, en þá tók Ásmundur við starfí verk- smiðjustjóra SR á Reyðarfírði. Þær vonir sem bundnar voru við uppbyggingu Höfðakaupstaðar brugðust því miður að mestu, m.a. vegna þess að undirstaðan brást, síldin hvarf af nálægum miðum í þann mund sem byggingu verk- smiðjunnar var lokið. Vinnsla síldar á staðnum varð mjög stopul, en menn héldu lengi í vonina um breytta hegðun hennar og ætíð var verksmiðjunni haldið við, svo hún yrði tilbúin til móttöku ef síldin kæmi aftur inn á Húnaflóa. Á með- an siíkt ástand ríkir reynir mjög á þolinmæði og skapfestu manna, ekki síst þeirra sem hafa mannaforr- áð. Við þessar aðstæður komu hinir góðu skapeiginleikar Ásmundar vel í ljós, hann hélt ætíð ró sinni þó að á ýmsu gengi og hafði til að bera mikla þolinmæði, sem er mikill kost- ur fyrir þá, sem fást við vinnslu á stopuiu hráefni eins og bræðslu- físki. Hann átti einnig gott með að umgangast fólk og hafði gott lag á starfsmönnum sínum og þurfti sjaldan hörku að beita. Þrátt fyrir litla síldarvinnslu á Skagaströnd hafði Ásmundur nóg að starfa við stjórn vélaverkstæðis, sem SR rak á staðnum, svo og á vinnslu á fískúrgangi frá fískvinnsl- unni sem fór vaxandi. Ásmundur tók virkan þátt í félagsmálum á Skaga- strönd. Hann sat í sóknarnefnd í 12 ár og var lengi í hreppsnefnd. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir í stjórnmáium og var dyggui- stuðn- ingsmaður Sjálfstæðisflokksins alla sína tíð. Árið 1949 gekk Ásmundur að eiga eftirlifandi konu sína, Helgu Kristjánsdóttur frá Þingeyri. Börn þeirra eru Haildóra Þórdís, _f. 1949, Jóhanna Hrefna, f. 1950, Ásmund- ur, f. 1954, Kristján Pétur, f. 1959, öll fædd á Skagaströnd og Magnús, f. 1966 á Reyðarfirði. Barnabörnin eru nú orðin 10. Eins o g áður getur flutti Ásmund- ur og fjölskylda til Reyðarfjarðar 1965 en þar tók hann við verksmið- justjórastarfí í verksmiðju SR, sem byggð hafði verið á staðnum 2 árum áður. Þó að verksmiðjan á Reyðar- fírði væri nýlega byggð var véla- kostur hennar gamall, fenginn að mestu úr verksmiðjum, sem höfðu verið lagðar niður, og var vélbúnað- urinn í slæmu ástandi þegar Ás- mundur kom að verksmiðjunni. Með útsjónarsemi og þrautseigju tókst Ásmundi að koma verksmiðjunni í þokkalegt horf miðað við aðstæður, þannig áð hún tók virkan þátt í síld- arævintýrinu mikla 1966. Áhugaefni Ásmundar voru marg- vísleg, en áhugi hans á starfínu og verksmiðjunni gekk alltaf fyrir öðru. Hann las mikið og fylgdist mjög vel með þjóðmálum. Hann hafði gaman af búskap og yar með nokkrar kind- ur á fóðrum lengst af, bæði á Skaga- strönd og á Reyðarfirði. Dugði kjöt- framleiðslan vel fram yfir þarfir heimilisins. Helga, kona hans, hafði ekki síður yndi af búskap og man ég sérstaklega eftir kartöflunum góðu, sem hún ræktaði í garðinum við hús þeirra á Reyðarfírði. Þegar börn þeirra hjóna komust á legg tók þau líka þátt í þessari tómstunda- iðju. Það var gott og skemmtilegt að sækja þau Helgu og Ásmund heim og naut ég oft gestrisni þeirra á ferðum mínum í verksmiðjurnar. Þau tóku á móti gestum sínum með hlýju og höfðu gleði af að gera þeim gott. Yegna aldurs lét Ásmundur af störfum sem verksmiðjustjóri 1985, en vann í hlutastarfí á skrifstofu verksmiðjunnar til ársins 1992. Starfstími hans hjá SR var þá kom- inn í 46 ár. Síldarverksmiðjur ríkis- ins áttu því láni að fagna að hald- ast vel á starfsfólki og var Ásmund- ur í þeim flokki. Ég vil þakka Ás- mundi tryggð hans og trúnað við SR. Við samstarfsmenn hans hjá Síldarverksmiðjum ríkisins sendum Helgu og fjölskyldunni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Jón Reynir Magnússon. JÓNA SIGRÍÐUR OLAFSDOTTIR + Jóna Sigríður Ólafsdóttir var fædd í Miðhjáleigu, Austur-Landeyjum, 7. janúar árið 1947. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi 1. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Bóel Krisljánsdótt- ir og Ólafur Guð- jónsson. Jóna átti sjö systkini. Eldri en hún eru Guðjón Erlingur, Kristján Steinar, Sigmar Reynir, Þórir og Svavar, en yngri eru Trausti og Ásdís. Jóna giftist Indriða Theódóri Ólafssyni 15. maí 1971. Þau bjuggu um skeið í Reykjavík, en settust að í Þúfu í V-Land- eyjum árið 1973 og bjuggu þar síðan. Jóna og Indriði eignuðust þijár dætur. Elst er Steinunn Ósk, f. 8. maí 1968. Sambýl- ismaður hennar er Sigurjón Helgi Gíslason. Þá er Anna Berglind, f. 26. maí 1969. Sam- býlismaður Önnu er Guðni Þór Guð- mundsson og eiga þau dótturina The- ódóru Jónu sem fædd er 15. júlí 1994. Yngsta dóttir Jónu og Indriða er Guðný Halldóra, f. 12. ágúst 1979. Útför Jónu fer fram frá Voðmúlastaðakapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ÞAÐ sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, skuluð þér og þeim gjöra. Þegar dauðinn kveður dyra verðum við svo fátæk og okkur skortir orð. Þegar söknuðurinn og sorgin taka hugann er eins og allt sé tilgangslaust. En þá kviknar ljós í myrkrinu. Allar góðu minningarnar koma upp í hugann og við notum þær til þess að horfa fram á við. Elsku góða systir mín. Það var svo gott að vera nálægt þér. Þú varst svo traust og trú. Þú gerðir gott úr öllu og áttir alltaf tíma aflögu til þess að hjálpa og aðstoða. Þakka þér fyrir leiðsögnina sem þú veittir mér á okkar samleið. Elsku Indriði, Steina, Siguijón, Anna, Guðni, Guðný og Theódóra Jóna, við verðum að trúa því að allt hafi sinn tilgang. Guð gefi ykkur styrk til þess að yfirvinna sorgina og takast á við framtíðina. Horfðu í sóliiia, þá falla skugg- arnir á bak við þig. Ásdís. Þar sem jökulinn ber við loft, hættir landið að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himnin- um. Þar búa ekki framar neinar sorgir, og þessvegna er gleðin ekki nayðsynleg. Þar ríkir feg- urðin ein ofar hverri kröfu. (H.K. Laxness.) Á björtum febrúardegi þegar sólin sendi geisla sína yfir ijöll og jökla, lauk jarðvistarlífi okkar kæru skólasystur og vinkonu Jónu Sigríðar, sjúkdómsþrautum lokið og þreytt en hrein sál meðtók feg- urð himins. Það er nú gjarnan svo að þegar við stöndum frammi fyrir því að ekkert varir að eilífu og dauðinn er óumflýjanlegur, þá verður veru- leikinn líkt og rykkorn í auga. Öllu er afmarkaður tími hér á jörðinni, að lifa hefur sinn tíma, og að deyja hefur sinn tíma. Fyrir réttum þijátíu árum tókust kynni með okkur og Jónu, sem við minnumst hér nú. Á haustdögum 1965 kom saman til skólavistar í Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni hópur ungra meyja alls staðar að af landinu til náms- dvalar. Veturinn leið, og þegar heim var haldið að vori höfðu myndast með okkur órofa tryggð og vináttubönd, sem haldist hafa æ síðan. Þennan vetur komu strax í ljós, mannkostir og verklagni Jónu, enda var eftir því falast af hálfu stjórnenda skólans að hún tæki að sér starf veturinn á eftir við mötuneyti fyrir iðnaðarmenn sem störfuðu að byggingu nýja Húsmæðraskólans. Þarna var framtíð Jónu ráðin, því þar kynntist hún lífsförunaut sínum Indriða T. Ólafssyni. Að Laugarvatni í ljúfum draumi við leiddumst tvö ein um vonarstig. Fjær dægurysi og dagsins glaumi í dýrðarheima þú seiddir mig. I kvöldblíðunni minn kæri vinur, þú kveiktir eldinn í bijósti mér. Þig vafði ég örmum minn ungi hlynur og ást mín helpst var bundin þér. í ljóði þessu er ort var árið 1952 af þáverandi skólastýru, Jensínu Halldórsdóttur, má greina ákveðin hughrif, ljóðlínur þessar segja allt sem segja þarf um kynni þeirra Jónu og Indriða. Framtíðin blasti við ungu hjónunum. Kjölfesta hennar var fjölskyldan, Indriði og dæturnar þijár. Samheldni, virðing og traust hefur einkennt sambúð þeirra gegnum árin. Þegar Jóna greindist með illvígan sjúkdóm fyrir rúmum tveimur árum komu þá ekki síst í ljós eiginleikar þeirra beggja. Æðruleysi og hugarró hennar jafnt vissu þess trausts sem Indriði sýndi henni allan tímann. Hann var klett- urinn bjargfasti sem stóð við hlið hennar allt þar til yfír lauk. Með návist hans voru endalokin henni léttbærari. Þrátt fyrir lamað lífsþrek og þrótt seinustu vikurnar, gaf hún okkur sem með henni fylgdumst til endaloka styrk og þá lífssýn, að þrátt fyrir amstur og sorgir sökum brostinna vona, er veröldin ennþá björt og fögur. Við sendum ástvinum Jónu öllum, eiginmanni, dætrum, tengdasonum, barnabarni og foreldrum og systkinum hlýjar samúðarkveðjur. Hetjan okkar fetar nú för sína inn í æðri heima að himnaborðum. Þar ríkir fegurðin ein. Guð geymi þig- Anna Hjaltadóttir, Sigurbjörg.Hermundsdóttir, Þóra Grétarsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. (V. Briem) Það var haustið 1965 sem við komum saman að Laugarvatni, ungar stúlkur hvaðanæva af iand- inu. Ætlunin var að hefja nám í Húsmæðraskóla Suðurlands. Þarna tóku þær á móti okkur Jens- ína Gerður og Margrét og eftir- væntingin var mikil. Þennan vetur bundumst við vináttuböndum sem ekki hafa rofnað. Að loknum vetri fór hver sína leið en sambandið hefur haldist og reglulega fáum við fréttir hver af annarri, sam- gleðjumst eða samhryggjumst, því tengslin eru sterk sem mynduðust þennan vetur. Jóna kynntist eiginmanni sínum, Indriða Olafssyni, á Laugarvatni árið eftir, þegar hún vann við mötuneyti skólans og hófu þau búskap í Reykjavík. Þar eignuðust þau dæturnar Steinunni og Önnu. Seinna keyptu þau jörðina Þúfu í Landeyjum og þar fæddist yngsta dóttir þeirra Guðný. Á Þúfu ráku Jóna og Indriði stórbú og núna á síðustu árum í félagi við Önnu dóttur sína, tengdason og litlu dótturdótturina, sem var auga- steinn ömmu sinnar. Fljótlega eftir Laugarvatnsdvöl- ina stofnuðum við saumaklúbb í Reykjavík og höfum við hist reglu- lega í 30 ár. Jóna var með okkur í byijun, áður en hún flutti í sveit- ina og eins hefur hún boðið hópn- um til sín austur á Þúfu. Þessar heimsóknir til Jónu eru okkur ofar- lega í huga. Þar var tekið á móti okkur af miklum rausnarskap, hlegið og skrafað langt fram á nótt. í þessum heimsóknum kom berlega í ljós hversu samhent þau hjón voru í að byggja upp myndar- legt bú og fallegt heimili. Þar bar ailt vott um myndarskap húsfreyj- unnar og listræna hæfileika hennar. Hluti af hópnum fór saman til Amsterdam haustið 1992 og var Jóna þar með okkur. Þarna vorum við tuttugu skólasystur saman komnar og skemmtum við okkur konunglega. Minningar þaðan eru okkur öllum dýrmætar, því enn styrktust vinaböndin. Ári seinna greindist Jóna með ólæknandi sjúkdóm. Þá tóku við erfiðir tímar en Jóna var bjartsýn, því veikindatal og sjálfsvorkunn var henni ekki að skapi. Við hlið hennar stóð Indriði og fjölskyldan öll og hafði Jóna oft orð á því, hve allir væru sér góðir. Örfá ár eru liðin frá því að önnur skólasystir okkar, Hrefna Ingólfsdóttir, varð að lúta þessum sama illræmda sjúkdómi sem nú hefur tekið Jónu frá okkur. Ung kona, lífsglöð, elskuleg og traust hefur barist hetjulega. Hvað er hægt að gera annað en ylja sér við góðar minn- ingar um elskulega vinkonu sem fór allt of fijótt. Við sendum Indriða, dætrum, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum okkar einlægustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir' vit- urlega forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. (Epikuros.) Skólasystur frá Laugarvatni. Elsku Jóna, við viljum þakka þér fyrir allar góðu samverustundirn- ar. Þú verður ætíð í huga okkar bræðra, ekki aðeins sem mjög góð frænka heldur einnig sem góð vin- kona sem gott var að leita til. Við áttum margar góðar stundir með þér og fjölskyldu þinni á Þúfu, en þar vorum við báðir í sveit í nokk- ur sumur. Þar leið okkur alltaf mjög vel, enda var alltaf nóg um að vera. Elsku amma, afi, Indriði og fjöl- skylda í Þúfu. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Ingi Tandri og Úlfur Teitur. Ég ætlaði ekki að trúa því að Jóna væri dáin þegar ég heyrði það fyrst þó ég vissi um veikindi hennar. Þessi kona sem var alltaf á fullu, sauma, ryksuga eða bara hvað sem var. Hún gat gert allt, mjólkaði kýrnar best af öllum og saumaði allt miili himins og jarð- ar. Ég kynntist Jónu fyrir 10 árum eða þegar ég var sex ára gömul. Ég var nýflutt í sveitina með pabba. Þegar ég kom fyrst í heim- sókn að Þúfu með bleiku loðkraga- húfuna og í allt oflítilli úlpu tók Jóna yndislega vel á móti mér, eins og hún gerði alltaf. Þá hitti ég Guðnýju dóttur hennar. Við urðum strax góðar vinkonur og erum enn þann dag í dag. Það varð til þess að ég var á Þúfu næstum því hvern dag í sex sumur. Þúfa var mitt annað heimili í sveitinni. Þar var alltaf mjög gott að koma, þar var allt svo hreint og fínt og alltaf eitt- hvað að gerast. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa Jónu, hún var svolítið sér- stök manneskja, hjartahlý, skyn- söm, handlagin og í alla staði yndisleg kona. Það verður tómlegt á Þúfu þeg- ar Jóna er ekki þar til að taka á móti mér þegar ég kem í heimsókn. Elsku Guðný mín, það er erfitt að missa mömmu sína en nú er hún laus frá veikindum sínum og komin til æðri og betri heima. Vinir mínir á Þúfu, þetta eru erfiðir tímar, ég bið Guð um að gefa ykkur styrk. Ykkar vinkona, Berglind Dögg Bragadóttir. Á leiðinni heim úr síðustu heim- sókn minni til vinkonu minnar og frænku, Jónu Ólafsdóttur, kom ég við í ónefndri verslun í Hvera- gerði. í þar til gerðum standi feng- ust kort með mannanöfnum og merkingum þeirra. Þar sem hugur minn var bundinn við Jónu leitaði ég að spjaldi sem segði til um merkingu nafns hennar. En það er þekkt hugmynd úr fomöld að nafn manns gefi persónu hans til kynna. Þegar ég sá spjaldið var það ein setning sem ég staldraði við, á spjaldinu stóð: „Jóna - Kona, holl Guði“. í gegnum hugann flögr- , aði tilvitnun í Martein Luther: „Kristinn maður gerir það sem gera þarf“ og þar var Jónu vel lýst. Ég kynntist Jónu og manni hennar Indriða þegar ég var send- ur til þeirra í sveit níu ára gam- all. Sumrin sem ég naut þess að læra af þeim, vinna með þeim og búa mig undir lífið í skjóli þeirra urðu sjö. Allan þann tíma og æ síðan hef ég hugsað til þeirrar dyggðugu ástundunar sem Jóna sýndi okkur krökkunum. Það var sama á hvaða verki Jóna tók, allt gerði hún af mikilli verklagni og alúð - hvort sem það var að mjólka kú, elda mat, sauma föt, ala upp dætur sínar eða hlúa að okkur sem henni var treyst fyrir í sumarvinnu. Ég minnist líka ófárra stunda þar sem tekist var á um grundvall- aratriði og heimspekilegar vanga- veltur. En dvölin í Þúfu var eitt elskulegt samneyti mannvina sem virtust hafa brennandi áhuga á öllu. Ein fyrsta samræða okkar Jónu átti sér stað í fjósinu við mjaltir en þá tókumst við á um eðli og gildi konunnar þar sem níu ára gamall gutti dró ýmsar hæpn- ar ályktarnir af hinni biblíulegu goðsögn sem segir að konan sé „rif úr mannsins síðu“. Minning mín um Jónu er tengd sumri og gróanda, ræktun og upp- byggingu, tíma þar sem lífið sat í öndvegi. Nú þegar hún hefur þurft Iangt um aldur fram að láta undan erfiðum sjúkdómi, er gott að hvíla í þeirri þverstæðukenndu vissu að lífíð sé miklu meira en það virðist vera. Að hvíla í trúnni á upprisu og eilíft líf, nokkuð sem hvorki hugsun né skilningur fær skilið. Fyrir hönd okkar þræðranna þakka ég Jónu og Indriða fyrir góðan tíma, þolinmæði og ástúð sem aldrei þraut. Indriða Theodóri Ólafssyni og dætrum þeirra Steinunni, Önnu og Guðnýju votta ég mína innilegustu samúð. Megi góður Guð hugga þau og styrkja og helga fagra minningu um Jónu - konu sem var holl Guði. Haukur Ingi Jónasson. Minningar- greinar bíða birtingar Mikill fjöldi minningargreina hefir borizt blaðinu undan- farna daga til birtingar. Þeir aðilar, sem eiga óbirtar greinar eru beðnir að sína bið- lund en þær verða birtar við fyrsta tækifæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.