Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D tvgmiHfiMfe STOFNAÐ 1913 34. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 10. FEBRUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Verðbólg- an svipt ál og gurkum Róm. Reutcr. ÍTALSKIR matmenn geta nú gætt sér á ál með góðri lyst og án þess að hafa það á sam- viskunni, að þeir séu um leið að fóðra verðbólguna. Ástæð- an er sú, að ítalska hagstof- an, Istat, hefur gjörbreytt körfunni, sem framfærsluvísi- talan er miðuð við. Breytingin á körfunni verð- ur svo mikil, að allur saman- burður við þá gömlu verður út í hött. Sem dæmi má nefna, að nú detta burt vinstur úr naut- gripum, súrsaðar gúrkur, fuglafóður, litblýantar, ritvél- ar og 33ja og 45 snúninga grammófónplötur. Hljómborð koma í staðinn fyrir dragspil, nútímahljóm- flutningstæki fyrir grammó- fóninn og kotran eða púslu- spilið leysir leikfangalestina af hólmi. í fyrsta sinn eru geisladiskar og einkatölvur með í dæminu. Fullyrt að IRA hafi bundið enda á vopnahlé með tilræði í London Byggingin lék á reiði- Rúmlega 100 slas- ast í sprengingu London. Reuter. GÍFURLEGA öflug sprengja sprakk í Isle of Dogs hverfinu í austurhluta London á áttunda tímanum í gær- kvöldi og var talið að írski lýðveldis- herinn (IRA) eða klofningshópur úr honum, írski þjóðfrelsisherinn (INLA), hefði verið þar að verki. Að sögn lögreglu slösuðust á annað hundrað manns, þar af sex lífs- hættulega. Að sögn sjónarvotta streymdu tugir sjúkra- og slökkvibifreiða á vettvang við eina stærstu skrifstofu- byggingu Evrópu við Canary- bryggju. Þar hefur fjöldi banka- og fjármálafyrirtækja og fjölmiðlar skrifstofur sínar. Sprengjan sprakk í neðanjarðar- bílskýli sex hæða skrifstofubygging- ar við hlið Canary-turnsins, rétt við South Quay-lestarstöðina. Hrundi byggingin að hluta og rúður í húsum í nágrenninu splundruðust. Gerry Adams vill aukinn kraft í friðarumleitanir Borist hafði hótun um sprengju í lestarstöðinni og var hún rýmd upp úr klukkan 18. Tæpri stundu síðar sprakk sprengjan. Margirþeirra sem slösuðust urðu fyrir glerbrotum og öðru lauslegu sem flaug í allar áttir í nágrenni sprengjustaðarins. írska sjónvarpsstöðin RTE kvaðst hafa fengið upphringingu frá IRA í gær þar sem sagði að 17 mánaða vopnahléi í átökunum á Norður- írlandi lyki klukkan 18. Rúmri klukkustund síðar sprakk sprengjan í London. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sagði sprengjutilræðið hryggja sig og gengi hann út frá því að það væri verk IRA. Sagði Adams bresku stjórnina hafa misnotað tækifæri til að hefja efnislegar viðræður um frið á N-írlandi og nú yrði að setja auk- inn kraft í friðarumleitanir. John Major forsætisráðherra for- dæmdi verknaðinn og. sagði hann villimennsku. „Við látum einskis ófreistað við að hafa hendur í hári tilræðismannanna," sagði forsætis- ráðherrann og hvatti Sinn Fein og IRA til að fordæma tilræðismennina tafarlaust og vísa á bug öllum vangaveltum um að vopnahléð væri að renna út í sandinn. Þetta orðalag þykir benda til að breska stjórnin telji að fámennur öfgasinnaður klofningshópur úr IRA, INLA, beri ábyrgð á tilræðinu, en herskáir liðsmenn samtakanna hafa frá upphafi viljað binda enda á vopnahléð, sem IRA lýsti yfir í september 1994. Reuter FRÁ TILRÆÐISSTAÐNUM í austurhluta London í gærkvöldi. Sveit lögreglumanna hefur lokað götu að byggíngunni sem sprengjan sprakk í. Fyrir miðju sér í turninn sem kenndur er við Canary-bryggju. Færeyingar leggja kvótakerfinu ÞórsþSfn. Morgunblaðið. SAMKOMULAG hefur tekist í Færeyjum um að hverfa frá kvótakerfi við fiskveiðar og taka í staðinn upp sóknarstýringu, sem byggist á ákveðnum fjölda veiðidaga og friðun veiði- svæða. Landsstjórnin á formlega eftir að taka afstöðu og lögþingið verður að breyta lögum en ekki er búist við neinni fyrirstöðu á þessum vettvangi. Aðilar í færeyskum sjávarútvegi hafa frá upphafi kvótakerfisins verið andvígir því og þess vegna skipaði landsstjórnin nefnd sl. haust til að gera tillögur um breytingar. Niður- staða nefndarinnar liggur nú fyrir og er það samdóma álit hennar að hverfa frá kvótakerf- iriu og taka upp veiðidaga og friðun veiði- svæða í staðinn. Kjartan Hoydal, formaður nefndarinnar seg- ir sóknarkerfi líklega skilvirkara en kvótakerfi. Leggur nefndin til, að heimilt verði að lána eða leigja veiðidaga milli skipa í sama flokki. Hjalti í Jákupsstovu, forstöðumaður hafrann- sóknastofnunarinnar, kvaðst sáttur við breyt- ingarnar þótt hann væri talsmaður kvótakerfis og framseljanlegra aflaheimilda, svo sem kvóta- kerfíð var hugsað í upphafi. Talsmenn útgerðar og vinnslu sögðu að nauð- synlegt hefði verið að leggja kvótakerfið á hill- •una. Með veiðidagakerfi losnuðu menn við ýmsa óæskilega fylgifiska kvótakerfis, m.a. að afla væri fleygt til að drýgja kvóta. skjálfi Morgunblaðið. London. „MER FANNST fyrst eins og þetta væri jarðslýálfti en áttaði mig fljót t á að það gat ekki ver- ið. Höggbylgjan var mikil, ég fékk hellu fyrir eyrun og bygg- ingin lék á reiðiskjálfi," sagði Elvar Guðmundsson kerfisfræð- ingur sem varð vitni að tilræðinu í London í gær. Auk Elvars varð Sig-urður Arngrimsson verðbréfasali vitni að sprengju- tilræðinu. Þeir vinna báðir hjá Morgan Stanley bankanum en til- ræðið átti sér Elvar Guðmundsson stað um 200 metra frá bygg- ingn bankans. Elvar var rétt búinn að ganga frá og var á leiðinni að hitta Sig- urð að vinnudegi loknum er hann heyrði hvellinn og sá veggi ganga til. Leist þeim illa á blikuna er þeir yfirgáfu húsið en vissu ekki úr hvaða átt hvellurinn kom. „Það var mikill mannfjöldi á götum úti og tugir sjúkra-, lögreglu- og slökkviliðsbíla um allt," sagði Elv- ar. Þeir Sigurður hugðusttaka lestina heim en hún var við sprengistaðinn og innan svæðisins sem girt var af og því lokuð. Heimili Elvars er um 1.500 metra frá vinnustað hans og gengu þeir þangað. Bjarnveig Elísdóttir eiginkona Elvars var heima með barni þeirra og varð vör við spreiiginguna, slíkur var hvellurinn. „Mér Hst illa á að sprengjutil- ræði séu að byrja á ný af því að Canary Wharf-svæðið hefur verið eitt af aðal skotmörkum IRA. Maður verður þó að reyna að leiða þetta hjá sér," sagði Elvar. ----------» » ?---------- íhalds- flokkur dregur á London. Reuter. BRESKIR íhaldsmenn og stjórn Johns Majors forsætisráðherra fengu mikla uppörvun í gær, er skoð- anakðnnun leiddi í ljós, að bilið milli íhaldsflokksins og Verkamanna- flokksins hafði minnkað um 13% á einum mánuði. Samkvæmt skoðanakönnun Gall- up, sem birtist í Daily Telegraph í gær, hefur fylgi íhaldsflokksins auk- ist um sjö prósentustig á einum mánuði í 28%. Fylgi Verkamanna- flokksins, stærsta stjórnarandstöðu- flokksins, hefur minnkað um sex prósentustig í 54,5%. Talið er að gagnrýni íhaldsmanna á meinta hræsni Verkamannaflokks- ins í menntamálum hafi skilað sér að hluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.