Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 45 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Hveravallamálið — Hverjir eiga hálendið? MESSUR Á MORGUN Frá Jóni Otta Jónssyni: AÐ UNDANFÖRNU hafa miklar umræður orðið í sambandi við deiliskipulag á Hveravöllum. Hveravellir eru hluti hálendis Is- lands. í huga flestra landsmanna er hálendið sam- eign þjóðarinn- ar. Nú hafa mál þróast á þann veg að fámenn- ur hreppur í Húnavatns- sýslu, Svína- vatnshreppur með 118 íbúa, hefur slegið eign sinni á þetta hálendissvæði í krafti eldgamalla og úreltra laga um yfirráð hreppa í afréttum. Húnvetningar urðu frægir að endemum, þegar þeir þóttust eiga landið undir núver- andi Blönduvirkjunarsvæði. Þeir höfðu það af að kúga ríkisvaldið og Landsvirkjun til mikilla fébóta fyrir það eitt að þeir og forfeður þeirra höfðu rekið búpening á þetta land til beitar! Fyrr má nú vera frekjan! í framhaldi af þess- um vafasama árangri ætla þeir í meiri landvinninga og nú á Hvera- völlum og væntanlega hyggjast þeir nota þessar illa fengnu land- bætur til fjárfestinga í gróðabralls framkvæmdum á Hveravöllum. Svínvetningar hafa tilkynnt nýtt skipulag á Hveravöllum og þurfa endilega að ætla sér byggingar- svæði á sama stað og Ferðafélag íslands hefur um áratugaskeið haft skála fyrir ferðafólk. Þessi ruddalega framkoma hefur að vonum vakið reiði félagsmanna FÍ og ferðaklúbbsins 4X4. Formenn þessara félaga hafa skrifað ágætar greinar í Morgun- blaðið og útskýrt málið frá þeirra sjónarhorni. Fjölmennur félags- fundur FÍ samþykkti réttilega mótmæli og vefengir eignarrétt Svínavatnshrepps. Skipulagsstjóri ríkisins hvetur til frestunar á að- gerðum Svínvetninga þar til heild- arskipulag alls hálendisins er kom- ið á. Alþingi hefur ekki haft dug í sér til að koma á skynsamlegri skipan hálendismála. Alþingis- Frá Sigurði Sigurmundssyni: í HELGISPJALLI Morgunblaðs- ins víkur höfundur, sem ekki læt- ur nafns sín getið, að því að Sturla Þórðarson muni vera höfundur Njálssögu og engin rök hafi kom- ið fram sem hafi hrakið þá skoð- un. Hér skulu nú færð fram nokk- ur atriði sem sýna, að hann er vart hugsanlegur sem höfundur sögunnar. Og undir tilgátu höf- undar standa engar rannsóknir eða fræðilegur grunnur. — Til þess að leita óþekkts höfundar að sögu er fyrsta skilyrðið að staðsetja hann, hvar hann virðist kunnugur, sem ráðið verður af staðháttarlýsingum, áttatáknum og örnefnum. — Þá er fyrsta spurningin. Hvernig mátti Dala- maður, Sturla Þórðarson, hafa yfirsýn yfir allt hið víðáttumikla sögusvið Njálu, allt vestan úr Vopnafirði (þar sem lýsing stað- hátta er slík að enginn annar en Austfirðingur hefur um fjallað) og vestur í Dali þar sem mestu staðarvillur sögunnar er að finna í hans eigin héraði. Ekki er held- ur vitað til að Sturla komi við neinar samtímasögur á Suður- landi á sögustöðvum Njálu. Hans er hvergi getið nema á Alþingi mönnum hefði verið nær að sam- þykkja hið gagnmerka frumvarp Braga heitins Siguijónssonar um eignarhald þjóðarinnar á hálend- inu og náttúruauðæfum í jörð. Bragi flutti þetta frumvarp fyr- ir ca. 15-17 árum síðan, en það náði ekki fram að ganga, til skammar fyrir þáverandi alþingis- menn. Dreifbýlisþingm'enn mega ekki heyra slíkt nefnt — þeir gæta hagsmuna hreppanna og þing- menn þéttbýlis sýndu dæmalausa linkind. Ef frumvarp Braga hefði verið samþykkt þá væru þessi mál ekki komin í þessar ógöngur. Hvað verður næst? Má búast við að aðrir hreppar leggi lúkur sínar á ýmsa staði á hálendinu. Munu Mývetningar t.d. leggja undir sig Herðubreiðarlind- ir, Óskju og Kverkfjöll? Munu Skaftfellingar eigna sér Eldgjá og Nýjadal? Munu Rangvellingar slá eign sinni á Landmannalaugar og Þórsmörk? Já, ég bara spyr. Verð- ur framhaldið eitthvað í þessum dúr? Ég trúi því vart að íbúar í þeim hreppum sem næst liggja að hálendinu séu ánægðir með slíkar aðgerðir eins og Svínvetningar ætla sér. Sveitafólk, þar sem ég þekki til, er hið mesta sómafólk. Ég vil biðja sveitafólk að gera sér það ljóst að meginþorri íbúa í þéttbýl- inu í Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi á ættir að rekja í allflestar sveitir og sjávarpláss á íslandi. Svo að við þéttbýlisfólk erum ekki neitt aðkomulið á íslandi og við teljum okkur eiga hólmann sem og aðrir landsmenn. Samkvæmt manntali 1. desember ’95 er mann- ijöldi í Reykjavík 104.276 og í Reykjaneskjördæmi 69.995 — samtals 174.231. Þjóðin telur alls 267.809. Slíkur meirihluti þjóðarinnar getur ekki látið bjóða sér hvað sem er. Alþingi má ekki horfa fram hjá slíkum staðreyndum og von- andi taka alþingismenn á sig rögg og slá á puttana á Svínvetningum og koma lagi á hálendismálin. JÓN OTTIJÓNSSON, borgarstarfsmaður, gamall ferða- langur og félagi í Ferðafélagi íslands. þar sem hann var lögsögumaður og 1262 stjórnaði hann fundi sem haldinn var í Laugarási í Biskups- tungum þar sem hann sagði upp dómi í vígsmáli Þorgils skarða gegn Þorvarði Þórarinssyni þar sem hann galt síðustu vígsbætur forna þjóðveldisins. Greinarhöfundur telur Sturlu höfund Kristnisögu, en þá vantar allan samanburð á stíl og orðfæri þeirrar sögu og Njálu. Það mætti ætla að þar fari á sömu leið og þegar Peter Hallberg bar saman Njálu og Heimskringlu Snorra; var mismunurinn sá að Snorri kom ekki til greina. Síðast en ekki síst skal hér fram telja þá röksemd, að ættartölur Njálu eru allt aðrar en Landnámu. Guðbrandur Vig- fússon sýndi fram á það, að Njálu- höfundur notaði ættartölur úr Múlaþingi og hafí hann þá ekki þekkt Landnámu. Þá skal hér að lokum varpað fram þeirri spurningu: Ef að Sturla Þórðarson hefði skrifað Njálu hvernig gat hann, Landnámuhöf- undurinn, notað austfirskar ættar- tölur? Er hann þá ekki með því sem hér er fram talið — útilokað- ur? SIGURÐUR SIGURMUNDSSON. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á Hrafnistu kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. KIRKJA HEYRNARLAUSRA: Guðs- þjónusta í Áskirkju kl. 14. Miyako Þórðarson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Foreldrar hvattir til-þátt- töku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organleikarí Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11 og íVest- urbæjarskólanum kl. 13. Bæna- guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Gylfi Jónsson. Einsöng- ur Guðmundur Gíslason. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðsluer- indi kl. 10. Biblían, orð Guðs og manna. Dr. Einar Sigur- björnsson. Barnasam- koma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu. Messa kl. 11. Sr. Sig- urður Pálsson fram- kvæmdastjóri Hins ís- lenska biblíufélags prédikar. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Org- anisti Pavel Manasek. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveinsson. Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags kl. 15.30 í safnaðarheimilinu. Kl. 17.30, Sara, frásagnaleikur í flutningi Margrétar Guðmundsdóttur leik- konu og Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara. Leikstjóri Steinunn Jóhannesdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Al- mennur safnaðarsöngur. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Væntanleg fermingarbörn að- stoða. Sr. Kjartan Jónsson kristni- boði predikar og kynnir kristni- boðsstarf á vegum (slendinga í Afríku. Félagar úr Kór Laugarnes- kirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Barnastarf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfs- bjargarhúsinu, Hátúni 12. Kvöld- guðsþjónusta kl. 20.30. Lífleg tón- list, einfalt form. Þorvaldur Hall- dórsson syngur. Kór Laugarnes- kirkju syngur. Fjölbreyttur hljóð- færaleikur. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubíl- inn. Messa kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Vera Gulasciova. Barnastarf á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- þjónusta kl. 14. Barnastarf. Öll fimm ára börn sérstaklega boðin velkomin. Þau fá afhenta í mess- unni bókina Kata og Óli koma til kirkju. Kaffi eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Biblíudagurinn. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Margrét Hjaltested leikur á lágfiðlu. Barnakór kirkjunn- ar syngur í guðsþjónustunni. Org- anleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Tekið á móti framlögum til Hins ísl. biblíufélags. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur messar. Tekið við gjöfum til Hins ísl. biblíuf élags. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónsson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Guðspjall dagsins: Ferns konar sáðgjörð. (Lúk. 8.) Altarisganga. Organisti Smári Óla- son. Sunnudagaskóll kl. 11. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjón- usta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram. Guðsþjónusta með altaris- göngu kl. 18. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Barnaguðsþjón- usta í Rimaskóla kl. 12.30 í umsjón Jóhanns og Ólafs. Messa kl. 14. Organisti Agúst Ármann Þorláks- son. Fundur með foreldrum ferm- ingarbarna úr Hamra- og Húsa- skóla. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Bar- naguðsþjónusta kl. 13. Kyrrðar- stund kl. 21 á vegum safnaðarfé- lagsins. Bæn, íhugun, söngur, o.fl. Allir velkomnir. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þor- varðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Laugardagur: Flautuskólinn kl. 11 í safnaðarheim- ilinu. Helgarferð Æskulýðsfélagsins frá kirkjunni. Sunnudagur: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam- koma á morgun kl. 17. Ræðumað- ur: Guðmundur Ómar Guðmunds- son. Barnasamverur á sama tíma. Veitingar seldar að lokinni messu. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirfti: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð- issamkoma sunnudag kl. 20. Thor- leif Gulliksen og Berit Olsen tala. Allir velkomnir. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Lágafellskirkju kl. 14. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjuleg- an hring. Jón Þorsteinsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar- nesi: Guðsþjónusta kl. 14. Gunnar Kristjánsson. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku Oddfellowstúk- unnar Snorra goða nr. 16. Kjartan Sigurjónsson organisti prédikar, héraðsprestur þjónar fyrir altari. Bragi Friðriksson. VÍDALÍNSKIRJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, héraðsprestur, messar. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Arnfríður Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjón sr. Þórhild- ur Ólafs. Munið skólabílinn. Guðs- þjónusta kl. 14. Prestursr. Gunnþór Ingason. Kjartan Jónsson kristni- boði prédikar. Sönghópur æsku- lýðsfélaga syngur ásamt kirkjukór. Órganleikari Ólafur W. Finnsson. Kaffiveitingar í Strandbergi eftir guðsþjónustu. Kjartan Jónsson kynnir kristniboðsstarfsemina. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14 með þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Fundur með foreldrum að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. INNRI-NJARÐVÍKUR- KIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 13. Baldur Rafn Sigurðsson. YTRI-NJARÐVÍKUR- KIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 12. Baldur Rafn Sigurðsson. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í dag, laugar- dag, í Stóru-Vogaskóla kl. 11 í umsjá sr. Bjarna, Sesselju og Franks. Bragi Friðriksson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Lára G. Oddsdóttir, guð- fræðinemi, prédikar. Prestur Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Einar Örn Einars- son. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta á Heilsustofnun NLFÍ kl. 11. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols- velli: Kirkjuskóli laugardag kl. 11. Messa sunnudag kl. 14. Sigurður Jónsson. ODDASÓKN: Sunnudagaskóli í grunnskólanum á Hellu kl. 11. Sig- urður Jónsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Fermingar- börn og félagar úr KFUM og K Landakirkju aðstoða. Barnasam- vera meðan á prédikun stendur. Messukaffi. Guðsþjónustu dagsins útvarpað á ÚVaff (FM) 104 kl. 16. BORGARPRESTAKALL: Barna- messa verður í Borgarneskirkju kl. 11.15. Messa kl. 14. Séra Brynjólfur Gíslason prédikar. Sóknarnefnd. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Laugardag kl. 11.00: Flautuskólinn í SafnaSarheimilinu Helgarferð ÆskulýSsfélagsins fró kirkjunni Sunnudagur kl. 11.15: BarnaguSsþjónusfa Jón Otti Jónsson Njálssaga og Sturla Þórðarson BIBLIUDAGUR 1996 Sunnudagur II. febrúar Sæðid er Guðs orð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.