Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 10. F’EBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Herferð gegn höfundar- réttarbrotum HÁTT settur embættismaður frá Bandaríkjunum fór til Pek- ing í gær til að kanna hvort Kínverjar hefðu staðið við samning ríkjanna um að stemma stigu við því að verk Bandaríkjamanna væru seld í Kína í heimildarleysi og í trássi við lög um höfundarrétt. Skömmu áður buðu kínversk yfirvöld erlendum blaðamönn- um að fylgjast með eyðilegg- ingu 50.000 myndbanda, geisladiska, snælda og tölvu- hugbúnaðar, sem gerð hafa verið upptæk í herferð gegn slíkri útgáfu frá því í nóvem- ber. Á myndinni eru verka- menn að moka varningnum af vörubíl. Samningi um vopnaaðstoð Bandaríkjanna við Noreg sagt upp Vilja greiðslur fyrir vopnabúnað Ósló. Morgunblaðið. BANDARÍSK stjórnvöld vilja segja um samningi við Noreg um vopnaað- stoð, sem tryggði Norðmönnum mikið magn af vopnabúnaði frá árinu 1950 til ársins 1967. Bandaríkjamenn vilja greiðslur fyrir farartæki, þunga- vopn og skotfæri, sem enn eru í eigu Bandaríkjahers. Þó svo að búið sé að skipta út stærstum hluta þess vopnabúnaðar, sem Norðmönnum var gefinn á sjötta og sjöunda áratugnum er enn verið að nota mikið af honum, m.a. freigátur, farartæki, fallbyssur og fleira. Vopna- búnaðurinn er formlega séð eign Bandaríkjamanna en norski herinn hef- ur frjáls afnot af honum á meðan það er í hernaðarlegum tilgangi. Stóra spurninginn er hversu mikið Norðmenn eru reiðubúnir að greiða fyrir búnaðinn. Munu norsk og bandarísk stjórnvöld nú hefja viðræður um hversu mikinn kostnað norski herinn verður að bera. Að mörgu leyti er það sögulegur viðburður að samningnum sé sagt upp. Sú umfangsmikla og dýra að- stoð, sem Bandaríkjamenn veittu Norðmönnum með honum, skipti sköpum fyrir uppbyggingu norskra vama eftir stríð og var samningurinn gerður eftir að Noregur gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu árið 1949. Samningurinn er með öllu óháður COB-samkomulaginu, er kveður á um að Bandaríkjamenn geymi vopnabún- að í birgðageymslum í Noregi. Reuter Vilja tillögur um upphæð Bandaríkin segja samkomulagið vera „stjórnsýslulegan höfuðverk" og biðja Norðmenn um að bjóða ein- hveija lága upphæð í búnaðinn frá 1950, að sögn Michaels Scanlins, blaðafulltrúa bandaríska sendiráðsins í Ósló. Hann vísar því alfarið á bug að þess verði krafist að Norðmenn greiði háar upphæðir fyrir vopnin. „Það er norskra stjórnvalda og norska hersins að meta hvers virði búnaðurinn er fyrir þau í dag. Leggið til upphæð og við munum koma henni áleiðis til stjómvalda í Washington. Við göngum út frá því að hægt verði að komast að samkomulagi án nokk- urra vandræða," segir Scanlin. Hann bendir á að þó svo að ekki hafi verið afhent nein vopn frá árinu 1967 feli samkomulagið í sér mikla pappírs- vinnu í hvert skipti og einhver hluti búnaðarins er seldur eða úreltur. „Við viljum losna við þá vinnu,“ seg- ir Scanlin. Hvorki hann né fulltrúar norskra stjómvalda vilja nefna nokkra upp- hæð í þessu sambandi. Heildarverðmæti vopnaðstoðarinn- ar nemur á núvirði um 5,8 miiljörðum norskra króna eða um 60 milljörðum íslenskra króna. Scanlin segir að lík- lega séu um 40% af vopnabúnaðinum enn í notkun. Miklir vatnavextir í norðvesturhluta Bandaríkjanna Oregon-ríki óskar eftir neyðaraðstoð Portland. Reuter. RÍKISSTJÓRI Oregon, John Kitzh- aber, hvatti í gær Bill Clinton Banda- ríkjaforseta til að lýsa yfir neyðar- ástandi í ríkinu vegna mestu flóða þar í rúma þrjá áratugi. Stór svæði í borgum í Öregon vom í hættu og þúsundir manna urðu að flýja heim- ili sín. Kitzhaber sagði að Oregon-ríki og yfirvöld þess gætu ekki ráðið við flóð- in án aðstoðar alríkisstjómarinnar. Lýsi forsetinn yfir neyðarástandi eiga flóðasvæðin rétt á aðstoð banda- rískra yfirvalda. Yfirvöld í 17 sýslum í Oregon og 13 í Washington-ríki hafa lýst yfir neyðarástandi vegna flóðanna. Þús- undir manna hafa þurft að flýja heimili sín í vesturhluta Oregon og tveir menn höfðu farist í gær. Eins manns til viðbótar var saknað. Ár flæddu yfir bakka sína vegna langvarandi úrhellis og hláku. Allir helstu vegirnir að Portland lokuðust vegna flóða og aurskriðna. Hundruð vega lokuðust í Oregon og Washing- ton, meðal annars aðalþjóðvegurinn sem tengir ríkii). Portland líktist vígvelli íbúar miðborgar Portland fylgdust kvíðnir með vextinum í ánni Willa- mette, sem hefur ekki verið jafn vatnsmikil frá mannskæðum flóðum um jólin 1964. Litlu munaði að áin flæddi yfír vamargarða og sjálfboð- aliðar hlóðu á þá sandpokum. Óttast var að vatnshæðin yrði um níu metr- ar og 30 sm yfir varnargörðunum. Vatnshæðin var 10 metrar í flóðinu árið 1964, sem kostaði 15 manns líf- ið og olli 148 milljóna dala, 9,7 millj- arða króna, tjóni. Stórt svæði í miðborg Portland líktist vígvelli í gær vegna sandpoka- stafla sem hlaðr.ir voru umhverfis skrifstofubyggingar. Nokkur einbýl- ishús og eitt fjölbýlishús færðust til vegna flóða og aurskriðna í grennd við borgina. Lögreglan ráðlagði íbú- um á stóru svæði í Salem, höfuðstað ríkisins, að yfirgefa heimili sín vegna hættu á að Willamette-á flæddi yfir bakka sína. Bandaríska strandgæsl- an, sem tók þátt í björgunarstarfinu, sagði að 14.000 manns hefðu þegar flúið heimili sín. L -... . SB * , Reuter ÍBÚI Salem í Oregon-ríki kannar skemmdir á húsi sínu i flóðum vegna mikillar úrkomu. United News og MAI sameinast London. Thc Daily Telegraph. BRESKA útgáfufyrirtækið United News and Media, sem gefur m.a. út Daily Express og Sunday Express hyggst sameinast sjónvarps- og fjár- málafyrirtækinu MAI, sem rekur m.a. stöðvarnar Meridian og Anglia. Greint var frá samkomulagi þessa efnis á fimmtudag og kom það bresku viðskiptalífi í opna skjöldu. Með sameiningu fyrirtækjanna verð- ur til stórt og öflugt fjölmiðlafyrir- tæki sem United á 50,7% hluti í en MAI 49,3%. Hollick lávarður, sem byggði upp MAI á sínum tíma og verður aðal- stjómandi nýja fyrirtækisins, sagði gífurlega sterk rök hafa verið fyrir sameiningu meðal annars vegna áforma um að færa út kvíarnar á breska sjónvarpsmarkaðnum og bandaríska tímaritamarkaðnum. Hollick sagði að miklir peningar væru í spilinu í rekstri af þessu tagi og því þyrfti mikið fjármagn að koma til ef ætlunin væri að sækja út á alþjóðlegan markað. Hann taldi mikl- ar líkur á að hægt yrði að snúa við taprekstri fJxpress-blaðana. Rússar selja Kín- verjum herþotur HÁTT settur embættismaður í rússneska varnarmálaráðu- neytinu, Edward F. Neimark, staðfesti í gær að Rússar hefðu samþykkt að selja Kín- veijum orrustuþotur af gerð- inni Sukhoi Su-27. Hann sagði að samið hefði verið um söl- una fyrir síðustu áramót en kvaðst ekki geta upplýst um íjölda þotnanna. Sukhoi Su-27 þotur gegna því hlutverki að ráðast á árásarvélar. Stjórnvöld í Tævan sögðu sölusamninginn mikið áhyggjuefni en Neimark kvað Rússa hafa selt Kínveijum sams konar þotur árið 1994 án þess að það hefði raskað vígbúnaðaijafnvæginu í þess- um heimshluta. „Eg tel ekki að þetta auki spennuna á svæðinu," sagði hann. Geimganga frá Mir TVEIR geimfarar, Rússi og Þjóðveiji, fóru í þriggja tíma geimgöngu frá Mir-stöðinni í fyrradag. Þeir skiptu um ýmis tæki, sem notuð eru við vís- indarannsókn Geimvísinda- stofnunar Evrópu, og settu upp svokallað „geimhjól" sem geimfarar nota til að renna sér utan á stöðinni. Þeir áttu einnig að endurbæta loftnet stöðvarinnar en hætt var við það, þannig að geimgangan styttist um 2 'h klukkustund. Þetta er önnur geimganga mannanna, en dvöl þeirra í Mir hófst 3. september og henni lýkur 29. febrúar. Fjöldamorð í Flórida FLÓRIDABÚI hóf í gær skot- hríð á starfsmenn fyrirtækis, sem sér um að hreinsa strönd Fort Lauderdale, og varð fimm mönnum að bana áður en hann svipti sig lífi. Einn maður til viðbótar særðist og er í lífshættu. Talið er að til- ræðismaðurinn hafi starfað fyrir fyrirtækið, en verið rek- inn fyrir nokkrum mánuðum eftir að hafa fallið á eiturlyfja- prófi. Le Pen í veislu Zhír- ínovskíjs FRANSKI þjóðernissinninn Jean-Marie Le Pen hefur þeg- ið boð um að mæta í veislu sem rússneski þjóðernis- sinninn Vladímír Zhírínovskíj heldur um helgina í tilefni af brúðkaupsafmæli hans. Tals- maður flokks Le Pen, Þjóð- fylkingarinnar, sagði að þetta þýddi þó ekki að flokkurinn eða leiðtogi hans styddu Zhír- ínovskíj í rússnesku forseta- kosningunum í júní. Le Pen sagði aðeins að þetta væri fundur tveggja föðurlands- vina. Zhírínovskíj hefur boðið heimilislausum Rússuin til veislunnar, lofað þeim „hafsjó af vodka“ og hyggst leysa þá út með gjöfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.