Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 21 ALLIR þekkja það, þegar sýður upp úr pottinum við eldamennskuna. Astæðan er venjulega sú, að hitinn er of mikill og lokið hefur verið sett of þétt á pottinn. Þá er ráðið að taka lokið af eða a.m.k. hagræða því þannig að gufan fái að sleppa út og þrýstingurinn minnki. Sálarlífíð er ekki ólíkt því sem er að gerast í pottinum. Sigmund Freud, höfundur sálkönnunar, gerði ráð fyrir því að sálarlifið væri orka, sem tæki á sig ýmsar myndir í skynjun, hugsun, tilfinningum og hegðun. Uppspretta orkunnar væri í frum- stæðum innri hvötum, sem leita útrásar. Siðmenning samfélagsins og siðgæðisvitund einstaklingsins krefjast þess að hvatirnar séu beislaðar og fái aðeins útrás á sið- menntaðan hátt. Oftast heppnast það vel og þegar best lætur geta frumstæðar hvatir orðið kveikjan að auknum þroska og skapandi starfi. Þegar hin frumstæða orka leitar útrásar, sem ekki sam- Sálin ípottinum OYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆDINGUR FJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS rýmist kröfum umhverfisins, og manninum tekst ekki að breyta henni í samfélagshæft form, skap- ast hjá honum kvíði. Til þess að hefta útrás grípur hann til varnaraðgerða. Þær aðferðir, sem hér eru nefndir varnarhættir, eru í besta falli bráðabirgðalausnir og lítt aðlögunarhæfar til lengdar, og við beitingu þeirra gegn frumhvötunum myndast sálræn togstreita eða spenna. Varnarhættirnir hliðra mann- eskjunni hjá því að horfast í augu við sjálfa sig og veruleikann sem hún þarf að glíma við og hefur ávallt í för með sér nokkra brenglun á raunveruleikanum. Algengasti varnarhátturinn er bæling í sinni einföldustu mynd. Ef kenndir eins og t.d. reiði, Sálarlífið er orka öfund eða kynlöngun vakna, sem aðstæður eða siðgæðiskennd viðkomandi einstaklings leyfa ekki útrás á, eru fýrstu viðbrögðin gjarnan þau að þrýsta þeim niður, bæla þær, gleyma þeim, vita ekki af þeim. Þær hverfa úr meðvitundinni, en krauma áfram í dulvitundinni. Bæling er þó ekki sjúklegt fyrirbæri út af íyrir sig. Flest heil- brigt fólk beitir bælingu innan hóflegra marka. Sé bælingu hins vegar beitt í of ríkum mæli og stöðug tilhneiging sé til að bæla óþægilegar kenndir, hleðst upp spenna, sem getur síðan brotist út í tilfinningasveiflum án meðvit- aðra tengsla við hinar bældu kenndir. Fólki hættir þá til snöggra geðbrigða, grátkasta, reiðikasta eða ýktra gleðiviðbragða, án nokkurra tengsla við sálrænar orsakir þeirra í dulvitundinni. Þetta eru einkenni sefasýkinnar (hysteria). Að hinu leytinu getur spennan komið fram í líkamlegum einkenn- um og svonefndum sálHkamlegum sjúkdómum. Bælingin og andlega spennan sem af henni leiðir er þá farin að koma fram í líkamlegri spennu. Dæmi um þetta eru höfuðverkur og vöðvabólgur, en einnig hefur komið í ljós að við- varandi spenna getur valdið ýms- um alvarlegri sjúkdómum, t.d. hjartasjúkdómum. Þegar bæling hefur leitt til hugsýkiseinkenna og sálfræðileg meðferð er reynd, er leitast við að losa um þær varnir, sem gera viðkomandi ókleift að komast í samband við eigin tilfinningar, og hjálpa honum að fá innsýn í sjálf- an sig. Jafnframt finnur hann með hjálp læknandans nýjar og far- sælh leiðir til að gHma við bæði sinn innri mann og hinn ytri veruleika. Svo aftur sé vikið að pottinum, er rétt að passa upp á suðuna í tíma. Það getur verið hollt að taka lokið einstöku sinnum af og láta blása út. Enn betra er þó að þrýstingurinn sé að jafnaði hæfi- legur, þannig að hitinn nýtist sem best og sálarsúpan verði vel löguð og fái að njóta sin. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á bjarta og er tekið á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða simbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222. KRISTJÁN Þórður Hrafnsson þýðir söngtexta Adrians Mitchells í leikgerð Peters Halls að Dýrabæ. Var það mikið vandaverk? „Að því leyti að ég gerði ákveðnar kröfur til þýðingarinnar. Eg vildi hafa textana rétt kveðna, það er að segja samkvæmt brag- reglum. Þá þurftu þeir að sjálfsögðu að falla að tónlistinni," segir hann og bætir við að sam- starfið við tónlistarstjórnandann, Gústav Sigurðsson, hafi verið með miklum ágætum. Aðspurður um vinnubrögð segir hann að þau hafi unnið verk sín hvort í sínu lagi, en borið síðan saman bækur sínar og samræmt söngtextana leiktextanum. „Þetta tók tíma og kostaði töluverða yfírlegu, en ég get ekki ann- að sagt en ég sé sáttur við árangurinn," segir hann. Hver telur hann að boðskapur sögunnar sé? „Verkið hefur að sjálfsögðu beina skírskotun í rússnesk stjórnmál á fyrri hluta aldarinnar, en ef við tökum það sem dæmisögu fjallar það um að mannlegur breyskleiki fyrirmuni mann- inum að byggja upp með ofurskipulagningu fullkomið þjóðfélag. Sem dæmisaga varar verkið við ofskipulögðu þjóðfélagi, sem geti snúist upp í andhverfu upphaflega markmiðsins, að gera alla þegna jafna,“ segir Kristján Þórður. Melkorka Olafsdóttir þýðir leiktextann. Er þetta frumraun hennar á þýðing- arsviðinu? „Já, þetta er fyrsta verkið sem ég þýði,“ segir hún, en hún lauk leikhúsfræði- námi í Frakklandi í vor og starfar sem leik- listarráðunautur hjá ríkisútvarpinu. Fannst henni erfitt að þýða textann? „Nei, þetta var ekki sérlega erfið þýðing. Þó þurfti maður að setja sig inn í verkið og bókstaflega skapa heilan heim, með tilheyrandi heitum á per- sónum og öðru slíku.“ Leikfélagið setw upp leikgerð Peters Halls frá 1984 eins og áður sagði. Er hún frábrugðin frumtexta Orwells? „Hún er óneitanlega nokkuð frábrugðin, þótt atburðarásin sé auðvitað hin sama. Söngtextarnir og lögin gegna mikilvægu hlutverki í sýningunni," seg- ir Melkorka, sem vill taka fram að bæði hún og Kristján séu mjög ánægð með uppfærslu MH- inga, sýningin sé í alla staði mjög vel heppnuð. GLÆSILEGIR MX Z. Sá guli er einn albesti sportsleði sem völ er á AREIÐANLEGI KRAFTMIKLIR HSki-doo sameinast allir bestu kostir vélsleða eins og vinsældir þeirra sanna best. Skoðaðu mikið úrval af sleðum og ýmsum fylgihlutum og fatnaði. Einnig: Frábært úrval af notuðum vélsleðum. Opið um helgina! Lau. 10-16 og sun. 13-16. QÍSU JÓNSSON HF Bíldshöfða 14, 112 Reykjavík, Sími 587 6644 BMI IMHHHMHMnnMMM Formula III valinn fallegasti sleðinn á vélsleðasýningunni á Akureyri Formula SLS, enn einn nýr og spennandi vélsleði frá Ski-doo SPARNEYTNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.