Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ - MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 29 flurgmiiMaliií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NORÐMENN í VANDA DEILA íslendinga og Norðmanna um fiskveiðar í Barentshafi og síldarkvóta hefur valdið streitu í samskiptum þessara tveggja vinaþjóða. Afstaða Norð- manna hefur einkennst af stífni og þvergirðingshætti og fátt bendir til að ágreiningurinn verði leystur í bráð. Þessi fiskveiðideila er hins vegar ekki einangrað fyrirbæri. Norðmenn hafa komið sér í þá stöðu að eiga í karpi við flestar nágranna- og samstarfsþjóðir sínar í Norður-Evrópu. Þeir deila við Færeyinga um síldark- vóta og Svía um fiskveiðikvóta og tolla á unnar land- búnaðarafurðir. Þá er uppi ágreiningur við Evrópu- sambandið um tolla og veiðar í Síldarsmugunni og Rússa um fiskveiðimál. Stefna Noregsstjórnar sætir nú sívaxandi gagnrýni heima fyrir og hafa nokkur af helstu dagblöðum Nor- egs gagnrýnt stjórnina harðlega á síðustu dögum. Hver höndin er sögð upp á móti annarri innan stjórnar- innar og hún sögð einblína á skammtímahagsmuni í stað langtímahagsmuna Noregs. Blaðið Stavanger Aftenblad segir að það sé „sér- staklega skammarlegt að við skulum vera svo smánar- legir gagnvart Færeyingum og Islendingum" og að Norðmenn séu að taka á sig mynd „nirfils Norðurhafs- ins“. Þá segir Aftenposten að orðstír Norðmanna sé í veði vegna hinna fjölmörgu deilumála. Líklega má að miklu leyti rekja stífni norsku stjórn- arinnar til pólitískra erfiðleika innanlands. Svo virðist einnig sem Norðmenn eigi erfitt með að fóta sig í samskiptum við nágrannaríkin eftir að aðild að Evr- ópusambandinu var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi staða er engum til góðs. Það er löngu orðið tímabært að Norðmenn og þau ríki sem þeir deila við reyni að finna skynsamlegar lausnir á þeim vandamálum sem uppi eru þannig að tryggja megi aðra og meiri hagsmuni, s.s. varðandi veiðistýringu í Norður-Atlantshafi. Eigi það að gerast verða Norð- menn aftur á móti að sýna meiri samningsvilja en til þessa. FRAMFARIR í INN- HEIMTU GJALDA TÍMABÆRAR framfarir eru að verða í innheimtu á ýmsum gjöldum sveitarfélaga. Breytingarnar eru bæði til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og greiðend- ur, en þær felast í því að einfalda innheimtu og færa sér í nyt þjónustu banka og sparisjóða. Tölvutæknin gerir kleift að fækka innheimtukerfum og draga úr kostnaði. Nýjasta dæmið er samningur bæjaryfirvalda á Neskaupstað og Landsbankans um innheimtu fast- eignagjalda. Bankinn innheimtir öll fasteignagjöld ársins í ár og annast uppgjör við bæjarsjóð. Hann fær greiðslurnar strax, en bankinn býður skattgreiðendum að dreifa greiðslum á 12 mánuði. Jafnframt mun bæjarsjóður spara sér útgjöld vegna innheimtukostn- aðar. Bankar og sparisjóðir bjóða nú þegar viðskipta- vinum sínum greiðsluþjónustu vegna innheimtu hvers konar reikninga og því er rökrétt, að sveitarfélögin og fyrirtæki þeirra nýti sér hana. Komið hefur fram, að viðræður standa yfir við bankastofnanir um sameiginlega innheimtu á reikn- ingum Hitaveitu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Út- boð á innheimtunni mun fara fram með haustinu. Vafalaust munu veitustofnanir borgarinnar spara tals- vert fé með þessum hætti, auk þess sem innheimtan verður þægilegri fyrir gjaldendur. Mikilvægt er í við- ræðum veitustofnana við bankakerfið að hugsa ekki aðeins um peningalegan sparnað þeirra heldur verði hagsmunir gjaldenda og hafðir í huga, eins og gert var í samningum bæjaryfirvalda og Landsbankans á Neskaupstað. Mikill skortur í írak vegna refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna Víðtækar hugmyndir um rekstrarhagræðingu hjá veitustofnunum Reuter UNG írösk stúlka selur heimatilbúið sælgæti fyrir framan heimili sitt. Mjög hefur færst í vöxt að börn mæti ekki til skóla en freisti þess heldur að drýgja tekjur heimilisins. Nú er svo komið að algengt er að börn þjáist af næringarskorti og ungbarnadauði hefur fimmfaldast frá því að Persaflóastríðinu lauk. Búist við erfið- um viðræðum um olíusölu Ástandið í írak versnar með degi hveijum vegna refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna, sem kallað hafa miklar hörmungar yfír þjóðina. Nú eru hafnar viðræður um fyrirkomulag tak- markaðrar olíusölu og segir Jóhanna Krist- jónsdóttir í Kairó menn velta vöngum yfír því hvort Saddam Hussein vilji með þessu bæta ímynd sína. HAFNAR eru viðræður full- trúa íraka og Sameinuðu þjóðanna um samþykkt sem Öryggisráðið gerði fyrir næstum ári, þar sem írökum er leyft að selja olíu fyrir um 2 milljaða dollara, um 130 milljarða króna, tvisv- ar á ári. í samþykktinni, sem er núm- er 986, er kveðið á um að þeir megi kaupa matvæli, lyf og aðrar brýnar nauðsynjar en hafi að öðru leyti ekki áhrif á efnahagsþvinganirnar sem settar voru á landið eftir innrásina í Kúveit 1990. Fyrstu þreifingarnar hófust á þriðjudag og er búist við að viðræður muni standa í nokkrar vikur. Þegar spurðist af því að þessar viðræður stæðu fyrir dyrum var fagnað ákaft í Bagdad og óbreyttir borgarar fóru ekki dult með þær vonir að þetta væri upphafið að því að leysa þá und- an núverandi hörmungum. A1 Thawra, málgagn Baathflokksins sagði einnig í leiðara að viðræðumar væru „upphaf endaloka efnahagsþvingananna". Líkur á því að írakar hefji olíusölu - þó takmörkuð sé - á ný hafa einn- ig styrkt íraska dínarinn síðustu dag- ana og náði hann þúsund gagnvart dollar en fyrir fáeinum vikum var staða hans slík að fyrir hvem dollar fengust 3.000 dínarar. Þrátt fyrir nokkra bjartsýni um nið- urstöðu viðræðnanna, sem Irakar hafa fram að þessu hafnað mjög eindregið, er mat manna að þær geti orðið mjög erfiðar og ekki sé rétt að ganga út frá því sem gefnu að samkomulag takist. Á hinn bóginn er sjálfsagt að líta á það jákvætt að írakar eru þó a.m.k. loksins fáanlegir til að tala á þessum nótum. Írakar hafa sagt um samþykkt 986 að hún sé í reynd gróf aðför að írösku sjálfræði og sjálfstæði. írökum gremst að tveir þriðju hlutar renna til Kúveita og Kúrda Sahdi Mehdi Saleh þingforseti tjáði sig við mig um það í Bagdad í apríl í fyrra, rétt eftir að samþykkt Öryggis- ráðsins var gerð og Nabil Nejm, sendi- herra íraks hér í Kairó, segir að sú afstaða hafi ekki breyst. En Nejm segir líka að meginmark- miðið með þessum viðræðum sé að gera tilraun til að ná samkomulagi sem tryggi Irökum leyfi til olíusölu af mannúðarástæðum. Irakar hafa einkum tvennt við sam- þykkt 986 að athuga. í fyrsta lagi er kveðið svo á um að þriðjungur fjár- hæðarinnar renni til norðursvæða landsins sem eru undir stjóm Kúrda. Þetta mætti túlka sem viðurkenningu íraka á stjórn Kúrda þarna. í öðru lagi er áskilið að annar þriðjungur fari til að greiða Kúrveitum stríðs- skaðabætur og getur þá hver miðlungs reikningsmaður séð hvað verður eftir til að kaupa lyf og matvæli handa 15 milljónum íbúa íraks. Nejm sendiherra segir að það verði undir skilningi fulltrúa SÞ í viðræð- unum komið hvort þær skili árangri. Ef þeir séu ekki fáanlegir til að átta sig á hversu lág upphæð er eftir og að í reynd megi enn halda áfram að reikna og útkoman sé sú að matvæli og lyf mætti kaupa tvisvar á ári fyrir sem svarar um 7 dollurum á mann á mánuði. Hvers vegna féllust Irakar á viðræður nú? Ýmsir eru þeirrar skoðunar að írak- ar ætli sér alls ekki að ganga að nein- um kostum Sameinuðu þjóðanna í þessum viðræð- um nema þær fáist til að láta meginhluta upphæð- arinnar ganga óskipta til íraka. Og ýmsir eru á því að Saddam Hussein hafí fallist á þessar viðræður nú til að reyna að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi og sýna að hann er fús til að hjálpa þjóð sinni að losna undan þjáningarok- inu. í ræðu sem Saddam Hussein hélt nýlega sagði hann að sú ákvörðun Jórdaníustjómar að minnka um helm- ing útflutning til íraks væri ein af ástæðunum fyrir að hann hefði sam- þykkt að tala við fulltrúa SÞ. Hann vildi ekki að írakar þyrftu að treysta jafnmikið á Jórdani og þeir hefðu gert síðustu ár. Eins og margoft hefur komið fram voru Jórdanir meðal dyggustu stuðn- ingsmanna íraka lengi vel og öfluðu sér andúðar Flóaríkjanna fyrir vikið. En stuðningur Jórdaníukonungs við Saddam hefur farið þverrandi og kon- ungur hefur ekki legið á þeirri skoðun síðustu mánuði að breytingar á stjórn- arfarinu í írak væru mjög æskilegar. Ákvörðun íraka að ganga til þessara viðræðna nú kann einnig að tengjast fréttum af ýmsum pólitískum endurbót- um sem Saddam Hussein hefur boðað. Hann lýsti í sl. viku yfir því að þing- kosningar yrðu haldnar í landinu í mars nk. enda hefði hann heitið þing- kosningum eftir „sigurinn" í forseta- kosningum í írak um miðjan október sl. Þá hefur forsetinn kunngert að komið verði upp bæjarstjórnum og ráðum. Borgarar muni kjósa tvo þriðju fulltrúa en þriðjungur verði skipaður af stjórnvöldum. „Með þessu er tryggt að sú lýðræðisþróun í írak sem stefnt hefur verið að, haldi áfram,“ var haft eftir dómsmálaráðherra íraks, Shabib A1 Malki. Hann sagði að írakar hefðu ákveðið að fella úr gildi nokkrar af Shariarefsingum, svo sem að brenni- merkja menn á ennið eða skera af eyru fyrir glæpi. Skýrsla Rauða hálfmánans gefur ömurlega mynd Menn geta endalaust velt vöngum yfir því hvað vakir fyrir Saddam Huss- ein með því að senda fulltrúa til að ræða við SÞ. Hvað sem líður allri gagnrýni á grimmd og miskunnarleysi forsetans, er ekki útilokað að nýjasta skýrsla Rauða hálfmánans háfi ein- hver áhrif haft. Þar kom m.a. fram að ástandið meðal almennings versni dag frá degi, ungbarnadauði hafi fimmfaldast síðan Flóastríðið var og 4 milljónir íraka svelti og næringarsjúkdómar herji á nær hveiju heimili. Ástandinu er líkt við það sem verst hefur orðið í sumum hungursneyðum í Afríkulöndum. Og ef ekki kæmi til annað en sú ástæða að það er harla lítils virði fyr- ir Saddam Hussein að ríkja yfir 15 milljón manns ef bróðurpartur þess fjölda er að deyja úr sulti og skorti. Amman-fundurinn áfall fyrir Saddam eða andstæðinga hans? í lok janúar var haldinn tveggja daga fundur í Amman og sóttu hann íraskir stjórnarandstæðingar og and- ófsmenn sem eru búsettir erlendis, flestir J Bretlandi. Þegar spurðist út að þessi fundur stæði fyrir dyrum þótti flestum það merki um að Hussein Jórdaníukonung- ur hefði nú endanlega sagt skilið við sinn forna vin, Saddam, með því að leggja blessun sína yfir - og sumir sögðu hafa frumkvæði að - því að fundur andstæðinga hans skyldi hald- inn í Jórdaníu. Hins vegar var ekki mikið sagt frá þessum fundi fyrr en hann var um garð genginn og menn farnir til síns heima á ný. Sumir fréttaskýrendur segja að það hafi verið gert til að espa Saddam ekki um of og Hussein kon- ungur hafi um hríð verið á báðum áttum hvort hann ætti að gera alvöru úr að leyfa fundinn. Því hann mæltist þrátt fyrir allt misjafnlega fyrir í ýmsum arabalönd- um. Jafnvel Sýrlendingar, sem þekktir eru að öðru en vinsemd við Saddam Hussein, töldu Jórdaníukonung ganga þarna of langt. Nokkuð erfíðlega hefur gengið að afla frétta af þessum fundi. Þar komu vitanlega saman ýmsir heitir andstæð- ingar Saddams en mér sýnist ekki að þeir telji þennan fund marka sú þátta- skil sem að var líklega stefnt; því að íraksforseta verði velt úr sessi. Tals- maður fundarins, Poland A1 Haidari, íraskur rithöfundur, taldi af og frá að fyrir Jórdaníukonungi vekti að sameina írak og Jórdaníu undir sinni stjórn. Annar sem fundinn sótti, Saad Abd- ul Razak, fyrrv. stjórnmálamaður, sagði að til greina kæmi að halda fleiri fundi um málefni íraks og þá ógnar- stjórn sem þar væri og hvernig mætti koma Saddam Hussein frá. Hvorugur þessara manna virtist í frásögnum trúaður á að slíkt tækist. En báðir lögðu áherslu á að það væri afskaplega gagnlegt að halda slíka fundi til að menn gætu borið saman bækur sínar og reynt að samræma skoðanir sínar með framtíðarhug- myndir að leiðarljósi. Þá viðurkenndi íraki, sem sótti fundinn og er búsettur í Kairó og vildi ekki að nafn hans kæmi fram, að djúp- stæður ágreiningur sem lengst af hef- ur verið milli andstæðinga Saddams, hefði endurspeglast á fundinum og dregið úr mikilvægi hans. „Þessi hópur getur komið saman hundrað sinnum og talað og talað og deilt og rifist. Ég er afar vonsvikinn yfír því hversu takmarkaður vilji manna til málamiðlana og samstöðu er. Hafi Saddam Hussein verið argur yfir fundinum hlakkar ábyggilega í honum núna,“ sagði hann. Samkomu- lag hefði ekki náðst um næsta fund. „Ég held að ég sleppi að mæta á fleiri fundi af þessu tagi,“ sagði hann. 4 milljónir svelta og nær- ingarsjúk- dómar herja Til umræðu að flokka notendur eftir áhættu Heildarkostnaður Rafmagns- og Hitaveitu Reykjavíkur við gíróseðla, umslög og póstburð- -----------------------*------------------- argjöld nemur um 50 milljónum króna á ári. Með samvinnu fyrirtækjanna um útboð á inn- heimtu meðal bankastofnana teija veitustofn- anir að ná megi verulegum spamaði og fleiri samvinnuverkefni eru til umræðu. UM 16 manns vinna við mælaálestur hjá Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en talið er hægt að ná fram um- talsverðum sparnaði með því að sama manneskja lesi bæði á raf- magns- og hitaveitumæli. HUGMYNDIR um hagræð- ingu í rekstri sem nú eru í skoðun hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur og Hita- veitu Reykjavíkur gætu skilað að minnsta kosti 35-40 milljóna króna sparnaði á ári, hljóti þær samþykki stjómar veitustofnana. Áuk áforma um útboð hita- og rafmagnsreikninga með- al bankastofnana, sem greint var frá í Morgunblaðinu á fímmtudag, er m.a. í athugun að umbuna notendum enn frekar er nú er gert fyrir að taka upp sjálfvirka greiðslumáta, flokka notend- ur eftir áhættu viðskiptanna, gera kröfu um fyrirframgreiðslu eða trygg- ingu þegar áhættan er talin mikil og sameina mælaaflestur eða virkja not- endur frekar. Hitaveita Reykjavíkur og Rafmagns- veita Reykjavíkur skiluðu um 1,4 millj- örðum króna í arð til borgarsjóðs á seinasta ári. Rafmagnsveita Reykjavík- ur annaðist innheimtu reikninga fyrir Hitaveitu Reykjavíkur til ársins 1987, þegar síðamefnda stofnunin ákvað að draga sig úr samstarfinu. Eysteinn Jónsson fjármálastjóri Hitaveitu Reykjavíkur segir að stofn- unin hafí á sínum tíma ekki talið sig fá nægjanlega þjónustu miðað við kostnað og viljað komast í nánari tengsl við viðskiptavini sína. Breyttar forsendur „Þegar við slitum samstarfínu voru ekki sömu möguleikar fyrir hendi hvað varðar tölvuskráningu upplýsinga auk þess sem samkeppni bankanna var vart til staðar. Við emm því þeirrar skoðunar að aðskilnaður innheimtu hafí verið rétt skref þegar það var tek- ið. Við verðum hins vegar að fylgjast með tímanum og með breyttum að- stæðum,“ segir hann. Að sögn Eysteins telur stofnunin að kostnaður samfara aðskilnaði hafí eng- inn verið. Öðm máli gegnir um RR því í úttekt sem gerð var fyrir nokkra var áætlaður kostnaðarauki vegna þessa talinn hafa numið 15 milljónum króna á ári. Ein forsenda RR við endumýjun samvinnu um innheimtu er að ná þess- um kostnaði að einhvetju leyti til baka. Einn reikningur í stað margra Heildarkostnaður veitustofnananna tveggja við gíróseðla, umslög og póst- burðargjöld nemur um 50 milljónum króna að sögn Eysteins og gera menn sér vonir um að fyrmefnt útboð lækki þennan kostnað til muna. „Við teljum hægt að ná niður kostnaði með sam- keppni milli bankanna, auk þess sem þessi aðférð bæti í framtíðinni þjónustu við notandann sem fái meiri upplýs- ingar en áður,“ segir Eysteinn. Stofnanirnar senda nú A-gíróseðla hvor í sínu lagi en með því að sameina reikninga á greiðsluseðli næst m.a. fram spamaður við A-gírógjaldið sem er stærsti kostnaðarþátturinn, auk burðargjalds og pappírskostnaðar. Á móti kemur að í athugun er að innheimta gjöldin mánaðarlega í stað þess að gera það á tveggja mánaða fresti, eins og verið hefur í flestum til- vikum, til að minnka vanskil og af- skriftir. Nokkur hópur not- enda, aðallega stærri fyrir- tæki, greiðir þessa reikninga þó mánaðarlega nú að sögn Guðjóns Ólafs Sigurbjarts- sonar ijármálastjóra Raf- magnsveitu Reykjavíkur. „Mánaðarlegar greiðslur myndu jafna útgjöld heimilanna, auk þess sem sumir notendur kaupa rafmagn og hita á fleiri en einum stað, en þetta yrði sameinað á seðil þannig að hann geymdi allt að sex reikningum. Þetta þýðir t.d. að hús- eigandi sem borgar rafmagn og hita fyrir skrifstofuhúsnæði annars staðar og hesthús á þriðja staðnum, fengi einn greiðsluseðil í stað þriggja. Nú em 32 þúsund notendur með annaðhvort rafmagn eða hita og 22 þúsund með annaðhvort tvo rafmagns- mæla, tvo hitaveitumæla eða einn af hvom tagi. Síðan eru 4.500 notendur með þijá mæla og loks em enn önnur dæmi, en mun færri þó, um notendur með fleiri mæla,“ segir Guðjón. Kostnaður við gíróreikninga er nú hluti af sk. fastagjaldi þessara stofn- ana, og segir Guðjón í athugun að taka út þennan kostnað við greiðsluseðlana og hafa í staðinn sérstakt greiðsluseð- ilsgjald. „Nú stendur öllum neytendum til boða að greiða reikninga sína með sjálf- virkum greiðslumáta, annars vegar boðgreiðslu krítarkortafyrirtækja og hins vegar beingreiðslu banka og sparisjóða. Við vilj- um athuga hvort ekki er hægt að gefa notendum kost á að spara sér greiðsluseðils- kostnaðinn algjörlega ef þeir nota sjálfvirkan greiðslu- máta. í dag er afsláttur til staðar, en munur- inn yrði enn meiri því að notandinn myndi sleppa við greiðsluseðilskostnað- inn. Þeir sem kysu hins vegar að not- ast áfram við greiðsluseðil, myndu borga sama og þeir hafa gert,“ segir hann. Skyldugir til að selja öllum Rafmagnsveita Reykjavíkur óg Hita- veita Reykjavíkur afskrifa um 50 millj- ónir króna á ári í töpuðum gjöldum, eða um 1% af tekjum sem þykir al- mennt séð ekki hátt hlutfall. Guðjón segir varlegar áætlanir gera ráð fyrir að mánaðarleg innheimta lækki þá upphæð um 5-6 milljónir. Eysteinn segir að tillögumar eigi m.a. að taka á þeim mönnum sem augljóslega séu að leika á stofnanimar og gangi ítrekað á lagið. „Við emm tilbúnir með tillögur sem snerta þá aðila sem stöðugt em að hefja rekstur undir nýrri kennitölu og greiða ekki skuld sína við veitustofnanimar áður en þeir fara í þrot. Þetta er ekki mjög stór hópur en við emm vamarlaus- ir gagnvart þessum aðilum, vegna þess að við höfum einkasölurétt og emm því einnig skyldugir til að selja öllum. Meðal annars kemur til greina að þessir aðilar borgi greiðslutryggingu sem sam- svarar t.d. þriggja mánaða notkun og við endurgreiðum síðan þegar við telj- um óhætt, eða að taka upp fyrirfram- greiðslur i þessum tilvikum. í ná- grannalöndum okkar hefur þetta verið reynt, þar sem í ljós hefur komið að óvíst sé að stofnanir megi halda greiðslutryggingum ef til gjaldþrots kemur og krafa verður gerð um að þær renni inn í þrotabúið. Við myndum ekki taka upp svartan lista, heldur meta hversu mikið eigið fé stendur á bak við fyrirtækið, í hvaða atvinnu- grein fyrirtækið starfar og hveijir stjómendur þess em,“ segir Guðjón. Heildarkostnaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur við innheimtu er um 100 milljónir króna á ári fyrir utan afskrift- ir, en á móti koma tekjur af dráttar- vöxtum og innheimtugjöldum, þannig að raunupphæðin er öllu lægri. Heildar- kostnaður hjá Hitaveitu Reykjavíkur miðað við sömu forsendur er 65 milljón- ir króna. Samtals starfa 62 manns hjá inn- heimtudeildum stofnananna tveggja, þar af 35 hjá RR enda era rafmagns- mælar um helmingi fleiri en hitaveitu- mælar og innheimtan talin flóknari. Dæmi um þetta er m.a. að í sambýlis- húsum er yfirleitt einn mælir fyrir hita en rafmagnsmælar fylgja hverri íbúð. Þetta fyrirkomulag leiðir til þess að meiri líkur em á að hitareikningur sé greiddur en rafmagnsreikningur, því húsfélög greiða yfírleitt hitann, óháð hugsanlegum vanskilum eins íbúðar- eiganda. • Sparað með álestrum Breytingar á fyrirkomulagi mælaá- 3 lestrar em taldar geta haft 10-15 milljóna króna spamað í för með sér. Guðjón segir ekki gert ráð fyrir að fækka starfsfólki í þessum deildum hjá stofnunum þrátt fyrir þróun í samein- ingarátt, að minnsta kosti ekki í bráð. Að undanfömu hefur verið unnið að því að sameina álestur á mælum, en um 8 manns hjá hvorri stofnun vinna við álestur. Guðjón segir ljóst að hægt verði að fækka stöðugildum á því sviði, og sé bæði tilfærsla á starfsfólki og aðrir kostir í athugun. Einnig komi til greina að hefja sjálfsálestur notenda, í sam- ræmi við það sem viðgengst víða í nágrarinalöndum okkar. „Þá er notendum sent spjald þar sem á stendur númer á mæli og seinasta ’ staða mælis, og þeir beðnir að lesa á sjálfír. Þá myndi nútímatækni vera notuð á þann hátt að þeir myndu hringja eitt símtal og slá inn niðurstöðu álestrarins, á svipaðan hátt og menn notfæra sér þjónustu bankalína. Tölva hjá veitustofnunum myndi meta eðli- lega notkun og hvort álesturinn stand- ist, en síðan yrði haft reglulegt eftirlit með þvi að rétt sé farið með auk slembi- úrtaka, sem myndi þýða minni þörf fyrir álesara ef af yrði,“ segir Guðjón. Enn einn möguleikinn sem er til ; skoðunar er eingöngu bundinn RR, eða svokallaðir greiðslumælar, sem em mikið notaðir í Bretlandi og í vaxandi mæli í Noregi og Svíþjóð. Þá fær not- andi sérstakan kortamæli og kort í hendur, en inn á kortið er hlaðið ákveð- inni upphæð sem mælirinn les og veit fyrir vikið hversu miklu rafmagni hann má hleypa í gegnum sig. Báðum aðilum til hagsbóta Ef viðkomandi notandi skuldar stofnuninni, er unnt að nota mælinn , til að bjóða upp á rýmri greiðsludreif- 1 ingu, þar sem ömggt er að notandinn þarf að leita aftur "til stofnunarinnar og hann verður að staðgreiða öll við- * skipti á meðan hann lækkar skuldir • sínar. „Segjum sem svo að notandi skuldi svo háa fjárhæð að okkur lítist ekki á blikuna og við gemm kröfu um greiðslu, sem hann á erfitt með að inna af hendi vegna þröngs fjárhags. Þá gæfum við hon- um kost á að taka við greiðslumæli, sér að kostnaðarlausu, og heíja á sama tíma að greiða niður skuldina innan ákveðins tíma. - Með þessum hætti myndi viðskiptavinurinn losna við áframhaldandi innheimtuaðgerðir og lokanir á sama tíma og hann stæði í ' skilum við okkur.“ Eysteinn kveðst vonast til að þessar tillögur verði að vemleika í árslok, fái þær brautargengi hjá stjóm veitustofn- ana, en þó verði að hafa í huga að menn stígi varlega til jarðar, sökum þess að innheimtukerfín séu stór í snið- um og viðskiptavinir margir. Kostnaður við innheimtu 160 milljónir Notendur flokkaðir eftir áhættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.