Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 37 Okkar kynni urðu fyrst fyrir rúm- um 60 árum þegar hún kom á heim- ili foreldra minna á Freyjugötu lOa. Þar dvaldist hún ein tvö ár við nám og störf. Á sumrin passaði hún okkur elstu systurnar. Þá vann hún meðal annars í Iðnó. Hún leyfði okkur systrunum stundum að koma í heimsókn og horfa á leiksýningar. Af þeim er mér minnisstæðast leikritið Bláa kápan, sem ég hafði mikið gaman af. Á bolludaginn leyfði hún okkur að koma eldsnemma til að flengja og við fengum við ijómabollur í staðinn. Eftir að Helga og Oliver giftu sig bjuggu þau alla tíð í Ólafsvík, en þau eru bæði þaðan. Þau áttu barnaláni að fagna, eignuðust 5 mannvænleg börn. Þau hjón voru, eftir því sem tímar liðu, umkringd miklum fjölda afkomenda. Það var ánægjulegt að heimsækja þau í Ólafsvík, ekki síst þegar öll fjöl- skyldan var þar saman komin. Helga var mikill höfðingi í sér, gestrisin og vinsæl, enda mikill gestagangur á heimilinu. Enda þótt Helga hafi verið þetta roskin þegar hún lést má segja um hana hið forn- kveðna að „það syrtir að er sumir kveðja". Ég vil að lokum skila þakklæti frá systkinum minum sem öll áttum því láni að fagna að kynnast Helgu. Oliver, börnum og þeirra afkom- endum votta ég dýpstu samúð. Ég vil enda þetta, Helga mín, þegar þú færir þig á annað tilverustig á orðum Davíðs „þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti“. Matthildur Sigurðardóttir. Þú varst eina amma okkar systk- inanna. Flest þau skipti sem við stungum inn nefinu, varstu heima. „Eruð þetta þið?“ Ekki leið á löngu þar til þú hafðir fulldekkað borð, margar sortir af brauði, heitu kaffi og kalda mjólk. „Fáið ykkur nú brauð og sætabrauð á eftir.“ Á meðan veitingarnar yljuðu ræddum við lífsins gagn og nauðsynjar. Sem börnum voru það Rauðhetta og úlf- urinn eða Tíu litlir negrastrákar, sem unglingum voru það atburðir úr dagsins önn eða heimsmálin. Alltaf gat maður setið tímum sam- an í þínum félagsskap. Það ungur nemur gamall temur segir máltækið. Svo sannarlega lagðir þú ríflega af mörkum í bitabox okkar „veganestis“. Rifjað- ir upp með okkur stafína, sagðir okkur sögur og undirstrikaðir fyrir- hyggjuna með því að láta okkur safna í sérstakan bauk hjá þér, sem gjarnan var notuð strepsils-dós. Umfram allt varstu okkur „þú sjáif“, hægversk og með einstakan hæfileika til að gera ekki upp á milli fólks sem gaf okkur hvetju og einu þá tilfinningu, að við ættum hug þinn allan og hjarta. Svo traust var þessi tilfinning að eitt okkar hringdi til þín snemma á 7 ára af- mælisdegi sínum og óskaði þér til hamingju með afmæli þess. Þetta er eitt dæmi um þakklæti okkar til þín, amma, að við eigum okkar til- veru hér. Amma, á slíkum tímamótum sem þessum, þar sem hver er kallaður á fund skapara síns er gott að eiga trúfastan almáttugan föður, sem minnir okkur á eftirfarandi: Eg hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna; vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn er skuggi-þinn, þér til hægri handar um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vemda þig fyrir öllu illu, hann mun vemda sál þína; Drottinn mun varðveita útgang þinn og inngang héðan í frá og að eilífu. (Sálmur nr. 121 fyrsta bók) Elsku afi, Guð styrki þig í þess- ari miklu sorg. Hugur okkar systk- 'na er hjá þér. Júlíana, Oliver, Vífill og Helga. ANNAERNA BJARNADÓTTIR + Anna Erna Bjarnadóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 16. apríl 1943. Hón lést í Reykjavík 3. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 9. febrúar. HÚN Erna, móðir Kristínar, er látin. Þrátt fyrir erfið veik- indi blundaði vonin hjá öllum um að hetju- skapur hennar myndi að lokum vinna á sjúkdómnum. Og eflaust gerðist það með sínum hætti, þó erfitt sé að sjá á bak konu í blóma lífsins. Það þarf kjark til að mæta dauða sínum þegar svo margt er að lifa fyrir. Ég hef verið samferða Kristínu dóttur Ernu í rösklega tuttugu ár. Fyrst var það í eiginlegum skiln- ingi, við vorum samferða til og frá skóla, svo þróaðist sú vinátta sem hefur haldist sleitulaust. Ég kynnt- ist heimili Kristínar og foreldrum hennar. Þar hef ég alltaf mætt þeirri hlýju sem mér var sýnd sem lítilli stúlku þó svo að ég eltist og þroskaðist og ætíð sýndu þau Erna og Magnús því áhuga sem ég. var að gera þegar við hittumst í seinni tíð. Það var einmitt sá áhugi sem þau sýndu viðfangsefnum Kristín- ar, og okkar vina hennar, sem er mér hvað minnisstæðastur úr upp- vexti okkar í Árbænum. Erna fylgdist mjög vel með námi Kristín- ar og mér þótti mikið til um þann stuðning sem hún fékk á heimilinu og þann áhuga sem þau sýndu á skólagöngu hennar. Þá var heldur ekki verið að leyna foreldrana nokkru, eða fara á bak við þá, þegar við á menntaskólaár- unum vorum að bralla ýmislegt. Erna var alltaf boðin og búin að sækja okkur seint á nóttunni eftir skólaböllin. Þetta var alltaf þegið með þökkum, enda við fyrir- myndarunglingarnir því fegnastir að komast upp í Árbæ án þess að þurfa að kosta nokkru til. Það traust sem Erna bar til Kristínar skilaði sér svo sannarlega. Eftir því sem ég eltist kynntist ég öðrum hliðum á Ernu en sem þeirri fyrirmyndarmóður sem hún var Kristínu og Þresti, og þeirri fyrirmyndarhúsmóður sem hélt fjölskyldu sinni óaðfinnanlegt heimili. Erna var einstaklega stríð- in, og gerði óspart grín að okkur vinkonunum, síðast nú í haust þeg- ar við eyddum hálfri nóttinni í að fylgja hvor annarri heim líkt og svo oft áður — við höfðum um svo mik- ið að tala að við þurftum alltaf að ganga aðeins lengri spöl með hinni án þess nokkru sinni að ná heim. Þarna vorum við þrítugar og töld- um okkur eindæma þroskaðar, en Erna þurfti bara eina athugasemd til að sýna fram á að við vorum í nákvæmlega sömu sporum og fyrir tuttugu árum. En umfram allt minnist ég Ernu eins og hún var í brúðkaupi Kristín- ar síðastliðið sumar. Falleg, glæsi- leg, og óaðfínnanlega snyrt, eins og alltaf. Geislandi af gleði yfir hamingju dóttur sinnar. Gaf sér þó tíma til að sinna litlu dótturd- ætrunum, sem féllu kannski svolít- ið í skuggann fyrir foreldrum sín- um. Og Þröstur átti heiðurinn af brúðartertu systur sinnar. Erna má vera stolt af því sem ævihlaup hennar hefur skilað, þó að alltof stutt væri. Litlu dótturdæturnar, Aldís Erna og Berglind Elinóra, sjá nú á bak Ernu ömmu sinni. Þær búa samt að þeim fjársjóði sem minningarnar um góða konu geyma, og sem fjöl- skylda þeirra mun deila með þeim þó Erna sé öll. Ég votta Magnúsi, Bjarna föður Ernu, Þresti, Kristínu og fjölskyldu samúð mína, svo og öðrum aðstandendum, um leið og ég þakka góðri konu góða sam- leið. Sólveig Ólafsdóttir. Sú harmafregn barst mér á leið norðan úr landi að góður starfsmaður og vin- kona úr Vestmannaeyjum, Erna Bjarnadóttir, væri látin. Þessi tíð- indi komu ekki svo mjög á óvart því Erna hefur háð harða baráttu við miskunnarlausan sjúkdóm í tvö ár. Aðeins fimmtíu og tveggja ára gömul varð hún svo að lúta í lægra haldi því dauðinn spyr ekki hvort það sé réttlátt að ung kona sem á svo mörgu ólokið sé hrifin í burtu frá ástvinum sínum. „Það er svo fljótt sem lífið tekur enda. Ég spyr hví var Hann mig að senda?“ Þessi orð eru grafskrift á leg- steini og koma nú upp í hugann því ég veit hve þung sorg hennar nánustu er. En hugga mig við að þegar lífið, sem Guð gaf okkur, virðist vera á enda tekur eilíft fram- haldslíf Hans við. Ernu kynntisf ég fyrst fyrir tíu árum síðan er hún hóf störf hjá Islensk-Ameríska verslunarfélag- inu. Ég þekkti þó ágætlega til fólksins hennar í Vestmannaeyjum því faðir hennar, Bjarni Bjarnason, sem var rakari að atvinnu , hafði séð um hárskurð á þremur kynslóð- um í minni ætt, afa mínum, föður og svo mér sjálfum. Þeim var vel til vina, afa mínum Matthíasi og Bjarna, því báðir höfðu gaman af þVí að segja sögur. Þegar Erna var ung stúlka var ég lítill eyjapeyji. Ég skynjaði samt að Erna, sem var á svipuðu reki og eldri systur mínar, var ein af glæsi- legustu stúlkunum í Vestmannaeyj- um. Man ég eftir henni þar sem hún stóð hnarreist og brosandi bak við afgreiðsluborðið í versluninni Bjarma, sem var í eigu frænda míns, Helga Benediktssonar. Það var einmitt á þessum árum sem hún kynntist manni sínum, Magnúsi Karlssyni, sem þá var nýkominn frá Ástralíu en þar hafði hann unnið í fimm ár. Nú var hann fluttur til Vestmannaeyja og starf- aði sem vaktformaður hjá Fiski- mjölsverksmiðju Einars Sigurðs- sonar. Það varð víst ást við fyrstu sýn hjá þeim Ernu og Magnúsi. Við sem unnum með Ernu fundum vel hve heitt hún elskaði hann Magnús sinn á því hve fallega hún talaði um hann. Þegar við hittum þau saman, til dæmis á árshátíðum, var augljóst að ást hennar var ríku- lega endurgoldin. Það hafa margir Vestmannaey- ingar starfað hjá Íslensk-Ameríska og reynst vel. Þegar Erna sótti um starf í snyrtivöruverksmiðju, sem við rákum um árabil, var hún ráðin samstundis. Hjá okkur starfaði hún í tíu ár eða þangað til hún veiktist. í starfi sínu reyndist hún framúr- skarandi dugleg og einstaklega samviskusöm. Hún var vandvirk og hafði aðlaðandi framkomu og jákvætt hugarfar. Lagði hún aldrei illt til nokkurs manns, var fordóma- laus og skemmtilegur vinnufélagi. Við sem höfum fylgst með hetju- legri baráttu hennar við hinn slynga sláttumann höfum undrast æðruleysi hennar og óbilandi kjark við vægðarlausan sjúkdóm. Hvaðan kemur fólki þessi andlegur styrkur? Mótlætið mannvitið skapar, segir Einar Benediktsson í einu kvæða sinna. Kannski er það einmitt þann- ig sem þrautseigjan verður til, í mótlætinu. Ef til vili hefur Erna líka átt lifandi trú sem beinist að mætti, sem er handan alls þess sem við megnum, og gefur okkur styrk í meðlæti sem mótbyr. Ekki má heldur gleyma trúnni á lífið sjálft, lífsviljann sem knýr okkur áfram. Síðast en ekki síst er það góð fjöl- skylda; góður eiginmaður, börn, barnabörn, tengdabörn, foreldrar og systkini sem veita óbilandi og einlægan stuðning í blíðu og stríðu. Ég óg kona mín, vottum Magnúsi, Kristínu, Þresti, og eftirlifandi föð- ur hennar, Bjarna og öðrum skyld- mennum dýpstu samúð og þökkum ánægjulega samfylgd. Egill Ágústsson. Bíð róleg eftir Guði, sála mín, frá honum kemur hjálpræði mitt. Hann er klettur minn og hjálpræði, háborg mín - eg verð eigi valtur á fótum. (62. Davíðssálmur.) Guð gefur og Guð tekur. Þetta á við um okkur öll og það eru örlög okkar allra að ganga veginn langa á vit forfeðra okkar. En þessi ferð er oft farin of snemma - á blóma- skeiði lífsins. Þannig var því farið hjá henni Emu okkar. Síðastliðna mánuði barðist hún hetjulega við ólæknandi sjúkdóm. Ástkær eiginmaður og börn henn- ar, faðir og systkini stóðu henni trygg við hlið. Því miður varð Erna að Júta í lægra haldi. Ég kynntist Emu fyrir rétt rúm- um 12 árum þegar hún sótti um starf hjá Íslensk/Ameríska í deild- inni sem ég veiti forstöðu. Það var ekki erfítt fyrir mig að sjá að Erna var rétta manneskjan fyrir okkur. Hún var svo bjartsýn, lífsglöð og samviskusöm. Það sýndi sig alltaf betur og betur á þeim tíu árum er við störfuðum saman. Alltaf var hún tilbúin til að rétta hjálparhönd. Hún aðstoðaði við vörukynningar og við móttökur innlendra og er- lendra viðskiptavina. Við slík tæki- færi var Erna hrókur alls fagnað- ar; með innileika sínum og glæsi- leika hafði hún svo mikið aðdráttar- afl að slíkt mun seint gleymast. Hún hafði einstaklega góða kímni- gáfu sem hún nýtti sér oft og margsinnis sló hún á létta strengi á meðal vina sinna. Á þessum tíma kynntist ég einn- ig fjölskyldu Ernu og heimíli henn- ar; Magga, hinum góðhjartaða eig- inmanni hennar og börnum henn- ar, Kristínu og Þresti. Heimili Ernu sýndi greinilega hennar innri mann - allt var svo smekklegt og hlý- legt. Allt var til fyrirmyndar og allir þeir sem heimsóttu þau hjón nutu einstakrar gestrisni þeirra. Endurminningin geymir nú ótelj- andi ánægjustundir. Erna og Maggi ferðuðust oft til útlanda á sumrin - oftast var það flug og bíll og áfangastaðurinn Þýskaland. Þau ferðuðust um Mós- el- og Rínardalinn og lengra til suðurs: m.a. til Ítalíu, Sviss og Austurríkis. Þegar heim var komið sagði Erna frá ferðinni og því sem hún hafði séð og upplifað. Lýsingar hennar og frásagnir yoru svo lífleg- ar og áhugaverðar - maður komst ekki hjá því að hlusta. Einmitt þetta lýsir Ernu svo vel. Á þessum tíma lærði Erna einnig töluvert í þýsku. Við ræddum oft um þýsk orðatil- tæki og þýska söngtexta. Mig lang- ar að vitna í „Zeit und Ewigkeit“ eftir Matthias Claudius: Nimm wahr die Zeit sie eilet sich und kommt nicht wieder ewiglich. Der Mensch lebt und bestehet nur eine kleine Zeit und alle Welt vergehet mit ihrer Herrlichkeit. Es ist nur einer ewig und an alien Enden und wir in seinen Handen. Hygg þú að tíma, hve hratt liann flýr, og hvergi í veröld hann aftur snýr. Og lífi fapa lýðir um litla stundu þrátt. Svo sundrast jðrð um síðir með sína dýrð og mátt. Einn heldur eilífur, svo ailur bliknar heimur oss í höndum tveimur. - (Þýð. Þorsteinn Gyifason) Að lokum vil ég biðja góðan Guð að veita Magga, Kristínu og Þresti, tengdasyni, barnabörnum, föður Emu og systkinum kraft og styrk í þeirra þungu sorg. Ég vil fyrir hönd allra sem unnu með Ernu og fyrir hönd fjölskyldu minnar vötta þeim mína dýpstu samúð. Elsku Erna, hvíl þú í friði. Með innilegu þakklæti fyrir góða vináttu, Friedel Kötterheinrich. Erna frænka er dáin. Mínar fyrstu minningar um Ernu vora, þegar ég fékk að passa hana Kristínu Björk dóttur Ernu og Magga. Þvílíkur heiður að fá að passa hana frænku. Mér fannst hún fallegasta barn í heimi, svo lítil og með krullur. Hún mamma mín og Ema voru svo góðar vinkonur og frænkur. Erna leitaði oft til mömmu þegar hana vanhagaði um eitthvað eða til að fá góð ráð, eða bara til að spjalla. Símalínan var oft orðin ansi heit. Svona liðu árin, minning- arnar margar um heimsóknir og skejnmtanir. Áður en mamma mín dó í jún( 1990 sagði hún við mig: „Anna mín þú verður að rækta sambandið við Ernu og Helgu, það er mér mjög mikilvægt.“ Þær voru mömmu afar kærar. Einnig sagði hún: „Ég vona líka að þið Kristín verðið svona góðar vinkonur eins og við Erna.“ Mömmu varð að ósk sinni því samband okkar allra hefur verið mjög gott. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að taka á móti yngri dóttur Kristín- ar og Palla og deila með þeim þeirri gleðistund þegar amma og afi komu inn á fæðingarstofuna að sjá nýfæddu prinsessuna vigtaða og mælda. Það er ógleymanleg stund í minningunni þegar Erna hélt á litlu, nýfæddu ömmustelpunni. Sorgin sem fyllti hjarta mitt þeg- ar ég frétti að veikindin hefðu tek- ið sig upp hjá Ernu. Ég upplifði á vissan hátt sömu stundir og líðan og þegar mamma var svona veik. Ég hef fylgst með, bæði frá Helgu og Kristínu, hvernig baráttan við manninn með ljáinn var. Lífsviljinn var svo mikill en það var bara ekki nóg. Það er ómetanlegt að eiga góða að og það átti hún Erna. Hún átti einstaka systur, hana Helgu, sem heimsótti hana daglega og hlúði að henni bæði af sál og líkama. Hún átti líka hana Kristínu sem er engri lík, svo sterk og svo góð vakti hún yfír mömmu sinni nótt og dag og gaf henni alla þá hlýju sem hún átti. Páll Arnar eiginmað- ur Kristínar studdi hana og hjálp- aði, þannig að Kristín gat verið mikið hjá mömmu sinni síðustu vik- urnar sem hún lifði. Þögull stóð Maggi við hlið Ernu sinnar í gegnum súrt og sætt. Nálægð hans í veikindastríðinu var Ernu mikilvæg enda hafa þau aldr- ei verið nefnd annað en Erna hans Magga og Maggi hennar Ernu. - Alltaf saman. Þröstur hefur að undanförnu búið erlendis en kom nú í janúar og kvaddi mömmu sína. Hún var svo ánægð að Þröstur væri kom- inn, enda sá hún varla sólina fyrir honum. Dótturdæturnar þær Aldís Erna og Berglind Elínóra voru henni ákaflega mikils virði. Erna sagði við mig í vetur hvað hún hlakkaði til að fá að vera meira með þeim þegar hún yrði hressari. En Erna mín hresstist ekki, hún dó umvafin kærleik 3. febrúar síðastliðinn. Elsku Maggi, Kristín, Þröstur, Bjarni, Helga, Nína, Einar og fjöl- skyldur. Þetta eru erfiðir tímar, en nú er þrautargöngu hennar Ernu okkar lokið, ég veit að það eru margir sem taka henni opnum örmum á þeim stað þar sem eng- inn verður veikur og öllum líður vel. Guð gefi ykkur styrk á erfiðum tímum. Anna Eðvaldsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.