Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ásmundur Hálfdán Mag-n- ússon, fyrrverandi verksmiðjusljóri, fæddist 4. ágúst 1918 í Hnífsdal. Hann lést í Reykja- vík 2. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar Ásmundar voru Magnús Hálfdánar- son og Halldóra Þorsteinsdóttir. Systkini Ásmundar voru sjö, þar af tvö á lífi, þau eru Rafn Magnússon, búsett- ur á Akureyri, og Laufey Magn- úsdóttir, húsmóðir í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Ásmund- ar er Helga Kristjánsdóttir frá Þingeyri við Dýrafjörð, f. 4.1. 1924. Börn Helgu og Ásmundar eru: 1) Halldóra, sjúkraliði, f. 27.4. 1949, maki Steindór Björnsson, netagerðarmeistari, þau eiga þijá syni og eru bú- Mig langar til þess að skrifa nokkr- ar línur til að minnast pabba míns, sem lést 2. febrúar síðastliðinn. Hann hét fullu nafni Ásmundur Hálfdán Magnússon. Hann var fimmti í röð sjö systkina, sem öll eru látin nema tvö þau yngstu. For- eldrar hans voru Halldóra Þorsteins- dóttir og Magnús Hálfdánarson frá Hnífsdal. Hann stundaði sjómennsku fyrstu árin en flutti síðan til Skagastrandar og hóf störf hjá Síldarverksmiðjum ríldsins. Þar kyntist hann mömmu og bjuggu þau á Skagaströnd þar til ársins 1965 er þau fluttu til Reyð- arfjarðar. Pabbi var góður faðir þó á stundum hafi okkur krökkunum þótt hann helst til stífur á meining- unni þegar við vildum fá hann til að gera eitthvað sem hann var búinn að segja nei við. Þegar ég lít til baka þá sé ég hann fyrir mér sem ljúfan og sanngjarnan mann sem sagði sitt álit á hlutunum en hlust- aði samt alltaf á það sem ég hafði að segja. Strákunum mínum var hann Iíka góður afi og fannst þeim alltaf gaman að fara og heimsækja afa og ömmu inn á Reyðarfjörð. Þar var atltaf tekið vel á móti ölium. í nóvember síðastliðnum veiktist pabbi og var hann um tíma á sjúkra- húsi í Reykjavík, hann fékk að koma + Margrét Höskuldsdóttir fæddist að Löndum í Stöðv- arfirði 11. september 1906. Hún andaðist 3. febrúar sl. Utförin fer fram frá Beruneskirkju á Berufjarðarströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ELSKU amma mjallhvít. Það er skrítið til þess að hugsa að nú sért þú ekki lengur hér á meðal okkar. Auðvitað vissi ég að einhvem tímann myndir þú deyja, en samt áttaði ég mig ekki alveg á því. Það var einhvern veginn fast í mér að þú myndir alltaf búa á Krossi með, honum Högna. Þegar við komum í Kross, sem var þó allt- of sjaldan, varstu alltaf að gera eitthvað, baka kleinur, sauma, hekla eða eida mat. Þú varst alltaf jafn dugleg. Það var furðulegt hvernig þú gast þetta vegna þess að líkaminn var orðinn svo lélegur. Eg man þegar þú varst að segja mér frá því þegar þú dast niður stigann þegar þú varst 14 ára. Þú sagðir að þú hefðir aldrei beðið þess bætur og að ég þyrfti að passa sett í Neskaupstað. 2) Jóhanna, skrif- stofumaður, f. 4.9. 1950, maki Jón Kr. Ólafsson, rafvirki, þau eiga fjögur börn. 3) Ásmundur, skipstjóri, f. 17.5. 1954, sambýliskona Sigurbjörg Hjalta- dóttir, þau eiga þijá syni og eru búsett á Reyðarfirði. 4) Krislján Pétur, stærðfræðikennari, f. 22.8. 1959. 5) Magnús, f. 16.4. 1966, búsettur á Akureyri. Ásmundur var starfsmaður Síldarverksmiðju ríkisins, starf- aði á Skagaströnd sem vélstjóri og síðar verksmiðjusljóri árin 1946-65, eftir það á Reyðarfirði sem verksmiðjusljóri. Útför Ásmundar fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. heim rétt fyrir jól og fór þá á heim- ili sonar síns sem býr í Reykjavík. Þar voru þau mamma í góðu yfir- læti þar til yfir lauk. Ég vil þakka Stjána allt það sem hann gerði fyrir bæði pabba og mömmu, það var alveg ómetanlegt. Og sagði pabbi stundum að hann vissi ekki hvað þau hefðu gert ef að Stjána hefði ekki notið við meðan á þessu veikindastríði stóð. Að end- ingu vil ég bðja góðan guð að styðja mömmu og systkini mín í þeirra sorg og pabbi minn, hafðu þökk fyr- ir allt, ég hef þá trú að við eigum eftir að hittast þótt síðar verði. Kveðja frá Dóru og fjölskyldu, Hrafnsmýri 4. Hann afi okkar er dáinn, hann er farinn til guðs, því guð vildi taka hann til sín, svo honum batnaði. Afi var mikið veikur og þurfti að fara á spítala, til að vita hvort honum batnaði ekki. Við fórum í Neskaup- stað og kvöddum afa og báðum guð að láta honum batna svo hann gæti komið heim aftur. Þá ætluðum við að fara í bíltúr út í fjöruna okkar eða inn í Grænafell. Já og fara heim á Eyrarstíg til afa og ömmu til að spila, horfa á vídíó eða hlusta á afa mig þegar ég væri að spila þennan árans fótbolta. Ég man líka þegar þú varst að fara ofan í náttborðsskúfuna þína til að taka upp dúka til að gefa mér, en þá hafðir þú sjálf heklað. Þú varst alltaf að gefa okkur eitt- hvað sem þú gerðir í höndunum, og núna um jólin gafstu mér nokkra dúka og Skúla bróður mínum kött sem þú hafðir sjálf prjónað. Og það sem honum þykir vænt um hann. Það er ýmislegt svona sem þú hefur gert og sagt sem ég mun aldrei gleyma. Þegar amma hringdi í okkur þarna um kvöldið vissi ég strax að eitthvað var að, eitthvað hafði gerst., einhver hafði dáið, en það hvarflaði ekki að mér að það væri þú, það gat bara ekki verið. En svo sagði mamma mér það og mér brá, ég trúði þessu ekki og ég vildi ekki trúa þessu. En vissa mín um að þér líði vel núna hjálpar mér að komast í gegnum þetta, en ég mun aldrei gleyma þér og dugnaði þínum, elsku langamma mín. Þín, Árdís Björk. lesa og segja okkur sögur. Einnig fórum við á bryggjuna til að skoða bátana og sjá fiskinn. Svo var farð út á Vattarnes til að sjá dýrin, kind- urnar, kálfana og hundana. Nú fer afi okkar ekki með okkur aftur í svona ævintýraferðir. Gaman var að fá að sofa á Eyrarstígnum, þar sem alltaf eitthvað nammigott til í skápn- um hjá afa og ömmu. Nú er góður guð búinn að taka afa okkar til sín og líður honum þá vel. Minningin um góðan afa er okk- ur huggun í miklum harmi, en mest- ur er söknuður ömmu. Elsku amma, Dóra, Labba, pabbi, Stjáni og Maggi, megi góður guð styrkja ykkur og varðveita. Minning um elskulegan afa lifir. Guð blessi ykkur öll. Magnús Karl, Hjalti Þórarinn og Ásmundur Hálfdán. Elsku afí okkar er látinn. Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu vikurnar var hann alltaf jafn hress. Við viijum þakka þær ánægjulegu stundir sem við áttum með honum afa okkar. Fyrstu minningar okkar um afa voru af góðlegum manni sem vildi allt fyrir alla gera og hafði hann ávallt einhvern tíma handa okkur afabörnunum þegar við kom- um í heimsókn á Reyðarfjörð. Við munum alltaf eftir því þegar við fengum að fara með afa í verksmiðj- una, þar sem hann starfaði sem verksmiðjustjóri á meðan hann hafði heilsu til. Eftir að afi hætti að vinna hafði hann meiri tíma heima fyrir til að hlúa að hinu og þessu því hann var mjög laginn og átti til að smíða ýmislegt smálegt handa okkur afa- börnunum og skipti þá litlu máli hver hluturinn var. Einnig hafði hann mjög gaman af því að spila við okkur og ef vel lá á honum átti hann til að semja fyrir okkur vísur þó að hann aftæki með öllu að hann væri eitthvert skáld. Þótt okkur þyki erfítt að sætta okkur við að þú skulir vera farinn frá okkur, þá horfum við fram á veginn með þá vissu í hjarta að nú líði þér betur og þú munir ávallt vaka yfir okkur. Ég geng til skips með veiðarvað, þá virðar sér til hvílu snúa, hrindi á flot og fer á stað, fínn þá hvorki til svefns né iúa, hjartað í myrkri vísar veg, hvar veiði nóg sé borði undir, svo ég úr minnis djúpi dreg daga liðinna sælustundir. Gimsteinum fegri og gulli þá glóa þær liðnu ævistundir. Eg dreg og dreg sem mest ég má, þvi meir en nóg er borði undir. Hjarta með tárum þakkar þér, það hefur ekkert skárra að bjóða. Frá þér minn hjartans auður er, mitt eina hjartans barnið góða. Loks þegar dagur lýsa fer lyklqa ég upp úr djúpi vaðinn. Anægðan mig þá sólin sér, af sælustundum bátinn hlaðinn. Svo tek ég sérhvem fegjnsfund og fel hann aftur í skauti Drafnar og hveija yndis- og ástarstund. Öreigi kem ég svo til hafnar. (Páll Ólafsson.) Elsku amma og aðrir ástvinir, við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg- inni og viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð. Vilborg Elva Jónsdóttir, Heimir Þór Steindórsson. Elsku afi, ég ætla að minnast þín í örfáum orðum. Þann 2. febrúar var hringt í okkur um morguninn og sagt að þú værir látinn. Fyrsti trúir maður þessu ekki því þú hefur alltaf verið okkur til halds og trausts. Þrátt fyrir veikindi þín hélt ég í vonina um að þú kæmir heim aftur. Gamlar minningar rifjast upp. Ég vil þakka þér fyrir allar þær ánægjustundir sem ég átti með þér og ömmu á Eyrarstíg, þær voru ófáar. Þið mátt- uð varla koma yfir til Norðfjarðar án þess að taka mig með ykkur til baka. Enda var ég mikið hjá ykkur ömmu á mínum yngri árum, en svo þegar maður eldist fækkar þeim stundum of mikið. Ég á aldrei eftir að gleyma sumr- inu sem ég bjó meira og minna hjá ykkur. En þá samdir þú meðal ann- ars ljóð um mig, sem ég geymi í hjarta mínu. Afa stelpa indæl er, ekki má því gleyma. Ef hún bara unir sér, þá verð ég alltaf heima. Elsku amma, mamma, Addi, Stjáni, Dóra, Maggi og aðrir að- standendur, guð blessi ykkur og varðveiti í sorginni. Fjóla Rún Jónsdóttir. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja afa minn, Ásmund Magnús- son, eða Ása afa eins og við systkin- in kölluðum hann alltaf. Þegar ég hugsa um Ása afa sé ég fyrir mér hvar hann gengur frá Eyrarstígnum niður að verksmiðju, Jiar sem hann var verksmiðjustjóri. Ég á svo marg- ar góðar minningar með afa, hvort sem það er niðri í verksmiðju, í veið- itúrum eða hjá kindunum. Það var mikiði ævintýri að fá að hlaupa um verksmiðjuna með afa, mikið af framandi tækjum og margt forvitni- legt að skoða. Þær eru ófáar veiðiferðirnar sem ég og Bjössi frændi fórum með afa. Stundum var farið niður á bryggju að dorga en ósjaldan var farið upp á Hérað að veiða silung. Oft þurfti að mynda hróðuga veiðimennina sem náð höfðu þeim stóra. Ási afi átti kindur og það var nauðsynlegt að komast í fjárhúsið og gefa kindunum ef ég var staddur á Reyðarfirði. Ég átti mínar kindur og þótt langt sé um liðið man ég enn í dag hvaða nöfn þær báru. Það var mikil sorg þegar afi hætti með kindurnar. Mér fannst gaman að heimsækja Ása afa og ömmu Helgu á Eyrarstíg og heyra sögur hjá afa, sérstaklega af sjómennsku, en afi var vélstjóri í fjölda ára. Afi sagði að ég væri kominn af miklum hákarlasjómönn- um og nafn okkar hefðu borið mikl- ir sjómenn. Það var því ekki við annað komandi 10 ára gamall, en að fá að fara á sjóinn með Adda frænda; mér var nú einu sinni sjó- mennska í blóð borin. Eitthvað komu óæskileg áhrif frá föðurættinni fram í sjómennskugenunum, a.m.k. ef marka má kílóin sem töpuðust í túrn- um! Mig langar að lokum að þakka þér, afí minn, fyrir allar þær yndis- legu stundir sem ég fékk að eiga með þér. Það var alveg sama hvenær ég kom í heimsókn, alltaf varsþu hress og tókst vel á móti mér. Ég veit að þér líður vel núna og ég er þess fullviss að ég fæ að hitta þig aftur þegar þar að kemur. Elsku amma, Addi, Stjáni, Dóra, Maggi og mamma, ég veit að söknuður ykkar er mikill, megi Guð vera með ykkur.^ Ásmundur Hálfdán Jónsson. Minn einkavinur og samstarfs- maður um 20 ára skeið á Skaga- strönd, Ásmundur Hálfdán Magn- ússon, er látinn. Andlát hans kom nokkuð á óvart þó vitað væri að sjúk- dómur sá er hann glímdi við, með mikilli þrautseigju, gerir ekki boð á undan sér. Þegar leiðir skiljast er margs að minnast. Leiðir okkar Ásmundar heitins lágu fyrst saman árið 1946, er hann var vélstjóri og síðar verksmiðju- stjóri við hina nýbyggðu síldarverk- smiðju á Skagaströnd, er þá var að taka til starfa og ég ráðinn þar bók- ari og gjaldkeri. Miklar vonir voru tengdar við hina nýju verksmiðju, sem þó runnu út í sandinn þar sem síldin hvarf úr Húnaflóa og fyrir öllu Norðurlandi og verksmiðjan varð aðeins fiskimjölsverksmiðja. Bið afsökunar á þessum útúrdúr, sem tel nauðsynlegan, í minningu minni um ástkæran vin og hans framúrskarandi indælu konu, Helgu Kristjánsdóttur, og þeirra indælu börnum, Dóru, Löbbu, Adda, Krist- jáni og Magnúsi. Okkur Huldu, konu minni, líður aldrei úr minni sambýlið við þessi góðu hjón, en svo hagaði til að við bjuggpim í sama húsi þar til Ásmund- ur flutti frá Skagaströnd til Reyðar- ASMUNDUR HÁLFDÁN MAGNÚSSON MARGRÉT HÖSKULDSDÓTTIR fjarðar og varð verksmiðjustjóri þar. Já, minningarnar eru margar. Við Ásmundur heitinn erum jafnaldrar, vorum þá nýlega giftir okkar ást- kæru konum og nýfluttir í nýsköpun- arbæinn Höfðakaupstað (Skaga- strönd), sem aldrei varð til nema á kort (mynd). Það varð mér mikið gæfuspor að kynnast og starfa með honum. Heiðarleiki, réttsýni, góð- vild, bjartsýni og umburðarlyndi voru einkenni þessa góða drengs og skemmdi kona hans, Helga, þessa mynd ekki. Það má segja að fjölskyldur okk- ar, uppi og niðri í húsinu, væru sem ein fjölskylda, enda konu minni ógleymanleg umhyggja Ásmundar og Helgu um hana og börn okkar í mínum mörgu fjarverum og verður aldrei fullþakkað. Ásmundur starf- aði óslitið í hreppsnefnd með mér og fljótlega eftir komu okkar til Skagastrandar var mér falin útgerð- arstjórn; oddviti og sveitarstjóri og tilsjón með frystihúsarekstri. Bak- hjarl hins sterka Ásmundar við mín umfangsmiklu störf á Skagaströnd er mér ógleymanlegur og get aldrei fullþakkað honum og konu hans. Að byggja upp atvinnulíf á Skaga- strönd eftir að síldin hvarf og fólki hafði fjölgað um helming á nýsköp- unarárunum, í 650 manns, þegar einnig þorskurinn hvarf úr Húnaflóa og á Norðurlandi, var því ekki lítið ævintýri. Ég get ásamt Skagstrend- ingum aldrei fullþakkað störf Ás- mundar. Þetta byijunarævintýri er hefur í tíðinni þróast nokkuð vel. Ásmundur var mikill trúmaður og bar hag kirkjunnar á Skagaströnd fyrir bijósti, m.a. gerði hann steypta fallega girðingu um lóð kirkjunnar sem varð staðarprýði. Elsku Helga mín, missir þinn og barna þinna er mikill, en ástúð og góðar minningar hjálpa. Ég og Hulda, Ingþór og Ingibjörg biðjum Guð að leiða þig ófarna lífsbraut. Blessuð sé minning hans. Hulda, Þorfinnur, Ingibjörg og Ingþór. Ásmundur Magnússon ólst upp á Hnífsdal og starfaði þar sem vél- stjóri á fiskiskipum eftir að hann hafði lokið meira mótorvélstjóra- prófi frá Fiskifélagi íslands. Árin eftir heimsstyijöldina síðari, nýisköpunarárin, voru miklir upp- gangstímar í íslensku atvinnulífi og mikill framkvæmdahugur í mönn- um. Fjöldi nýrra togara var keyptur til landsins, frystihús voru byggð um allt land og áætlanir voru jafn- vel gerðar um uppbyggingu nýrra kaupstaða. Þannig var um Skaga- strönd, þar sem rísa átti nýr kaup- staður, Höfðakaupstaður. Síldin, sem hafði veiðst í miklum mæli á Húnaflóa, átti að vera undirstaðan í atvinnurekstrinum á staðnum og síldarverksmiðjan sem Síldarverk- smiðjur ríkisins (SR) reistu þar 1946 stærsta atvinnufyrirtækið. Á sama ári var verksmiðja SR á Siglufírði, SR 46, byggð. Báðar verksmiðjurn- ar voru byggðar eftir sömu teikning- um, en verksmiðjan á Skagaströnd var þriðjungi minni. íslenskur járn- iðnaður stóð í miklum blóma um þessar mundir og til marks um það voru pressur, sjóðarar, þurrkarar og kvarnir í báðar verksmiðjurnar íslensk smíð. Á þessum tíma ríkti mikil bjart- sýni á Skagaströnd, sem hlaut að laða til sín áhugasama og hæfa ein- staklinga til starfa. Meðal þeirra, sem þangað voru ráðnir, var Ás- mundur Magnússon, þá 28 ára gam- all. Hann var ráðinn sem vélgæslu- maður í aflstöð verksmiðjunnar, þar sem öll gufa og allt rafmagn var framleitt. Það var þá nýjung hér á landi að framleiða rafmagnið með gufuhverfli, sem knúði rafalana. Hverfillinn tók orkuna til sín frá háþrýstri gufu frá katlinum og skil- aði henni til verksmiðjunnar með hæfílegum þrýstingi til nota þar. Það hlýtur að hafa verið ævintýri líkast fyrir ungan vélstjóra að fá tækifæri til að fást við þessa tækni. Ásmundur brást ekki væntingum yfirboðara sinna. Hann var fljótur að tileinka sér starfið, enda skoiti ekki áhugann og sinnti hann starfi sínu með einstakri trúmennsku og árvekni. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.