Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR10. FEBRÚAR'1996 43 FRETTIR Sjómannafélag ís- firðinga 80 ára Afmælisins minnst með peningagjöf ísafirði. Morgunblaöið. ÁTTATÍU ár voru liðin 5. febr- úar sl. frá stofnun sjómannafé- lags á ísafirði. Á fundi sem haldinn var stuttu fyrir afmæl- ið var ákveðið að halda ekki upp á afmælisdaginn með öðr- um hætti en þeim að minnast látinna ísfírskra sjómanna og voru ísafjarðarkirkju af því tilefni færðar 500 þúsund krónur að gjöf. Þá voru tveir félagar gerðir að heiðursfélög- um, þeir Bæring Jónsson, matsveinn á Guðbjörgu ÍS-46, og Héðinn Valdimarsson, sem um áratuga skeið stundaði sjó- mennsku á skipum Norður- tangans á ísafirði. Englaspil í Ævintýra- Kringlunni HELGA Arnalds kemur í dag, laugardag, í heimsókn með brúðuleikhúsið sitt Tíu fingur og flytur brúðuleiksýninguna Englaspil. Leikritið er ætlað 2 til 8 ára börnum og eru þau látin taka virkan þátt í sýningunni. Ævintýra-Kringlan er lista- smiðja fyrir börn á 3. hæð Kringlunnar þar sem þau geta hlustað á sögur, sungið, málað og fleira á meðan foreldrarnir versla. Á hverjum laugardegi kl. 14.30 eru leiksýningar. Opið er kl. 14-18.30 virka daga og laugardaga kl. 10-16. Kvöld- guðsþjónusta í Laugarnes- kirkju KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA verður í Laugarneskirkju á sunnudagskvöld kl. 20.30. Guðsþjónustuformið verður einfaldara en í hefðbundinni guðsþjónustu og tónlistin líf- leg. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn organist- ans Gunnars Gunnarssonar, en einnig verður leikið á gítar, bassa og trommur. Þorvaldur Halldórsson verður sérstakur gestur og syngur tvö lög. Lýst eftir vitnum LYST er eftir vitnum að um- ferðaróhappi sem varð á Hafn- arfjarðarvegi í landi Smára- hvamms um kl. átta fimmtu- dagsmorguninn 8. febrúar. Tvær fólksbifreiðar voru á leið norður Hafnarfjarðarveg og ætluðu að fara afrein til Kópavogs þegar önnur bifreið- in fór utan í vegrið. Þeir sem urðu vitni að þessu óhappi eru beðnir um að snúa sér til lög- reglunnar í Kópavogi. Opið hús hjá Fiskakletti í TILEFNl 30 ára afmælis björgunarsveitarinnar Fiska- kletts verður opið hús á morg- un, sunnudag, að Hjallahrauni 9 og Fornubúðum 12, kl. 13-17. Félagar í sveitinni kynna starfsemi hennar. Allir eru velkomnir. Morgunblaðið/Þorkell Nýr mótssöngur skáta LANDSMÓT skáta verður haldið í ár dagana 21.-28. júlí nk. að Úlfljótsvatni í Grafningi. Rammi mótsins hefur verið valinn Á vík- ingaslóð. Sérstakur mótssöngur hefur verið saminn fyrir Landsmót skáta 1996. Höfundur lagsins er skáti frá Isafirði, Hjálmar H. Ragnars, tónskáld, en texta gerði annar skáti, Halldór Gunnarsson, textagerðar- og tónlistarmaður. Á myndinni er verið að vinna að upptökum á mótssöngnum en upphafslínur hans er: Hann Úl- fljótur gamli eldana kveikti,/að eldgömlum víkingasið./Úr vatn- inu silunginn stóra hann steikti,/og strauk síðan belgfull- an kvið...“ Drottning Norðursjávarins TEXTINN með mynd Sigmund í gær brenglaðist í vinnslu blaðsins svo Norðursjórinn varð neðansjávar. Morgunblaðið biðst afsökunar á þesum mistökum. Athugasemd vegna frysti- togara á Kanaríeyjum MORGUNBLAÐINU hefur borizt til birtingar eftirfarandi athuga- semd frá Þorsteini Guðnasyni hjá skipasölunni UNS: „Vegna ummæla Pálma Stefáns- sonar hjá Básafelli í Morgunblaðinu þann 8. febrúar sl. um frystitogara á Kanaríeyjum sem boðnir hafa verið til sölu og skipasala í því sam- bandi vill undirritaður koma eftir- greindu á framfæri. Um mitt síðasta ár fól erlendur banki UNS skipasölu að bjóða til sölu hér á landi og annars staðar 12 systurskip, 40 metra frystitog- ara byggða á árunum 1988 og 1989. í fyrstu óskaði eigandi skip- anna eftir því að fá USD 3,0 millj. fyrir hvert skip, eftir fortölur féllst eigandinn á að bjóða hvert skip á USD 2,5 millj. Seinni hluta síðasta árs og eftir enn frekari fortölur féllst hann á að lækka verð skip- anna í USD 1,8 millj. nú um miðjan janúar. Skipin hafa verið á sölulista UNS skipasölu frá miðju síðasta ári án þess að sérstök gangskör hafi verið gerð í að kynna þau. Þegar eigandi hafði fallist á að bjóða skipin á USD 1,8 millj. sá UNS skipasala ástæðu til að kynna útgerðum það sérstak- lega með dreifibréfum þ. 21. jan. og 27. jan. sl. og með auglýsingu í Morgunblaðinu þ. 31. jan. sl. enda verðið orðið afar hagstætt. UNS skipasala hefur það fyrir satt að einstaklingur, sem gefur sig út fyrir að vera skipasali, hafi boð- ið ákveðnum útgerðum þessi skip á um USD 1,0 millj. án þess að hafa til þess umboð eiganda og í óþökk hans. UNS skipasala hefur undir höndum skriflega yfirlýsingu eig- anda skipanna þessu til staðfestu. Því miður létu einhverjir útgerðar- aðilar glepjast af þessu gyliiboði og lögðu .í kostnað við að skoða skipin á röngum forsendum. UNS skipa- sala láir ekki Pálma Stefánssyni hjá Básafelli reiðina en fínnst eðli- legra að hann og aðrir beini reiði sinni að einstaklingnum sem vélaði hann og þá til utanferðarinnar en ekki öðrum. Þess má að lokum geta að þeir aðilar sem hafa farið á vegum UNS skipasölu til að skoða skipin á Kan- aríeyjum frá íslandi og öðrum heimshlutum hafa talið USD 1,8 millj. afar hagstætt verð fyrir þessi skip.“ Febrúar- messa Kvenna- kirkjunnar FEBRÚARMESSA Kvenna- kirkjunnar verður haldin í Ár- bæjarkirkju sunnudaginn 11. febrúar kl. 20.30. Umfjöllun- arefni messunnar verður fyrir- gefningin og þakklætið. María Bergmann predikar og sr. Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir leiðir konur í íhugun um það hvernig þær geta fyrirgefið sjálfum sér. Björk Jónsdóttir syngur einsöng og Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng undir stjórn Bjarneyjar Ingi- bjargar Gunnlaugsdóttur við undirleik Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Kaffí á eftir í safnaðarheim- ilinu. Skoðunar- ferð í Byggðasafn Gerðahrepps í ÞRIÐJU vettvangsferð Náttúru- verndarfélags Suðvesturlands laug- ardaginn 10. febrúar verður nýopn- að Byggðasafn Gerðahrepps skoðað undir leiðsögn Ásgeir Hjálmarsson- ar. Að því loknu verður farið niður í Garðhúsavík og litið á fjörulífið. Kynnt verður hugmynd um að NVSV standi fyrir vor- og sumar- * skoðunarferðum með sjónum, frá Garðskagaflös suður á Reykja- nestá, í samvinnu við ýmsa aðila í Gerðahreppi, Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ. Allt áhugafólk um náttúruvernd- ar- og umhverfismál er velkomið í vettvangsferðina. Mæting kl. 14 við Byggðasafnið, sem er skammt frá Garðskagavita. ----» ♦ ♦-- Fyrirlestrar um vísindin ER VIT í vísindum? nefnist fyrir- lestraröð um vísindahyggju og vís- indatrú, sem Anima, félag sálfræði- nema, stendur fyrir. Einn fyrirlestur verður haldinn á hveijum laugardegi frá 10. febrúar til 16. marz í sal 3 í Háskólabíói. Hver fyrirlestur hefst kl. 14 og stendur í um 45 mín. Eftir hlé verða almennar fyrirspurnir og umræður. Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspeki, opnar fyrirlestraröðina í dag með stuttu ávarpi, en fyrsta fyrirlesturinn flytur Atli Harðarson, heimspekingur, og nefnist hann Efahyggja. Leiðrétt athugasemd Laun hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna MISTÖK áttu sér stað við frágang athugasemdar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Tveimur setningum í lok greinarinnar var slegið saman þannig að merkingin varð röng. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum um leið og at- hugasemdin er birt aftur í heild. Vegna fréttar í Morgunblaðinu 7. febrúar sl. þar sem borin voru sam- an föst laun hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna vill Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga taka eftirfarandi fram: Samanburður á föstum launum hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna Það er mjög villandi að bera saman laun hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna á þann hátt sem gert er í áðurnefndri frétt. Heilsu- gæslulæknar fá auk fastra launa sem greidd eru af rlkinu, greitt sérstaklega fyrir unnin læknisverk á dagvinnutíma. Þannig fá heilsu- gæslulæknar greitt sérstaklega fyrir hvert viðtal samkvæmt samn- ingi við Tryggingastofnun ríkisins sem greiðir þennan hluta af laun- um heilsugæslulækna. Hjúkrunar- fræðingar fá eingöngu sín föstu laun sama hve mörgum skjólstæð- ingum þeir sinna í sínum vinnu- tíma. Réttara væri að bera saman föst laun hjúkrunarfræðinga og föst laun auk greiðslna fyrir lækn- isverk á dagvinnutímabili hjá heim- ilislæknum. Laun almennra hj úkr unarfræðinga í frétt Morgunblaðsins kemur fram að hæstu laun almennra hjúkrunarfræðinga séu 125.399 kr. á mánuði. Byijunarlaun hjúkr- unarfræðinga eru nú 82.154 kr. á mánuði. Laun í starfsheiti al- menns hjúkrunarfræðings í hæsta * ' launaþrepi (eftir 20 ára prófaldur) eru nú 105.020 kr. á mánuði. Hluti af almennum hjúkrunar- fræðingum eiga síðan möguleika á að hækka um 1-5 launaflokka (3-15%) vegna sérstakrar hæfni í starfi og vegna mikillar viðbótar- menntunar (t.d. fær hjúkrunar- fræðingur með doktorsgráðu 3 launaflokka eða 9% launahækk- un). Laun almennra hjúkrunar- fræðinga geta því hæst orðið 121.747 og eru það aðeins 4 al- mennir hjúkrunarfræðingar af um 500 almennum hjúkrunarfræðing- um sem fá greidd þessi taxtalaun frá starfsmannaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins. Flestir al- mennir hjúkrunarfræðingar eru með föst laun um og undir 100.000 kr. á mánuði. Laun deildarstjóra í frétt Morgunblaðsins kemur fram að hæstu föstu laun deildar- stjóra séu 157.959 kr. á mánuði. Föst laun deildarstjóra yfir stórri deild (þar sem eru 24 starfsmenn eða fleiri) í hæsta launaþrepi eru nú skv. kjarasamningi 121.747 kr. á mánuði. Deildarstjórar eiga síðan möguleika á að hækka um 1-3 launaflokka (3-9%) vegna við- bótarmenntunar. Föst laun deild- arstjóra skv. kjarasamningi geta því hæst orðið 133.036 kr. á mán- uði en ekki 157.959 kr. á mánuði. Vigdís Jónsdóttir, hagfræð- ingur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.