Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Skattsvik á færibandi Hvar er fjármálaráðherra? AÐ UNDANFÖRNU hafa gengið dómar vegna sviksamlegrar hátt- semi manna við að fá virðisauka- skatt ranglega greiddan úr ríkis- sjóði. Hér er um nýja tegund skatt- svika að ræða og hætta á misferli er veruleg. Uppbygging skattsins er þannig að innskattur getur orðið hærri en útskattur t.d. hjá útflutn- ingsfyrirtækjum. Ýmsir aðilar hafa því fengið umtalsverðar fjárhæðir ranglega endurgreiddar áður en í ljós hefur komið að um skattsvik hafi verið að ræða. Vatnsberamálið Þegar hafa skattayfirvöld upplýst um nokkur slík skattsvik, þar sem íjárhæðir svo mörgum tugum millj- óna skiptir hafa þannig verið svikn- ar út. Enginn veit hvað þetta nýja neðanj^rðarkerfi skattsvikanna er stórt að umfangi. Upplýst virðis- aukaskattsvik nálgast eitthundrað milljónir króna, en þar er skemmst að minnast svokallaðs Vatnsbera- máls, en í því eina máli voru 38 milljónir sviknar út úr ríkissjóði. „Pappírsfyrirtæki“ leikur sér að kerfinu Ferill þessa eina máls er með ólíkindum. Þannig hafði einstakl- ingur útbúið alls 110 tilhæfulausar virðisaukaskattsskýrslur, þar sem tilgreindur innskattur var að megin- hluta samkvæmt reikningum frá öðru einkafyrirtæki þessa sama ein- staklings, án þess að nokkur raun- veruleg viðskipti hefðu átt sér stað milli þessara tveggja fyrirtækja hans. Það liggur fyrir og hefur ver- ið staðfest í dómsskjölum að eig- andi Vatnsberans, sem sjálfur var framkvæmdastjóri og éini stjórnar- maður fyrirtækisins, var líka eini launaði starfsmaður „pappírsfyrir- tækisins", sem innskatturinn var gerður út á. í dóms- skjölum kemur fram að ákærði útbjó 110 virðisaukaskatts- skýrslur Vatnsberans hf., og reisti inn- skattsskröfur sína á þessum skýrslum og byggði þær eingöngu á reikningum frá „papp- írsfyrirtæki" sínu sem skráð var sem verk- takafyrirtæki. 345 þúsund krónur vikulega á ávísana- reikninginn Öll umgjörð og ferill þessa máls lýsir mikilli brotalöm í kerfínu og að eftirliti hafi verið mjög ábótavant. Það vek- ur líka furðu að ekki hafi verið brugðist fyrr við miðað við umfang máls og fjölda falsaðra virðisauka- skattsskýrslna sem notaðar voru til að svíkja stórfellda fjármuni út úr ríkissjóði. 110 virðisaukaskatts- skýrslur hafa þannig reglulega ver- ið stimplaðar af yfirvöldum, en sam- kvæmt dómsskjölum kemur fram að greiðslurnar runnu inná ávísana- reikning ákærða sjálfs. Þessum 110 virðisaukaskýrslum var framvísað vikulega, á tímabilinu 1992-1994. Þannig má ætla að nánast vikulega hafi runnið inná ávísanareikning ákærða um 345 þúsund krónur frá hinu opinbera eða alls 38 milljónir króna. Meira að segja þegar ákærði sat í fangelsi, fékk hann ávísanir með sviksamlegum hætti sendar á reikninginn sinn frá ríkissjóði. Því- líkt eftirlitsleysi í kerf- inu væri að óreyndu talið óhugsandi. Leið til að loka skattsvika- smugunni Greinarhöfundur hefur ásamt Ágústi Einarssyni flutt frum- varp á Alþingi til að loka þessari smugu til skattsvika. Efni þessa frumvarps er að skatt- stjórum sé heimilt að krefjast trygg- inga vegna endurgreiðslu virðis- aukaskatts úr ríkissjóði. Með þeim hætti ættu hagsmunir ríkissjóðs að vera betur tryggðir ef í ljós kæmi að forsendur endurgreiðslu virðis- aukaskatts ættu ekki rétt á sér. Unnt verður að draga úr skattsvik- um af þessu tagi þegar aðilar þurfa að leggja fram tryggingar. Þessu ákvæði mætti beita þegar innskatt- ur er að jafnaði hærri en útskattur. Það má áætla að um 10% framtelj- enda virðisaukaskatts fái endur- greiddan virðisaukaskatt þegar inn- skattur reynist hærri en útskattur. Hvar er fjármála- ráðherra? Mál þetta flutti greinarhöfundur fyrst á Alþingi fyrir einu og hálfu ári en þá var Vatnsberamálið ekki komið fram, sem sýnir enn meiri þörf á að Alþingi samþykki frum- varpið. Skattrannsóknarstjóri ríkis- ins hefur mælt með efni þessa frum- varps og í umsögn hans til Alþing- is, kom fram að ekki væri vafi á að ákvæði þetta myndi draga úr skattsvikum af þessum toga, en einkum gera ríkissjóði kleift að endurheimta oftekinn skatt. Ætlar fjármálaráð- herra, spyr Jóhanna Sigurðardóttir, að bíða í eitt ár enn eftir nýju „Vatnsberamáli“? Fjármálaráðherra ber alla ábyrgð á framkvæmd laga og á stofnunum síns ráðuneytis. Honum var bent á þessa smugu í kerfinu á Alþingi fyrir meira en ári, en hvað hefur hann gert til að loka henni? Ætlar fjármálaráðherra nú að bíða í eitt ár enn eftir nýju „Vatnsberamáli"? Höfundur er alþingismaður. Jóhanna Sigurðardóttir ÍSLENSKT MÁL UMSJÓNARMANNI hefur borist frá Jóhanni Gunnarssyni á Sel- tjamarnesi bréf sem hér fer á eftir. Það er svo fróðlegt og í alla staði gott, að það birtist hér nær allt, þótt efnismikið sé: „Ágæti Gísli! Lengi hef ég lesið þættina þína og haft bæði skemmtun og auðg- an andans af. Þátturinn í gær, númer 831, gefur mér tilefni til að þakka allt þetta. Eg get nefni- lega ekki stillt mig um að gagn- rýna tillögu sem þar er fram sett (auðkennda 14 í þættinum), eða öllu heldur biðja þig og þá skilríka menn, sem þú kannt að hafa til- tæka, að hugleiða þau rök gegn henni er ég hyggst bera fram hér á eftir. Má ég fyrst segja á mér örlítil deili. Ég hef unnið alla mína starf- sævi, sem orðin er ríflega 35 ár, við störf sem nútíminn kallar upplýsingatækni. Ég hef éins og fleiri „öldungar" þeirrar greinar verið áhugasamur um að greiða götu íslensks máls inn í þann heim. Sumpart hafa aðgerðir beinst að því að íslenska tungutak tölvufólks og sumpart að því að gera vélarnar þannig úr garði að þær megi nota skammlaust í ís- lensku samfélagi. Á þessu hvoru tveggja hefur verið misbrestur eins og þér er kunnugt. Ég sat fyrr á árum í orðanefnd Skýrslutæknifélags íslands og tók þátt í að gefa út fyrstu orða- skrá þess árið 1974. í starfi mínu hjá IBM-fyrirtækinu þurfti alloft að þýða framandi hugtök þegar nýjungar voru settar á markað hér á landi. Á meðan annað sann- ast ekki tel ég mig vera höfund stöku hugtaks, til dæmis orðanna „disklingur" og „sýndarminni". . . í seinni tíð er það helst að telja til afskipta minna af íslenskri tölvumenningu að ég er formaður nefndar á vegum Fagráðs í upp- lýsingatækni sem er að semja staðal er nefnist „íslenskar þarfir í upplýsingatækni". Heitið gefur væntanlega vísbendingu um hvað þar er um fjallað. Nú þykir mér mál að koma að erindinu. Eins og áður sagði snertir það 14. lið 831. þáttar. Gott þykir mér að þið Hólmkell skulið samþykkja orðið „Internet" Umsjónarmaður Gísli Jónsson 835. þáttur í stað þess að nota hið almenna orð „samnet" (að ég tali nú ekki um „alnet“ Morgunblaðsins). Þú tekur eftir því að ég rita „Inter- net“ með stórum upphafsstaf. Ég geri það vegna þess að þetta er að mínu mati sémafn. Rökstuðn- ingur kemur hér að neðan. Vel finnst mér þó mega leita hentugs íslensks heitis. Það sem ég vil gagnrýna er tillaga ykkar um að það skuli ávallt stytt í „Netið“. Þetta bend- ir til að þið aðhyllist þá einföldu veraldarsýn, sem reyndar er afar útbreidd hér á landi og kynt er kröftuglega undir í fjölmiðlum, að Internetið sé allt í senn upp- haf, endir og nafli upplýsinga- samfélagsins. Með því að gefa því einkarétt til að nota stytting- una „Netið“ er gefíð í skyn að engin önnur tölvunet séu til, eða að minnsta kosti ekki svo merki- leg að tali taki. Eftirfarandi til- vitnun er í rit sem er að koma út á vegum fjármálaráðuneytisins, en þar starfa ég sem sérfræðing- ur í málefnum upplýsingatækni, og heitir „ísland og upplýsinga- samfélagið — drög að framtíðar- sýn“. „Ýmis upplýsingakerfi og upp- lýsinganet eru starfrækt á Islandi í dag. Meðal neta með sértæk notkunarsvið má nefna SITA (fjarskiptanet flugfélaga), SWIPT (bankaviðskipti) og VISA (greiðslukortaviðskipti). Þjónusta fyrir almenning og viðskiptalífið innanlands og milli lánda er að- gengilegust á tvennum vettvangi: Almenna gagnanetinu (sem rekið er af Póst- og símamálastofnun) og Interneti (Tenging landsins við útlönd og úthlutun svæðisheitis hér á landi er í höndum hlutafé- lagsins Intemet á íslandi, INTÍS). Almenna gagnanetið og sú þjónusta sem þar er að fá bygg- ist á svokölluðum OSI-stöðlum, sem leggja áherslu á örugg sam- skipti á fastmótuðum viðskipta- legum gmnni. Ásamt ýmsum sér- hæfðum netum er almenna gagnanetið því einn helsti vett- vangurinn fyrir tölvuvædd við- skipti, til dæmis skjalaskipti með tölvum (SMT, EDI, pappírslaus viðskipti). Intemet hefur breiðst út um heiminn með sprengihraða und- anfarin ár. Stofnkostnaður við tengingu er lágur, formsatriði við samskipti í lágmarki og fjöl- breytni þjónustu sem fáanleg er á netinu fer sívaxandi. Segja má að Internet, og ekki síst nýlega tilkomin aðferð við að miðla og taka við upplýsingum, veraldar- vefurinn, hafí sigrað heiminn sem aðgengilegasti upplýsingamiðill- inn. Það sem komið hefur í veg fyrir víðtæka notkun Internets í viðskiptum er skortur á öryggis- ráðstöfunum." Hér er minnst á fjögur net önnur en Internet, öll útbreidd um víða veröld, öll notuð hér á landi og þó að meira beri á þeim í viðskiptaheiminum en í daglegu lífi almennings finnst mér hæpið að tileinka hið altæka skamm- nefni „Netið“ aðeins einu tilteknu tölvuneti, alveg sama hveiju. Þetta langar mig að biðja ykkur Hóimkel að hugleiða. Mér finnst einnig mega lesa tilvitnaðan kafla sem röksemda- færslu fyrir því að heiti allra þess- ara neta séu í raun sémöfn, sam- anber athugasemd mína hér ofar um að rita Internet með stórum staf. Með kærri kveðju og þakk- læti.“ Umsjónarmaður færir Jóhanni þakkir fyrir þetta merka bréf. Mun nann, svo og Hólmkell Hreinsson, vandlega gaumgæfa efni þess. ★ Hlymrekur handan kvað: Þegar líf okkar leikur á þræði, þetta l(f sem var draumur og æði, við skerum ekki á, enda eigum við þrá, og án hennar drepumst við bæði. Auk þess fær Akureyrarsíða þessa blaðs prik fyrir að tala um skíðatíð, ekki „skíðavertíð". Og Arnar Björnsson fær plús fyrir að segja alltaf giskarar, en ekki óyrðið „tipparar" sem enn heyrist. En herfilegt er að sjá í búðar- glugga á Akureyri „SALE“. Þarna er þó íslendingum ætlað að kaupa vörur á útsölu. Þegar svona er auglýst liggur tunga okkar heldur en ekki í „lamagns- leysi“. Ferðaskýrsla - FAO-ráðstefna Á DÖGUNUM sat ég fyrir íslands hönd ráðstefnu FAO, sem er Matvæla- og landbún- aðarstofnun Samein- uðu þjóðanna, og hald- in var í Hollandi. Tilefni fundarins var staða dreifbýlis í Evr- ópu og var einkum stuðst við úttektir frá fimm Austur-Evrópu- löndum, en einnig upp- lýsingar frá fulltrúum landa þrettán annarra Norður- og Mið-Evr- ópuríkja á ráðstefn- unni. Ótrúlegt; en margt virðist líkt með bændum og dreif- býlinu yfirleitt - vlða í Evrópu. Svipuð vandamál eru uppi á ten- ingnum, þ.e. samdráttur í fram- leiðslu landbúnaðarafurða. Það er því bráðnauðsynlegt að skapa ný störf í hinum dreifðu byggðum og finna leiðir til sjálfs- bjargar fyrir bændur og dreifbýl- inga. Ég gef mér það að íslenska þjóðin sé einhuga um að sem fæst- ir neyðist til að rífa sig og sína upp með rótum og flýja átthagana vegna bjargarskorts. Staða kvenna í dreifbýli virðist víðast hvar slæm. í Litháen eru konur í stijálbýli t.d. yfirleitt vel menntaðar, en það sem setur þeim stólinn fyrir dyrnar að nýta sér hæfileika sína og menntun í við- leitni þeirra til nýsköpunar, er m.a. skortur á fjármagni, ekki síst til markaðsleitar. I Svíþjóð varð félagsleg einangr- un stijálbýliskvenna til þess að sveitarfélög þar í landi tóku höndum saman um að skapa þeim aðstöðu hvert í sínu sveitarfélagi til þess, er þær kysu, hver á sínum stað. Nýbreytni í störfum til sveita er hins vegar lítil takmörk sett í nú- tímasamfélögum með bættum sam- göngum og ljarskiptatækni. Um getur verið að ræða úrvinnslu eða fullvinnslu matvæla I smáum stíl, hvers konar handverk og listsköp- un, þjónustu ýmiss konar eða ferða- mennsku. Það sem dreifbýlisfólk rekur sig hins vegar víða á er skortur á áhættufjármagni, jafnvel þótt um lágar upphæðir sé oft að ræða. Því var það að ég kom þeirri ósk minni á framfæri á ráðstefn- unni, að við beittum okkur fyrir stofnun „micro-credit“ banka til handa þeim sem þúrfa á fyármagni í smáum stíl að halda. Hugsunin að baki slíku fjárfestingafélagi er sú að lána t.d. há- mark hálfa milljón í einu og skilyrði er að lántakandinn (sem oft- ar en ekki er kona, sem vill koma upp smáiðn- aði eða rekstri) þarf að mæta mánaðarlega á samráðsfund hjá stuðningshópi, sem honum/henni er úthlutaður, þangað til lánið hefur verið borgað upp. Á Indlandi hefur þetta gefist vel og reyndar víðar í heiminum. Við náðum saman fulltrúar ís- lands, Noregs, Svíþjóðar, Finn- . Skapa þarf ný störf í strjálbýli, segirlngunn St. Svavarsdóttir, finna nýjar leiðir til sjálfsbjargar. lands, Eistlands og Litháen um að freista þess að stofna Nordisk-Balt- isk microcredit banka og efna til ráðstefnu þar um í Noregi 13. og 14. maí næstkomandi. Auðvitað þarf víðtæk samstaða að nást um málið I hveiju landi. Ég skora á alla, sem láta sig málið varða, að veita lið. Við þurfum að sjá til þess að íslenskar byggðir lifi áfram, en leggist ekki í auðn og niðurlægingu. Ef við tökum hönd- um saman, hvar I flokki sem við stöndum, dreifbýlið og þéttbýlið, karlar og konur, - mun okkur tak- ast áð laga okkur að nýjum háttum með nýrri öld. Þess má að lokum geta að í lok ráðstefnunnar kom fram áhugi á að næsta ráðstefna FAO verði hald- in á Islandi. Höfundur er svcitarsijóri í Öxar- firði. Ingunn St. Svavarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.