Morgunblaðið - 11.02.1996, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 4/2-10/2
mgmSESk
► GUÐRÚN Pétursdóttir,
háskólakennari og for-
stöðumaður Sjávarútvegs-
stofnunar Háskóla íslands,
tilkynnti um síðustu helgi
þá ákvörðun sína að bjóða
sig fram til embættis for-
seta ísiands í kosningunum
í júní.
► SAUTJÁN ára piltur,
Torfi Leósson, sigraði á
Skákmóti Reykjavíkur.
Torfi hlaut 9'A vinning af
11 mögulegum og var þetta
fyrsti sigur hans á skák-
móti.
► ÁKVEÐIÐ hefur verið
að leggja niður embætti
húsameistara ríkisins frá
og með næstu áramótum.
Sextán manna starfslið
stofnunarinnar lýkur þá
störfum, en hluti þeirra
starfsemi, sem húsameist-
ari hefur haft með höndum,
verður framvegis unninn af
þremur mönnum í forsætis-
ráðuneytinu.
► LITHÁÍSKT skip sigldi á
Nausthamarsbryggju í
Vestmannaeyjum á mánu-
dagskvöld og skemmdist
þilið á um 10 metra kafla.
Skarðið, sem myndaðist,
náði 3-4 metra inn á
bryggju og rifan náði 7
metra niður. Talið er að
viðgerð kosti 5-10 milljónir
króna.
► TVÆR ýtur, sem notað-
ar hafa verið til að ryðja
mold upp að hól í Leirdal í
Kópavogi, hafa þráfaldlega
bilað þegar þær nálgast
hólinn. Kenna menn álfum
um bilanirnar.
Sex bjargað
af Kofra
SEX skipveijum af rækjuskipinu Kofra
ÍS 41 frá Súðavík var á sunnudag
bjargað um borð í skuttogarann Bessa,
eftir að eldur kom upp í Kofra. Eldur-
inn kom upp í vélarrúmi skipsins og
fengu skipveijar ekki við neitt ráðið.
Þegar þeir voru að fara frá borði varð
mikil eldsprenging í skipinu og varð
yfírbygging þess alelda á skammri
stundu. Bessi dró Kofra til hafnar, en
skipið er talið ónýtt.
10% skattur á fjár-
magnstekjur
NEFND um skattlagningu fjármagns-
tekna mun, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins, leggja til að 10%
skattur verði lagður á allar fjármagns-
tekjur einstaklinga frá og með L jan-
úar 1997, þ.e. vexti, verðbætur, afföll,
gengishagnað, tekjur af hlutdeildar-
skírteinum, tekjur af arði, feigu íbúðar-
húsnæðis og söluhagnað. Áætlað er að
skatturinn skili ríkissjóði um 500 millj-
ónum árlega fyrst um sinn, en fari síð-
an smám saman hækkandi, m.a. vegna
bindingar vaxta.
Breytt uppgjör
ríkissjóðs
í FRUMVARPI, sem íjármálaráðherra
hefur lagt fram á þingi, er gert ráð
fyrir að reikningsskil ríkisins og fjárlög
verði sem mest færð til þess horfs sem
er í fyrirtækjum landsins. M.a. verður
gerður rekstrar- og efnahagsreikningur
fyrir ríkissjóð og stofnanir hans og yfír-
lit um sjóðstreymi. Fjármálaráðherra
segir, að verði frumvarpið að lögum
færi það íslendinga í fremstu röð þjóða
hvað varði uppsetningu fjárlaga og rík-
isreiknings og framkvæmd á fjármálum
ríkisins.
• •
Oflug sprengja
í London
RÚMLEGA hundrað manns slösuðust
þegar öflug sprengja sprakk í Isle of
Dogs hverfínu í austurhluta London á
föstudagskvöld. Talið var víst að írski
lýðveldisherinn (IRA) hefði verið að
verki og fullyrt að þar með hefðu liðs-
menn hans bundið enda á vopnahléð,
sem verið hefur í gildi. Gerry Adams,
leiðtogi Sinn Fein, stjómmálaarms
IRA, sagði að hleypa þyrfti auknum
krafti í friðarumleitanir. John Major,
forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi
verknaðinn, en af orðum hans þótti
mega ráða að breska stjómin teldi að
fámennur klofningshópur IRA væri að
baki tilræðinu og því væri ekki öll von
úti um friðarumleitanir á Norður-
írlandi.
189 farast í flugslysi
189 manns létu lífið þegar farþegaþota
af gerðinni Boeing 757 fórst skömmu
eftir flugtak frá Puerto Plata í Dómin-
íkanska lýðveldinu aðfaranótt miðviku-
dags. Vélin var á leið til Þýskalands
og þar í landi hefur hafíst mikil um-
ræða um það hvort minni gaumur sé
gefínn að öryggi í leiguflugi en áætlun-
arflugi. Frásögnum um tildrög slyssins
bar ekki saman. Flugmálastjóri Dómin-
íkanska lýðveldisins sagði að tilkynnt
hefði verið um bilun, en majór, sem tók
þátt í rannsókn slyssins, sagði að flug-
menn þotunnar hefðu engar vísbend-
ingar gefíð um erfiðleika um borð.
Talið var að vélin hefði farist vegna
bilunar eða mannlegra mistaka.
BOSNÍU-Serbar til-
kynntu á fimmtudag að
þeir væru hættir öllum sam-
skiptum við fulltrúa NATO-
herliðsins í Bosníu vegna
handtöku tveggja serb-
neskra foringja, sem Bos-
níustjórn ætlar að sækja til
saka fyrir stríðsglæpi. Ótt-
ast er að þetta mál geti
grafið undan friðarsamn-
ingunum um Bosniu.
► EKKERT dregur úr
spennu milli Tævan og
Kína. Greint var frá því að
Kínverjar hygðust hefja 400
þúsund manna heræfingar,
sem ættu að standa i mán-
uð, skammt frá Tævan.
Bandaríkjastjórn skoraði á
stjómvöld í Kína og Tævan
að sýna stillingu.
Þ- FÆREYINGAR hafa
ákveðið að hverfa frá kvóta-
kerfi við fiskveiðar og taka
í staðinn upp sóknarstýr-
ingpi, sem byggð verður á
ákveðnum fjölda veiðidaga
og friðun veiðisvæða.
Landsstjórnin hefur ekki
tekið formlega afstöðu og
gera þarf breytingar á lög-
um, en ekki er talið að það
standi í vegi fyrir fram-
kvæmdinni.
► MIKLIR kuldar voru
beggja vegna Atlantsála í
síðustu viku. í Bandaríkjun-
um náði frostið alla leið
suður til Flórída og á norð-
vesturströndinni kom til
mikilla flóða þegar hlánaði.
I Oregon-ríki var óskað eft-
ir neyðaraðstoð vegna
mestu flóða í þijá mánuði.
► STJÓRNVÓLD í Mar-
okkó og á Spáni hafa sam-
þykkt áætlun um að tengja
Evrópu og Afríku með
tveimur 27 km löngum
göngum fyrir járnbrautar-
lestir undir Njörvasund.
Ráðgert er að hefja fram-
kvæmdirnar á næsta ári.
FRÉTTIR
Ríkisstjórnin fjallar um neyðaraðstoð íslendinga
Langtímaaðstoð í
Bosníu verði verkleg
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að
framlag íslendinga til uppbyggingar
í Bosníu Hersegóvínu verði fjárstyrk-
ur vegna neyðarástands og verkleg
aðstoð í tengslum við endurreisnará-
ætlun á árunum 1996 til 1999. Fjög-
urra manna nefnd undir forsæti
Hilmars Þórs Hilmarssonar, hefur
verið falið að móta hugmyndir um
hvernig best verði staðið að verklegu
aðstoðinni. íslendingar hafa veitt
tæpum 100 milljónum til uppbygg-
ingar.í Palestínu. Jón Egilsson, skrif-
stofustjóri alþjóðaskrifstofu utanrík-
isráðuneytisins, telur að aðstoðin við
langtímauppbyggingu í Bosníu Her-
segóvínu verði tæpast minni.
Jón sagði að ríkisstjómin hefði
fjallað um framlag íslendinga til
uppbyggingarinnar á fundi sínum á
föstudagsmorgun. „íslendingar gáfu
vilyrði fyrir því að fé yrði veitt til
bráðaaðstoðar á alþjóðlegum fundi í
Brússel í desember. Ríkisstjómin
hefur gert tillögu um hvað upphæðin
verður há og er gert ráð fyrir að
styrkurinn verði sendur út fyrir vor-
ið,“ sagði Jón.
Hann sagði að tillagan yrði ekki
kynnt fyrr en áðumefnd nefnd um
framlag íslendinga til uppbyggingar-
innar hefði fjallað um hana. Aðal-
verkefni nefndarinnar er að skipu-
leggja framkvæmd framlags íslend-
inga fyrir framlagsráðstefnu í mars.
„Ríkisstjómin hefur ákveðið að um
verklega aðstoð verði að ræða.
Nefndin ákveður svo á hvaða sviðum
boðin verður fram aðstoð. En hún
gæti t.a.m. falist í því að íslendingar
færu út með tæki og tól til að vinna
að lagningu vega, brúarsmíði, bygg-
ingu skóla eða verkefnum í tengslum
við orku eða fjarskipti. Hér yrði um
sýnilega viðvera og vinnu við skil-
greind verkefni að ræða,“ sagði Jón.
Hann sagði að væntanlega yrði leitað
tii verktaka um framkvæmdimar og
ekki væri enn hægt að segja til um
umfang verksins.
íslendingar verði í alþjóðlegxi
lögregluliði
Á ríkisstjómarfundinum var því til
viðbótar fjaliað um möguleikann á
því að íslendingar tæku þátt í alþjóð-
legu starfí á öðrum sviðum. „Ég get
nefnt að til greina komi að íslending-
ar sendi mannafla til að vera með í
nýstofnuðu alþjóðlegu lögregluliði, til
að vinna skrifstofustörf í tengslum
við uppbygginguna eða undirbúa
kosningar," sagði Jón. Hann sagði
að jafnframt hefði verið staðfest að
áfram yrði læknalið í fyrrum Jú-
góslvaíu eins og verið hefði.
Jón sagði að þrátt fyrir að tekist
hefði að koma á friði í fyrram Júgóslv-
íu yæri ástandið í landinu mjög erf-
itt. Hann nefndi í því sambandi að 2
milljónir manna væru á flótta,
200.000 hefðu særst og 250.000 lát-
ist. Einn þriðji allrar heilbrigðisþjón-
ustu er í lamasessi og helmingur
skólastarfs. Meðaltekur hafa lækkað
um tvo þriðju á fímm ára tímabili og
níu af hveijum tíu hafa treyst á mann-
úðaraðstoð frá alþjóðlegum stofnun-
um á síðustu misseram.
Jón sagði að þegar hefði verið haf-
ist handa við neyðaraðstoð og mikil
aðstoð væri í boði. Því væri mikið
verk fyrir höndum hjá Karl Bildt,
yfírmanni uppbyggingarstarfsins, að
skipuleggja hana í samvinnu við
heimamenn. Á ríkisstjómarfundinum
var samþykkt að beiðnir frá alþjóða-
stofnunum um tölulegar upplýsingar
frá íslenskum stofnunum færa í gegn-
um Hagstofnuna til að tryggt væri
að Islands væri geti í alþjóðlegum
skýrslum.
Hátíð Sam-
vinnuferða
OPIÐ hús er á skrifstofum Sam-
vinnuferða-Landsýnar og hjá
umboðsmönnum um allt land í
dag, sunnudag, í tilefni af út-
komu ferðabæklings ferðaskrif-
stofunnar.
Ferðaskrifstofan heldur hátíð
í miðborg Reykjavíkur í dag.
Listamenn skemmta og veiting-
ar verða á tilboðsverði.
Morgunblaðiö/Ásdis
Tjaldanesheimilið eignast bifreið
TJALDANESHEIMILIÐ, sem er
heimili fyrir fatlaða og þroska-
hefta, átti á síðastliðnu ári 30 ára
afmæli. Af því tilefni gaf For-
eldra- og styrktarfélag heimilisins
vönduð húsgöng i borðstofu og
setustofu aðalhúss.
Þá þegar fór stjórn FST að
huga að kaupum á bifreið fyrir
vistmenn heimilisins en hana hef-
ur lengi vantað.
I nóvember 1995 festi stjórnin
kaup á 12 manna bifreið af gerð-
inni Ford Econoline. Hingað kom
hún um miðjan janúar og var þá
hafist handa með að koma fyrir
búnaði fyrir hjólastóla, síma o.fi.
Hjólbarðar fyrir vetrar- og sumar-
akstur voru látnir fylgja ásamt
ýmsu fieira. Margir stuðnings-
menn komu hér við sögu og voru
þessir helstir: Lionsklúbburinn
Þór Reylqavík, Brimborg hf., ís-
lenskir aðalverktakar sf., Eim-
skipafélag íslands, Dekkjahúsið
og nokkrir einstaklingar. í frétt
frá FST þakkar stjórnin öllum
þessum fyrirtækjum og einstakl-
ingum fyrir ómetanlega hjálp.
Bifreiðin afheiit
Á hátíðarfundi að Tjaldanesi í
gær, laugardaginn 10. febrúar,
var bifreiðin afhent vistmönnum
heimilisins af formanni stjórnar
FST, Láru Halldórsdóttur. Við
gjöfinni tók Þór G. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri skrifstofu mál-
efna fatlaðra á Reykjanesi, sem
heimilið heyrir undir. Hann af-
henti síðan nýráðnum forstöðu-
manni, Gyðu Vigfúsdóttur, bif-
reiðina til umsjár og notkunar
fyrir vistmennina eftir þeim regl-
um sem gefendur höfðu ákveðið.
Stjórn FST er nú þannig skip-
uð: Lára Hansdóttir formaður,
Páll Marteinsson gjaldkeri, Þóra
Kjartanz ritari, Hanne Hintze og
Sigrún Theodórsdóttir. Varamenn
eru: Ellen Ólafsdóttir og Þor-
steinn Sigurðsson, en hann hefur
verið stjórnarformaður mörg und-
anfarin ár.
Ungmenni handtekin á Akureyri
Amfetamín og E-töflur
RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Ak-
ureyri fór á föstudag fram á viku
gæsluvarðhald yfír þremur ung-
mennum, sem grunuð era um fíkni-
efnamisferli. Þau voru handtekin á
fimmtudag og við húsleit fundust 12
grömm af amfetarníni, 20 grömm
af hassi og tæki og tól til neyslu fíkni-
efna. Síðar á fimmtudag var fjórði
aðili málsins handtekinn. Um kvöldið
var einum sleppt, en hinum þremur
haldið eftir vegna rannsóknar máls-
ins, enda talið að auðgunarbrot
tengdust a.m.k, einum þeirra.
Daníel Snorrason, lögreglufulltrúi
hjá rannsóknarlögreglunni, segir að
þar sem málið hafí ekki verið talið
að fullu upplýst um miðjan dag á
föstudag, hafi verið farið fram á
gæsluvarðhald í eina viku yfír ung-
mennunum þremur. Um svipað leyti
var svo fimmti aðili máisins handtek-
inn. Sá situr inni og er málið enn i
rannsókn. Auk þess sem hald var
lagt á áðurnefnd fíkniefni fékkst við
yfirheyrslu lögreglunnar viðurkenn-
mg á neyslu E-töflu.