Morgunblaðið - 11.02.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 11.02.1996, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BAKSVIÐ Tryggður gegn asökunum um áreiti Washington. The Daily Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti er forsjáll í tryggingamálum. í ljós er komið að hann keypti sér tryggingu til að greiða einar milljónar doll- ara (um 65 milljóna króna) málsvarnarkostnað yrði hann lögsóttur vegna ásakana um kynferðis- legt áreiti. Talsmaður Clintons sagði að féð yrði notað til að greiða skuldir, sem nema um tveimur milljónum dollara (um 130 milljónum króna). Clinton tvítryggði sig þegar hann var ríkis- stjóri í Arkansas og hefur hann þegar fengið greitt frá tryggingafyrirtækjunum. Yfirleitt er kostnaður fyrir lögfræðiaðstoð vegna má!a af þessu tagi ekki innifalinn í trygg- ingum, en í dagbiaðinu Wall Street Journal, sem fyrst greindi frá þessari tryggingu forsetans, sagði að fjöldi frægs fólks og forstjóra stórra fyrirtækja-baktryggði sig með þessum hætti. Fjármál Clinton-fjölskyldunnar eru ein ijúk- andi rúst vegna kostnaðar af lögfræðiaðstoð. Whitewater málið hefur verið dýrt og sömuleið- is málsókn Paulu Jones, fyrrverandi opinbers starfsmanns í Arkansas, sem heldur því fram að Clinton hafi árið 1991 boðað sig upp á hótel- herbergi í Arkansas og viljað hafa kynmök. Þegar hún hafi neitað hafi Clinton sagt: „Þú ert óvitlaus. Við skulum hafa þetta okkar á milli.“ Lögfræðingar Clintons vilja fá málinu frestað vegna embættisstarfa forsetans, en dómstóll í Arkansas úrskurðaði í janúar að Jones ætti rétt á að mál hennar yrði tekið fyrir tafarlaust. Marlin Fitzwater var talsmaður Bandaríkja- forseta í tíð Ronalds Reagans og Georges Bush og kvaðst aldrei hafa heyrt að forseti væri tryggður með þessum hætti: „En það er óhætt að segja að maðurinn þekkti sína veikleika." ur Guð, hún gerði þetta meira að segja vel“. Eitt atvik er þó talið fullkominn skáldskapur. í bókinni sefur Burton hjá Susan Stanton og lýsir því svo að það hafi „gerst of hratt til að fanga ímyndunaraflið. Lyktin af henni' var meira að segja íjarlæg og formleg, ekkert nema sápa og hárúði ... “ Höfundur tekur flugið þegar nálgast lok bókar. Þegar upp er staðið vitum við að Susan Stanton er í raun tvíkynhneigð. Maður hennar er sakaður um að hafa gert svarta táningsstúlku, dóftur vina sinna, ólétta og gula pressan veltir sér upp úr málinu. Vel tekið af gagnrýnendum Bókin „Primary Colors" hefur hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda og oft verið líkt við aðra pólitíska skáldsögu, „All the King’s men“ eftir Robert Penn Warren, sem kom út á fimmta áratugnum og lýsir uppgangi og hruni Hueys Longs, ríkisstjóra í Louisiana. Einn rithöfundur hefur verið nefndur til sögunnar. Tom Wolfe skaust upp á stjörnuhimininn með bókinni „Bálköstur hégómleikans", skáldsögu um bandarískt þjóðfélag á síðasta áratug þegar verðbréfa- salar á Wall Street voru kóngar í ríki sínu. Wolfe er sérfræðingur í að hræra saman skáldskap og staðreyndum líkt og höfundur „Primary Colors". Walter Shapiro, dálkahöfundi tímaritsins Time tókst að króa höf- undinn af á tölvuneti og spyija hann nokkurra spurninga. Þar kvaðst hinn ónafngreindi höfundur vera einmana, neitaði að segja stakt orð um sjálfan sig, en viðurkenndi að skáldsaga Wolfes hefði veitt honum innblástur. Höfundurinn hefur lagt sig í líma við að halda nafni sínu leyndu. Ráðamenn Random House, bóka- forlagsins, sem gefur bókina út, segjast ekki einu sinni vita hver hann er og starfsmönnum er bann- að að leiða getum að því opinber- lega. Höfundurinn notaði umboðs- mann sinn sem millilið. Hann kom tillögum á framfæri við höfundinn og handriti var skilað með lagfær- ingum skömmu síðar. Allar leiðrétt- ingar voru vélritaðar svo ekki væri hægt að rekja skrift höfundar. Sagt er að fyrirframgreiðsla for- lagsins til höfundar hafi náð sex stafa tölu í Bandaríkjadollurum og bókin hefur náð metsölu í einu vet- fangi. Bóksalar í Washington hafa vart við að stafla henni í hillur. „Primary Colors“ fjallar um svik við hugsjónir. Sögumaður fær sig á endanum fullsaddan á framferði frambjóðandans. Höfundur hefur hins vegar verið vændur um að nota sömu aðferðir og þeir, sem hann gagnrýnir. „Bókmenntalegt skítkast gegn skítkösturunum," sagði í tímaritinu Der Spiegel. Forsetinn hefur hins vegar ekki látið bókina og umtalið um hana á sig fá. „Þið eruð nú vanir að geta þefað hvað sem er uppi,“ sagði hann við fréttamenn í Hvíta húsinu fyrir viku. „Þetta er það minnsta, sem við getum ætlast til af ykkur: að þið komist að nafninu. Ég verð að segja að ég dáist að útgefandanum og höfundinum. Þetta er eina leynd- armálið, sem ekki hefur verið dreg- ið fram í dagsljósið í Washington undanfarin þijú ár.“ Heimildir: The Daily Telegraph, The New York Times og Der Spieg- el. Bókin um forsetahjónin sem allir vildu skrifað hafa Ný skáldsaga er á allra vörum í Washington. Vettvangurinn er lítt dulbúin útgáfa af kosn- ingabaráttu Bills Clint- ons árið 1992 skrifuð í skjóli nafnleyndar. „Bókmenntalegt skít- kast“ í skjólí nafnleyndar LEYNDARMÁL eru fágæt í Washington og langt er síðan skáldsaga hefur vakið aðra eins athygli í Bandaríkjunum og bókin „Primary Colors". Ekki fer á milli mála að sagan lýsir kosningabaráttu Bills Clintons Bandaríkjaforseta árið 1992 og hefur verið haft á orði að í bókinni sé á ferðinni trúverðugri lýsing á forsetanum, konu hans og starfsliði, en nokkrum blaðamanni eða fréttaskýranda hefur tekist að draga upp. Lýsingarnar eru hins vegar óvægnar og hafa víst ekki vakið kátínu í Hvíta húsinu. Anonymous stendur á kápu bók- arinnar og enn hefur engum tekist að komast að því hver höfundurinn er. Ekki einu sinni * útgefandinn veit það. Fátt er hins vegar jafn vinsælt á mannamótum í Washing- ton um þessar mundir og að velta því fyrir sér hver hafí valdið penn- anum. Er höfundurinn repúblikani eða demókrati? Blaðamaður? Er hann nákominn forsetanum? Ef for- setinn á svona vini, þarf hann á óvinum að halda? Enginn hefur gefíð sig fram. Ýmsir blaðamenn og dálkahöfundar hafa verið spurðir og allir vildu þeir hafa skrifað bókina, en svarið er neitandi. Sagan greinir frá Jaek Stanton, ríkisstjóra frá smáríki í Suðurríkj- unum, sem hleypur á eftir hveiju pilsi og er altekinn af valdagræðgi, sem á það til að yfírgnæfa kynhvöt- ina. Á leið Stantons í Hvíta húsið þarf hvað eftir annað að bjarga honum úr vandræðum. Fyrirmynd sögumanns bókarinn- ar er greinilega George Step- hanopoulos, sem var hægri hönd Clintons í kosningabaráttunni og hefur verið einn hans nánustu ráð- gjafa. I bókinni heitir hann Henry Burton og er reyndar svartur, sem gefur höfundi færi á því að fletta ofan af þeirri hræsni, sem oft ein- kennir samskipti kynþátta í Banda- ríkjunum. Handaband stjórnmálamannsins ■ í upphafi bókar er því lýst þegar fundum Stantons og Burtons ber fyrst saman og farið í saumana á- Paula Jones NÝ SKÁLDSAGA hefur Bill og Hillary Clinton að fyrirmynd. Hann er valdagráðugur og hún veit ekki hvort hún elskar hann eða hatar. hann að kynnast þér. Stundum leggur hann höndina á öxl þína, þið eruð vinir og eigið ykkur leynd- armál. Svo er það innilega handa- bandið þar sem hann tekur um hönd þína báðum höndum og horfir sínu fræga, tárvota augnaráði. Enginn getur hlustað eins og hann, hlustað af offorsi. Haft er fyrir satt að í bókinni sé að fínna samtöl milli Burtons og Stantons, ,sem Stephanopoulos og Clinton hafí átt undir íjögur augu. Mörk skáldskapar og veruleika? Þetta hefur valdið því að menn velta því fyrir sér við lesturinn hvaða samtöl og atburðir séu rétt höfð eftir. Spurt er hvar skáldskapnum sleppi og raun- veruleikinn taki við. Stephanopoulos sver af sér að hafa skrifáð bókina og leggur allt kapp á að fletta ofan af höfundinum. Hann heldur því fram að höfundurinn hljóti að vera innanbúð- armaður úr kosn- ingaherbúðum Clintons. Blaða- maður hafi enga ástæðu til að vilja nafnleynd. Hillary Clinton fær sinn skammt hjá hinum nafnlausa höfundi. Susan Stanton heitir hún á síðum bókar- innar og fær grimmilega útreið. Hún leiftrar af gáfum, hefur járn- vilja og er full sjálfsöryggis. Hún virðist eiga erfitt með að ákveða hvort hún elskar eiginmann sinn eða fyrirlítur. Hún missir þó stjórn á sér þegar í ljós kemur að til eru segulbands- upptökur af samtölum eiginmanns hennar við Cashmere McLeod, hár- greiðslukonu, sem segist hafa átti í ástarsambandi við ríkisstjór- ann. Nákvæm- lega eins mál kom upp 1992 þegar kona að nafni Gennifer Flowers kom fram á sjónar- sviðið, kvaðst hafa átt í ástar- sambandi við Clinton og lagði fram upptökur máli sínu til stuðnings. í bókinni gengur Susan Stanton að manni sínum og rekur „hon- um löðrung þvert yfír and- litið. Þetta var fullkomið högg með kraftmikl- um smelli. Góð- SÖGUMAÐUR er náinn ráð- gjafi frambjóðandans, rétt eins og Stephanopoulos, sem leitar höfundar bókarinnar með logandi ljósi. handabandi hins þauivana stjórn- málamanns: Handabandið er þröskuldurinn, upphaf pólitíkur. Nú hef ég séð hann gera þetta í tvær milljónir skipta, en ég gæti ekki sagt þér hvernig hann fer að, hvað hann gerir með hægri hendinni; kraft- urinn, upplagið, lengdin, grundvall- aratriði þess að kreista holdið. Hins vegar get ég sagt ykkur ýmislegt um það hvað hann gerir með hinni hendinni. Þar er hann snillingur. Hann gæti tekið utan um olnbog- ann á þér eða upphandlegginn. Ósjálfrátt viðbragð. Það gleður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.