Morgunblaðið - 11.02.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 11
Ljósmynd/NATO
SOLANA kallar friðargæzluverkefni NATO í Bosníu „tilraunastofu fyrir framtíð
bandalagsins." Hér ræðir hann við einn af forystumönnum stríðandi fylkinga á
Balkanskaga, Franjo Tudjman, forseta Króatíu. Til vinstri er G. Joulwan hershöfð-
ingi, yfirmaður Evrópuherafla NATO.
„Mikilvægasta hug-
myndin, sem hefur
komið fram á sein-
ustu mánuðum, er
að öryggissamstarf
Evrópuríkja eigi sér
stað innan NATO,
en ekki utan þess ...
Eg tel að íslenzka
)jóðin ætti að líta
)á breytingu já-
tvæðum augum.“
nauðsyn, þau ber að varðveita og láta einsk-
is ófreistað til að þau séu sem virkust.
í öðru lagi er aukið samstarf og ábyrgð
Evrópuríkja í varnarmálum hugtak, sem var
nefnt þegar í lokayfirlýsingu leiðtogafundar
NATO 1994. Að mínu áliti hefur sú mikil-
væga breyting átt sér stað á undanförnum
mánuðum að með breyttri afstöðu Frakk-
lands hefur skapazt samkomulag um að
þessi þróun eigi sér ekki stað utan NATO,
heldur eigi hún heima innan NATO. Þetta
er rnikilvæg afleiðing af afstöðu Frakka.
I þriðja lagi mun ríkjaráðstefna Evrópu-
sambandsins auðvitað takast á við nauðsyn-
legar umbætur á starfsemi sambandsins, í
samræmi við þá reynslu, sem við höfum hlot-
ið af Maastricht-sáttmálanum. Ég tel að rík-
isstjórnir ESB-ríkjanna muni skoða mjög
náið samstarfið í „annarri stoð“ bandalags-
ins, utanríkis- og öryggismálasamstarfið,
draga ályktanir af reynslu undanfarinna ára
og breyta í samræmi við það.“
VES mun tengjast ESB æ nónar
-ESB-ríkin virðast líta þessi mál mismun-
andi augum. Sum, til dæmis Þýzkaland, viija
samruna Evrópusambandsins og Vestur-
Evrópusambandsins. Önnur, einkum Bret-
land, vilja að VES haldi sjálfstæði sínu sem
„Evrópustoð“ NATO. Hvernig sjáið þér
framtíð Vestur-Evrópusambandsins fyrir
yður?
„Framtíð VES er auðvitað enn óráðin að
svo stöddu. Hins vegar má segja að VES
eins og það er í dag, hafi mikilvægu hlut-
verki að gegna. VES hefur hafizt handa um
eigin hernaðaraðgerðir. Það, sem mun senni-
lega gerast, er að tengsl VES og Evrópusam-
bandsins verði æ nánari, á sama tíma og
hlutur Evrópu í Atlantshafsbandalaginu fer
vaxandi. A þessari stundu er erfitt að spá
fyrir um hvernig þetta ferli mun enda, en
þetta er sú tilhneiging, sem er líklegust á
næstu árum.
Ég ítreka að mikilvægasta hugmyndin,
sem hefur komið fram á seinustu mánuðum,
er að öryggissamstarf Evrópuríkja eigi sér
stað innan NATO, en ekki utan þess.“
— / ræðu yðar á alþjóðlegu öryggismála-
ráðstefnunni í Miinchen um síðustu helgi
lögðuð þér til „sterkari tengsl stofnana
NATO og Evrópusambandsins.“ Getið þér
útskýrt nánar í hverju slíkt myndi felast?
„Það felur einmitt í sér það, sem ég tal-
aði um áðan. ESB og NATO vinna saman
að mörgum viðfangsefnum í öryggismálum,
til dæmis og ekki sízt að tryggingu friðar í
Bosníu. Bæði bandalögin vilja íjölga aðildar-
ríkjum. NATO vill takast á hendur ný verk-
efni í þágu varnarhagsmuna Evrópuríkja.
Evrópusambandið gengur nú í gegnum end-
urskoðunarferli og öryggis- og varnarmálin
verða þar tekin til skoðunar að nýju. Ég tel
því að við verðum á skynsamlegan hátt að
reyna að samræma starf þessara samtaka.
Það verður öllum til bóta.“
Breytingin jákvæð fyrir íslendinga
— Frá íslenzkum sjónarhóli hefur umræð-
an um aukið evrópskt varnarsamstarf ýmis
áhyggjuefni í för með sér. ísland treystir á
Bandaríkin um varnir sínar og þótt það sé
Evrópuríki á það hvorki fulla aðild að VES
né aðild að Evrópusambandinu. Getur ísland
orðið fullgildur félagi í Evrópustoð NATO?
„Það er skiljanlegt að íslendingar hafi
velt þessum hlutum fyrir sér. Sem fullgilt
aðildarríki NATO hefur ísland hins vegar
enn ríkari ástæðu en áður til að hafa ekki
áhyggjur af þróun tengsla og samskipta
Evrópusambandsins og NATO. Eins og ég
sagði áður, hefur orðið breyting, að mínu
mati í mjög jákvæða átt. Ég tel að íslenzka
þjóðin ætti að líta þá breytingu jákvæðum
augum.“
— Almennt talað hefur staða íslands
breytzt með því að kalda stríðinu lauk. Hern-
aðarlegt mikilvægi Islands veitir landinu
sennilega ekki sömu. áhrif og áður og það
er ekki víst að sama tillit sé tekið til sjónar-
miða þess á alþjóðavettvangi. Hvert er yðar
mat á stöðu og hlutverki íslands innan
NATO?
„ísland heldur áfram að gegna mjög mikil-
vægu hlutverki. Það hefur í rauninni ekki
breytzt í tímans rás. Þvert á móti tel ég að
mikilvægi íslands í innra skipulagi banda-
lagsins sé algert grundvallaratriði. Það er
ekki hægt að ímynda sér að NATO gæti
virkað sem skyldi, án þeirra möguleika sem
staða íslands býður upp á hvað varðar upp-
byggingu innra varnarskipulags þess. Ég tel
því að mikilvægi Islands hafi langt frá því
minnkað, heldur hefur það aukizt ef eitthvað
er.“
— Engu að síður hafa Bandaríkin fækkað
mjög í liði sínu og dregið saman varnarvið-
búnað á íslandi á undanförnum tveimur
árum. Nú eru aðeins íjórar F-15 orrustuþot-
ur eftir í Keflavíkurstöðinni, og sumir halda
því fram að það sé varla nema málamynda-
herafli. Teljið þér að varnarhagsmunir ís-
lands séu iryggðir? Er jafnvel hugsanlegt
að til frekari samdráttar komi?
„Sá varnarviðbúnaður og fjöldi hermanna,
sem nauðsynlegt er talið að liafa á íslandi,
er vel skilgreindur. Heimurinn er öruggari
í dag en í gær og það hefur ekki eingöngu
*
Iþágu
Evrópu
• JAVIER Solana fæddist í Madríd
árið 1942. Foreldrar hans voru á
bandi Iýðveldissinna í borgarastyrj-
öldinni, en sjálfur hefur hann sagt
frá því að ættin hafi verið klofin á
milli málstaðar lýðveldissinna og
þjóðernissinna. Solana gekk ungur í
Sósíalistaflokkinn, á meðan hann var
ennþá bannaður.
• SOLANA lagði stund á nám í
eðlisfræði við Complutense-háskól-
ann í Madríd, en var rekinn úr skól-
anum eftir að hafa tekið þátt í mót-
mælaaðgerðum vinstrisinna. Hann
hélt áfram námi í Englandi, fékk
Fulbright-styrk og lauk doktorsnámi
í Bandaríkjunum.
• HANN kom heim til Spánar og
fékk prófessorsstöðu við gamla há-
skólann sinn í Madríd. Hann þykir
frábær eðlisfræðingur og hefur
skrifað 30 fræðibækur, einkum um
eðlisfræði fastra efna.
• ENGU að síður söðlaði hann um
árið 1977 og var kjörinn á þing fyr-
ir Sósíalistaflokkinn. í upphafi
sljórnmálaferils síns var Solana ein-
dreginn andstæðingur aðildar Spán-
ar að Atlantshafsbandalaginu. Hann
— og flokkur hans — hafa síðan skipt
um skoðun. Solana segir, aðspurður
um þetta, að aðeins forhertir íhalds-
menn breyti ekki skoðunum sínum
með tímanum.
• HANN settist í ríkissljórn 1982
sem menningarmálaráðherra og sat
síðan óslitið í stjórn þar til hann tók
við embætti framkvæmdastjóra
NATO. Hann varð utanríkisráðherra
1992. Solana var álitinn líklegasti
arftaki Felipes Gonzalez sem leiðtogi
Sósíalistaflokksins.
• SOLANA hefur lagt mikla
áherzlu á aukinn samruna Evrópu-
ríkja og meðal annars unnið að nán-
ari samvinnu ESB-ríkjanna í örygg-
is- og varnarmálum. Hann hefur
jafnframt góð tengsl vestur um haf
við ýmsa ráðamenn í Bandaríkjunum
og var einn helzti höfundur „Atlants-
hafsstefnuskrárinnar", sem kveður
á um margvíslegt samstarf Banda-
ríkjanna og ESB og var undirrituð
í Madríd á siðasta ári, er Solana fór
með formennsku í ráðherraráði
ESB.
• ÞEGAR framkvæmdastjórinn er
spurður hvers vegna hann hafi fórn-
að tækifæri til að taka við forystu
spænska Sósíalistaflokksins til að
gerast framkvæmastjóri NATO, seg-
ir hann að honum hafi runnið blóðið
til skyldunnar — en tekur fram að
hann líti ekki svo á að stjórnmála-
ferli hans á Spáni sé lokið. „Ég lít á
mig sem þjón almennings, í mínu
eigin landi, og í Evrópu. Það er starf
mitt og ef menn líta á sig sem Evr-
ópumann, eins og ég geri, verða
þeir að vera tilbúnir að þróa hæfi-
leika sína frekar í þágu Evrópu og
um leið í þágu lands síns. Það eru
tvær hliðar á sama máli. Menn verða
að vera viðbúnir — ef þeir vilja búa
í heimi, sem rennur í auknum mæli
saman í eina heild, verða þeir að
vera reiðubúnir tií að starfa að þeirri
hugsjón, jafnt heima fyrir sem í al-
þjóðlegum stofnunum.“
verið dregið úr herafla á íslandi, heldur alls
staðar. Eitt vil ég að komi skýrt fram: Sú
aðstaða, sem ísland getur boðið upp á, er
ómetanleg fyrir'öryggi Evrópu."
Höldum áfram á braut stækkunar NATO
— Það hefur verið gagnrýnt að undirbún-
ingur að stækkun NATO til austurs gangi
hægt fyrir sig. Sömuleiðis virðast Rússar
ekki sætta sig við stækkun frekar en áður
og líta ennþá á hana sem ógnun við sig.
Teljið þér að NATO gæti þurft að velja á
milli stækkunar og vinsámlegra samskipta
við Rússland, eða er hægt að ná báðum
markmiðum?
„Við verðum að vinna að því að hvort
tveggja geti orðið að veruleika. Stækkun
NATO hefur þegar verið ákveðin. NATO er
opið bandalag og við höfum haldið áfram á
þeirri braut, sem var mörkuð árið 1994 og
enn frekar staðfest á síðasta ári. Á þessu
ári höfum við þegar hafið samræður við
samstarfsríki okkar í Friðarsamstarfmu.
Þetta mun halda áfram fram eftir árinu og
í árslok munum við geta metið árangurinn
af viðræðum við einstök ríki. Þá tökum við
ákvörðun um framhaldið. En við höfum ekki
hægt á okkur, við höfum haldið bæði hraðan-
um og stefnunni.
Við viljum að sjálfsögðu hafa eins góð
samskipti og mögulegt er við Rússland og
við reynum allt til þess. Rússland er mikil-
vægt land og mikilvægt samstarfsríki okk-
ar. Rússar hafa lagt sitt af mörkum við frið-
argæzluna í Bosníu, þeirra hermenn eru við
hlið okkar manna. Við sjáum enga ástæðu
til þess að reyna ekki að halda sem beztum
tengslum við Rússland. Ég mun heimsækja
Moskvu á næstunni og reyna að miðla hug-
myndum okkar til Rússa.“
—Hvað segið þér um þá gagnrýni, sem
hefur til dæmis heyrzt nýlega frá Václav
Havel, forseta Tékkóslóvakíu, að með því
að hika við stækkun NATO séu Vesturíönd
að skapa tómarúm í öryggismálum í Mið-
og Austur-Evrópu, sem Rússar muni þá
óhjákvæmilega reyna að fylla?
„Það er ekki um neitt hik að ræða. Ákvörð-
unin um stækkun hefur verið tekin og við
höldum okkar striki, á því hefur ekki orðið
nein breyting."
Öll ríkin verðskulda sömu vernd
— Er um að ræða „fyrstu og aðra deild“
hugsanlegra aðildarríkja? Er til dæmis mögu-
legt að Visegrad-ríkin yrðu tekin inn í fyrsta
skammti en Eystrasaltsríkin látin bíða, eins
og þau óttast mjög?
„Nei, það er engin fyrsta eða önnur deild.
Þetta er spurning um það hversu undirbúin
einstök ríki eru til að ganga í hernaðarbanda-
lag. Þetta er ekki eins og að ganga í
fótboltaklúbb. Menn verða að vera tilbúnir
að takast á hendur sameiginlega ábyrgð.
Ég vil ekki skipta löndum niður í flokka.
Þau verðskulda öll að fá sömu vernd og til-
heyra þannig sama flokki."
Við hvaða ákvörðunum má þá búast á
ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í
desember, þar sem ætlunin er að ákveða
framhald stækkunaráforma?
„Það væri ekki skynsamlegt af mér að
gefa yfirlýsingar um það núna. Við munum
vinna með þeim ríkjum, sem hafa áhuga, til
ársloka. Fram að þeim tíma er ekki hægt
að segja fyrir um hver ákvörðunin verður.“
Miðjarðarhafssvæðið og öryggi Evrópu
— Á undanförnum árum hefur NATO í
auknum mæli beint athygli sinni að Miðjarð-
arhafssvæðinu og þeim hættum, sem beinast
að bandalaginu úr suðri. Mynduð þér taka
undir ummæli forvera yðar, Willy Claes, um
að NATO geti stafað jafnmikil ógn af her-
skáum múslimum og því gerði af
Sovétkommúnismanum áður?
„Ég er lítið fyrir samanburð af þessu tagi
og vil fara varlega í að fjalla um hvað sé
„ógn“ og hvað sé „hætta“ eða áhættuþátt-
ur. Ég kem sjálfur frá Miðjarðarhafsríki og
síðustu tvö árin hef ég unnið að því að koma
á samstarfi Evrópusambandsins og ríkjanna
í Norður-Afríku. Ég veit að þessi ríki eru
viðkvæm fyrir því hvernig við högum orðum
okkar. Þetta eru lönd, sem geta átt bjarta
framtíð fyrir sér. Þau vilja leggja sitt af
mörkum til þess að tryggja öryggi Miðjarðar-
hafssvæðisins og vilja ræða við Atlantshafs-
bandalagið með reglulegum hætti. Ég mun
stuðla að slíkum tengslum, og raunar er vís-
ir að þeim kominn á nú þegar. Á árunum
1994 og 1995 höfum við komið á reglulegum
fundum með sex Miðjarðarhafsríkjum og ég
held að sú vinna sé unnin í þágu góðs mál-
staðar. Stöðugleiki og öryggi Miðjarðarhafs-
svæðisins mun styrkja öryggi Evrópu.“
Bandalag helgað friði
Líkast til verðið þér við stjórnvöl Atlants-
hafsbandalagsins um aldamótin. Hver er
framtíðarsýn yðar á hlutverk NATO á nýrri
öld?
„Því er ekki auðvelt að lýsa í fáum orðum.
Ég sé fyrir mér bandalag, sem er helgað
friði, reiðubúið til að takast ný verkefni á
hendur, sem viðheldur vinsamlegum sam-
skiptum við mörg ríki og sem varðveitir sterk
tengsl milli Evrópu og Ameríku, sem ég tel
vera grundvöll Atlantshafsbandalagsins.
Áður en 'öldin er á enda munum við þurfa
að laga bandalagið að nýjum verkefnum.
Eins og ég sagði í upphafí, tel ég að reynsl-
an, sem við öðlumst með samstarfinu um
friðargæzlu í Bosníu, þar sem við erum nú
í forystu fyrir samfylkingu í þágu friðar,
muni reynast mjög mikilvæg er við skilgrein-
um getu bandalagsins í framtíðinni.“