Morgunblaðið - 11.02.1996, Page 12
12 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Friðarsamkomulag Israela
og Palestínumanna
Athyglin bein-
ist að stöðu
Jerúsalem
Blendnar tilfinningar einkenndu afstöðu
* ______________________________
Israela til nýafstaðinna kosninga Palestínu-
manna. Sigrún Birna Birnisdóttir í Jerú-
salem gallar um viðkvæmasta deiluefnið;
framtíðarstöðu þeirrar helgu borgar.
NÚ þegar fyrstu almennu
kosningar palestínsku
þjóðarinnar eru afstaðn-
ar, beinist athygli manna að deilu-
málum sem leysa verður eigi að
tryggja viðgang friðarferlisins í
Mið-Austurlöndum. Kosningarn-
ar, sem voru liður í friðarsam-
komulagi ísraela og Palestínu-
manna, drógu að sér heimsat-
hygli en ætla má að staða hinnar
heilögu Jerúsalemborgar verði nú
víða ofarlega á baugi.
Kosningar Palestínumanna
komu af stað miklu tilfinninga-
legu umróti hér í ísrael.
Sem dæmi um andstöðuna má
nefna að sá áfangi Oslóarsamn-
ingsins sem laut að kosningunum
var ekki samþykktur af ísraelska
þinginu fyrr en nokkrum dögum
fyrir kosningarnar enda beitti
stjórnarandstaðan málþófi til að
tefja afgreiðsluna sem mest.
Þótt Israelsstjórn hafi að lokum
komið samningnum í gegn um
þingið hafa Palestínumenn ásak-
■að stjórnvöld um að beita brögð-
um til að komast hjá því að standa
við sinn þátt samkomulagsins t.d.
með því að handtaka menn fyrir
litlar sem engar sakir nokkrum
dögum áður en þau áttu að leysa
fanga úr haldi og telja þá síðan
með í fangakvótanum. Einnig
hefur forsetinn valdið usla með
því að neita að náða fanga sem
úthellt hafa blóði gyðinga, jafnvel
þótt um náðun þeirra hafi verið
samið.
Stöðugt í brennidepli
Auk þess sem kosningarnar
hafa varpað ljósi á blendnar til-
finningar ísraela til samkomu-
lagsins og til friðarviðræðna yfir-
Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir
FRÁ Jerúsalem.
leitt hafa þær enn á ný beint at-
hygli manna að viðkvæmasta
deilumálinu, hinni heilögu Jerú-
salem. Þótt formlegar umræður
um framtíðarstöðu borgarinnar
eiga ekki að hefjast fyrr en í þriðja
áfanga samningaviðræðnanna
þ.e. eftir að báðar þjóðirnar hafa
gengið til kosninga eru umræður
um stöðu borgarinnar í stöðugum
brennidepli.
Á árunum 1948-1967 var
borginni skipt á milli Jórdana og
ísraela með virgirðingu en frá því
Israelar náðu allri borginni á sitt
vald í 6 daga stríðinu árið 1967
hefur þessari heilögu borg þriggja
trúarbragða verið óformlega skipt
í vestur og austurborg þar sem
gyðingar búa í vestri en Palest-
ínumenn í austri. Palestínumenn
PALESTÍNSKAR konur í biðröð á kjörstað í fyrstu frjálsu kosn-
ingunum sem fram fóru 20. fyrra mánaðar.
Reuler
PAT Buchanan var sigur-
reifur er hann kom fram á
blaðamannafundi í Des
Moines í Iowa eftir sigurinn
í Louisiana.
viðskiptum, þjóðernishyggju og
kristilegum áherslum. Meðal bar-
áttumála hans má nefna að hann
vill að Bandaríkin hætti þátttöku í
NAFTA-samstarfinu, segji sig úr
Alþjóðaviðskiptastofnuninni, beiti
Japani og Kínverja viðskiptalegum
refsiaðgerðum til að þurrka út halla
á viðskiptum við þá og reki Samein-
uðu þjóðimar frá New York.
Þrátt fyrir að hann búi í glæsilegu
úthverfi Washington og lifi og hrær-
ist í heimi stjórnmálamanna og
blaðamanna hefur honum tekist að
kynna sig sem utangarðsmann er
gagnrýnir „þá þarna í Washington".
Buchanan vakti fyrst verulega
athygli er hann fór fram gegn Ge-
orge Bush þáverandi forseta í for-
MILLJARÐAMÆRINGURINN Steve Forbes ekur nú um Iowa
í sérstakri rútu til að vinna sér fylgi.
kosningum árið 1992 og fékk tölu-
vert fylgi í upphafi. Fæstir fréttaský-
rendur áttu hins vegar von á því að
Buchanan myndi gegna áberandi
hlutverki í forkosningunum nú.
Hann fékk hins vegar mikið fylgi í
óbindandi skoðanakönnun meðal
repúblikana í Alaska fyrir skömmu
sem styrkti stöðu hans nokkuð fyrir
kjörfundinn í Iowa á mánudag og
baráttuna í New Hampshire, þar sern
fyrstu mikilvægu forkosningarnar
fara fram 20. febrúar.
Flestir tóku ekki þátt
Dole, Forbes og fjórir aðrir fraJH'
bjóðendur tóku ekki þátt í Louisiána
þar sem að þeir vildu virða þá hefð
að fyrsti kjörfundurinn og forkosn-
ingar væru í Iowa og New Hamp'
Repúblikanar halda kjörfund í
Iowa á mánudag
Buchanan
komínn í
baráttuna
Signr Pat Buchanans á kjörfundi repúblikana í
Louisiana kom flestum í opna skjöldu. Á mánudag
verður haldinn kjörfundur í Iowa og ekki er talið
útilokað að Buchanan muni fá þar töluvert fylgi.
D
ÁLKAHÖFUNDURINN Pat
Buchanan er ótvíræður leið-
togi kristilegra hægri-
manna í Bandaríkjunum eftir óvænt-
an sigur sinn á kjörfundi í Louisiana
á þriðjudag og kemur sterkur til
baráttunnar í Iowa, þar sem repú-
blikanar halda kjörfund á mánudag.
Það eru þó fáir sem telja að hann
eigi raunhæfa möguleika á að verða
forsetaframbjóðandi Repúblikana-
flokksins í forsetakosningunum í
haust.
Þrátt fyrir að sex af níu frambjóð-
endum repúblikana, þeirra á meðal
Bob Dole, forseti öldungadeildarinn-
ar, og auðkýfingurinn Steve Forbes
hafi ekki tekið þátt í kjörfundinum
í Louisiana gætu áhrif sigurs Buch-
anans orðið veruleg.
Ekki síst eru úrslitin mikið áfall
fyrir Phil Gramm, öldungadeildar-
þingmann frá Texas, og íhaldsmann-
inn Alan Keyes. Hafði Gramm gert
sér vonir um sigur í Louisiana enda
voru það stuðningsmenn hans sem
höfðu knúið það í gegn að fyrstu
forkosningarnar yrðu haldnar í Lou-
isiana. Töldu þeir hann öruggan um
sigur í þessu íhaldssama nágranna-
ríki Texas.
Telja má Iíklegt að Gramm, sem
varið hefur rúmlega 100 milljónum
króna í kosningabaráttu sína, muni
hætta baráttunni sökum fjárskorts,
nái hann ekki óvænt góðum árangri
í Iowa.
Vill harða verndarstefnu
Buchanan fékk rúmlega 60% at-
kvæða í Louisiana en stefnuskrá
hans einkennist af verndarstefnu í