Morgunblaðið - 11.02.1996, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.02.1996, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Líftæknín komin áskrið Fyrír áratug varð líftækni töfraorð. Stjómmálamenn og fjölmiðlar spáðu íslendingum miklum skyndihagnaði af líftæknirannsóknum. Elín Pálmadóttir kannaði framvindu málsins og komst að raun um að rannsóknirnar hafa þróast hægt og vel og komin fyrirtæki sem selja líftækniafurðir. Jakob Kristjánsson, forstöðumaður líf- tæknideildar Iðntæknistofnunar, spáir því að rannsóknaiðnaðurinn muni velta hálfum milljarði eftir fimm ár. EFNA- og líftæknihúsið í Keldnaholti er tækni- garður, sem vera á vett- vangur bæði fyrir sam- starf ólíkra stofnana og fyrir ný fyrirtæki, sem byggjast á líftækni- rannsóknum. í þessu húsi starfa nú fjórir aðilar, Iðntæknistofun með líftæknideild , Hafrannsókna- stofnun með stofnerfðarannsóknir á fiskum og tvö fyrirtæki, sem byggjast á afurðum líftaeknirann- sókna, Genís hf., sem markaðsset- ur og selur lífrækniafurðir tengdar hita og kuldakærum örverum, og íslensk fjallagrös hf., sem selur heilsuvörur, krem og snafsa. Ávinningurinn af samstarfmu er mikill, en óneitanlega nokkuð flók- inn, svo við gengum um húsið og leituðum upplýsinga um starfsem- ina hjá dr. Jakobi Kristjánssyni líf- efnafræðingi, sem er umsjónar- maður hússins. Byrjuðum á því að biðja hann um að rifja upp til skýr- ingar hvemig þessi stofnun varð til, hvernig mál hefðu þróast og hvemig staðan er nú. Upp úr 1984 varð hér íslenskt líftækniátak. Mikil umræða hafði verið um líftækni erlendis og búið að stofna mörg fyrirtæki í Banda- ríkjunum. Líftækni hafði þá mjög sérstök einkenni, var mikil há- tækni. Þetta var þekking sem hvergi var að fínna nema í háskól- um. Fyrirtæki á sviði líftækni voru stofnuð á vegum háskóla eða vís- indamanna til hliðar við störf þeirra þar. Svo að fjöldi fyrirtækja var stofnaður með hugmyndirnar einar. Margt af því var ákaflega spennandi og menn sáu stórkost- lega möguleika í líftækninni. Nýjar uppgötvanir höfðu hrund- ið þessu af stað. Upphafið var erfðatæknin, sem gerði fært að flytja gen milli lífvera og framleiða næstum hvaða efni sem er, úr mönnum, dýrum, plöntum o.fl. Jakob tekur þekkt dæmi um það sem menn sáu fyrir á þessum fyrstu árum, þegar efni eins og insulin, vaxtarhormón mannsins og fleira slíkt var skyndilega hægt að framleiða með litlum tilkostn- aði. Vaxtarhormón mannsins, sem er notað til varnar gegn dverg- vexti, var framleitt úr heiladinglum látinna manna. Bara til að anna þörfínni á Bretlandseyjum hefði þurft 70.000 heiladingla. Þegar þessi nýja tækni kom til sögunnar var genið bara tekið úr manni og komið fyrir í bakteríu og þá var hægt að anna þessari þörf með einni 50 lítra ræktun. Þetta lýsir í hnotskurn þessum gífurlegu breytingum og möguleikunum. Menn sáu fyrir að þetta sama væri hægt að gera með alls kyns efni. Guðmundur Eggertsson pró- fessor og samstarfsfólk hans hafa m.a. gert þetta með geni úr hvera- örverum.. Þarna opnuðust alveg nýjar víddir. Þessi umfjöllun um líftækni hafði staðið í nokkur ár erlendis og var komin á mjög hátt stig. Flestar þróaðar þjóðir heims settu upp sérstakar Iíftækniáætlanir til að styrkja sína þekkingu. Rann- sóknaráð í löndunum ákváðu að líftækni væri forgangsssvið sem þyrfti að byggja upp. Það var gert í Bandaríkjunum, Japan og í Evr- ópubandalaginu og síðan einstök- um löndum. Um 1988 var sett á stofn norræn líftækniáætlun. Þetta var ekki gert hér með formlegum hætti, en í reynd var það gert. Bæði Rannsóknaráð rík- isins og Háskóli íslands settu á fót starfshópa til að huga að þessari nýju tækni. Mikil umijöllun varð í blöðum, þannig að umhverfíð og stjórnmálamennirnir litu þetta já- kvæðum augum. Næst gerðist það að ijórar rannsóknastofnanir, Iðn- tæknistofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Raunvísindastofn- un og Líffræðistofnun Háskólans, tóku sig saman og gerðu áætlun um samstarf um líftækniverkefni. Þetta varð í reynd líftækniáætlun íslands. Stjórnvöld ákváðu að efla nýsköpun og á vegum Rannsókn- aráðs var árið 1985 stofnaður sjóð- ur. Sá sjóður er til og hefur eflst, Tæknisjóður Rannsóknaráðs ís- lands. Hans fyrsta verk var að setja í gang þessa líftækniáætlun. Byggt líftæknihús Á þessum sama tíma varð svo þetta hús, ELH, til með sérstökum hætti. Upphafið var afmælisgjöf Reykjavíkurborgar til Háskóla Is- lands á 75 ára afmælinu 1986. Rannsóknaráð ríkisins lagð svo fram fé til að ljúka við húsið, sem er sameign Háskóla íslands og Rannsóknastofnana atvinnuveg- anna og var það vígt 1989. Hvað hefur svo gerst á þessum sex árum? „Ýmislegt hefur gerst og gengið á ýmsu,“ svarar Jakob. „Hér gerðist það sama og víða erlendis. Afraksturinn kom ekki eins fljótt og menn höfðu vonað. Fljótlega upp úr 1985 varð mikið um gjaldþrot líftæknifyrirtækja. Mörg höfðu verið stofnuð, en fá gengu vel í byrjun og mörg lögðu upp laupana. Síðan jafnaði þetta sig og nú eru til ijölmörg líftækni- fyrirtæki í heiminum sem eru orð- in allstöndug. Það sem skiptir kannski enn meira máli er það, að mörg önnur fyrirtæki, sérstaklega lyfjafyrirtækin, hafa tekið líftækn- ina í sína þjónustu. Líftæknin hef- ur verið einna öflugust í Bandaríkj- unum. T.d. er Clinton forseti með sérstaka áætlun í gangi til að tryggja að Bandaríkin haldi for- ustu sinni í líftækni." Láviðfalli „Hér á landi fórum við af stað í rannsóknaverkefni með margar hugmyndir og af ýmssu tagi. Þar kom til þessi nýting hveraörvera og einnig kuldakærar lífverur. Því tengdist nýting á fiski og fískúr- gangi með þá hugsun að vinna úr honum verðmæt efni, svo sem en- sím og slíkt. Á þessum tíma hóf líka lyfjafyrirtæki, G. Ólafsson, framleiðslu á sérstökum hormón- um úr merarblóði. Það varð gjald- þrota, en síðar var stofnað upp úr því fyrirtækið ísteka sem Lyfja- verslun íslands hefur keypt og eru horfur nú góðar. Á þeim tíma má segja að þessir erfiðleikar G. Ólafs- sonar annars vegar og líka hve hægt gekk að fá hagkvæmar nið- urstöður úr rannsóknaverkefnum hins vegar hafi dregið úr trú manna á líftækni. Svo vel vildi til að 1988 fór af stað norræna líftækniáætlunin sem við vorum nokkuð öflugir þátttak- endur í, “ bætir Jakob við„. Þá var búið að byggja upp og leggja ákveðinn grunn hér, fyrst og fremst með stuðningi Rannsóknar- áðs. Ég tel að ef við hefðum ekki verið svo heppnir að norræna Iíf- tækniáætlunin kom inn á árunum 1988-90, þá hefði það sem búið var að leggja af stað með líklega allt dáið hjá okkur. Það sem skipti reyndar sköpum var að Sigmundur Guðbjarnason, sem sjálfur var í slíkum rannsóknum og var þá rekt- or HÍ, og Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs voru óbilandi stuðningsmenn og höfðu afdrifarík áhrif á að þessu var haldið gangandi. Við sem höfðum farið af stað með þessi verkefni komumst allir inn í þessa norrænu líftækniáætlun og fengum þar mikla peninga í verkefnin í 3-4 ár sem styrkti starf- ið mjög mikið. Þetta svið er þess eðlis að til uppbyggingar gildir fyrst og fremst þekking og reynsla, auk aðstöðu auðvitað og tækjabún- aðar. Það tekur bara tíu ár. Tekur langan tíma að byggja upp en stuttan tíma að rífa niður.“ Ný fyrirtæki blómstra Árið 1989 var stofnað fyrirtæk- ið Genís hf. í þeim tilgangi að standa að framleiðslu með beinum hætti og að markaðssetja og selja líftækniafurðir tengdar hita- og kuldakærum öi'verum. Uppbygg- ingin gekk fjarska hægt, en blómstar nú eins og sagt var frá í viðskiptablaði Morgunblaðsins í vikunni. Dr. Jakob Kristjánsson, sem er lífefnafræðingur, byijaði á þessum rannsóknum á hitakærum örverum 1982, fyrst í samvinnu við Guðna Alfreðsson prófessor. Þær rann- sóknir fóru síðan inn í líftækni- áætlunina og urðu m.a. grunnurinn að Genís hf. sem er sjálfstætt fyrir- tæki en þarna til húsa. Á upphafsárum þessara rann- sóka á hitakærum örverum voru íslendingar með þeim allra fyrstu í heiminum. „Þegar við byijuðum hér voru innan við 10 hópar í heim- inum að fást við þetta. Nú eru þeir orðnir yfir 100,“ segir Jakob. „Hins vegar njótum við auðvitað bæði þeirrar reynslu, sem við erum búin að byggja upp, og aðstöðunn- ar sem við höfum hér með öllum þessum hverum.“ Þekkingarsala Markmiðið var að selja þessa þekkingu og það hefur gengið eft- ir. Genís hf. er einn anginn af því og er m.a. að selja ensím, unnið úr hveraörverum, sem svo er fjölg- að og notað í rannsóknum. Það er dæmi um beina vörusölu. Þá eru keypt af rannsóknastofn- uninni verkefni sem byggjast á þekkingu. Hana verður stundum að auglýsa til að finna markað fyrir nýjungarnar, því auðvitað verður að finna þörf fyrir það sem er í boði. „Það er þetta sem ég kalla þekkingarsölu," útskýrir Jak- ob. „Þá er t.d. verið að leita að lausnum til að leysa vandamál. Við leitum þá að heppilegum örver- um og ensímum til þess. Til dæm- is höfum við unnið fyrir fyrirtæki í pappírsiðnaði og mikið inn á rann- sóknavörumarkaðinn. DNA-grein- ingarnar margumtöluðu hafa t.d. notað okkar ensím í Finnlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Núna fáum við fé frá rannsókna- áætlun EB til rannsókna og til að leita að nýjum tegundum. Við höf- um fundið hér nýjar tegundir sem farið er að nota sem hráefni. Það er svo margt óunnið á þessu sviði og mikið sem eftir er að uppgötva. Um þetta hafa verið skrifaðar margar vísindagreinar og mikið birt í erlendum ritrýndum vísinda- ritum.“ Þjóðarverðmæti Fjölbreytnin er meiri en hægt er að grípa upp í einni blaðagrein. Nýjasta viðbótin sem stofnunin er að koma inn í er fræðslutúrisminn. Felst í að fólk er frætt um hveralíf- fræði sem er nýjung. „Þessar lífverur í hverunum eru í eðli sínu verðmæti, nokkurs kon- ar náma,“ segir Jakob Kristjánsson þegar það ber á góma. „Maður verður að líta á þau sem slíkt. Þar eru alls kyns verðmæti sem eftir er að uppgötva og nýta. Ríó-sátt- máli Sameinuðu þjóðanna um varð- veislu líffræðilegs íjölbreytileika er okkur mikilvægur. Fyrst og fremst er kannski verið að hugsa um dýr og plöntur, en hann á ekk- ert síður við örverur. Ein hlið máls- ins er auðvitað varðveisla þessara mjög svo sérkennilegu lífvera sem hveraörverurnar eru. Eitt af því sem gerist við virkjanir er að hvei'- irnir hverfa yfirleitt. I þessum Ríó- sáttmála er ákvæði um eignarrétt, því þessi líffræðilegi fjölbreytileiki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.