Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 21 hann ekki í neinn þeirra Þjóðveija sem enn eru á lífi. Hann segist telja að Þjóðverj- amir hafi verið vel liðnir á íslandi fyrir stríð og að það hafi lítið, ef nokkuð, breyst meðan á stríðinu stóð og eftir það. „Þetta voru menningarsinnaðir menn enda Berlín háborg lista fyrir stríð. Margir íslendingar höfðu stundað þar nám svo tengslin voru mikil. Þá ber að minnast þess að áður en stríðið hófst höfðu margir sjálf- stæðismenn tekið Hitler fagnandi og gyðingar vora atyrtir í ákveðn- um blöðum. Stuðningur við Þjóð- veijana virtist frekar almennur, ekki síst eftir stríð þegar baráttan hófst til að fá þá heim.“ Ritgerðin um Þjóðveijana átti upphaflega að vera hluti af MA-rit- gerð Snorra við Háskóla íslands en hún fjallar um afstöðu íslend- inga til útlendinga frá síðustu alda- mótum og fram að heimsstyijöld- inni síðari. Snorri segir að ekki hafi gefist tími til að fullvinna hana fyrr en nú. Mikið af heimild- um hafi hann sótt til Bretlands en fjöldi bóka hefur verið skrifður um málefni Manarfanganna eftir að veittur var aðgangur að skjölum um þá árið 1988. Vildu ekki vellauðuga gyðinga Snorri segir íslendinga ekki hafa verið jafnhrifna af öllum útlending- um, Norðurlandabúar, að Finnum frátöldum, og Þjóðveijar hafi verið efstir á blaði og að það sama hafi átt við víðar í Evrópu. Gyðingar hafi verið fremur illa séðir en dæmi um það séu fjölmargar umsóknir gyðinga um iandvistarleyfí fyrir stríð sem var hafnað, jafnvel þó að þar væra á ferð vellauðugir kaupsýslumenn sem höfðu hug á að stunda hér verslunar- og fyrir- tækjarekstur, þeirra á meðal Roth- schild. „Og þeir gyðingar sem hingað komust vora flestir í óþökk yfir- valda sem reyndu að koma þeim burt. Fleiri gyðingum var vísað úr landi en fengu að vera um kyrrt á árinum 1936-1939 og voru þeir sendir aftur til Þýskalands. Ástandið batnaði þó eftir að heims- styijöldin skall á. Eftir það komust ekki fleiri Þjóðveijar hingað á lög- legan hátt en gyðingum var hins vegar hleypt inn í landið, þó með ströngum skilyrðum." Snorri segir að afstaða íslend- inga til útlendinga hafí breyst nokkuð eftir stríð, það sjáist t.d. glögglega á því að flóttafólki frá Ungveijalandi var leyft að koma hingað árið 1956. Síðar hafi komið fólk frá Víetnam en hjá sumum gæti óvildar í þeirra garð. „Á það ber að líta hvað hér var einangrað samfélag svo öldum skipti. Á 15. öld var t.d. öllum útlendingum meinuð veturseta á íslandi og hélst það ástand fram að afnámi einok- unar. Hingað var erfítt að koma, hér ríkti ekki trúfrelsi, mikil við- skiptahöft vora' og svo mætti lengi telja. Það var ekki fyrr en Norð- menn fóra að stunda hér útgerð á síðustu öld, sem þetta fór að breyt- ast.“ Rannsóknir á íslam Snorri starfar nú í Jerúsalem en þangað hélt hann að MA-prófi loknu. Þar stundar hann sagn- fræðirannsóknir og hefur nýlokið við bók um íslam. Snorri hefur fjallað mjög um málefni Mið-Aust- urlanda en hluta BA-námsins stundaði hann í Bretlandi og fjall- aði þar um Palestínuarabann Hajj Amin al-Husseini sem talinn er hafa stuðlað að dauða um hálfrar milljónar gyðinga í Bosníu, Rúm- eníu, Búlgaríu og Ungveijalandi í heimsstyijöldinni slðari. í Jerúsalem vinnur Snorri ásamt mönnum frá Evrópu, Suður-Afr- íku, Bandaríkjunum og íran að rannsóknum og skipulagninu mik- illar ráðstefnu sem haldin verður um málefni íslam seinna á árinu. & Utsala - Bútasala Nýtt á útsölunni - 35-50% afsláttur! Belti, tölur, herðasjöl - 50% afsláttur! llainaistræti 13 Sími 551 0424. Alla sunnudaga Gunnar Páll, söngvari nauttkjallarinn Vesturgötu 6-8 - S.552-3030 Yiltu lækka útgjöldin? Bókaðu þig á fjármálanámskeið Búnaðarbankans! Það er hægt að ná miklum árangri í að lækka útgjöldin án þess að neita sér um alla ánægjulega hluti, ef fólk lætur skynsemina ráða í fjármálunum. Búnaðarbankinn mun standa fyrir röð af námskeiðum um fjármál fyrir alla aldurshópa. Þátttakendur fá vandaðar fjár- málahandbækur sem hafa verið samdar sérstaklega fyrir hvern aldurshóp. ;■> k Aé i h Jk nar JRL nntMiuftUNAN Fjdrmál beimilisins f I V Á i* tl .1 XI) «íl * (4)biinau\hb.vnkinn Fjármál heimilisins Þar er fjallaö um ýmis atriöi sem'tengj- ast heimilisrekstri. Hvernig spara má í útgjöldum, lánamöguleika, ávöxtunarleiö- ir, heimilisbókhald, áætlanagerö, skatta- mál, húsnæðislán, kaup á íbúö o.fl. Verö 2000 kr. (3000 kr. fyrlr hjón). Innifalin er vegleg fjármálahandbók og veltingar. Fjármál unga fólksins Nýtt námskeiö sem er sérstaklega ætlaö fólki á aldrinum 16 - 26 ára. Tekið er á flestum þáttum fjármála sem geta komið upp hjá ungu fólki 1 námi og starfi. Verö 1000 kr. Innifalln er Fjármálahandbók fyrlr ungt fólk og veltlngar. Fjármál unglinga Fjármálanámskeiöið er fyrir unglinga á aldrinum 12 -15 ára. Þar er leiðbeint um hvernig hægt er að láta peningana endast betur, hvaö hlutirnir kosta og ýmislegt varðandi fjármál sem ungling- ar hafa áhuga á aö vita. Þátttakendur fá vandaða fjármálahandbók. Athl Ekkert þátttökugjald. Veitlngar. Næstu námskeið: Mánudag 12. febrúar Þriöjudag Mlðvlkudag Ffmmtudag Þriðjudag 13. febrúar 14. febrúar 15. febrúar 20. febrúar Fjármál unglinga Fjármál heimilisins Fjármál unglinga Fjármál heimilislns Fjármál unga fólksins kl. 15 -18 kl. 18 - 22 kl. 15 -18 kl. 18 - 22 kl. 18 - 22 BÚNAÐARBANKINN Nánari upplýsingar um námskelöln og skráning er í síma 525 6343 -traustur banki!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.