Morgunblaðið - 11.02.1996, Page 22

Morgunblaðið - 11.02.1996, Page 22
22 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX KRISTJÁN G. Jóhannsson framkvæmdastjóri Gunnvarar hf. á ísafirði. ÞRIGGJA FJÖLSKYLDNA FYRLRTÆKI eftir Guðna Einarsson Gunnvör hf. á ísafirði er ásamt dótturfyrirtækj- um umfangsmesta fyr- irtæki á Vestfjörðum hvort heldur mælt er á mælikvarða veltu eða kvótaeignar. Samsteypan öll er tví- mælalaust framarlega á landsvísu þegar um útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki ræðir. í fyrra fagnaði Gunnvör hf. 40 ára starfsafmæli. Fyrirtækið er enn í eigu þriggja hjóna sem stofnuðu það. Þau eru Jóhann Júlíusson og Margrét Leós, Þórður Júlíusson og Bára Hjalta- dóttir, Jón B. Jónsson og Helga Engilbertsdóttir. Þeir Jóhann og Þórður eru bræður. Synir stofnendanna hafa nú tekið við stjóm fyrirtækisins og daglegum rekstri. Kristján G. Jóhannssor. er framkvæmdastjóri og í stjóm þeir Vignir Jónsson og Jón Ólafur Þórð- arson, einnig situr í stjórn Magnús Reynir Guðmundsson. Fortíð o g nútíð Kristján hefur skrifstofu á efstu hæð í húsi íshúsfélags ísfírðinga. Úr skrifstofunni blasir við mynni Skutulsfjarðar, ísafjarðardjúpið og Snæfjallaströndin - sannarlega við- eigandi útsýni í blómlegu sjávarút- vegsfyrirtæki. Í gluggakistunni er líkan af frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni og uppi á vegg er málverk af fyrsta skuttogaranum með því nafni, sem jafnframt var ►Kristján G. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar hf., er fæddur á ísafirði 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Isafirði 1974, námi í útgerðartækni við Tækniskóla Islands 1977 og prófi í viðskiptafræði við Há- skóla íslands 1978. Kristján kenndi eitt ár við MÍ, vann síðan hjá íshúsfélagi ísfirðinga til 1984 og tók þá við starfi framkvæmdastjóra Gunnvarar hf. fyrsti skuttogarinn smíðaður fyrir Vestfírðinga. Þeir Gunnvararmenn eru rækt- arsamir við fortíðina. Á 40 ára af- mæli fyrirtækisins var gefin út bók um sögu þess. Á skrifstofu Kristjáns hangir mynd af skipinu Gunnvöru sem fyrirtækið heitir eftir. Skip þetta strandaði í Fljótavík haustið 1949. Jóhann og Þórður Júlíussynir keyptu flakið á strandstað og hirtu úr því allt nýtilegt. Þar á meðal var mynd af norskri konu. Ekkert er annað vitað um þessa konu en að hún hét Gunnvör og mun skipið hafa verið nefnt eftir henni. Þegar bræðumir eignuðust flakið var Marsellíus Bernharðsson skipa- smiður búinn að skoða það fyrir hönd tryggingafélagsins. Hann fékk leyfi til að hirða úr því klukku og loftvog. Marsellíus smiðaði síðar nýtt tréskip, Gunnvöru, fyrir hið nýstofnaða fyrirtæki 1955 og reynd- ist það hin mesta happafleyta. Á 20 ára afmæli Gunnvarar hf. færði Marsellíus eigendunum klukkuna og loftvogina að gjöf. Umsvifamikill rekstur Þegar Kristján tók við fram- kvæmdastjórn Gunnvarar hf. árið 1984 gerði fyrirtækið út ísfísktog- arann Júlíus Geirmundsson. Það var annar togarinn í eigu fyrirtækisins með því nafni. Einnig átti Gunnvör hf. þriðjung í íshúsfélagi ísfirðinga. Árið 1989 lét fyrirtækið smíða nýjan flakafrystitogara í Póllandi og seldi ísfisktogarann. Kristján segir að með tilkomu nýja skipsins hafi velta Gunnvarar hf. aukist töluvert og verið um 500 milljónir króna á ári undanfarin ár. Árið 1994 keypti Gunnvör hf. meirihlutann í íshúsfelagi Ísfírðinga 9g á rúm 99% hlutafjár í félaginu. Ishúsfélagið á helming í Mjölvinnsl- unni í Hnífsdal, fjórðung í Vestra og er meðal stærstu hluthafa í Söl- umiðstöð hraðfrystihúsanna (SH). Það að Gunnvör hf. á 99% í íshús- félagi Isfírðinga leiðir hugann að því hvort til standi að sameina félög- in. Kristján segir það ekki á döf- inni. „Gunnvör vill efla íshúsfélagið með því að fá inn nýja aðila í rekst- urinn til að treysta fyrirtækið og auka veltuna. Ishúsfélagið hefur húsakost'til aukins reksturs og vant- ar hráefni.11 Kristján segir að und- anfarin ár hafí íshúsfélagið keypt mikinn kvóta. Það var kvótalaust en er nú orðið einn stærsti eigandi veiðiheimilda á Vestfjörðum. Sú fjárfesting hafí verið fyrirtækinu nauðsynleg, en jafnframt erfið. Auk þess að gera út Júlíus Geir- mundsson hefur Kristján einnig með höndum útgerð tveggja togara ís- húsfélagsins, ísfísktogarans Stefnis og rækjutogarans Framness. Út- gerð þessara þriggja skipa velti í fyrra um 900 milljónum króna. Fyr- irtækin sameinuðust ásamt Togara- útgerð ísafjarðar og Rækjuverk- smiðjunni Rit um stofnun hlutafé- lagsins Teista sem keypti togskip með 1.400 tonna rækjukvóta. Skipið var selt og kvótinn nýttur af togur- um í eigu Gunnvarar, íshúsfélagsins og Togaraútgerðar ísafjarðar, en þar er Gunnvör þriðji stærsti hlut- hafi. Gunnvör á einnig þriðjungshlut í Olíufélagi útvegsmanna á ísafirði og hlutabréf í Tryggingamiðstöð- inni, Hampiðjunni, íslandsbanka og U mbúðamiðstöðinni. Skortur á hráefni til vinnslu Að sögn Kristjáns er kvótastaða Gunnvarar hf. og Ishúsfélagsins nokkuð góð. Júlíus Geirmundsson hefur veiðiheimildir upp á tæplega 2.200 þorskígildi (þíg) og íshúsfélag- ið um 3.700 þíg. að meðtöldum rækjukvóta. „Veltan hjá Gunnvöru hf. og íshúsfélaginu var um 1.400 milljónir í hitteðfyrra og mér sýnist að hún hafí verið svipuð í fyrra,“ segir Kristján. Á togurum Gunnvarar og Ishúsfélagsins eru um 50 manns og hjá frystihúsinu starfa rúmlega 100 starfsmenn. Launagreiðslur í fyrra vorti um 430 milljónir króna. Smuguafli og rússaþorskur íshúsfélagið rekur frystihús á ísafírði þar sem um 5.000 tonna afli er flakaður, snyrtur og frystur á ári. ísfísktogarinn Stefnir hefur verið burðarásinn í hráefnisöflun frystihússins. „Við höfum fengið hráefni víðar að, en það mætti vera meira,“ segir Kristján. „Við höfum lítið keypt á markaði af afla. Bæði er framboð lítið og verðið hátt. Seinnipart sumars í fyrra og í fyrra- haust var töluvert framboð af fiski úr Smugunni. Eins fengum við tölu- vert af steinbít í vor er leið af línu- bát frá Grindavík sem lagði hér upp. Svo höfum við fyllt upp með Rússafíski. Nú nýlega var skipað hér upp 150 tonnum af þorski úr rússneskum togara. Rússafiskurinn hefur verið misjafn að gæðum en þessi síðasta sending var mjög góð.“ Leiðir til aukinnar arðsemi Kristján segir að bolfiskvinnsla hafi verið erfið undanfarin ár og ástandið breyst til hins verra í fyrra. „Við höfum bætt okkur upp versn- andi afkomu í bolfiskvinnslunni með því að gera Framnesið út á rækju,“ segir Kristján. Rækjuveiðar og vinnsla hafa gefíð vel af sér og lögð aukin áhersla á þann þátt í rekstri samsteypunnar. Um borð í Fram- nesi er stærsta rækjan heilfryst fyr- ir Japansmarkað en iðnaðarrækja flutt ísuð í land. Rækjan er síðan unnin í Rækjuverksmiðjunni Rit hf. sem er að einum ijórða í eigu íshús- félagsins. Reynt hefur verið að auka arð- semi bolfiskvinnslunnar í landi með því að vinna fisk í sérpakkningar, meðal annars í samráði við Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, en íshúsfé- lagið er aðili að þeim sölusamtökum. Kristján tekur undir fréttir af mikilli þorskgengd úti fyrir Vest- fjörðum. Honum finnst þær knýja á um að ákvarðanir um sókn í hina einstöku fiskistofna verði endur- skoðaðar. „Friðun á þorski hefur að mínu mati leitt til of þungrar sóknar í karfa, grálúðu og ufsa. Þetta verður allt að vera í sam- ræmi.“ Kristján segir að góðæri í rækjunni vari sjálfsagt ekki enda- laust en rækjan hafí bjargað miklu á tímum takmarkaðrar þorskveiði. Grálúðan gefur vel Kristján segir að rekstur Gunn- varar hafi komið ágætlega út und- anfarin ár. Sjófrysting flaka um borð í Júlíusi Geirmundssyni hafí reynst arðsöm. „Við höfum reynt á hverju ári að ná einhveijum afla utan kvóta. Júlíus Geirmundsson var með um 4.000 tonna afla úr sjó í fyrra og um 460 milljóna króna aflaverðmæti. Af þessum afla í fyrra voru 1.100 tonn af þorski, 1.100 tonn af úthafskarfa og um 1.000 tonn af grálúðu“. Kristján bendir á að frystitogar- arnir hafi getað bætt sér upp kvóta- skerðingu í þorski með utankvóta- físki. Þannig var um fjórðungur afla Júlíusar í fyrra veiddur utan- kvóta, þar var um að ræða bæði úthafskarfa og afla úr Smugunni. „Besti tíminn í úthafskarfanum í fyrra var þegar hinir voru í sjó- mannaverkfalii, árið kom vel út þótt skipið væri þrjár og hálfa viku í slipp,“ sagði Kristján. A Júlíusi Geirmundssyni hefur verið lögð áhersla á að veiða grá- lúðu. Kristján segir að það hafi reynst fremur auðvelt að leigja grá- lúðukvóta, þær veiðar séu töluvert sérhæfðar og áhöfnin á togaranum lagt stund á þær. Hvert kíló af grá- lúðu úr sjó leggur sig á tvöföldu þorskverði. „Það hefur verið erfítt fyrir minni skipin að ná grálúð- unni,“ segir Kristján. „Aflinn hefur dregist saman en það hvað grálúðan gefur vel af sér hefur skapað rekstr- argrundvöll fyrir þessar veiðar. Grálúðan er hausuð og sporðskorinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.