Morgunblaðið - 11.02.1996, Side 25

Morgunblaðið - 11.02.1996, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 25 FRETTIR Fræðslu- kvöld og samkomur með þekkt- um þýskum fyrirlesara ULRICH Parzany, framkvæmda- stjóri KFUM í Þýskalandi, verður gestur Biblíuskólans við Holtaveg og talar á opnum fræðslukvöldum nk. þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Hann hefur tvisvar áður heimsótt ísland, haldið fyrir- lestra og talað á samkomum. Dagskrá fræðslukvöld- anna stendur í um klst. frá kl. 20.30 þessa þijá daga og tækifæri verður til fyrir- spurna. Aðgangur er ókeypis en kaffiveitingar verða til sölu að loknum fyrirlestrunum fyrir þá sem þess óska. Á þriðjdag fjallar Parzany um efnið Trúin og framtíðin - hver er von okkar. A miðvikudagskvöld er efnið Trúin í stormviðrum lífs- ins. Hvers vegna þurfum við að þjást? Síðasta fræðslukvöldið á fimmtudag verður helgað spurn- ingunni Hvernig get ég nálgast Guð og ræktað trú mína? Fræðslan fer öll fram í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Parzany mun síðan tala á þrem- ur samkomum á sama stað um næstu helgi 16.-18. febrúar, föstudag og laugardag kl. 20.30 og sunnudag kl. 17. Yfirskrift þeirra verður Jesú er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Mikið verður sungið og allir eru velkomnir á samkomurnar. ------» ♦ ♦------ Ulrich Parzany Fundur um kjara- baráttu ALÞYÐUBANDALAGIÐ í Reykja- vík og Birting/Framsýn halda sameiginlegan félagsfund þriðju- daginn 13. febrúar nk. Hefst fund- urinn kl. 20.30 og verður haldinn í Listhúsinu í Laugardal. Fundar- efnið er: Hver verður kjarastefnan 1996? Á fundinum verður fjallað um kjarastefnu ársins 1996 með hlið- sjón af hagvexti, lausum kjara- samningum um áramótin og þingi Alþýðusambands Islands sem hald- ið verður í vor. Fimm forystumenn úr verkalýðshreyfingunni sitja fyr- ir svörum: Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, Grétar Þorsteinsson, formaður Samiðnar, Halldór Björnsson, for- maður Verkalýðsfélagsins Dags- brúnar og Sigríður Kristinsdóttir, formaður Starfsmannafélags ríkis- stofnana. , Framsöguræðu við upphaf fund- arins hefur Bryndís Hlöðversdóttir, alþingismaður en umræðustjóri verður Svavar Gestsson, alþingis- maður. BODDIHLUTIR Bílavörubúðin FJÖÐRIN Skeifunnu 2 - Sími 812944 Ný sending Sfuttir kjólor - síðir kjólor Sími 552 0790, fax 552 0677 Hvernig ertu í húðinni? Veistu hvað fæst í búðinni? S.D. smyrslið ættirðu að prófar. Hjólpar húðinni aÖ gróa. HTTP://WWW SPONRT IS/SD SAM SAMí't FRUMSYNUM STORMYNDINA HEAT AL PACINO ROBERT DENIRO Gagnrýnendur eru á einu máli - HEAT- slær í gegn! „Meistaraverk" Daily Star ;,Stórkostleg glæpasaga l The Times VAL KILMER s.« " . M, " • - «4, ’'í „nss B 'v || 'i.' íVí’!-V* >■ •>fy i■vN.ri'v■ ;■ t §ig . ,'?Ar.'s3' » , .IpNBjB.'.................., ________■ DOAmtrcruii^i iIm uáni ia*»* i iimum i v Pft0DUCl?MICHAaMANNARFUTO IVOIGHT and VALKILMER MUwELL10T GOLDBTIHAL ... FxmmvFáhUAkUJiinuu mrrpftminrjivyv m m MC. ŒARNON BIOBORGIN Sýnd kl. 5, 9 og 11 í THX DIGITAL B. i. 16 ára. 1 BIÓHÖLLIN Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 i THX B. i. 16 ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.