Morgunblaðið - 11.02.1996, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 29
Vegir almættisins eru að sönnu
órannsakanlegir. Þau örlög sem
mönnum eru ráðin geta verið svo
miskunnarlaus og óskiljanleg að
undrum sætir. Mannlegur máttur
stendur magnþrota og ósjálfbjarga
gagnvart máttarvöldunum í þögulli
spum. Hvers vegna er sumum
mönnum ætlað að axla svo þungar
byrðar í lífinu að þeir hljóta að kikna
undan fyrr eða síðar? Byrðar sem
eru svo miklar að allar okkar
hvunndagsáhyggjur eru hjóm eitt í
samanburði. En hetjulegri baráttu
er lokið. Hún gat ekki endað nema
á einn veg. Enginn má sköpum
renna. Hví eru okkar mætustu
menn numdir á brott í blóma lífsins
frá eiginkonu og ungum börnum?
Það var svo ótalmargt ógert, bæði
með fjölskyldu og vinum en einnig
á glæstum fræðimannsferli.
Við kveðjum í dag minn allra
besta vin, Gísla Ágúst Gunnlaugs-
son, sagnfræðing. Hann laut í lægra
haldi fyrir miskunnarlausum sjúk-
dómi sem smám saman en þó með
undra skjótum hætti dró allan mátt
úr þessum hrausta og vel gerða
manni. En þrátt fyrir sinn erfíða
sjúkdóm hélt Gísli ótrauður áfram
að sinna kennslu við Háskólann en
ekki síður rannsóknar- og fræði-
störfum fram á síðasta dag. Eljan
og þrautseigjan var með þeim ólík-
indum að við sem heil erum stönd-
um agndofa yfir. Eftir hann liggur
mikill fjöldi bóka, rita og fræði-
greina um sagnfræði, að mestu eft-
ir hann sjálfan en sumt í samvinnu
við ýmsa mæta samstarfsmenn,
bæði innlenda og erlenda. Gísli var
fyrir löngu kominn í fremstu röð
íslenskra sagnfræðinga og naut al-
þjóðlegrar viðurkenningar fyrir
brautryðjendastörf í sagnfræði-
rannsóknum og sem fyrirlesari á
alþjóðlegum ráðstefnum.
Kynni okkar Gísla eru orðin löng
og spanna nánast allt lífið. En þeg-
ar þau Gísli, Berglind og Ásgeir
fluttu til Stokkhólms árið 1983
hófst nýr kapítuli í okkar lífi. Þá
var þráðurinn tekinn upp að nýju
og vinskapurinn jókst og dýpkaði
og hefur haldist mjög náinn síðan.
Þegar hugurinn reikar yfir þetta
tímabil er margs að minnast bæði
frá Svíþjóðarárunum og eftir að
heim var komið. Margt var brallað
og baukað á góðum samverustund-
um, stundum tveir einir, stundum
með fjölskyldum okkar og stundum
með vinahópnum. Minningarnar svo
ótalmargar og ljúfar mun enginn
frá_ okkur taka.
I Svíþjóð var íþróttaáhuginn mik-
ill og tókum við þátt í að stofna
9g leika með ÍS United, fótboltaliði
Islendingafélagsins, bæði í innan-
húss- og utanhússbolta öll árin í
Stokkhólmi. Gönguskíðaferðirnar
með fjölskyldunum í skóginum við
Lappis voru orðnar fastur liður og
tennistímarnir í Táby voru eftir-
minnilegir þótt engir stórsnillingar
væru þar á ferð. Þá spiluðum við
bridds reglulega, iðulega konurnar
á móti okkur Gísla og varð úr mik-
ill kynjaslagur og vart mátti á milli
sjá hvor hafði betur. Matreiðslu-
áhuginn var einnig mikill og sífellt
verið að prófa áfram nýja og for-
vitnilega rétti enda mikið úrval af
fyrsta flokks hráefni, ekki síst villi-
bráð sem oft varð fyrir valinu. Við
tókum okkur til og lögðum niður
síld, bökuðum paté og brydduðum
upp á ýmsum tiltækjum á þessu
sviði. Paté bakstur varð síðan fast-
ur liður fyrir stórhátíðar í mörg ár
eftir heimkomuna frá Svíþjóð. Að
síðustu má ekki gleyma starfsemi
„tippsfélagsins" (Den Kungliga Is-
lanska Tipsförening i Stockholm)
sem ávallt hélt sína reglulegu laug-
ardagsfundi yfir veturinn. Eitt af
því merka sem hún tók sér fyrir
hendur voru tvær tippsferðir til
Þýskalands að horfa á eðalknatt-
spyrnu og heimsækja góða vini.
Eftir að við vorum flutt heim
hélt bridsspilamenskan áfram og
tippsfélagið lifír enn þó fundir séu
ekki jafntíðir og forðum. Þá höfum
við fjölskyldurnar gjarnan heimsótt
hvor aðra í sumarbústaði og þá var
nú ekki slegið slöku við matseldina
eða spilamennskuna. Fljótlega eftir
heimkomuna stofnuðum við félagar
T
sérstakan matarklúbb ásamt Þóri
Jónssyni vini okkar, sem einnig
hafði verið samtíma okkur í Svíþjóð.
Það er ekki oft á lífsleiðinni sem
menn eiga því láni að fagna að
kynnast eins gegnheilum persónu-
leika og þeim sem Gísli hafði til að
bera. Hann var einstakur maður
hvernig sem á hann var litið. Mann-
gæska og leiftrandi greind og góðar
gáfur á svo ótalmörgum sviðum
voru hans aðal. En e.t.v. var það
kímnigáfan og húmorinn og sá eig-
inleiki að geta alltaf séð hinar kóm-
ísku hliðar á tilverunni sem var
mest áberandi í daglegu fari. Og
þrátt fyrir sína miklu erfíðleika síð-
ustu árin hurfu þessi einkenni aldr-
ei úr fari hans og ávallt gat hann
komið með athugasemdir sem
glöddu og lífguðu umhverfíð. Það
er ekki hvað síst á þessu sviði sem
hans óþijótandi hugmyndaflug og
fjöruga ímyndunarafl fékk hvað
best notið sín. Það var t.d. hrein
unun að hlýða á hann flytja tæki-
færisræðu sem hann gerði óviðjafn-
anlega enda skáldmæltur vel. Hann
gaf til að mynda út athyglisverða
ljóðabók á menntaskólaárum sínum
sem hlaut ágætar viðtökur.
Gísli hafði mikla unun af tónlist
og var nánast alæta á allar tegund-
ir tónlistar. Af dægurtónlist hafði
hann sérstakt dálæti á The Kinks
og átti örugglega allt sem hún hafði
sent frá sér og spilaði lögin þeirra
gjaman. Af sígildri tónlist átti hann
einnig orðið mjög gott safn, enda
haldinn mikilli söfnunamáttúra á
tónlist og bækur. Sjálfur spilaði
hann prýðisvel á gítar og var byij-
aður að læra á fíðlu þegar máttur-
inn í höndunum þvarr. Bókasafnið
var á tímabili orðið það mikið að
það rúmaðist ekki með góðu móti
á heimilinu svo hann tók það til
bragðs að gefa Bókasafni Hafnar-
fjarðar hluta safnsins.
Gísli kom mjög víða við og lagði
gjörva hönd á mörg verkefni. Hann
var virkur í starfí Alþýðuflokksins
og fulltrúi flokksins í Hafnarfírði á
flokksþingum og tók þar m.a. mik-
inn þátt í stefnumótun flokksins,
einkum í mennta- og menningar-
málum. Þá var hann í átta ár for-
maður skólanefndar Hafnaifyarðar
og er óhætt að segja að áhrif hans
vom mikil á mótun skólastarfs og
uppbyggingu skóla í Hafnarfírði
sein lengi eiga eftir að vara.
Gísli var dyggur stuðningsmaður
FH og hefur í gegnum árin lagt
mikið af mörkum til félagsins. Hann
var virkur iðkandi og keppandi,
bæði í handbolta og fótbolta, en
einnig hefur hann starfað að ýms-
um verkefnum fyrir félagið. Má þar
m.a. nefna að hann sat í ritstjóm
65 ára afmælisrits félagsins, sem
kom út á síðasta hausti og aðildar
hans að fjölmörgum útgáfumálum
félagsins í gegnum árin. Þá var
hann í svokallaðri Evrópunefnd sem
sá um undirbúning á þátttöku fé-
lagsins í UEFA-keppninni í knatt-
spymu. Fyrir utan allt þetta var
hann fastagestur á öllum FH-leikj-
um bæði í handbolta og fótbolta,
ef hann mögulega gat því við kom-
ið. Hann mætti t.d. á flesta heima-
leiki liðsins í knattspyrnu sl. sumar
þrátt fyrir sín erfiðu veikindi. Sýnir
það ekki hvað síst hvílíkan hug
hann bar til félagsins og áhugann
á gengi þess.
Gísli var gæfumaður í einkalífi.
Foreldrar hans og systkini vom
honum ávallt góður bakhjarl, ekki
síst Gunnlaugur faðir hans sem stóð
eins og fjölskyldan öll sem klettur
við hlið hans fram á síðasta dag.
Hann var kvæntur Berglindi Ás-
geirsdóttur og eignuðust þau þjjú
yndisleg og mannvænleg börn, Ás-
geir, 14 ára, Sigrúnu Ingibjörgu, 7
ára, og Sæunni, 2 ára. Þau byggðu
sér fallegt heimili í Hafnarfírði sem
þau fluttu inn í þegar þau komu
frá Svíþjóð. Ávallt er gott að koma
í heimsókn á Ölduslóðina og gleyma
tíma og stað við spjall, spila-
mennsku eða horfa saman á góðan
knattleik í sjónvarpi. Hið síðast-
nefnda var e.t.v. það helsta sem við
Gísli dunduðum okkur við undir hið
síðasta enda íþróttaáhuginn alltaf
jafnmikill.
En nú er komið að kveðjustund.
Á þessari stundu er mér og fjöl-
skyldu minni þakklæti efst í huga;
þakklæti fyrir áð fá að hafa átt
Gísla að sem trúnaðarvin, þakklæti
fyrir allt sem hann hefur gert og
gefíð. Megi algóður guð styrkja og
efla alla þá sem um sárt eiga að
binda á þessari stundu. Guð blessi
minningu Gísla Ágústar Gunn-
laugssonar.
Ársæll Guðmundsson.
Þá er hann Gísli farinn. Vand-
fundinn trúi ég að sé annar eins
vinnuþjarkur og þessi vinur minn
var. Vakinn jafnt og sofínn var
hann í .fræðum sínum, sannur eld-
hugi. Hann var fræðimaður af Guðs
náð og naut verðskuldaðrar viður-
kenningar meðal sagnfræðinga
langt út fyrir íslands strendur bæði
til austurs og vesturs fyrir braut-
ryðjendastarf sitt á sviði félagssögu
Þegar ég sá Gísla fyrst var hann
bara nokkurra ára gamall stúfur,
leikfélagi yngri bróður míns og varð
hann fljótt heimagangur hjá okkur.
Ekki minnist ég þess að hafa haft
á þeim tíma önnur orðaskipti við
hann en þau sem þóttu sjálfsögð
af hálfu stórs og þroskaðs bróður
í garð óendanlegra smápeða og víst
er að þau nokkur ár sem aðskildu
okkur í aldri voru í fyrstu sem heill
mannsaldur. Úr fjarlægð fylgdist
ég með honum upp í gegnum skóla-
kerfið enda átti hann lengst af sam-
leið með bróður mínum. Svo var
það að ég var kominn til Englands
til framhaldsnáms að ég frétti að
Gísli væri á leiðinni til Englands
sömuleiðis í háskólanám. Og ég
man það enn að mér fannst eitt-
hvað skrítið við skólakerfið hér á
landi fyrst smápattar væm á leið-
inni til annarra landa í nám.
Haustið 1973, sem Gísli hóf nám
í Norwich, kynntist ég honum svo
alveg upp á nýtt. Þá uppgötvaði ég
að smápattinn var orðinn fulltíða
maður með mótaðar skoðanir. Og
þá þegar orðinn Ijóðabókarhöfund-
ur. Á þessum ámm vom engar tölv-
ur til að fá delluáhuga á. í stað
þeirra vom hljómflutningstæki. Og
á þessum tíma var hvergi í Evrópu
hægt að fá alls kyns hljómburðar-
vélar á lægra verði en á Bretlands-
eyjum og var enda tímaritaflóran
sem tengdist þessu sviði ákaflega
fjölskrúðug. Þessu ánetjuðumst við
Gísli og fylgdumst með af athygli
og lásum, og oft af mun meiri áhuga
en skilningi. Samfundir okkar hóf-
ust líka oftar en ekki með því að
við ræddum það nýjasta sem við
höfðum séð eða lesið um þessi
mál. Tónlistin var í formi Fairport
Convention eða Grimms, Sandy
Denny eða Ralph McTell, Jethro
Tull eða Genesis, Clapton, Kinks
eða Roxy Music; knattspyman í
formi Norwich City eða Manchester
United; ölið var Ádnam’s, Greene
King, Samuel Smith eða Yorkshire;
samræðulistin með íslenzkum
hætti. Slík dægurmál komu samt
ekki í veg fyrir að Gísli lyki sínu
fyrsta námsári með offorsi því að
hann tók ekki aðeins fyrsta árs
sagnfræði sem aðalgrein heldur las
hann einnig bókmenntir á fyrsta
ári sem aðalgrein og hafði í fyrstu
hug á að gera það áfram en var
ráðið frá því af kennurum sínum
enda þótt fyrsta árs árangur hans
væri stórgóður.
Vegalengdin á milli okkar var
ekki nema rösk klukkustundar leið
með lest og varð það því til þess
að heimsóknir vom nokkuð tíðar.
Þegar fundum okkar bar þannig
saman, var það metnaðarmál að
geta hverju sinni sýnt eða boðið upp
á eitthvað nýtt hvort heldur það var
nýr matarréttur, ný öltegund, krá,
tónlist eða veitingahús. Gísli var
náttúrlegur sælkeri af þeirri tegund
að hann eldaði sér formlegan og
a.m.k. þríréttaðan málsverð um
helgar og skipti þá ekki miklu máli
hvort hann sat einn að matnum eða
hafði matargesti. Þessi háttur Gísla
vakti furðu ófárra enda eru senni-
lega flestir heldur latir við að til-
reiða sér mat á formlegan hátt með
uppdúkað borð og fínirí þegar eng-
inn annar er til að njóta hugguleg-
heitanna með manni. Mótleikur
minn var helst fólginn í að draga
hann á nýja veitingastaði, suma
hveija heldur óhijálega, sem þó
buðu upp á kröftugan mat. Gísli
rifjaði nokkuð reglulega upp fyrstu
ferð sína með mér á indverskan
veitingastað og hafði jafnan mikið
gaman af. Heimsókn sú í bragð-
laukanna paradís varð líka til þess
að Gísli batt vinfengi sitt við ind-
verska matargerð og leiddi það síð-
ar til stofnunar Sigríðafélagsins,
kvöldverðarfélags fjögurra Sigríða
og maka þeirra, Sigríðar Berglindar
eiginkonu Gísla, Sigríðar Olafar,
systur Gísla, Sigríðar Þorvarðar-
dóttur, kjörfósturmóður Gísla frá
Norwichámnum og Sigríðar, eigin-
konu undirritaðs. Hefur það félag
starfað með miklum ágætum nú
nokkur síðustu ár.
Þegar Gísli var á öðm ári og ég
orðinn ráðsettur kom hann við hjá
okkur í Cambridge á leið sinni heim
um jólin. Auraráð íslenzkra náms-
manna vom ekki mikil og kostaði
það nokkra útreikninga að smala
saman þeirri smámynt sem fyrir-
fannst og reikna út á hvern hátt
ódýrast væri fyrir Gísla að nálgast
Heathrowflugvöll. Man ég það að
við fylgdum Gísla á strætisvagna-
stöðina þar sem hann tók Lundúna-
rútuna og gengum þá langa vega-
lengd og roguðumst með jólagjafa-
töskuna hans og skiptumst á að
bera, leigubfll hefði reynst ofrausn
miðað við fjárhaginn. Svo tókum
við á móti Gísla eftir jólin úti á
Heathrow og mátti ekki minna
vera. Hann var með venjulegan
farangur sinn og stóra bókatösku
sem handfarangur, slíkar töskur
vógu gjarnan 20 kg. Auk þessa var
hann með tuttugU kílógramma
handfarangur í viðbót, saumavél
sem hann hafði glaður boðizt til að
færa okkur hjónakomunum að
heiman.
Þrátt fyrir nær yfírgengilega
vinnuhörku og sagnfræðiáhuga var
Gísli ákaflega fjarri því að vera
fagidjót. Hann fylgdist mjög vel
með íslenzkum bókmenntum, tók
þátt í menningarlegri samneyzlu
af þeim áhuga sem einkenndi flest
í hans fari, starfaði um árabil með
Alþýðuflokknum, var m.a. formað-
ur skólanefndar Hafnarfjarðar síð-
asta kjörtímabil. Hann var eldheitur
FH-ingur og setti sig ekki úr færi
að sjá sína menn leika hvort heldur
það var í knattspyrnu eða hand-
knattleik. Síðasta formlega þátt-
taka Gísla í íþróttum var þó með
HK í Kópavogi um 1980 þar sem
hann stóð í marki í handknattleik
þegar liðið ávann sér rétt til að leika
í fyrstu deild. Að öðru leyti hélt
hann aldrei framhjá Fimieikafélagi
Hafnarfjarðar.
Gísli missti aldrei sjónar á því
broslega í lífínu og var dijúgur með
sig þegar hann sagðist hafa farið
til útlanda í hópi 700 kvenna, og
verið eini karlinn í hópnum. Þegar
viðræðumenn hans nefndu stærðir
flugvéla sem flygju til Evrópu og
höfðu uppi efasemdir um sannleiks-
gildi þessarar staðhæfingar sagði
hann glottandi að sú yngsta hefði
fæðst árið 1850 - og þær hefðu
allar ferðast með sér sem hluti af
sagnfræðilegum gagnagrunni í töl-
fræðilegri úrvinnslu um samanburð
á sviði íslenzkrar fjölskyldusögu.
Tölvan kom Gísla að miklum
notum, ekki hvað sízt á síðustu
áram þegar sjúkdómsfötlun hans
var orðin vemleg og var hreint út
sagt ótrúlegt að fylgjast með því
hversu hratt hann vann við skjáinn
með þeim hjálpartækjum sem hann
hafði. Þessi tæki gerðu honum líka
kleift að skoða veraldarvefinn tölv-
anna. Ófá fékk ég skeytin frá hon-
um með ráðleggingum um að skoða
þessa síðu Monty Python, þessa síðu
með breskri þjóðlagatónlist og síð-
ast en ekki síst vom það ábending-
ar um hinar aðskiljanlegustu vefsíð-
ur fullar af upplýsingum um Kinks
sem hann togaði út á ótrúlegustu
stöðum.
Gísli var nýbúinn að setja upp
heimasíðu fyrir sjálfan sig á tölvu
Reiknistofnunar Háskólans þar sem
hann gerði grein fyrir sér og sínum
fræðistörfum. Hafði hann í hyggju
að nota heimasíðuna til að auðvelda
sér samskipti við nemendur sína og
samstarfsmenn og var fullur af
hugmyndum um ný vinnubrögð og
verkefni. Síðuna setti hann upp í
lok janúar. Hann sendi mér hróðug-
ur línu um tölvupóst að ég mætti
skoða en ég var þá erlendis nokkra
daga og það átti ekki fyrir okkur
að liggja að skeggræða þetta braut-
ryðjendastarf hans innan heim-
spekideildar Háskólans.
Fræðileg afköst Gísla vora mikil
og gæti margur maðurinn farið
sáttur á eftirlaun með fræðimanns-
feril og ritverkalista að baki sem
jafnaðist á við það sem þessi fjöru-
tíu og tveggja ára gamli vinur minn
skilur eftir sig.
Á menntaskólaámm sinum orti
Gísli um látinn skólafélaga. Méi4*^
fínnst sem þessar ljóðlínur eigi jafn-
vel við höfund sinn og þann sem
þær vora ortar um í upphafi.
Dreyrir dögg
daglok
lúta lífgrös
lágnætti að mold
fyrst er sízt skyldu.
Elsku Berglind og þið öll. í þess-
um fáum ljóðlínum kristallast það
sem þessi sundurlausu þankabrot
era umbúðir um. Innilegustu sam-
úðarkveðjur til ykkar allra frá okk-
ur Siddý og Iðunni Elsu.
Kristinn J. Albertsson.
í fótbolta á Svínatúninu. í mark-
inu í handboltanum hjá FH. Pólitík-
in og skáldskapurinn á mennta-
skólaáranum. Síðar meir endurnýj-
aður vinskapur og samstarf í bæjar-
pólitíkinni í Hafnarfirði. Og svo
margt og margt.
Þessar svipmyndir og svo ótelj-
andi aðrar era mér fyrir hugskots-
sjónum þegar ég læt hugann reika
og rifja upp samskipti og vináttu
okkar Gísla Ágústs Gunnlaugsson-
ar sagnfræðings sem lést á heimili ,
sínu í Hafnarfirði laugardagsmorg-
uninn 3. febrúar síðastliðinn.
Það er skarð fyrir skildi við brott-
för Gísla og enda þótt hann sjálfur
og flestir hans nánustu hafí um
skeið vitað að hverju stefndi vegna
hinna alvarlegu og langvarandi
veikinda sem höfðu ágerst hægt og
bítandi, þá er kveðjustundin jafn-
sár. Tómleikatilfínningin alger.
Söknuðurinn mikill. Hann Gísli átti
svo margt ógert, enda þótt hann
hafí komið svo miklu í verk á stutt-
um æviferili.
Það er stundum talað um hetjur
hvunndagsins - menn sem standá
upp úr án þess að halda afrekum
sínum á lofti. Gísli var svo sannar-
lega í þessum hópi. Og var þó eng-
in hversdagsleg hetja. Hann var
einfaldlega hetja. Hann var okkur
vinum hans og kunningjum tákn
þess hvernig sterkur einstaklingur,
hvemig hetja, mætir raunum og
mótlæti lífsins með æðruleysi og
þolgæði. Hann Gísli hélt ævinlega
sínu striki þótt úr líkamlegum þrótti
drægi. Síkvikur í huga, uppspretta
nýrra hugmynda þar sem bjartsýnin
var í fararbroddi. Og ævinlega stutt
í hið spaugilega - í brosið.
Hann Gísli sagði okkur eftirlif-
endum raunverulega það hvemig_
við eigum að lifa lífínu lifandi.
Hvemig við eigum að mæta verk-
efnum og áreitum hins daglega lífs
- gleði og sorg - með yfirvegun,
bjartsýni og trú. Hann var okkur
sú fyrirmynd sem við eigum að
læra af. Menn verða einfaldlega
betri vegna kynna af mönnum á
borð við Gísla Ágúst Gunnlaugsson.
En hann stóð ekki einn. Hans
samheldna og góða fjölskylda og
traustir og nánir vinir stóðu með
honum allt til enda. Eiginkona hans,
Berglind Ásgeirsdóttir, á vafalaust
fáa sína líka. Ég átti þess kost að
starfa með henni um nokkurra
mánaða skeið fyrir hálfu öðra ári.
I því erilsama starfí sem hún gegndi
og gegnir ennþá var hún margra
manna maki. En um leið var hún
stoð og stytta eiginmanns síns. Hún
átti þá aðdáun mína alla. Og á enn.
Ég vil að leiðarlokum þakka fyr»
ir það að hafa notið vináttu Gísla