Morgunblaðið - 11.02.1996, Side 30
30 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996
MINNIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
og fjölskyldu hans í fortíð og nútíð.
Það var gott að eiga hann að vini,
þegar við vorum að sparka tuðr-
unni á Svínatúninu forðum daga
undir merkjum hverfaliðsins okkar,
Fálkans. Og þótt Gísli hafi verið
fádæma afkastamikill í störfum sín-
um sem sagnfræðingur þá kom
hann ekki í verk þeim áformum
sínum að skrifa sögu Fálkans. Sú
saga verður því sennilega aldrei
sett á blað, þegar Gísla nýtur ekki
lengur við. En kannski þarf þá sögu
ekki að skrifa - hún er síung og
fersk í endurminningu þeirra sem
hlut áttu að máli. Eins og raunar
minningamar mörgu og ljúfu um
góðan dreng - Gísla Ágúst Gurin-
laugsson.
k Þótt Gísli sinnti fræðigrein sinni
af miklum krafti allt fram á síðasta
dag, lét hann sig ekki muna um
það, að taka virkan þátt í ýmsum
félagsmálum. Ég minnist með mik-
illi hlýju og stolti formennsku hans
í skólanefndinni í Hafnarfírði 1990-
1994, en þar leiddi hann fyrir hönd
okkar alþýðuflokksmanna stórkost-
lega uppbyggingu skólamála í sín-
um heimabæ. Þekking og metnaður
Gísla í þessum málaflokki skilaði
sér með markvissum hætti og ár-
angurinn varð einfaldlega stórbætt
aðstaða fyrir nemendur og starfs-
fólk í hafnfirsku skólakerfi - betri
skólar. Hafnfirðingar munu njóta
þessara starfa Gísla um ókomna tíð.
Ennfremur lét Gísli sig mjög
varða málefni íþróttahreyfingarinn-
ar og þá einkanlega síns félags,
FH, og lagði þar drjúga hönd að
verki.
Ég sakna vinar í stað. Það gera
aðrir þeir íjölmörgu sem áttu þess
kost að kynnast Gísla í leik og
starfi. En sárust er vissulega sorgin
hjá hans nánustu. Innilegustu sam-
úðarkveðjur þeim til handa; til for-
eldra, Sigrúnar og Gunnlaugs og
tengdaforeldrá, Sæunnar og Ás-
geirs. Og til Berglindar og bam-
anna ungu, Ásgeirs, Sigrúnar og
Sæunnar.
Guð gefí dánum ró og þeim líkn
sem lifa. Hann blessi minningu
Gísla Ágústs Gunnlaugssonar.
Guðmundur
Árni Stefánsson.
Haft er á orði í Svíþjóð að Upp-
salir sé borg hinnar eilífu æsku.
Þar breytist lítið samsetning aldurs-
hópa því þangað koma til náms og
rannsókna nýútskrifaðir stúdentar
til að feta sig áfram á þroskabraut-
inni og síðan sökkva sér í fræðin í
leit að því óþekkta til að víkka sjón-
deildarhringinn.
Ég vann að rannsóknarverkefni
við Sagnfræðistofnun Uppsalahá-
skóla og sat í stjórn hennar þegar
Gísli Agúst cand.mag. athugaði
möguleika á að ljúka þar lokastigi
háskólamenntunar, doktorsprófi.
Þetta voru mér gleðifréttir og ég
sannfærður um að stofnuninni
bættist góður liðskraftur og síðast
en ekki síst kæmi hér að reyndur
fræðimaður sem yki þekkinguna á
íslenskri félagssögu í samstarfs-
verkefnum sagnfræðivísinda. Gísla
Ágústi reyndist auðsótt að taka til
starfa og hleypti hann strax nýju
lífi í allt sem hann kom að. Hann
var ávallt vel undirbúinn og sýndu
örlátar ábendingar hans hve vel
hann var að sér í síðustu rannsókn-
um hvort heldur var frá Bretlandi,
Þýskalandi eða Ameríku. Gísli Ág-
úst var alþjóðlegur fræðimaður og
lagði mikið upp úr því að gera heimi
erlendra fræðimanna grein fyrir
staðháttum og þjóðfélagsþróun á
íslandi. Þar hafði hann margt fram
að færa og umræðan komst á hærra
stig við að taka einnig tillit til ís-
lands. Sem fræðimaður skilur Gísli
Ágúst eftir sig varanlegan skerf í
þágu vísindana.
I Uppsölum eignaðist ég traustan
vin þar sem Gísli Ágúst var. Við
hjónin fögnuðum þessum glaða au-
fúsugesti. Hans jafnaðargeð var
óbrigðult og því gott að deila með
honum stundum. Við hjónin nutum
gestrisni hans og Berglindar Ás-
geirsdóttur meðan þau bjuggu í
Stokkhólmi. Þar var alltaf tekið
rausnarlega á móti okkur og tíminn
virtist eilífur. Samt var sífellt verið
að lesa greinar og skrifa nýjar sem
birtust innan tíðar í virtum tímarit-
um. Gísli Ágúst var afkastamikill
fræðimaður. Félagslyndi hans var
einstakt og hann hvetjandi til sam-
fagnaðar.
Það var mér heiður að gegna
hlutverki veislustjóra þegar Gísli
Ágúst lauk doktorsprófi árið 1988.
Hann hafði komist glæsilega á leið-
arenda en fleiri áfangar voru fram-
undan, nýir landvinningar biðu og
Gísli Ágúst var óþreyjufullur að fá
að takast á við ný verkefni. Tilfinn-
ingin fyrir tímanum í borg hinnar
eilífu æsku var sælustund.
í öllu æðruleysi reyndi Gísli að
láta andann sigra efnið í þeim veik-
indum sem gerðu vart við sig. Hann
hélt sínu striki í rannsóknum og
kennslu og gerði sem minnst úr
þeim sjúkdómi sem af mikilli óbil-
gimi lét aldrei staðar numið. Gísli
lét mann trúa að framtíðin væri
óendanleg. Við kveðjum góðan vin
rík af björtum minningum um
ánægjulega samfylgd.
Við hjónin færum Berglindi og
börnum þeirra þremur, Ásgeiri, Sig-
rúnu Ingibjörgu og Sæunni og öðr-
um ástvinum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Stefán F. Hjartarson.
Gleði, heitir lífsins ljúfa
leynipður, mjúk og sterk.
Hún er máttarhjól er hreyfir
heimsins mikla siprverk.
(M. Joch/Schiller.)
Einhvern veginn er það svo, að
manni er ekki alltaf ljóst hvað það
er í fari þeirra sem maður metur
mest sem bregður birtu á umhverfi
þeirra og þá sjálfa. Ekki fyrr en
litið er um öxl. Þegar mér barst sú
fregn að æskuvinur minn, Gísli
Gunnlaugsson, væri látinn, var eins
og blærinn af návist hans bærist
til mín og minningarnar streymdu
fram.
Ég undraðist dálítið að mér skyldi
ekki vera hugstæðast hvað hann
var framúrskarandi vel gefinn og
mikill fræðari; hvað honum lét sér-
lega vel að miðla þekkingu til ann-
arra. Ekki heldur hvað hann var
góður vinur og mikill fjölskyldu-
maður, hetja í erfiðum veikindum,
vinnusamur og vitur. Þó var hann
þetta allt, og meira til. En það var
ekkert af þessu sem var ríkast í
minningunni, heldur gleðin sem
hann bar með sér. Frá fyrstu kynn-
um okkar til síðustu funda er það
þessi græskulausa gleði sem varpar
ljóma á öll samskipti við hann.
Ekki hávær kátína, heldur smitandi
gleði yfir litbrigðum lífsins og
óþrjótandi viðfangsefnum þess. Sú
hugsun er áleitin, að þessi gleði
hafi verið sú lífsins leynifjöður, sem
gerði líf hans í erfiðum veikindum
að sigurverki í augum allra sem
álengdar stóðu.
Við kynntumst á Kálfatjörn á
Vatnsleysuströnd þegar ég var tíu
ára gömul. Við vorum þijú á svip-
uðu reki, Friðrik Garðarsson, Gísli
og ég. Sumar eftir sumar, sem í
minningunni eru einn samfelldur
sólardagur, nutum við ævintýra
sveitalífsins, áttum sameiginlegan
afa, Erlend á Kálfatjörn, sem þó
var ekki raunverulegur afi neins
okkar og brölluðum ýmislegt sem
okkur þætti ekki endilega til fyrir-
myndar í dag. Frá fyrstu stund
höfðum við Gísli einn vilja þegar
kom að prakkarastrikum og hvers
kyns uppátækjum og urðum vinir
upp frá því.
I nóvember síðastliðnum bar
fundum okkar æskufélaganna sam-
an, þegar Gunnar Erlendsson, bóndi
á Kálfatjörn, var borinn til grafar.
Að athöfn lokinni vorum við fýrr
en varði niðursokkin í æskuminn-
ingar. Við Friðrik vorum farin að
ryðga í hinum ýmsu afrekum, ef
til vill með vilja, en Gísli hafði engu
gleymt. Hann leiddi okkur um ævin-
týrastigu bemskuáranna og við
skemmtum okkur öll konunglega,
þótt ástæða þess að við vorum
þarna saman væri ekki fagnaðar-
efni. Við rifjuðum upp bátsferð sem
farin var í óleyfi, keppni í heysátu-
gerð, söguna um mannýga kálfinn,
dýrlegar réttarferðir og sitthvað
sem hvorki verður sagt frá né fært
í letur.
Þetta var sannkölluð sólskins-
stund, en um leið blandin trega.
Við endurlifðum lífsgleði æskuár-
anna, þar sem Gísli var helsta upp-
sprettan og gleðigjafinn. í kringum
hann var alltaf gaman. Nú var hann
merktur erfiðum veikindum, en þó
var lífsfjörið á vissan hátt meira
en hjá okkur hinum. Þrátt fyrir
skerta tjáningargetu var það hann
sem stýrði þessum umræðum og
enn var hann í hlutverki gefand-
ans. Enginn skemmti sér betur og
hló innilegar en hann þennan nóv-
emberdag.
Þótt Gísli væri vel af guði gerð-
ur, var skaparinn ekki síður örlátur
á vaxtarskilyrði hæfileikanna. í for-
eldrahúsum bjó hann við ástríki,
hvatningu og stuðning sem aldrei
brást. I þessari fjölskyldu er ein-
stakt mannkostafólk. Á sínum tíma
var mér nokkuð í mun _að Gísli
kvæntist konu sem væri honum
samboðin og gladdist mjög þegar
ég mætti honum með Berglindi
Ásgeirsdóttur upp á arminn. Berg-
lind var skólasystir mín og svo
óvenjulega skörp og hæfileikarík
að ég hafði lengi verið sannfærð
um að hún hlyti að ná langt. Það
gekk eftir. Hitt gat ég ekki séð
fyrir, að þrátt fyrir háa stöðu og
verðskuldaða virðingu fyrir störf
sín, myndi hún rísa hæst sem vinur
mannsins síns, eiginkona og móðir.
Á kveðjustund þakka ég af hjarta
lærdómsríka og skemmtilega sam-
fylgd og bið Gísla Gunnlaugssyni
guðs blessunar.
Ástvinum hans öllum votta ég
einlæga og innilega samúð.
Linda Rós
Michaelsdóttir.
+
Elskuleg konan mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG GÍSLÍNA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Skeljagranda 2,
Reykjavfk,
lést á heimili sínu 5. febrúar. Jarðarför-
in hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinn-
ar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks
Heimahlynningar Krabbameinsfélags-
ins.
Jón Alexandersson,
Auður Elísdóttir, Jóhann Amundason,
Erna Elísdóttir,
Hannes Elfsson,
Elfsa Elfsdóttir,
Elfn Jónsdóttir,
Ágústa Jónsdóttir,
Sólveig Jónsdóttir,
Óskar Óskarsson,
Þórhildur Hjaltadóttir,
Pétur Hjaltason,
Erlendur Halldórsson,
Jóhannes Þ. Guðbjartsson,
Magnús J. Harðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma, elskuleg
JÚLÍA ÓSK GUÐNADÓTTIR,
er látin.
Jarðarför hennar hefur farið fram.
Ástvinir Júlíu þakka læknum og hjúkrun-
arfólki á Skjóli góða umönnun, samúð,
hlýhug og virðingu henni sýnda.
Helgi H. Sigurðsson, Edda Sigrún Ólafsdóttir,
Sigurður Jónas Sigurðsson, Steinunn Árnadóttir,
Jóhanna G. Sigurðardóttir, Gunnar J. Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTMUNDUR ANTON JÓNASSON
(Toni)
framreiðslumaður,
Vesturgötu 73,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 12. febrúar
kl. 15.00.
Örlygur Antonsson,
Jónas Antonsson,
Ómar Antonsson,
Edda Antonsdóttir,
Anton Ingibjartur Antonsson,
Steinberg Antonsson,
Hreiðar Hálfdán Antonsson,
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir, Guðjón Pálmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sonja Sigurðardóttir,
Kristín Gfsladóttir,
Eva Dóra Hrafnkelsdóttir,
Amanda Sherell Antonsson,
Jarðarför konu minnar, móður og
stjúpmóður okkar,
ÁSLAUGAR VALDEMARSDÓTTUR,
Höfðahlíð 9,
Akureyri,
fer fram frá Akureyrarkirkju mánudag-
inn 12. febrúar 1996 kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á Krabbameinsfélag Akureyrar og
nágrennis.
Áskell Einarsson,
Valdemar Steinar Guðjónsson,
Ólafía Áskelsdóttir, Einar Áskelsson,
Guðrún Askelsdóttir,
Steinunn Áskelsdóttir, Ása Birna Áskelsdóttir.
Hetja er fallin í valinn. Gísli
Ágúst Gunnlaugssson, samkennari
minn og vinur, lést á heimili sínu
aðfaranótt 3. febrúar síðastliðinn.
Dauði hans kom í kjölfar lang-
vinnra og erfíðra veikinda; ljóst var
fyrir löngu að hveiju stefndi. Eigi
að síður veldur andlátið sorg.
Gísli Ágúst var í hlutastarfi hjá
sagnfræðistofnun í nokkur ár að
loknu cand. mag. prófi í sagnfræði
1979 og var samtímis stundakenn-
ari við Háskóla íslands. Hann var
við doktorsnám í Svíþjóð 1984-1988
og kom heim með doktorsgráðu
1988. Hann var stundakennari í
sagnfræði 1988-1989, en lektor og
síðar dósent, fyrst í tímabundinni
og síðar fastri stöðu, frá 1989.
Kennslan fórst honum sérstaklega
vel úr hendi og hann sameinaði í
henni ótvíræða fræðimannshæfni,
fjölbreytt þekkingarsvið, góða frá-
sagnarlist og mikla ljúfmennsku.
Fáir kennarar við Háskóla íslands
hafa verið jafn ástsælir með nem-
endum og Gísli Ágúst Gunnlaugs-
son. Breytti hér engu um að hann
var metnaðargjarn og því kröfu-
harður. En kröfuharðastur var hann
ávallt við sjálfan sig á öllum sviðum.
Þegar ég veiktist og þurfti að
fara á sjúkrahús fyrirvaralaust vor-
ið 1989 hringdi ég frá sjúkrahúsinu
í Gísla Ágúst og bað hann að taka
við kennslu minni það sem eftir lifði
vormisserisins. Umyrðalaust varð
hann strax við beiðni minni og lauk
kennslunni í námskeiðinu með sóma
fyrir sig, mig og nemendur okkar.
Við samkennarar Gísla Ágústs
vissum ekki í upphafi um þau veik-
indi sem hann greindist með árið
1990. Hann bar ávallt harm sinn í
hljóði. Smám saman komu í ljós
hrörnunareinkenni sjúkdómsins
miskunnarlausa. En eins og hetju
sæmir barðist Gísli Ágúst hvern
dag. Til hinstu stundar hélt hann
skynseminni og dómgreindinni
óbrenglaðri. En vöðvaaflið þvarr
smám saman. Hann jók vinnu sína
í fræðunum og í afköstum var hann
síðustu árin orðinn hvað fremstur
meðal sagnfræðinga. Duglegur var
hann alltaf en aldrei eins og þá.
Það var verkefni mitt sem skorar-
formanns í sagnfræði við Háskóla
Islands að skipuleggja kennslu
næsta vetrar snemma á þessu ári.
Fyrstur fastráðinna sagnfræði-
kennara til að skila mér ítarlegri
skýrslu um væntanlega kennslu var
Gísli Ágúst Gunnlaugsson. Daginn
fyrir andlát sitt, föstudaginn 2.
febrúar, mætti hann til vinnu þótt
fárveikur væri. Barist skyldi til
hinstu stundar.
í vinnu sinni á undanförnum
árum naut Gísli Ágúst ómetanlegr-
ar aðstoðar Ólafar Garðarsdóttur.
Hún var allt í senn nemandi hans,
aðstoðarmaður og samstarfsmaður
við fræðirannsókir, hjúkrunarkona,
vinur í daglegri baráttu og allra
síðasta árið var hún túlkur hans.
Einnig var náið samstarf með Gísla
Ágústi og Lofti Guttormssyni, pró-
fessor í sagnfræði, sem kom þeim
báðum vel.
Fjölskylda Gísla Ágústs stóð eins
og klettur við hlið hans alla tíð og
sú hlýja sem hann naut heima fyrir
hjálpaði honum í baráttunni. Berg-
lind Ásgeirsdóttir og börnin ykkar
Gísla, Ásgeir, Sigrún Ingibjörg og
Sæunn litla: 011 hafið þið gert mik-
ið. Missir ykkar er stór.
Þjóðskáldið Þorsteinn Erlingsson
orti þessa vísu skömmu fyrir dauða
sinn árið 1914:
Nú opnar fángið fóstran góða
og faðmar þreytta barnið sitt;
hún býr þar hlýtt um bijóstið móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit, hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofi þar.
(Þymar, síðari hluti.)
Ævi Gísla Ágústs er okkur eftir-
lifendum öllum góð áminning um
það hve mikils virði lífið er. Hver
dagur er sérstök gjöf sem okkur
ber að varðveita.
Gísli Gunnarsson.
• Fleiri minningargrcinar um
Gísla Ágvst Gunnlaugsson bíðn
birtingar ogmunu birtast í blað-
inu næstu daga.