Morgunblaðið - 11.02.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 33
!
!
I
1
i
I
i
í
i
i
(
i
(
(
(
(
(
l
<
(
i
<
(
<
(
(
<
ÁSLAUG
VALDEMARSDÓTTIR
+ Áslaug Valde-
marsdóttir var
fædd á Húsavík 31.
júlí 1933. Hún lést á
Fj ór ðungssj úkra-
húsinu á Akureyri
4. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar eru Valde-
mar Jósafatsson,
húsgagnasmíða-
meistari, Húsavík,
og Árnína Kristín
Jónsdóttir, Húsavík.
Báðir foreldrar Ás-
laugar höfðu misst
fyrri maka sína þeg-
ar þau giftust. Hálf-
systkini Áslaugar, börn Valde-
mars, voru Jón og Óli, fæddir í
Noregi þar sem Valdemar bjó
áður. Þeir eru báðir fallnir frá
fyrir allmörgum árum. Hálf-
systkini Áslaugar, börn Árnínu,
eru Jón ísfjörð sem nú er látinn
og Sigurpáll ísfjörð sem er enn
á lífi hálfáttræður. Böm þeirra
Valdemars og Árnínu auk Ás-
laugar era: Hólmfríður, f. 11.
september 1925; Steinunn Sig-
urbjörg, f. 1. febrúar 1928, eftir-
lifandi maki er Jón Bernharðs-
son; og Hilmar, f. 17. janúar
1930. Bæði Hólmfríður og Hilm-
ar hafa misst maka sína.
Eftir að Árnína móðir barna
þeirra Valdemars lést tók
móðuramma þeirra, Hólmfríður
Sigurpálsdóttir, að sér það hlut-
verk að ala upp við hlið Valde-
mars börn þeirra hjóna og koma
þeim til manns. Áslaug lauk
gagnfræðaprófi þeirra tíma við
Gagnfræðaskóla
Húsavíkur. Hún
vann fyrst á Húsa- .
vík við verslunar-
störf þjá Pöntunar-
félagi verkamanna,
síðar við talsíma-
störf hjá Pósti og
síma, allt þar til hún
gifti sig.
Áslaug giftist í
júní 1963 Áskeli
Einarssyni, þá
bæjarsljóra á Húsa-
vík, síðar fram-
kvæmdastjóra
Sjúkrahúss Húsa-
víkur. Fyrri hluta
árs 1971 tók Áskell við starfi
framkvæmdastjóra Fjórðungs-
sambands Norðlendinga. Þá
fluttu þau hjón ásamt börnum
sínum til Akureyrar og hafa
þau búið í Höfðahlíð 9 allar
götur síðan.
Börn þeirra eru: Valdemar
Steinar Guðjónsson, f. 1. apríl
1956, Ólafía, f. 2. apríl 1963, og
Einar, f. 23. maí 1965. Þau Ólaf-
ía og Einar voru börn þeirra
beggja en Valdemar er stjúpson-
ur Askels.
Á Akureyri vann Áslaug í
fyrstu við verslunarstörf í Am-
aro. Síðan um allmörg ár við
símavörslu á skrifstofu iðnað-
ardeildar SÍS á Akureyri. Síð-
ustu árin vann hún sem skólarit-
ari við Glerárskóla.
Áslaug verður jarðsungin frá
Aku rey rarkirkj u á morgun,
mánudaginn 12. febrúar, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
FALLIN er frá mágkona mín, Ás-
laug Valdemarsdóttir. Áslaug var
síðari eiginkona Áskels, bróður míns,
og hefur þeirra samfylgd varað rúma
þrjá áratugi. Þann tíma hefur heim-
ih þeirra og atvinna verið á Norður-
landi en flest mér tilheyrandi sunn-
anlands. Skilyrði til tíðra samvista
voru því ekki fyrir hendi en jafnan
gagnvegir milii heimila og kynni
mín af Áslaugu urðu allnokkur. Er
mér ljúft að leiðarlokum að minnast
hennar nokkrum orðum.
Frá fyrstu tengslum hennar við
fjölskyldu mína minnist ég hennar
sem glaðlegrar ungrar konu með
soninn sinn unga, hrein og bein og
ótrauð að takast á við lífið. í heim-
sókn til þeirra Áskels á Húsavík sé
ég hana fyrir mér sem stolta og
hamingjusama móður tveggja lítilla
barna þeirra og góðan félaga eldri
dóttur manns síns af fyrra hjóna-
bandi. Stjúpdóttur sinni, er misst
hafði móður á viðkvæmum aldri,
reyndist Áslaug styrk stoð og sam-
band þeirra hefur verið traust.
I rúman aldarfjórðung hefur
heimili þeirra hjóna staðið á Akur-
eyri þar sem Áskell hafði með hönd-
um ábyrgðarmikið og erilsamt starf.
Samhliða umönnun og umsjá heimil-
is starfaði Áslaug utan veggja þess;
reyndist hún farsæl í starfi og vel
metin.
Á heimilið að Höfðahlíð 9 var
gott að koma og ánægjulegt að dvelj-
ast. Húsbóndinn iðkaði samræðulist-
ina og kom víða við en húsfreyjan
lagði til mála á sinn sjálfstæða hátt.
Heimilið var fallegt og vel um geng-
ið, skipulega að öllu staðið og vel
búið að sínu; Áslaug veitti gestum
góðan beina og þar var í raun gesta-
sæld.
Það voru vissulega váleg tíðindi
er veikindi hennar spurðust fyrir um
það bil einu ári og einnig um þá
erfiðu læknismeðferð sem viðhafa
þurfti. En hún lét málið ekki á sig
ganga, hélt reisn sinni og gekk að
sínu meðan þrek entist. Á síðastliðnu
ári áttu fjölskyldur okkar eftirminni-
legar ánægjustundir saman og að
gefnu tilefni sérstakar fagnaðar-
stundir á Akureyri í ágústlok. Enda
þótt veikindin hefðu búið um sig
hélt Áslaug gleði sinni, lét sem ekk-
ert væri og gaf með því endurminn-
mgunni um samveruna meiri dýpt.
Fram undir það allra seinasta
mátti vissulega leyfa sér að vænta
einhvers bata en dagarnir reyndust
vera taldir því með frekar stuttum
aðdraganda kom breytingin. Ekki
má sköpum renna og kallinu óhlýðn-
ast enginn en eftir sitja dýrmætar
minningar aðstandenda um mæta
konu er vel skipaði sinn sess í lífinu.
Ég sé Áslaugu Valdemarsdóttur
fyrir mér glæsilega á velli, háa og
beinvaxna og samsvaraði sér vel;
með fallegt dökkt hár og skipti vel
litum í andliti. Hún klæddist jafnan
vel, hafði prútt fas, var viðræðugóð
og í jafnvægi. Á ævi hennar líkt og
flestra skiptust á skin og skúrir en
mín tilfinning er sú að gegnum þykkt
og þunnt hafi hún haldið reisn sinni
og með því gefið þeim sem á eftir
koma verðugt eftirdæmi. Blessuð sé
minning mætrar konu.
Björg Einarsdóttir.
Áslaug Valdemarsdóttir er látin
eftir erfiða baráttu við óvæginn sjúk-
dóm, sextíu og tveggja ára að aldri.
Við Rannveig kynntumst Áslaugu
fyrst fyrir þijátíu árum eftir að hún
giftist Áskeli Einarssyni, fyrrv. mági
mínum, en hann hafði þá nokkrum
árum áður misst fyrri konu sína,
Þórnýju Þorkelsdóttur.
Þau Áslaug og Áskell bjuggu
fyrstu búskaparár sín á Húsavík þar
sem hann var bæjarstjóri um árabil
og síðar forstöðumaður sjúkrahúss-
ins. En er hann var orðinn fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssambands
Norðlendinga fluttust þau til Akur-
eyrar og settu saman bú þar að
Höfðahlíð 9.
Heimili þeirra var orðlagt fyrir
rausn og myndarskap og nutum við
Rannveig og börn okkar þar iðulega
góðrar gistivináttu á ferðalögum
nyrðra í hinum rómaða höfuðstað
Norðurlands. Sömuleiðis voru þau
hjón ætíð aufúsugestir hér syðra á
heimili okkar Rannveigar. Við eigum
margar góðar minningar frá þeim
samverustundum.
Meginþunginn af margþættum
heimilisstörfum og uppeldi barna
þeirra hjóna, Ólafíu og Einars, hvíldi
á herðum húsmóðurinnar. Áslaugu
fór það hlutverk svo vel úr hendi
að það má segja að maður hennar
hafi ekki þurft að dýfa hendi í kalt
vatn á heimilinu meðan hennar naut
við enda var hann jafnan önnum
kafinn framkvæmdastjóri við um-
fangsmikil störf fyrir Fjórðungssam-
band Norðlendinga meðan það var
og hét.
Þannig var það einnig eftir að
Áslaug fór að vinna úti, sem kallað
er, og þannig vildi þessi rómaða
húsmóðir hafa það á sínu heimili.
Það var ekki laust við að ég öfund-
aði Áskel stundum dálítið af því, er
við vorum nyrðra, hversu billega,
eins og stundum er sagt, hann slapp
við heimilisstörfín.
Áslaug var greind kona og vel
verki farin, ötul bæði heima og heim-
an. Síðustu árin sem hún lifði var
hún ritari í Glerárskóla og undi þar
vel hag sínum. Mér er kunnugt um
það að hún var vinsæl og vel metin
fyrir störf sín í þeim skóla.
Sém fyrr segir var ekki í kot vís-
að að koma til Áslaugar og Áskels
á hið smekklega og hlýlega heimili
þeirra að Höfðahlíð. Það sem ein-
kenndi Áslaugu heitna öðru fremur,
að mér fannst, var gestrisni, góðvild
og hæverska í framkomu. Hún hafði
einstakt lag á því að taka á móti
gestum og gangandi og láta þá finna
hve velkomnir þeir væru og ekki var
farið í manngreinarálit. Húsmóður-
hlutverkinu er lítið hampað nú á
dögum og ekki veittar orður fyrir,
ef svo væri hefði Áslaug heitin átt
tilnefningu skilið.
Fyrir nokkrum árum bar mig
óvænt að garði þar nyrðra hjá þeim
hjónum ásamt vini mínum úr
Reykjavík, sem aðeins þekkti þau
af afspurn. Móttökurnar sem við
fengum hjá þeim Áslaugu og Áskeli
urðu þessum vini mínum ógleyman-
legar og hefur hann oft haft orð á
því síðan af hve mikilli rausn hafi
verið veitt á þessu heimili; hve
ánægjulegt hafi verið að dvelja þar
þessa kvöldstund og njóta ágætra
veitinga húsmóðurinnar og dóttur
hennar, Ólafíu, spjalla við þær og
fjölfróðan húsbóndann og dóttur-
dóttur hans Þórnýju frá Húsavík sem
ber nafn systur minnar.
Áslaugu og Áskeli varð tveggja
barna auðið og þau eru nú bæði
uppkomin. Ólafía dóttir þeirra er
snyrtifræðingur og sonurinn Einar
er nemandi í stjórnunarfræðum
(gæðastjórnun) í Háskólanum á
Akureyri og býr sig nú undir loka-
próf þar. Þau sýndu móður sinni
mikla umhyggju eftir að hún veikt-
ist. Ólafía bar þó hita og þunga
dagsins, ef svo má segja, og var
móður sinni og föður mikil hjálpar-
hella þegar hún tók við heimilisstörf-
unum af Áslaugu sem var hvíldar
þurfi í erfiðum veikindum. Og dætur
Áskels af fyrra hjónabandi - Stein-
unn sem heitir í höfuðið á Steinunni
Símonardóttur langömmu okkar
systkina og Ása Birna sem alin er
upp af nöfnu sinni, Önnu Birnu syst-
ur minni og Geir Sigurðssyni, manni
hennar - þær hlupu undir bagga
þegar á þurfti að halda. Það sama
má segja um son Áslaugar, Valde-
mar Guðjónsson, sem er togarasjó-
maður og kvæntur maður á Akur-
eyri. Hann á litla hnátu sem heitir
Áslaug og var augasteinn ömmu
sinnar.
Síst af öllu grunaði mig fyrir réttu
ári, er Áskell sendi mér ágæta af-
mæliskveðju, að endadægur Áslaug-
ar yrði svo fljótt. Einu sinni enn
verður oss dauðlegum mönnum sú
vanmáttuga spurn á vörum hví for-
sjónin hrífí svo skyndilega brott
mæta konu, rétt rúmlega sextuga,
frá. ástvinum og ættingjum.
Fátt verður um svör. Vegir al-
mættisins eru órannsakanlegir og
þar við situr.
Áskell, mágur minn, á nú um
sárt að binda. Hann hefur misst tvær
eiginkonur á lífsleiðinni. Þær eru
báðar horfnar af sjónarsviðinu og
hlutu svipuð örlög. Hann situr einn
eftir ásamt börnum sínum tveim i
Höfðahlíðinni. Líf hans hefur nú
annan lit en áður og söknuðurinn
er sár. En það er huggun harmi
gegn að ljúfar minningar um látinn
ástvin lifa og lýsa upp ævikvöldið.
Við Rannveig og börn okkar
kveðjum Áslaugu Valdemarsdóttur,
þökkum samfylgdina og sendum
Áskeli og börnum þeirra kærar
kveðjur.
Ingólfur A. Þorkelsson.
• Fleiri minningargreinar um
Áslmigu Valdemarsdóttur bíða
birtingar ogmunu birtast í blað-
inu næstu daga.
KRISTMUNDUR
ANTON (TONI)
JÓNASSSON
Kristmundur
Anton Jónasson
fæddist 21. desem-
ber 1929 í Reykja-
vik. Hann lést í
Reykjavík 3. febrúar
síðastliðinn. Anton
var sonur hjónanna
Jónasar Jóhanns
Kristmundssonar og
Maríu Magnúsdótt-
ur. Systkini Antons
voru Magnús Ingvar,
f. 7.2.1934, og Sóley,
f. 5.10. 1935, d. 8.8.
1974. Kristmundur
var kvæntur Helgu
Svölu Nielsen, þau
skildu, seinni kona hans var
Kristín Símonía Ottósdóttir, þau
sjkildu. Kristin átti fyrir soninn
Ásmund B. Þórðarson og dótt-
urina Guðrúnu Benediktsdóttur
sem urðu stjúpböm Antons. Böra
Antons: Örlygur, f. 19.5. 1947,
Jónas, f. 17.7. 1950, Ómar, f.
15.8. 1953, Anton, f.
1.11. 1975, Stein-
berg, f. 2.2. 1977,
Hreiðar Hálfdán, f.
9.9. 1981, Edda, f.
24.4. 1963.
Anton hóf störf
sem framreiðslu-
maður 14 ára, starf-
aði fyrst á Hótel
Borg 1944 hjá Han-
sen, síðar í Tjarnar-
kaffi 1947-51. Anton
nam til framleiðslu-
manns í Tjarnar-
kaffi, starfaði síðar
í Lidó, á Hótel Sögu
og á Hótel Holti, var
yfirþjónn á Hótel Loftleiðum og
rak Nýgrill hf. í Breiðholti en
vann síðastliðin 12 ár i mötu-
neyti hjá verktakafyrirtækinu
Völur hf.
Útför Antons fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt. •
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
María Antonia
og Anita Sonja.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓHANN S. BERGMANN,
Suðurgötu 10,
Keflavfk,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 13. febrúar kl. 14.00.
Halldóra Árnadóttir,
Hörður Bergmann, Dórothea Einarsdóttir,
Árni Bergmann, Lena Bergmann,
Stefán Bergmann, Helga Hrönn Þórhallsdóttir,
Jóhann J. Bergmann,
barnabörn og barnabarnabörn.
MÉR BRÁ þegar mamma hringdi í
mig og sagði að afí minn væri dá-
inn. Eg vildi ekki trúa því og fór
að gráta, svo spurði ég mömmu
strax um pabba því afi var honum
allt. Pabba leið náttúrlega ekki vel
eins og okkur hinum. Pabbi og afi
voru miklir vinir. Pabbi og mamma
stóðu sig eins og hetjur í að hjálpa
afa í gegnum veikindi sín.
Afi var góður maður og alltaf
hress og skemmtilegur. Hann var
vinur vina sinna, ég man þegar hann
kom til pabba ein jólin, það voru
fyrstu jólin dóttur minnar. Þá sagði
hann: „Þessi stelpa er greinilega í
ættinni því það er svo sterkur svipur
á stelpunni." Ég gat þá a.m.k. gefíð
honum eitt langafabarn, honum afa
mínum sem mér þótti svo vænt um.
Ég veit að afa líður vel núna, þann-
ig að við dóttir mín ætlum að kveðja
þig, afi, með fallegum sálmi.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför
RÍKHARÐS ÓTTARS
ÞÓRARINSSONAR,
frabakka 18,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjör-
gæsludeildar Landspítalans.
Kristín Br. Kristmundsdóttir,
Kristín Bjarney Ólafsdóttir, Kristmundur Breiðfjörð Bjarnason,
Kristmundur Br. Rikharðsson, Erna Sylvía Árnadóttir,
Kristín Ósk Ríkharðsdóttir, Gunnar Þór Högnason,
María Erla Ríkharðsdóttir
og barnabörn.
Lokað
Aðalskrifstofa félagsmálaráðuneytisins í Hafnar-
húsinu verður lokuð frá kl. 12.30 mánudaginn 12.
febrúar 1996 vegna jarðarfarar GÍSLA AGÚSTS
GUNNLAUGSSONAR, sagnfræðings.
Félagsmálaráðuneytið,
9.febrúar 1996.