Morgunblaðið - 11.02.1996, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
ITL BLAÐSINS
Dýraglens
NO, I PON't WANT
TO DONATE TO
YOUR THR.ONE..
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang:lauga@mbl.is
Listamiðstöðin
í Straumi
Frá Kirsten Dolenko:
Á ÓSKÖP venjulegum sunnudegi
má vænta þess, að fjölmargt fólk
leggi leið sína eftir gömlu heimreið-
inni að Straumsbýlinu við Reykja-
nesbraut. Þetta fólk er gjarnan í
þeim erindagjörðum, að fá sér
heilsubótargöngu um stórbrotið
hraunið, sem hér um slóðir setur
sitt mark á allt landslagið. Það dylst
engum, að þessi staður geymir
mikla og merkilega sögu, sem ekki
síst markast af fjölmörgum rústum
gamalla steinbæja, sem dreifast
meðfram allri ströndinni.
Hjón frá Hafnarfirði sem ég hitti,
þar sem ég þolinmóð beið eftir því
að sólin sendi skin sitt á beinagrind
af gömlum báti í fjöruborðinu, höfðu
komið með barnabam sitt í leit að
heimili gamals bátasmiðs, sem þau
höfðu kynnst fyrir mörgum árum.
Nú var ekki lengur hægt að sjá
nein ummerki um hvar hús hans
hafði staðið, ég gat þó séð af blik-
inu í augum litla drengsins, að saga
gamla bátasmiðsins myndi varðveit-
ast, að minnsta kosti eina kynslóð
enn.
Innblásturinn virðist alltaf hafa
loðað við Straum, eins og sagan um
litla drenginn o g gamla bátasmiðinn
ber Ijóst vitni.
Hugsanlega var það einmitt þetta
sérkennilega og hvetjandi andrúms-
loft, sem varð þess valdandi að
Sverrir Ólafsson hóf einn sins liðs
hið mikla verk að endurbyggja bæj-
arhúsin í Straumi í þeim tilgangi
að þar gætu listamenn unnið í fram-
tíðinni. Mér þykir ekki ósennilegt
að ætla, að hann hafi einmitt fund-
ið þessa undarlegu strauma í loftinu
hér. En hvernig sem þeSsum hlutum
er nú varið heldur Straumur áfram
að vaxa og dafna. Straumur hóf
starfsemina í mikilli hógværð, með
aðeins eina gestavinnustofu. í dag
eru vinnustofurnar fimm talsins
ásamt íbúðum fyrir jafnmarga lista-
menn. Þessi starfsemi ber skýrt vitni
hinni mögnuðu hefð íslensku þjóðar-
innar fyrir sköpunarkrafti og aðlög-
unarhæfni.
Síðan 1988 hafa hvorki fleiri né
færri en 455 Iistamenn frá 18 þjóð-
löndum haft lengri eða skemmri
dvöl í Straumi og notið þar í ríkum
mæli góðs af dugnaði og atorku
Sverris Ólafssonar og óviðjafnan-
legrar gestrisni Hafnfirðinga. Það
er ekki síst vegna skilnings bæj-
arbúa í Hafnarfirði, að Straumur
getur hér eftir sem hingað til boðið
listamönnum allra þjóða frábæra
vinnuaðstöðu og ekki síður eftir-
sóknarvert og hvetjandi andrúms-
loft til sköpunar. Þá hefur íslenska
ríkið einnig stutt við bakið á starf-
seminni og er það vel. Kvikmynda-
gerðamenn, tónlistarmenn, málarar,
myndhöggvarar, arkitektar, ljós-
myndarar, rithöfundar o.fl. o.fl. úr
hinum ýmsu heimshornum njóta
aðstöðunnar í Straumi árið um
kring. Þar geta þeir óáreittir ein-
beitt sér óskiptir að kreíjandi verk-
efnum. Sem dæmi um samsetningu
listamanna í Straumi má nefna að
haustið og veturinn 1995-96 eru við
störf Edda Jónsdóttir myndlist-
armaður og Kogga keramiklista-
maður frá Islandi, Noriko Owada
myndlistarmaður frá Japan, Þórir
Barðdal myndhöggvari frá Islandi,
Ian Hobson málari frá Kanada,
Chikako Takagi myndleturskrifari
frá Japan, Róbert Árni málari frá
íslandi og ég, Kristen Dolenko kvik-
myndagerðarmaður, ljósmyndari og
rithöfundur frá Kanada. Svo sem
sjá má á bókunaryfirliti forstöðu-
mannsins, Sverris Ólafssonar, er
fullbókað í allar vinnustofur
Straums til ársloka 1997. Þetta
hljóta að teljast góðar fréttir fyrir
alla, sem láta sig menningu og list-
ir einhverju varða, og ekki síður
fyrir aðra listamenn en okkur, sem
höfum nú þegar fengið að njóta
verunnar í Straumi á jafn jákvæðan
og uppbyggjandi hátt og raun ber
vitni, því að þeirra bíður ævintýri,
sem seint verður til jafnað. Muse,
gyðja lærdóms og lista, lifir góðu
lífi í Straumi. Fyrir hönd okkar, sem
höfum fengið að njóta verunnar hér
og treystum á framtíð Straums, vil
ég af öllu hjarta þakka bæjaryfivöld-
um í Hafnarfirði, forstöðumannin-
um Sverri Ólafssyni og bæjarbúum
öllum fýrir að gera þetta allt mögu-
legt. Slík rausn er ekki sjálfgefin.
KIRSTEN DOLENKO,
kvikmyndagerðarmaður, ljósmyndari
og rithöfundur í Kanada.
Um veðurfarshorfur
HITINN á Jan Mayen í ágúst-jan-
úar bendir til þess að hafís verði
lítill við landið á nýbytjuðu ári.
Árið 1995 var hafísinn óverulegur
eins og hitinn á Jan Mayen hafði
boðað.
Veturinn 1994-1995 var hins
vegar kaldur hér á landi og því
mátti eiga von á kali í túnum og
rýrum heyskap. Sú varð líka raunin
á, enda var sumarið einnig kalt. I
maíbyijun í vor á svo að vera hægt
að segja til um heyskaparhorfur í
sumar.
Síðustu 15 ár hafa verið langtum
mildari á jörðinni en nokkurt jafn
langt tímabil síðan víðtækar hita-
mælingar hófust, og þar af var árið
1995 það hlýjasta. Þetta er í góðu
samræmi við stöðuga aukningu
koltvísýrings í andrúmsloftinu. En
óháð hitabreytingum af þeim völd-
um verða iðulega miklar hitasveiflur
í hafi og lofti norðaustur af íslandi.
Þær koma einna best fram í mæling-
um á Spitzbergen og berast þaðan
hingað til lands á fáum árum með
hafstraumum. Þar hefur undanfarin
ár verið nærri eins milt og var á
hlýindaskeiðinu 1931-1960. Því
ætti að mega vænta þess að veður-
far verði hér að jafnaði fremur hlýtt
til lands og sjávar næstu ár og hag-
stætt landbúnaði og fiskveiðum, en
eins og kunnugt er hefur verið milt
og góður fiskafli í Barentshafi um
nokkur misseri.
PÁLL BERGÞÓRSSON,
veðurfræðingur.
Konungur? Nei, þú Sagði afi þinn að hann væri Kannski verður þú
verður aldrei konungur. konungur? Jæja, kannski konungur.
hafðirðu rétt fyrir þér.
Nei, mig langar ekki
til að Ieggja fram fé til
konungsríkisins þíns.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta,: ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.