Morgunblaðið - 11.02.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 39
BRÉF TIL BLAÐSINS
„Ástæða til að vara
við skrifum“
Frá Pátí Theódórssyni:
í MORGUNBLAÐINU 30. janúar
sl. birtist frétt með ofangreindri
fyrirsögn. Fréttin er að megin-
hluta tilvitnun í nokkra mergjaða
kafla í langri grein eftir Karl
Grönvold jarðfræðing, sem birtist
skömmu fyrir áramót í Árbók
Hins íslenska fornleifafélags. í
þessari grein ræðst Karl svo
harkalega að vísindalegum störf-
um og skrifum Vilhjáims Arnar
Vilhjálmssonar fornleifafræðings
að erfitt mun vera að finna dæmi
um líkt í íslenskum vísindum.
Þegar ég las þessa grein Karls
fylltist ég undrun. Hvernig getur
vísindamaður í lok tuttugustu ald-
ar skrifað grein í hatrammasta
stíl pólitískra deilna á fyrrihluta
aldarinnar? Og er það ekki alvar-
legt mál fyrir Hið íslenska forn-
leifafélag að grein í þessum stíl
skuli birtast í Arbók þess? Hvort-
tveggja ber að mínu mati vitni
um alvarlegan dómgreindarskort.
Og loks vekur það undrun að
blaðamaður Morgunblaðsins skuli
ekki hafa áttað sig á því að hér
var um grein að ræða sem síst
skyldi meðhöndla eins og hann
gerði: að taka nokkra mergjaða
kafla úr greininni og endursegja
aðra. Greinin öll ber það með sér
að hana verður að taka með mikl-
um afföllum. Blaðamaðurinn
hefði átt að sjá að hér var um
að ræða einstæða árásargrein og
huga nokkuð að stöðu þess
manns, sem verður fyrir árásinni.
Það er erfitt að verjast skrifum
af þessu tagi, ekki síst þegar þau
eru undir vísindalegu yfirskini þar
sem aðeins fáir sérfræðingar eru
vel dómbærir um efnið.
Grein Karls er skrifuð í þeim
anda að þeir sem hafa nóg þarflegt
að starfa eyða vart tíma sínum í
að svara henni. Trúlega má deila
um sitthvað í störfum Vilhjálms
Arnar sem annarra vísindamanna
og stundum má finna að óvarfærn-
islegu orðalagi í greinum hans. En
maður, sem skrifar sem Karl gerir,
ætti síst að gerast þar dómari.
Eg finn mig knúinn til að leggja
hér orð í belg því málið snýst að
verulegu leyti um efni sem ég hef
unnið allnokkuð með, þ.e. aldurs-
greiningar með geislakoli. Eftir að
hafa lesið grein Karls gæti ég gert
margar athugasemdir um faglega
umfjöllun hans um efnið. Eg tel
grein hans ómerka. Fornleifafræð-
in er vísindagrein sem verður að
treysta meira á þverfaglega um-
ræðu en flestar aðrar greinar. Það
er því sárt að horfa upp á þegar
harðar deilur rísa þar sem vísinda-
menn, sem ættu að vinna saman,
deila hart í gölmiðlum. Umhverfís
landnám á Islandi er margt sem
við eigum ólært. Eins og er er þar
ýmislegt sem stangast á, meðal
annars um aldur búsetunnar. Vís-
indamenn sem um þessi mál fjalla
verða að gera sér grein fyrir að
sitthvað af því, sem þeir telja sig
nú 'fullvissa um, kann að reynast
rangt. Enginn verður minni fyrir
það. Og lendingu náum við ekki
fyrr en vitnisburði frá öllum grein-
um ber nægilega vel saman. Það
er erfitt að sjá hvemig við getum
náð nauðsynlegu samstarfí og
umræðu í því andrúmslofti sem
grein Karls hlýtur að skapa.
Orð eru dýr.
Ég vil því ljúka þessum fáu orð-
um með beinni tilvísun í tveggja
dálka fyrirsögn í framangreindri
frétt Morgunblaðsins, þar sem
vitnað er óbeint í grein Karls:
„Ástæða til að vara við skrifum
hans.“
PÁLLTHEÓDÓRSSON,
Raunvísindastofnun HÍ,
Dunhaga 3, Reykjavík.
Mótun
siðgæðis-
þroska er á
unga aldri
Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
FORELDRAHLUTVERKIÐ í sam-
félagi voru er stórt. Við bemm
ábyrgð á uppeldi barna okkar uns
þau halda sjálf af stað í átt að sama
hlutverki. Sú reynsla er við foreldr-
ar fáum notið með því að fylgja
börnum okkar gegnum þroskaskeið
frumbernsku er áfangi á eigin
þroskabraut. Sú reynsla felst eink-
um í því að gefa og þiggja tilfinn-
ingalega, setja ramma utan um lífs-
mynstrið og fylgja honum eftir, sem
styrkir okkar eigin sjálfsmynd í leið-
inni.
Ég hygg að við stöndum nú á
þröskuldi nýrra tíma, hvað varðar
mótun stefnu til framtíðar í málum
fjölskyldnnar. Við hljótum að taka
mið af því að forvarnir til fullorðins-
ára felast ekki hvað síst í því að
foreldrar geti sinnt því tilfinninga-
lega hlutverki sem þau gegna og
geta best uppfyllt alla jafna, gagn-
vart sínum börnum.
Við eigum að stuðla að því að
draga úr þörf á dagvist fyrir börn
yngri en tveggja ára, til að byija
með.
Því miður hefur ofur áhersla ver-
ið lögð á byggingu leikskóla í stað
þess að veita aukið íjármagn til
framlengingar fæðingarorlofs og
heimgreiðslna, sem hæglega hefði
mátt framkvæma með samvinnu
ríkis og sveitarfélaga.
Þeim foreldrum fer nú fækkandi
sem telja það félagslega einangrun
að ala upp börn sín, enda er hið
efnislega lífsgæðakapphlaup og til-
gangsleysi þess að renna upp fyrir
kynslóðinni sem nú ríkir. Góðir sið-
ir verða ekki keyptir fyrir peninga,
þá þurfum við að iðka og hljóta
æfingu í til þess að geta gefið börn-
um okkar. Við þurfum að gefa okk-
ur tíma til þess að líta í kring um
okkur frá degi til dags og sjá og
segja frá öllu því fallega er fyrir
augu ber, einnig því sem betur
mætti fara. Þannig erum við fyrir-
mynd barnanna okkar í mótun vit-
undar þeirra um siðgæði.
GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR,
Látraströnd 5, Seltjarnarnesi.
Á besta stað í Þingholtunum
Vorum að fá í sölu miðhæðina í þessu virðulega stein-
húsi við Laufásveg, ca 115 fm. Sérinngangur. 2-3 stof-
ur og 2-3 svefnherb. Eign í mjög góðu ástandi. Eitt
elsta stein-íbúðarhús í Reykjavík. Fallegur, gróinn garð-
ur. Verð 9,8 millj. Áhv. 5,0 millj.
Borgir, fasteignasala,
sími 588 2030.
Opið ídagkl. 12-14.
OPIÐHUS
(dag, sunnudag, milli kl. 14 og 17
VALLARGERÐI 16, KÓP. ásamt 74 fm bílskúr. Um 200
fm virðulegt hús á tveimur hæðum, 4 svefnherb., 3
stofur. Húsið er mikið endurnýjað og í góðu ástandi.
Parket á gólfum. Fallegur garður. Áhv. 6,3 millj. Verð
15,9 millj. Opið hús milli kl. 14 og 17.
GARÐHUS 10, 3JA HERB. M/BYGGSJLÁNI. 75 fm fal-
leg íbúð á miðhæð í litlu fjölbýli. 2 svefnherb., stofa
og eldhús. Rúmg. svalir. Áhv. 5,2 millj. byggsjlán. Verð
aðeins 6,9 millj. Jón Trausti sýnir milli kl. 14 og 17 í
dag, sími 587-1004.
Húsið - fasteignasala,
Suðurlandsbraut 50, sími 533 4300.
Dalsel 6 - opið hús í dag
4ra herb. m. bílskýli - laus
4ra herb. tæplega 100 fm endaíbúð á 2. hæð. 3 svefn-
herb., rúmgott hol og stofa m.m. Sérþvottaherb. innaf
eldhúsi. Yfirbyggðar svalir. Gott útsýni. Öll sameign
mjög góð Laus nú þegar. íb. er öll í mjög góðu ástandi.
Til sýnis í dag kl. 13-16. Gjörið svo vel að líta inn.
EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 551-9540 og 551 -9191.
/íF
FASTEIGNA
MARKAÐURINNeht
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540
%
Hrísmóar ,
Mjög góð 110 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi.
Tvennar svalir. Þvottaherb. í íbúð. Parket. Flísalagt
baðherb. Húsvörður. Stutt í alla þjónustu.
Verð 9,0 millj. Áhv. húsbr./byggsj. 3,5 millj.
... Jón Guömundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali. Ólafur Stefánsson, viösk.fr. og lögg. fasteignasali
FASTEIGNAMARKAÐURiNNehf^=^=^^'
Óöinsgötu 4. Símar 551-1540, 552-1700
Til sölu er að Suðurlandsbraut 54 mjög gott verslunarhúsnæði á jarð-
hæð í 2ja hæða húsi. Húsnæðið er mjög bjart og gott með góðum
verslunargluggum á öllum hliðum. Húsnæðið selst í einu lagi en hægt
er að skipta því niður í 4 mjög góðar einingar. Mjög góð bílastæði.
Mjög góð fjárfesting fyrir fjárfesta. Hæðin er í útleigu með hagstæðum
leigusamningi. Mjög góð bílastæði.
Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofu. Einkasala.
ÁSBYRGI fasteignasala,
Suðurlandsbraut 54,
sími 568 2444.