Morgunblaðið - 11.02.1996, Síða 40
10 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ'
90 fm íbúð fyrir 2 millj.?
Ekki alveg, en þú þarft aðeins að vera með 2 millj. á
milli til að kaupa 90 fm 3ja herb. íbúð í góðu fjölbýli
við Hraunbæ 154. Á íbúðinni hvíla hagstæð lán upp á
4,2 millj. með greiðslubyrði 23.500 kr. á mánuði.
Sævar sýnir íbúðina, sem er á 1. hæð, á milli kl. 15 og
17 í dag.
Húsakaup, Suðurlandsbraut 52 v/Faxafen, s. 568-2800.
Blikahólar 6 - opið hús
í dag milli kl. 14 og 16 verður sölusýning í þessu góða
húsi. íb. er 2ja herb. 57 fm á 3. hæð (efstu) í litlu fjöl-
býli. íb. er mikið endurnýjuð m.a. nýtt eldhús. Parket.
T.f. þvottavél á baði. Glæsilegt útsýni. í sameign er
geymsla og þvottaherb. Áhv. 1,8 millj. Verð 5,3 millj.
ÁSBYRGI fasteignasala,
Suðurlandsbraut 54,
sími 568 2444.
Frá eftirlaunadeild
Félags íslenskra símamanna
Munið þorrablótið í matsalnum, Landssímahúsinu
við Austurvöll, föstudaginn 16. febrúar kl. 18.00.
Fjölbreytt skemmtiatriði;
m.a. syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir, óperusöngkona.
Undirleikari Anna Guðný Guðmundsdóttir. ,
Áríðandi er að tilkynna þátttöku sem fyrst í símum
550-6561, 557-3630, 588-8189, 562-6875 og 551-6247.
Skemmtinefndin.
yógastöðin Júimstjós
ÁrmúCa 15, 2. ficeð, sími 588 4200
9{œstu námsfeið
Byrjendanámskeið
19. feb.-6. mars, mán./miðv. kl. 20-22.
Leiðbeinandi: Guðfinna Svavarsdóttir.
Vellíðunarnámskeið
27.feb.-7. mars, þri./fim. kl. 20-22.
Leiðbeinandi: Kristín Norland. <\ó G A •< ,
Kynning á námskeiðunum
fimmtudaginn
15. feb. kl. 20.00.
Tréð eykur einbeitinguna.
JÓGASTÖÐIN
HEIMSLJOS
Kripalujóga
Næstu námskeið:
Grunnnámskeió 13. feb. (8 skipti) þri. & fim. kl. 20.00-21.30. örfiplisslaus.
Grunnnámskeið 19. feb. (8 skipti) mán. & mið. kl. 18.30-20.00.
Hugleiðslutímar þri. & fim. kl. 15.30-16.00 (fyrir alla korthafa).
Opnir jógatímar 4 sinnum á dag - allir velkomnir.
Kripalujóga stuðlar m.a. að:
Auknum líkamlegum og andlegum styrk. Koma á jafnvægi í mataræði og
líkamsþyngd. Losna undan spennu og áhyggjum.
Meiriháttar
dansupplifun
með Uriel West
Uriel Wesi Helgarnámskeiö £ Yoga Studio, Hátúná 6A
Helgina 16.-18. febrúar: Að losna úr viðjum kvíðans.
Notaður verður dans tjáning, hljóð, teikning og slökun til að öðlast meiri
gleði ogheilbrigði.
Ókeypis kynningarkvöld nk. miðvikudag kl. 20.00
Frítt Jógakorí vikuna á eftir fylgir helgarnámskeiðinu.
Uriel West hcfur starfað sem leiðbeinandi í 26 ár. Hann hefur haldiö námskeiö
víða um BaDdaríkin, Kanada og Evrópu. Með áhuga sínum og lífsgleói hefur
hann hjálpað fjölda manns að öðlast frelsi og lífsgleði.
Upplýsingar og skráning: Nanna Mjóll Atladóttir, sími 567-5759.
Y06AÍ
STUDIO
Nuddstofan í Yoga studio
Nudd frá kr. 1.600 tíminn.
Svæðameðfcrð frá kr. 1.700 timinn.
Hátúni 6A, 105 Reykjavík,
sími 511-3100
Kripalujóga - Leikfiml hugar og iíkama
1
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Kennarar,
vaknið!
YKKUR ber að vera á
verði! Einelti er mun al-
gengara en margan
grunar. T.d. má nefna
að ég var fórnarlamb ein-
eltis, en sem betur fer
hef ég jafnað mig að
fullu. Hins vegar þykir
mér hræðilegt að hugsa
um öll þau börn sem eru
að lenda í þessu núna.
Ég var lögð í einelti allan
barnaskólann og flest
gagnfræðaskólaárin. í
mínu tilfelli voru þar
mest þrír strákar í mín-
um bekk að verki, en
stundum bættust fleiri
við. Ég er vonsvikin út í
kennarana sem ég hafði,
en þeir hefðu átt að taka
í taumana. Með þessu er
ég alls ekki að ásaka
kennarana fyrir þetta allt
saman, og auðvitað er
sökin að vissu leyti mín.
Börn geta bara verið svo
dul og segja jafnvel ekki
foreldrum sínum. Sú
staðreynd að þau
skammast sín fyrir þetta
atferli veldur því að þau
segja ekki neitt.
A þessum tíma var
sjálfstraust mitt í lág-
marki og ég kveið alltaf
fyrir því að fara í skól-
ann. Stundum langaði
mig til þess að flytja burt
og byrja í nýjum skóla,
en það varð aldrei neitt
úr því. Ég skammaðist
mín fyrir þetta og jafnvel
móðir mín vissi ekki af
þessu. Því segi ég, að þar
sem eineltið var talsvert,
hafí kennarinn minn ekki
komist hjá því að taka
eftir því og að hann hefði
átt að gera eitthvað í
málinu. Það hefði skipt
sköpum.
Ég man sérstaklega
eftir því þegar ég var í
9. bekk að ég var djúpt
sokkin í þunglyndi og
reyndi að drepa mig.
Mikið er ég fegin að ég
gerði það ekki, en ég
varð svo hrædd við sárs-
aukann. Eftir þetta þurfti
ég virkilega að taka mig
á til þess að fara aftur í
skólann, en ég ætlaði svo
sannarlega ekki að gef-
ast upp.
í dag er ég ekki reið
út í þá sem ollu mér þess-
um sálarkvölum. Ég held
því heldur ekki fram að
þeir séu illgjarnar og
slæmar persónur. Hins
vegar fínnst mér að þeir
hafi átt erfítt sjálfir, þeim
hafi liðið illa og það hafi
bitnað á mér. Ég trúi því
að hægt sé að hjálpa
þeim sem leggja aðra í
einelti. Það eru þeir, sem
eiga erfitt. Lengi vel
fannst mér þessi lífs-
reynsla vera svartur
blettur á mér og mínu
lífi, sem myndi alltaf htjá
mig. En nú er þessi svarti
blettur orðinn að perlu,
og nú er ég öll af vilja
gerð að segja öðrum frá
reynslu minni, þeim tii
hjálpar.
Fórnarlamb eineltis.
Samfélag’ið í
nærmynd
OF SJALDAN vekjum við
máls á því sem vel er
gert, svo hér ætla ég að
gera bragarbót og tala
um þáttinn Samfélagið í
nærmynd sem er á dag-
skrá Ríkisútvarpsins fyrir
hádegisfréttir á virkum
dögum. Stjómendur þátt-
arins, Sigríður Amardótt-
ir og Asgeir Eggertsson,
em einstaklega góðir
þáttagerðarmenn að mínu
mati óg eiga hrós skilið.
Bæði er val efnis ætíð
áhugavert og einnig era
þau góðir spyijendur í
viðtölum sínum við fólk.
Ólíkt því sem svo oft heyr-
ist í fjölmiðlum í dag þar
sem spyijendur grípa sí-
fellt fram í fyrir viðmæ-
lendum sinum, sem þá
missa samhengið í því
sem þeir ætluðu að segja,
gefa þau fólki nægan
tíma til að tjá sig en halda
þeim samt við kjama
málsins.
Ég held að þessi sama
fjölmiðlakona Sigríður
Amardóttir hafí verið
annar stjómandinn á
þættinum í Sannleika
sagt í sjónvarpinu og voru
þeir þættir líka góðir og
fróðlegir. Þar fengu
mörg, oft ólík, sjónarmið
að koma fram og fólk
fékk betur að tjá sig en
í annars ágætum þáttum
hjá Stefáni Hafstein, Al-
mannarómi á Stöð 2, þar
sem honum hættir til að
stuða fólk svolítið með
þeim hraða sem hann
keyrir þáttinn á og á sjálf-
sagt að gera hann spenn-
andi eða eitthvað í þá átt.
Skyldi Stefán Hafstein
hafa verið ofvirkur í
æsku? Það er ekki öllum
gefið að stjóma samtölum
svo vel fari og vita ná-
kvæmlega hvenær á að
grípa inn í svo varla sé
það merkjanlegt að sam-
talinu sé stjómað.
Sigríður og Asgeir, þið
fáið hrós í hnappagatið
frá mér fyrir góða
frammistöðu. _ Haldið
áfram á þessari braut.
Margrét Sölvadóttir.
Sjónvarpsgláp
ÉG GET ekki á mér setið
að láta í ljós vanþóknun
mína á því efni sem ríkis-
sjónvarpið býður lands-
mönnum uppá. Það er
með eindæmum lélegt,
svo ekki sé meira sagt.
Er virkilega ekki hægt
að fá efni sem er menn-
ingariegra?
Ég vil benda á alla
þessa leiðinda þætti með
sömu persónunum ár eft-
ir ár sem allir eru búnir
að fá nóg af. Og núna
koma þeir t.d. aftur með
þáttinn Bráðavaktina.
Hvað á þetta að þýða,
ekki eru þau uppörvandi
þessi ósköp, ekkert nema
slys, blóð og stress. Tak-
ið þetta af skjánum, fyrir
alla muni — svo loksins
þegar þeir koma með ís-
lenskt efni, t.d. Þeyting,
þá er það lágkúrulegt
þegar fólk víða um land
er spurt um hvernig það
stjórni kynlífi sínu. Ég á
ekki orð yfír hneykslun
mína. Ég bara spyr, er
einkalíf fólks einskis
metið? Það er ekki sæm-
andi að koma með slíkt
í sjónvarp, er ekki tími
til kominn að skipta um
starfslið sem þessu
stjómar.
Konur! Látið ekki hafa
ykkur að fíflum.
Anna Einarsdóttir,
Kiðafelli, Kjós.
Víkveiji skrifar...
AHUGI erlendra fjárfesta á
fyrirtækjarekstri hér á landi
hefur lengi verið lítill. Hvers-
vegna? Víkverji las nýverið grein
eftir Jón Óskar Þorsteinsson hag-
fræðing í Fjármálatíðindum um
erlenda fjárfestingu. Engin leið er
að rekja hana hér sem vert væri.
Þar er m.a. drepið á nokkur nei-
kvæð atriði í augum erlendra fjár-
festa.
í fyrsta lagi órói í íslenzkum
vinnumarkaði. „í samanburði við
20 önnur OECD-lönd töpuðust
hvergi fleiri vinnudagar á síðasta
áratug en á íslandi..." Í annan
stað óstöðugt gengi. „Gengi ís-
lenzku krónunnar hefur á síðustu
20 árum verið fellt 29 sinnum...“
í þriðja lagi er arðsemi fyrirtækja
hér á landi afar lág. „I saman-
burði Hannesar G. Sigurðssonar
(1994) á arðsemi fyrirtækja á ís-
landi og í 12 öðrum OECD-löndum
kom í ljós að arðsemin er lang-
lægst á íslandi. A árunum 1987
til 95 var arðsemi eigin fjár á ís-
landi um 0,7%, en að meðaltali
11% í hinum OECD-löndunum . ..
Á íslandi var hagnaður sem hlut-
fall af tekjum 0,2% að meðaltali á
móti 5% að meðaltali í samanburð-
arlöndunum."
Ef vel tekst til getur rétt erlend
fjárfesting aukið og styrkt velsæld
landsmanna. Að mati Víkveija er
tímabært að öll framsækin þjóðfé-
lagsöfl sameinist um að gera fyrir-
tækjarekstur á íslandi aðlaðandi
kost, bæði fyrir hérlenda og er-
lenda fjárfesta.
xxx
BÍLLINN gegnir þungavigtar-
hlutverki í stóru og strj álbýlu
landi okkar. Eða svo hlýtur Vík-
veiji að álykta með hliðsjón af
bifreiðaeign landsmanna. I fróð-
legri grein Valdimars Kristinsson-
ar, „Samgöngur og ferðamál",
sem birt er í Fjármálatíðindum,
segir m.a., að árið 1994 hafi 440
bifreiðar verið á hveija 1.000 íbúa,
eða 2,27 íbúar á hvern fólksbíl.
í Bandaríkjunum, þar sem bif-
reiðaeign er mest, eru 1,8 íbúar
um hvern fólksbíl, 1,9 á Italíu og
sama hlutfall í Kanada. Ástralir,
Nýsjálendingar og Svisslendingar
eru á svipuðu róli og íslendingar
með bifreiðaeign - aðrir hafa af
minnu að státa.
Árið 1994 voru 131.840 bifreið-
ar í landinu: 116.243 fólksbifreið-
ar, 1.249 almenningsbifreiðar og
14.348 vörubifreiðar. Á þremur
áratugum, 1950 til 1980, tvö-
faldaðist bifreiðaeign landsmanna
á hveijum áratug, en síðan hefur
dregið úr hlutfallslegri aukningu.
Fyrir 40 árum, árið 1955, voru
15.600 bifreiðar í landinu samtals.
Nú eru þær níu sinnum fleiri. Þess-
ar tölur tala sínu máli. En Valdi-
mar segir í grein sinni: „ er bíla-
fjöldinn væntanlega búinn að ná
mettunarstigi...11
VALDIMAR Kristinsson og at-
hyglisverð grein um byggða-
mál í Fjármálatíðindum. I texta
um búsetuþróun í landinu segir:
„Önnur breyting, sem lítill gaumur
er gefínn, er sú hvernig íslenzka
þjóðin hefur smám saman verið
að færa sig meira yfir á jarð-
skjálftahættusvæði landsins.
Lauslega áætlað bjuggu um 57%
þjóðarinnar á slíkum svæðum
1920, en um 82% 1994, enda eru
nær allir fólksfjölgunarstaðir á
þeim svæðum.“
Síðar í sömu grein segir:
„Við norðanverðan Leirárvog, á
leiðinni milli Akraness og Borgar-
ness, er að finna flest það sem
hæfa myndi bæ eða borg. Jarð-
myndun er þar tiltölulega traust,
að því er bezt er vitað, og jarðveg-
ur sennilega heppilegur fyrir
byggingar. Vannýtt hitaveita er í
nágrenninu, sem síðar má efla
eftir þörfum og eflaust gnægð af
góðu, köldu vatni. Útivistarsvæði
í nágrenninu eru bæði falleg og
fjölbreytileg. Stutt er í hafnir
bæði við Akranes og Grundar-
tanga og áætlað er að grafa göng
undir Hvalfjörð, sem tryggja munu
tengsl við höfuðborgarsvæðið.
Þessi nýja „Akraborg" hlyti því
ýmislegt í vöggugjöf.“
Þetta er nýstárleg og skemmti-
leg hugsýn hjá höfundi sem reynd-
ar hittir oftast naglann vel á höf-
uðið í skrifum sínum.