Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 4
________________FRÉTTIR LR segir upp 5-6 leikurum í haust MORGUNBLAÐIÐ 4 FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 VIÐAR Eggertsson, nýráðinn leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, dró til baka tillögur sínar um starfsloka- samninga við þijá leikara á fundi leikhúsráðs LR í gærmorgun, en til- lögur hans um samsetningu leikhóps að öðru leyti voru samþykktar, þar á meðal um uppsagnir og ráðningar. Engar tillögur voru bomar fram um uppsögn þeirra sem var boðinn starfslokasamningur. Sigurður Karlsson, starfandi for- maður Leikfélags Reykjavíkur og leikhúsráðs, segir tillögur leikhús- stjóra um uppsagnir lúta að 5-6 leikurum, og þar sé um að ræða fólk með stuttan starfsaldur. Tillög- ur um nýráðningar lúti að álíka mörgum leikurum, eða 5-7 talsins. Miðað er við að uppsagnir taki gildi 1. september. Sigurður kveðst telja að um ás- ættanlega málamiðlun hafi verið að ræða, og hún sé honum að skapi. Viðar kveðst þeirrar skoðunar að ekki hafi verið ástæða til að halda Sektir fyrir innflutning' á lyfjum TVEIR menn voru í Hæstarétti í gær dæmdir til að greiða 120 þúsund krónur hvor, vegna innflutnings á lyfjum, sem þeir kváðust ætla að nota til að létta sér erfiðið við að æfa lyftingar. Þeir viðurkenndu þó báðir að til greina hefði komið að selja hluta lyfjanna. Mennimir keyptu lyfin í lyfjabúð- um í Barcelona og Benidorm og sögðu að ekki hefði þurft að fram- vísa lyfseðlum fyrir þeim. Hæstiréttur tók ekki til greina þá málsástæðu mannanna, að þeir hefðu fengið efnin með fullkomn- lega löglegum hætti erlendis og dæmdi þá til greiðslu sekta, auk samtals 80 þúsund króna máls- kostnaðar. kröfu um starfslokasamninga til streitu. Sigurður hefur sagt starfi sínu lausu vegna óvissu innan leikhússins og segir hana ennþá til staðar. Hann hafi hins vegar ekki haft tíma til að huga að eigin málum og óljóst sé því hvort hann dragi uppsögnina til baka. Listrænt vald óskert Leikhússtjóri er þegar búinn að segja upp einum leikara, og stendur sú uppsögn óbreytt. „Síðan skulum við líta á að sumir leikarar kjósa að segja upp samningum af ýmsum ástæðum, eins og þeir hafa rétt á en síðan er einkamál hvers og eins hvernig þeir haga þeim málum og ekki mitt að tjá mig um þau,“ segir Viðar. Hann kveðst vera þeirrar skoðun- ar að listrænt vald hans sé óskert. Ályktun félagsfundur hafi eingöngu að hans mati hljóðað upp á uppsagn- ir, ráðningar og breytingar á samn- ingum fastráðinna starfsmanna. Fundur leikhúsráðsins hefði getað farið á annan veg en hann gerði, en ráðið hafí ekki gert tilraun til að binda hendur hans. „Ég er mjög sáttur við þessa nið- urstöðu og held að hún sé sigur fyr- ir Borgarleikhúsið. Ég get ekki ann- að séð en að ég hafi það umboð til starfa sem ég var ráðinn til, þ.e. að vera listrænn stjórnandi leikhússins og vinna þau störf sem eru í mínum verkahring,“ segir hann og Tcveðst þeirrar skoðunar að listræn stjórnun feli meðal annars í sér ákvörðun um hvaða listamenn starfi í húsinu. Sigurður kveðst telja ljóst að ákvarðanir varðandi ráðningar og uppsagnir þurfi leikhússtjóri að bera undir leikhúsráð. „Hér eftir sem hing- að til er framkvæmd mála með þess- um hætti, fyrir því er venja og úr- skurður félagsfundar á þriðjudag var að túlka bæri lögin á þann veg. Fram- vegis gildir því að þessi mál fari fýr- ir ráðið, þangað til og ef breytingar verða á lögum félagsins". Fjögurra 3F3 3 hlaupárs- degi MÁLFRÍÐUR Guðný Kolbeins- dóttir hélt upp á fjögurra ára af- mælið sitt í gær í fyrsta skipti á réttum degi því hún er fædd 29. febrúar sem reyndar var afmælis- dagur langafa hennar. Kolbeinn Finnsson, faðir afmælisbarnsins, sagði í gær þegar afmælisveislan stóð sem hæst að Málfríður Guðný væri búin að vera mjög spennt og hefði skemmt sér vel með milli 30 og 40 gestum. Hún sagðist sjálf hafa fengið fullt af litum, Barbie- dúkku, spólu um Þyrnirós og Pocahontas-tösku til að geyma peninga í. Kolbeinn sagði að hún hefði fengið að velja servéttur, glös og diska og þar hefði Poca- hontas orðið fyrir valinu. Á mynd- inni er Málfríður Guðný að blása á kertin og gestirnir fylgjast spenntir með. Frá vinstri eru Ás- dís Hrönn, á bak við stendur Guð- mundur með Þórhildi í fanginu, síðan kemur Ásdís Ósk, þá afmæl- isbamið, Helga Kristin og Ásgeir. Sljórn Mót- vægis virti lagaákvæði að vettugi ÞAR SEM ekki fékkst áskrift að þeirri hlutafjáraukningu, sem hlut- hafafundur Mótvægis hf. hafði ákveðið í apríl 1993, voru hlutafjár- loforð þeirra, sem þegar höfðu tekið þátt í aukningunni, niður fallin og bar stjórn félagsins að gera ráðstaf- anir í samræmi við það. Stjórnin virti lagaákvæði þar að lútandi að vettugi og tiikynnti til hlutafélagaskrár að hlutaféð hefði verið hækkað, áskrift fengist fyrir allri aukningunni og tæpir '/b hlutafjár væru innborgaðir. Þetta kemur fram í niðurstöðum úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli, sem tveir hluthafar í Mótvægi hf. höfðuðu á hendur þrotabúi félags- ins. Mótvægi hf. var stofnað í apríl 1993 og tók félagið við útgáfu dag- blaðsins Tímans af fyrra útgáfufé- lagi, en stjómarformaður var Stein- grímur Hermannsson. Félagið varð gjaldþrota haustið 1993. Dómarinn, Amgrímur ísberg, seg- ir m.a. að það lágmark hafi verið sett fyrir aukningunni að hlutafé næði 25 milljónum. í apríl 1993 hafí hlutafélagaskrá verið tilkyunnt að það hefði tekist, en samkvæmt fund- argerð í júlí hafi hlutafé þá alls ver- ið tæpar 7 milijónir og loforð legið fyrir um 7 milljónir til viðbótar. Því hafi ekki fengist áskrift fyrir þeirri hlutafjáraukningu, sem að var stefnt og þau loforð, sem þegar lágu fyrir, hafi verið niður fallin, samkvæmt ákvæðum laga 32/1978 um hlutafé- lög. Dómarinn segir þó, að sóknarað- iiar hefðu þurft að setja fram kröfu um ógildingu hlutaíjárloforða þeirra án ástæðulauss dráttar. Þeir hafi hins vegar fyrst gert athugasemdir í mars 1994, þegar þeir lýstu riftun á hlutabréfakaupum sínum fyrir skiptastjóra þrotabús Mótvægis og gerðu kröfu um endurgreiðslu. Úr því sem komið væri yrðu hlutafjárlo- forðin ekki ógilt. Ihuga málskot til Hæstaréttar Jón Einar Jakobsson, annar þeirra hluthafa sem höfðaði málið, sagði í gær að þeir væru að íhuga málskot til Hæstaréttar og tækju þeir ákvörð- un um það mjög fljótlega. Morgunblaðið/Ásdís Meint kvótasvik íslenskra fyrirtækja og starfsmanns þýsks fískkaupanda til meðferðar í héraðsdómi Sækjandi tengir við- skiptin við innbyrð- is deilur Bolvíkinga MÁLFLUTNINGUR er hafinn í máli því sem Ríkissaksóknari hefur höfðað gegn fimm mönnum, tengdum útgerð, fiskvinnslu og sölu fiskafurða, vegna meintra lögbrota í tengslum við kvótaviðskipti, sem ákæruvaldið heldur fram að hafi fært þýska fisksölufyrirtækinu Lúbbert í Bremerhaven yfirráð yfir um það bil 1.000 tonnum af karfakvóta á íslandsmið- um. í málflutningi Jóns H. Snorrasonar, sækj- anda málsins, fyrir fjölskipuðum héraðsdómi í gær, kom m.a. fram að upphaf þess að farið var að rannsaka eignarhlut Lúbberts í veiði- heimildum á íslandi, hafí verið það að fyrrver- andi framkvæmdastjóri Ósvarar, sem er, ákærður í málinu, framvísaði gögnum um greiðslu frá Lúbbert til Ósvarar vegna fram- sals á aflamarki eftir að RLR hóf rannsókn á meintri fölsun nafnritunar bæjarstjórans í Bol- ungarvík á tilkynningu um framsal á afla- marki frá Dagrúnu, skipi Ósvarar, til Bessa ÍS, skips Álftfirðings í Súðavík. Einnig kom fram í máli sækjandans að á tæplega fjögurra mánaða tímabili á síðasta ári hefðu fyrrverandi framkvæmdastjóri og fyrrverandi útgerðarstjóri útgerðarfyrirtækis- ins Ósvarar í Bolungarvík selt Lúbbert afla- mark fyrir um það bil 50 milljónir króna án þess að salan væri nokkru sinni samþykkt í stjórn fyrirtækisins. Þar af hefðu viðskipti með aflaheimildir fyrir um 20 milljónir króna farið fram eftir að stærsti eigandi fyrirtækisins, bæjarstjóm Bolungarvíkur, hafði kynnt stjóm- inni ósk sína um að engar meiriháttar ákvarð- anir yrðu teknar um sölu eða ráðstöfun eigna félagsins. Sækjandinn tengdi sölu kvóta fyrirtækisins til Lúbberts því að fyrrverandi framkvæmda- stjóra og útgerðarstjóra ÓSvarar hefði skömmu áður orðið ljóst að þeir væru að verða undir í baráttu heimamanna um það hveijum ætti að selja hlut bæjarins í fyrirtækinu, þegar Bakki í Hnífsdal var tekinn fram yfir fyrirtækið Heimaafl, sem stofnað var af nokkrum heima- mönnum, þar á meðal framkvæmdastjóranum þáverandi. Þeir sem auk þessara fyrrverandi starfs- manna Ósvarar eru ákærðir í málinu, eru ís- lenskur starfsmaður Lúbberts. Ákæruvaldið telur að hann hafi haft alla þræði kvótavið- skiptanna í sínum höndum frá því að hann, í trássi við ákvæði laga um lög um fjárfestingar útlendinga í atvinnurekstri, átti í viðskiptunum við Ósvör. Feluleikur Þau fískvinnslufyrirtæki sem að málinu komu hér á landi hafi í raun verið verktakar eða umboðsmenn Lúbberts hér á landi. Þótt tilkynningar til Fiskistofu hafi gefið til kynna að þau íslensku fyrirtæki sem við sögu koma í málinu, Ósvör, Alftfirðingur, Vísir í Grinda- vík, Gunnarstindur á Stöðvarfirði og Goðaborg á Fáskrúðsfirði, hefðu átt í viðskiptum sín á miili væri hvergi að finna færslur vegna slíkra viðskipta í bókhaldi fyrirtækjanna. „Viðskipti utan laga og réttar og þar með utan bókhaldsins," sagði Jón H. Snorrason um viðskipti Lúbberts og íslensku fyrirtækjanna. Um væri að ræða „feluleik alls staðar þar sem stungið væri niður penna í bókhaldinu.“ Tilkynningar til Fiskistofu hefðu verið rang- ar að því leyti að í raun hafi menn ekki verið að færa aflamark á miili til að veita rétt til veiða heldur eingöngu í því skyni að geyma aflaheimildir erlends aðila, sem ekki hafi lögum samkvæmt getað öðlast þann rétt til að stunda veiðar í lögsögunni sem einungis standi íslensk- um aðilum búsettum á íslandi til boða. Jón H. Snorrason sagði að framkvæmda- stjóri Álftfirðings hf í Súðavík, sem er ákærð- ur í málinu ásamt starfsmönnum Ósvarar og starfsmanni Lúbberts, hefði vegna fyrri kynna af starfsmanni Lúbberts tekið að sér að geyma það aflamark sem keypt hafði verið af Ósvör á Bessa hf og hefði hann leynt stjórnarform- ann Álftfirðings því hvers kyns var og gefið honum þá röngu skýringu að verið væri að geyma kvótann fyrir Bolvíkinga. Ávinningur Alftfirðings hefði verið sá að fá lánaðan 160 tonna grálúðukvóta. Ávinningur Vísis hf í Grindavík hefði verið sá að fá til sín aflamark í þorski í hagstæðum skiptum fyrir aflamark í karfa. Gunnarstindur á Stöðvarfirði hefði svo verið fenginn til að veiða karfann gegn föstu gjaldi upp á 31 krónu á kílóið. Jón H. Snorrason sagði að þetta hefði verið fyrirtæki með afla- markslaus skip, sem þess vegna hefðu verið án veiðiréttar í íslenskri lögsögu. Þeir hefðu tekið að sér sem verktaki þýska fyrirtækisins að færa karfann að landi. Þegar skipið hefði verið búið að veiða upp í þær aflaheimildir sem á það höfðu verið færðar hefði verið hringt í framkvæmdastjóra Goðaborgar á Fáskrúðs- firði, sem verkaði aflann, eða til Þýskalands í starfsmann Lúbberts og þá hefði meira afla- mark verið fært yfir á skipið. Fá þurfti samþykki Liibberts Karfinn var unninn í fiskverkunarstöðinni Goðaborg á Fáskrúðsfirði og í framburði fram- kvæmdastjóra þess fyrirtækis fyrir dómi í gær kom fram að fýrirtækið hefði ekki haft ráðstöf- unarrétt á aflaheimildunum nema að fengnu samþykki starfsmanna Lúbberts. Það hefði tekið að sér að verka þann karfa sem færður yrði að landi gegn föstu 100 króna gjaldi frá Lúbbert fyrir hvert kíló. Jón H. Snorrason sagði að Goðaborg hefði aldrei átt fiskinn að öðru leyti en því að fyrir- tækið hefði eignast rétt til gjalds fyrir þann virðisauka sem orðið hefði við verkunina. Einn liður ákærunnar lýtur að því að fiskút- flytjandi í Reykjavík, sem er fimmti sakborn- ingurinn í málinu, hafi útbúið ranga reikninga sem gefið hafi til kynna að fyrirtæki hans hefði flutt út og selt Lúbbert fisk þegar það hafi aðeins tekið að sér pappírsvinnu fyrir Lúbbert við útflutnings fisksins sem þýska fyrirtækið hafi áður eignast. Þessum reikning- um hafi verið gefin fölsk númer og hafi þeir hvergi komið fram í bókhaldi fyrirtækisins. Málflutningi í málinu lýkur væntanlega í dag með varnarræðum sakborninganna fimm og er dóms að vænta innan þriggja vikna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.