Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 1
104SIÐURB/C/D ttnanuMafeife STOFNAÐ 1913 51.TBL.84.ARG. FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hyggjast stöðva tolla- bandalag Aþenu. Reuter. COSTAS Simitis, forsætisráðherra Grikklands, sagði í gær að Grikkir myndu koma í veg fyrir að tolla- bandalag Evrópusambandsins og Tyrklands tæki gildi á meðan „árás- arstefna Tyrkja væri enn við lýði". „Það væri heimska af Grikkjum að halda áfram líkt og ekkert hefði í skorist á meðan Tyrkir hóta stríðs- átökum," sagði Simitis. í brýnu sló milli ríkjanna í janúar vegna deilu um yfirráð á nokkrum smáeyjum í Eyjahafi. Simitis sagði Grikki hafa greint samstarfsríkjum sínum frá þessari afstöðu og að þessari stefnu yrði framfylgt á næstu mánuðum. „í samningnum um tollabandalag er tekið fram að Tyrkland eigi að eiga vinsamleg samskipti við Evrópusam- bandsríkin og Tyrkir fara ekki eftir því ákvæði," sagði forsætisráðherr- ann. Hann fór ásamt Theodor Pangalos utanríkisráðherra í heimsókn til nokkurra Evrópusambandsríkja í síðustu viku til að afla málstað Grikkja stuðnings en fékk fremur kaldar móttökur. Beitið ekki ESB Tansu Ciller, starfandi forsætis- ráðherra Tyrklands, hvatti Grikki í gær til þess að fallast á tvíhliða við- ræður um ágreiningsefni ríkjanna í stað þess að beita Evrópusamband- inu fyrir sig í deilunni. „Grikkir kunna að vera aðildarríki ESB. En með því að beita aðild sinni gegn Tyrkjum draga þeir einungis úr framlagi Tyrkja til umheimsins ... Evrópusambandið myndi tapa á því," sagði Ciller en tyrkneska stjórnin reynir nú að telja Evrópu- sambandsríki á að taka ekki málstað Grikkja. Lítið fylgi Dinis R6m. Reuter. FLOKKABANDALAG Silvios Berlusconis nýtur mests fylgis meðal ítalskra kjósenda sam- kvæmt skoðanakönnun Abac- us-stofnunarinnar, sem birt var í gær. Frelsisfylking Berlusconis fær þó þremur prósentustigum minna fylgi en í síðustu könnun. Því hafði verið spáð að flokkabandalag miðjumanna myndi njóta góðs af stuðningi við hinn nýja flokk Lambertos Dinis forsætisrá'ðherra, ítölsk endurnýjun. Miðjufylkingin hefur hins vegar einungis bætt við sig tveimur prósentustigum frá því að Dini myndaði flokk sinn fyr- ir viku. Alls fékk ítölsk endurnýjun 6,5% fylgi í könnuninni en greining á fylginu bendir til þess að um sé að ræða kjósend- ur sem hvort sem er hefðu kosið flokk í miðjubandalaginu. Reuter. ALDRAÐIR ættingjar þiggja veitingar við minningarathöfn um Majdi Abu Wardeh, sem lét lífið er hann kom sprengju fyrir í strætisvagni í Jerúsalem á sunnudag. IRA tekur dræmt í áskorun um vopnahlé Belfast, Dublin. Reuter. LEIÐTOGAR þjóðernissinna á Norð- ur-írlandi funduðu í gær á laun með forystu írska lýðveldishersins (IRA) til að ræða nýtt vopnahlé, en tókst ekki að knýja fram neinar skuldbind- ingar. Þessar viðræður voru ákveðnar eftir að John Major, forsætisráð- herra Bretlands, og John Bruton, forsætisráðherra írlands, greindu á miðvikudag frá því að allsherjarfrið- arviðræður ættu að hefjast 10. júní með aðild IRA ef samtökin féllust á nýtt vopnahlé. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, og írski þjóð- ernissinninn John Hume, sem báðir eru fulltrúar katólskra þjóðernis- sinna á Norður-írlandi, sátu fundinn með IRA. „Þið vitið hvaða skoðanir ég hef," sagði Hume í viðtali við breska rík- isútvarpið, BBC. „Þeir veittu mér engar skuldbindingar af neinu tagi." IRA vantreystir Bretum Adams sagði í viðtali við írska ríkisútvarpið, RTE, að liðsmenn lýð- veldishersins treystu ekki breskum stjórnvöldum vegna þess að þau hefðu misnotað aðstöðu sína meðan á 17 mánaða vopnahiéinu, sem var rofið með sprengjutilræði 9. febrúar, stóð. Ráðgert er að tíu daga viðræður milli breskra og írskra stjórnvalda og stjórnmálaafla á Norður-írlandi hefjist á mánudag til að undirbúa allsherjarviðræðurnar. Þar mun Sinn Fein ekki standa jafnfætis öðrum viðræðuaðiljum og fær aðeins að- gang að embættismönnum en ekki ráðherrum, nema IRA lýsi yfír vopnahléi á ný. Adams kvartaði í gær yfir þvi að þetta væri ranglátt gagnvart flokki hans. Lyktir fundar Adams og Hume með IRA þykja benda til þess að lýðveldisherinn muni ekki endurnýja vopnahléið sjálfkrafa þótt í tillögum Brutons bg Majors hafi verið gengið að þeirri meginkröfu IRA að samtök- in fengju að setjast að samninga- borði án þess að afvopnast fyrst. Hamas-samtökin Vilja hætta hryðju- verkum Jerúsalem. Reuter. HAMAS, samtök heittrúaðra. Pal- estínumanna, sögðust í gær reiðu- búin að hætta hryðjuverkum gegn ísraelum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Samtökin segjast vera reiðubúin að hætta „öllum hernaðaraðgerðum gegn óbreyttum gyðingum" ef ísra- elsstjórn hætti að sama skapi „skipu- lögðum hryðjuverkum" gegn Hamas og Qassam, hernaðararmi samtak- ¦ anna, léti af ofbeldisaðgerðum gegn óbreyttum Palestínumönnum á hern- umdu svæðunum og léti alla fangels- aða Hamas-félaga lausa. Ekkifyrstatilboðið Áþekk tilboð hafa áður borist frá Hamas en samkvæmt palestínskum heimildarmönnum er þetta í fyrsta skipti sem jafnt hinn pólitíski og hernaðarlegi armur samtakanna leggja fram sameiginlegt tilboð. Sögðu Hamas þetta vera kjörið tækifæri fyrir ísraela til að binda enda á ofbeldi og stríðshættu. Uri Dromi, talsmaður ísraelsku stjórnarinnar, sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Hamas kæmi með tilboð af þessu tagi, ekki síst þegar samtökin væru undir þrýst- ingi. Hamas hefur veitt frest til 8. mars til að svara tilboðinu. Samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á tveimur sprengjutilræðum í ísrael um síðustu helgi og segja að með þeim hafí þau viljað hefna dauða sprengjusérfræðings síns, sem ísra- elar réðu af dögum fyrr á árinu. Reuter. Skrautlegar skyrtur HELMUT Kohl kanslari Þýska- lands á spjalli við Li Peng forsæt- isráðherra Kína við upphaf hátíð- arkvöldverðar í Bangkok í Tæ- landi í tilefni af leiðtogafundi Evr- ópusambands- og Asíuríkja. Leið- togarnir mættu allir til veislunnar íklæddir litríkum tælenskum silki- skyrtum sem Banharn Silpa-acha, forsætisráðherra Tælands, gaf þeim. Li kættist lítt yfir sinni því hún reyndist eldrauð. Taldi hann að landsmenn hans myndu halda hann vera að vanvirða kínverska fanann ef hann sæist í skyrtunni í sjónvarpi. Mistökin við litavalið voru skrifuð á kínverska sendiráð- ið í Bangkok. Þrátt fyrir þau mætti Li til veislunnar í rauðu skyrtunni. Rússar mótmæla heræfingum NATO Njósnaskip send að strönd Noresrs Ósló. Morgfunblaðið. TVÖ RUSSNESK njósnaskip hafa verið send að strönd Norður-Noregs til að fylgjast með heræfingum sem eru fyrirhugaðar þar í næstu viku með þátttöku 15.000 hermanna frá átta aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins. Talsmaður Borís Jeltsíns Rússlandsforseta hefur mót- mælt heræfingunum. Heimildarmenn í norska utanrík- isráðuneytinu sögðu að sér hefði komið á óvart hversu hörð viðbrögð Rússa væru. „Noregur er greinilega að verða peð í síharðnandi kosninga- baráttu í Rússlandi," sagði embætt- ismaður í ráðuneytinu. „Þátttaka erlendra ríkja í heræf- ingum nálægt lándamærum okkar eflir ekki samskiptin," sagði tals- maður Jeltsíns. Áður hafði rússneski hershöfðinginn Vladímír Semjonov sagt að „stríðsæfíngar NATO" ógn- uðu öryggi Rússlands. Norski sjóliðsforinginn Dag Isak- sen, sem starfar við fjölmiðlamiðstöð NATO í Harstad, sagði að tvö rúss- nesk njósnaskip væru rétt utan við landhelgina til að afla sem mestra upplýsinga um heræfingarnar. Rúss- ar höfðu áður afþakkað boð Norð- manna um að senda rússneska emb- ættismenn til að fylgjast með heræf- ingunum á staðnum. Rússar hafa einnig gagnrýnt þátt- töku 18 bandarískra hermanna í her- æfingum í Finnmörku, nyrsta fylki Noregs, í janúar. Þetta er í fyrsta sinn sem hermenn á vegum NATO taka þátt í heræfíngum í fylkinu þar sem norsk stjórnvöld hafa hingað til haft þá stefnu að takmarka heræf- ingarnar í Norður-Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.