Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 41 SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR + Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Alviðru í Dýra- firði 15. september 1907. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. janúar síðastlið- inn og fór útfðrin fram 29. janúar. ÞEGAR þrjátíu ára góð og gef- andi vinátta skal þökkuð verða flest orð fátækleg. Kynni okkar Sigríðar hófust í sumarbyijun 1965, þegar ég réðst í kaupavinnu til hennar í Lamba- dal sumarlangt. Tilgangurinn var aðallega sá, að sonur minn, fimm ára gamall, fengi að kynnast vest- firsku sumri milli fjalls og fjöru og sveitalífinu almennt, manna, fugla og dýra. Það vakti strax athygli mína hversu mikið rausnar- og menn- ingarheimili við vorum komin á. Húsfreyjunni, Sigríði, tókst alltaf að hafa um sig rausnar- og myndarbrag, þó ekki væri alltaf úr rniklu að spila. Árið 1965 var enn ekki komið rafmagn í Lambadal. Allt vath varð því að hita á eldavél og þvo þvotta í höndum eða fá að þvo þá annars staðar. Af þessum sökum var þó hvergi slakað á kröfum um hreinlæti og heimilið alltaf hreint og fágað. Sigríður var mjög vel gefin kona og margfróð. Var unun að hlýða á frásagnir hennar frá fyrri tíð, er hún var að alast upp úti á Fjallaskaga eða þegar hún ung stúlka var í vist hjá efnafólki. Hinar miklu þjóðfélagsbreyting- ar sem Sigríður lifði eins og aðrir af hennar kynslóð eru oft á tíðum lyginni líkastar og ótrúlegt hversu vel hennar kynslóð tókst að aðlag- ast gjörbreyttum lífsháttum. Hún gaf fyrir nokkrum árum út litla bók með minningabrotum og segir þar frá mörgu sem nú á dögum þykirótrúlegt og óskiljanlegt ung- um íslendingum. Meðal annars segir hún frá því, þegar hún, ungl- ingur, var send frá Arnarnesi út að Pjallaskaga. Um þessa leið segir í Árbók Ferðafélagsins: „Fara má með sjónum mestan hluta leiðarinnar, en á bili verður að fara klettahillu, sem oft er ill umferðar." Og þessa leið var unglingsstúlka send um vetur, með ísöxi og mann- brodda, því snjór var og hálka. Með leyfí Svölu, dóttur Sigríð- ar, birti ég hér frásögn Sigríðar sjáfrar: „Einu atviki man ég eftir sem hafði mikil áhrif á okkur. Það var verið að baða sauðfé. Guð- mundur Ásgeir og Þórdís voru að hita vatn í stórum potti sem settur var á hlóðir niðri við sjóinn. Skyndilega sporðreisist potturinn og sjóðandi vatnið steypist á Þór- dísi svo hún skaðbrenndist. Henni var hjálpað heim í bæ og Guð- mundur Ásgeir fór strax að vitja læknis til að fá eitthvað við brun- anum. En sú leið var ekki auð- hlaupin fremur venju. Ég hafði verið lánuð að Arnamesi, þar kom Guðmundur og sagði frá slysinu. Gömul kona sem var á bænum kvaðst hafa heyrt að gott væri að ijóða hráum eggjum á brunasár. Égg voru ekki til úti á Skaga en hún bauðst til að lána okkur egg, en hvernig átti að koma þeim'út- eftir? „Hún Sigga getur farið,“ sagði húsbóndi minn. Guðmundur Ásgeir þagði við. Líklega leist honum ekki meira en svo á þá til- lögu. Hann fær mér þó ísöxina og mannbroddana og segir: „Þú verð- ur að höggva spor, því milli minna spora er of Iangt fyrir þig.“ Ég fór af stað án möglunar og komst heil á húfi heim með eggin. Ég forðaðist að líta niður þar sem vegurinn lá hæst og tæpt var fram á brúnina. Hvergi skrikaði mér SIGURÐUR GUNNAR WOPNFORD + Sigurður Gunn- ar Wopnford fæddist í bænum Minneota í Minne- sotafylki í Banda- ríkjunum 11. febr- úar 1904. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu í Oakview Place í Winnipeg í Kanada 20. desember síðast- liðinn. Eiginkona Sigurðar var Helga Sigríður Johnson Sigurðardóttir frá Syðstu-Mörk Jóns- sonar, kennari, síð- ar húsfrú í Arborg, f. 22. september 1902, d. í des- ember 1988. Sigurður lætur eft- ir sig einn son, Berg, sem býr í Neepawa, og þrjár dætur, Mar- lene Slominsky, bú- setta í Winnipeg, Judy Sykes, búsetta í Kaliforníu og Donnu Stevanovic, sem býr í New York. Barnabörnin eru níu: Stephan, Laura, Rick, Robyn, Greg, Jeff, Chris, Mark og Julia; og barna- barnabörnin tvö, Jordyn og Riley. Sigurður var jarðsunginn frá Ar- borg, Manitoba, 23. desember siðastliðinn. MINNIIMGAR fótur. Þegar ég kom inn á bað- stofugólfið starði mamma á mig og sagði svo: „Það er stundum betra að vita ekki hvað í efni er. Ég hefði verið yfirkomin af skelf- ingu hefði ég vitað um ferð þína.“ Þórdís greri seint sára sinna og mun hafa verið lengi að ná sér til fulls. Einhver meðul lét Gunnlaug- ur læknir.“ Mér hefur alltaf fundist síðan ég heyrði þessa sögu fyrst að hún sé um margt táknræn um sögu þjóðarinnar og um allt líf Sigríðar líka. Oftvarð hún að ráðast í „erf- iða för“, og fór og komst alla leið. Engri manneskju hef ég kynnst er mér þykir meiri mannþekkjari en Sigríður var. Mig furðaði oft á glöggskyggni hennar og innsæi á menn og málefni. Var mjög lær- dómsríkt að hlusta á hana hvenær sem við hittumst. Næsta sumar eftir kaupavinnusumarið var sonur minn í sveit hjá Sigríði. Það vega- nesti sem hann fékk þar mun end- ast honum lengi og vel. En að þessu sumri liðnu má segja að Sigríður hafi brugðið búi og sonur hennar tekið við Lambadal. Við hittumst þó alltaf; í Reykja- vík, Hveragerði, Akureyri og 01- afsfirði. Alltaf og alls staðar var Sigríður jafn gefandi og góð, hversu lasin sem hún var, en heilsa henanr var léleg mörg síðustu árin. Aðeins í síðasta skiptið sem ég hringdi til hennar, nú í janúar sl. var hún of þreytt til þess að spjalla nema mjög stutta stund. Ég á Sigríði svo margt að þakka, hún var svo gjöful, hlý og hugulsöm á allan hátt. Hún sendi mér t.d. sængurföt árlega í mörg ár. En meira er þó vert um vin- áttu hennar og hlýhug öll þessi ár og munum við Einar, sonur minn, ævinlega minnast hennar með þakklæti og ástúð. Aðstandendum hennar öllum votta ég samúð og með leyfi Svölu vil ég enda þessar línur með henn- ar orðum: „Hún móðir mín var hetja daglegs lífs, átti oftast eitt- hvað handa öðrum, þeim til styrkt- ar eða gleði.“ Þorgerður Bergmundsdóttir. SIGURÐUR Gunnar fluttist til Ar- borg í Manitoba í Kanada árið 1912. Þar gekk hann í skóla og þar hóf hann starfsævi sína. Hann stundaði fiskveiðar framan af en síðan bú- skap í grennd við Arborg, allt til 1964. Þá seldi hann jörð sína og fluttist á mölina. Þar lagði hann fyrir sig tryggingasölu og fékkst við hana um árabil. Á þessum árum tók hann mikinn þátt í félagsstörf- um og sat í fjölmörgum nefndum og ráðum. Sigurður var einkar hreykinn af íslenskum menningararfi sínum, var víðlesinn í íslenskum bókmennt- um og gerði sér nokkrum sinnum ferð til Islands. Hann fékkst einnig við þýðingar enda vel vígur bæði á ensku og íslensku. Helga kona Sigurðar lést í des- ember 1988. Ári seinna fluttist Sig- urður á elliheimilið Betelstadur í Winnipeg og bjó þar til 1992 er hann fluttist að Oakview Place. Gunnar. + Ástkaer móðursystir mín og systir, BJARIMGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Heiði, Vestmannaeyjum, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 29. febrúar. Sólrún Gestsdóttir, Anna Ólafsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR frá Bolungarvík, Lækjargötu 13, Siglufirði, er lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 22. febrú- ar, verður jarðsungin frá Siglufjarðar- kirkju laugardaginn 2. mars kl. 14.00. Jóhannes Þór Egilsson, Magnús Á. Haraidsson, Sigríður Eddý Jóhannesdóttir, Magnús Valdimarsson, Jóhannes Markús Magnússon. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON járnsmíðameistari, Æsufelli 2, Reykjavík, sem lést 22. febrúar sl., veröur jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudag- inn 4. mars nk. kl. 13.30. Fjóla Steinþórsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Þóra Vignisdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Grímsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir hlýhug, samhug og vinarhug við andlát og útför ERLINGS KLEMENZSONAR stýrimanns, Hrafnistu, Reykjavík. Klemenz Erlingsson, Sigríður Erla Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför MARINÓS ÓLAFSSONAR, Grenigrund 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustu Karitas. Sigrún Gestsdóttir, Lfney Marinósdóttir, Kari Magnússon, Bent Marinósson, Birgitta Bóasdóttir, Ólafur Þórðarson, Guðjóna Eyjólfsdóttir, Líney Bentsdóttir og fjölskyldur. ijjtu e kki af februarbókunum Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.