Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 27 Sá, sem af allri sálu sinni... LEIKOST Flcnsborgarskólinn í Ilafnarfiröi GALDRA-LOFTUR eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstjóri Stefán Sturla Sigurjóns- son. Aðalleikarar Þorbjöm Emil Kjærbo, Elísabet Ýr Sigurðar- dóttir, Sigurgeir Gíslason, Laufey Elíasdóttir. Frumsýnt þriðjudaginn 27. febrúar í Bæjarbíói. ÉG hélt ég væri að villast þegar ég ráfaði eftir illa upplýstri götu í Hafnarfirði og leitaði að Bæjar- bíói. Þegar ég var að gefast upp kom ég auga á svarta stafi á gráum húsvegg í myrkrinu: Bæjarbíó. Ég fann dyr, læstar, ég fann aðrar, opnar, og fór inn. Astæðan fyrir því að ég var í Hafnarfirði var sú að ég var að fara á frumsýningu á Galdra-Lofti Jóhanns Siguijónssonar. Jóhann var allur í nýrómantík- inni, sem leggur áherzlu á dauða Guðinn og ofurmennið sem komið er í hans stað, nautn augnabliksins og frelsi einstaklingsins. Loftur er maður í alvarlegri til- vistarkreppu; hann neitar því sem var en sér ekkert framundan, trúir ekki á ástina og þorir ekki fyrir sitt litla iíf að elska. Efni ieikrits- ins er m.a. sótt í Þjóðsögur Jóns Arnasonar og margir vilja halda fram að Loftur þessi hafi verið raunverulegur. Ég er viss um að það megi víkka máltækið „bókin er oft betri en spjöidin" yfir í „uppsetningin er oft betri en umgjörðin", þó stuðlun- in sé svolítið vafasöm. Þetta illa upplýsta hús hýsti illa auglýsta sýningu sem var þó betri en fyrr- nefnd umgjörð. Flensborgararnir voru ekkert að hengja sig í neinn sérstakan tíma, búningarnir voru frá seinni hluta 20. aldar á körlunum, þ.e. kven- búningarnir voru eilítið eldri, en ölmusumennirnir sem héngu á tröppum biskupsins voru 17. aldar ómagar. Tilraunin til að gera verk- ið tímalaust mistókst, það varð „tímaskortur" í því. Ég átti heldur bágt með að kyngja því að fólk í gallabuxum væri að lofa einhvern Guð; það orð er ekki til í orðaforða þeirra sem klæðast slíkum fötum, nema sem upphrópun. Mjög vel var farið með öll hljóð sem voru á bandi þó mér hafi fund- ist klukkurnar þagna helzt til of fljótt. Það var sama hvernig ég las leikskrána eða sneri henni, ég fann ekki þann sem valdi tónlistina. Ég verð að segja það umbúðalaust: Mér fannst frábært að heyra Adagio for Strings, lokalagið úr kvikmyndinni Platoon, og jafnvel enn frábærara hvenær ég heyrði það. Leikurinn var yfirhöfuð nokkuð góður, þó sérstaklega hjá Þorbirni Emil Kjærbo sem lék Loft. Hann gerði það að verkum að ég er bú- inn að mynda mér skoðun á Lofti. Hann er pínulítið, kolklikkað smá- peð með rosalega mikilmennsku- drauma, drauma sem á endanum tortímdu honum. Farið hefur fé betra, segi ég nú bara. Semsagt, í stuttu máli, mjög góð sýning í ljótu húsi. Heimir Viðarsson Spilavítið KVIKMYNPm Stjörnubíó „JUMANJI“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Joe Johnston. Handrit: Jonathan Hensleigh, Greg Taylor og Jim Strain eftir sögu Chris Van Allsburg. Aðalhlutverk: Robin Williams, Bonnie Hunt, David Alan Grier, Kirsten Dunst. Columbia. 1995. STEVEN Spielberg hefði haft gaman af að gera ævintýramyndina „Jumanji" og hefur reyndar gert hana nokkrum sinnum. Frumskóg- arhættur, tölvugrafík og munaðar- lausir krakkar, já, og fornt og dular- fullt spil sem er ekki bara þetta venjulega Lúdó, minnir talsvert á verk meistarans. Úr þessu þrennu býr leikstjórinn Joe Johnston til bráð- skemmtilega ævintýramynd sem krakkar ættu ekki að missa af og fullorðnir því síður. Eigi einhver mynd skilið að heita Spilavítið þá er það þessi. Ef þú legg- ur í að spila með áttu á hættu að sogast inní spilið og hafast við í villt- um frumskógi í 26 ár eins og kemur fyrir Robin Williams. Tryllt hjörð fíla og njishyrninga bijótast í gegnum húsið þitt, tryllingslegt ljón læðist að þér, gólfið verður að kviksyndi, risa- kóngulær umkringja þig, mannætu- blóm draga þig til sín, apar stela bíln- um þínum. Sumsé: Húsið þitt verður að frumskógi með öllu sem fylgir, meira að segja ötulum veiðimanni sem vill engan skjóta nema þig sjálfan. Það þarf ekki að kvarta yfir has- arnum í „Jumanji“, hann kemur á færibandi, hvert spennuatriðið á fæt- ur öðru eftir því hvernig tengingun- um er kastað. Allt er það vel útfært af Johnston en tölvugrafíkin fer með stærsta hlutverkið í myndinni. Tölv- urnar hafa sýnt og sannað að ekkert er ómögulegt lengur í kvikmynda- gerð og kvikmyndagerðin er tekin að fella sig mjög að þeim. Þannig verður „Jumanji" fyrst og fremst til vegr.a möguleikanna sem ævintýrið býður uppá í gerð tölvuteikninga fremur en að það hafi eitthvað sér- stakt fram að færa. Tölvugrafíkin veitir ekki annað en stundarskemmt- un hvernig sem hún á annars eftir að þróast. Og myndin er að sönnu frábær skemmtun. Robin Williams er í essinu sínu sem maðurinn er best þekkir kynngimagnaða krafta spilsins og tekur treglega þátt í leiknum. Will- iams er Spielbergskrakkinn í okkur öllum; hann lék áður Pétur Pan fyrir meistarann og neitar enn að fullorðn- ast. Bonnie Hunt er æskuástin sem sér hann hverfa og birtast aftur sem miðaldra maður og Kirsten Dunst er stelpan sem vill ljúka spilinu hvernig sem það fer. Ef einhver boð- skapur er í sögunni er hann sá að maður á að ljúka því sem maður byijar á, hvað sem það kostar. Það er lítið mál að fylgja þeim boðskap þegar maður er kominn á „Jumanji". Arnaldur Indriðason -----♦ ♦ ♦----- Sænsk teiknimynd SÆNSKA teiknimyndin Agaton Sax og Byköpings Gástebud verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Myndin segir frá þjófum sem flýja frá fangelsi og eru með Scotland Yard á hælunum. Málin flækjast þegar það kemur í Ijós að þjófarnir eiga tvífara. Myndin er með sænsku tali og er 75 mín. að lengd. Allir eru velkomn- ir og aðgangur er ókeypis. LISTIR JÓN Bergmann Kjartansson Morgunblaðið/Árni Sæberg Gráar myndir o g bláar MYNPLIST Listhúsiö Grcip MÁLVERK Jón Bergmann Kjartansson. Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 10 marz. Aðgangur ókeypis. HIN sérstaka þróun meðal yngri kynslóða, að líta á sjálfar sig sem landkönnuði og myndflötinn sem landnám, virðist fara stigmagn- andi. Slíkir sjá næsta lítinn mun á hlutlægri list og óhlutbundinni, telja hið myndræna innihald aðalatriði. Sú tíð er menn skiptust í tvær fylk- ingar eftir því hvorri stefnunni þeir fylgdu virðist löngu liðin, þótt tryggir og eldheitir áhangendur afmarkaðra viðhorfa séu enn til, sem er að sjálfsögðu eins gott. Það muna þó ýmsir hinar stríðandi fylk- ingar, sem töluðust helst ekki við á fimmta og sjötta áratugnum, og þótt mjög beri á slíkum krossfara- riddurum í dag eru hugsjónirnar aðrar, ágreiningsefnin önnur. Hinn ungi Jón Bergmann Kjart- ansson hefur sótt allt sitt nám út fyrir landsteinana, eða til myndlist- arskólans í Enschede í Hollandi árin 1990-95, auk þess að vera á tímabili skiptinemi í Dublin á ír- landi. Hann þreifaði upprunalega fyrir sér í fjöltæknideild, en söðlaði yfir í málun að ári liðnu. Listspíran gengur út frá einföld- um formum og sparlegum meðölum enda er hann mjög sáttur við naum- hyggjuna, án þess þó að hann hafi ánetjast henni. Verk hans sjálfs hafa vegið salt á milli hreinnar flat- armálsfræði og hlutbundins mynd- heims, og þannig sjáum við á sýn- ingu hans hvort tveggja málaða andlitsmynd í grátónum og þijár jafn stórar grátóna einingar við hlið hennar. Hugmyndin er fullgild, en útfærslan fylgir henni ekki nægi- lega eftir í tæknilegri úrvinnslu sem hér skiptir öllu. Mun betur er stað- ið að ýmsum hinna 40 eininga í myndaröðinni „Halló, við hittumst aftur“, sem er af margs konar tijáa- formunum með bláu sem grunnlit. Ekki veit ég fullkomlega hvernig staðið er að málunarnámi í hol- lenskum listaskólum í dag, en ef þessi vinnubrögð geta talist dæmi- gerð, eru þau ósköp svipuð og fyrir aldarfjórðungi og með takmarkaðri áherslu á grunnmenntunina. Þá bera sum myndverkanna svip af áhrifum úr fjöltækni, en þar er glímt við önnur vandamál en marka hin sígildu lögmál myndflatarins. Bláa myndaröðin gefur vissulega fyrirheit um upprennandi málara og lítil nafnlaus mynd við dyrnar, sem eins og beinir sjónum skoðand- ans að víddum himingeimsins, und- irstrikar það mat. Bragi Ásgeirsson FERÐASTYRKIR FYRIR UNGA NORRÆNA LISTAMENN Norræna ráðherranefndin auglýsir eftir umsóknum urn styrki fyrir tímabilið 1. júlí-31. desember 1996 úr ferðastyrkjasjóði fyrir norræna listamenn, 35 ára og yngri. Styrkirnir eru veittir í þeim tilgangi að auka möguleika ungra norrænna listamanna til að kynnast listalífi og starfsfélögum á öðrum Norðurlöndum og til að efla norræn tengsl innan og milli listgreina. Styrkirnir eru veittir einstaklingum og ber að skila umsóknum á sérstöku eyðublaði sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1996. Heimilisfang sjóðsins er: SLEIPNIR Nordisk ministerráds sekretariat Store Strandstræde 18 DK- 1255 Kobenhavn K, Danmörk. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamáiaráðuneytinu og einnig hjá eftirtöldum aðilum: Norræna lista- og listiðnaðarnefndin, Norræna leikhús- og dansnefndin, Nordisk kunst- og kunstindustrikomité NKKK. Teater og Dans í Norden. Sími: 00 358 0 668143. Fax: 00 358 0 668594. Sími: 00 45 31224555. Fax: 00 45 31240157. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn, Nordisk film- og TV-fond. Sími: 00 47 22 560123. Fax: 00 47 22 561223. Norræna tónlistarnefndin, Nordisk musikkomité NOMUS. Sími: 00 46 8 7914680. Fax: 00 46 8 213468. Norræna bókmennta- og bókasafnsnefndin, Nordisk litteratur- og bibliotekskomité NORD- BOK. Sírni: 00 45 33960200. Fáx: 00 45 33936251.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.