Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 23 LISTIR PRÚÐBÚNIR feðgar eru á gangi um Skólavörðu- holtið; þeir eru niður- sokknir í spjall um það hvort drengurinn, sem er á tólfta ári, eigi að fá sér vinnu þetta sumarið. Hann vill helst fá að vera heima og leika sér með vin- um sínum en móðir hans hefur alveg tekið fyrir það, drengurinn getur bara unnið eins og annað fólk. Hann nauðar í föður sínum um að standa með sér í þessari baráttu en það verður ekki úr. Um sumarið fer drengurinn að vinna við að sendast fyrir kaup- mann í bænum. Á göngu sinni verða feðgarnir varir við hokinn mann sem gláp- ir á þá andstyggilegur á svip. Þeir hafa aldrei séð hann fyrr og flæma hann á braut. Seinna um sumarið, þegar drengurinn er farinn að sendast fyrir kaup- manninn, rekst hann aftur á þennan mann. Sá fundur hefur ógnarlegar afleiðingar. Trúin og fyrirgefningin Leikritið Tröllakirkja er byggt á samnefndri skáldsögu Olafs Gunnarssonar sem kom út árið 1992. Sagan gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum. Hún segir frá Sigurbirni Helgasyni, arkí- tekt, sem er alinn upp á sann- kristnu heimili í Reykjavík. Sjálf- ur hefur hann hins vegar aldrei gert það upp við sig hvort hann trúi á skaparann eða ekki. Sigur- björn á sér draum um að reisa stórt vöruhús á Vitatorgi í miðbæ Reykjavíkur. Hann ræðst í verkið sumarið sem sagan hefst. Þetta hús á að skapa grundvöllinn að framtíð fjölskyldunnar en verður í raun til þess að leysa hana upp þegar voveiflegir atburðir eiga sér stað innan veggja þess. Þess- ir atburðir verða einnig til þess að Sigurbjörn verður að taka afstöðu til kjarna trúarinnar, fyr- irgefningarinnar. Ólafur Gunnarsson segir að sagan hverfist um eina setningu Krists. Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun og ég afneita fyrir föður mínum á himnum. (Mt 10:32-33) „Þessi spurning er miðlæg í sögunni," segir Ólafur, „sagan fjallar um mann sem hefur aldrei tekið af- stöðu til trúarinnar, til þess að kannast við Krist. Og hann hefði getað frestað því að gera upp hug sinn alveg fram í dauðann en vissir atburðir knýja hann til þess. Sagan lýsir því þegar hann fer í gegnum þennan eld. í sögunni koma kannski líka þau alkunnu sannindi fram að Morgunblaðið/Jón Svavarsson í DRAUMI sérhvers manns er fall hans falið. Arnar Jónsson leikur aðalhlutverkið í Trölla- kirkju, Sigurbjörn Helgason arkitekt; draumabygging hans varð honum að falli. Að kannast við Krist Leikritið Tröllakirkja eftir Þórunni Sig- urðardóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhús- inu í kvöld en það er byggt á samnefndri skáldsögu Ólafs Gunnarssonar sem kom út fyrir fjórum árum. Þröstur Helgason fylgdist með æfingu á verkinu, sem segir frá örlagaríkum atburðum í lífí reykvískrar fjölskyldu á sjötta áratugnum, og ræddi við höfundana og leikstjórann. SEINNA um sumarið, þegar drengurinn er farinn að sendast fyrir kaupmanninn, rekst hann aftur á þennan mann. Sá fundur hefur ógnarlegar afleiðingar. fólk er trúaðra en maður heldur. Maður er stundum feiminn við að vekja máls á trúarlegum spurningum en þegar maður hef- ur sig út í það kemur í ljós að sömu spurningar brenna á flestu fólki. Og fléstir hafa eitthvað um þessi mál að segja. Ég er að vona að þessi leiksýn- ing geti þannig orðið eins konar samtal milli verksins og áhorf- enda um þessi viðkvæmu mál; leikhúsformið býður einmitt upp á slíka upplifun.“ Eilítill línudans Þórunn Sigurðardóttir sem skrifað hefur leikritið upp úr sögu Ólafs segist hafa lagt áherslu á að vera skáldsögunni trú. „Ég held það sé engin hugmynd eða hugsun í leikritinu sem er ekki í skáldsögunni en auðvitað hefur ýmislegt breyst við að færa hana upp á leiksvið; ég hef bæði fellt burt og stytt, fært hluti til, sam- einað o.s.frv. Helsti vandinn við það að færa skáldsögu upp á leik- svið er einmitt að stytta hana án þess að fórna neinu; leikritið verður að segja alla söguna en um leið að ganga upp á sviðinu. Þetta er eilítill línudans. Annars hentar þessi tiltekna skáldsaga mjög vel til þess að vera sett upp á sviði; sviðsetningar og samtöl eru mörg og sagan sjálf er mjög dramatísk.“ Þórhallur Sigurðsson, leik- stjóri verksins, tekur undir það með Þórunni að helsta vandamál- ið við að færa skáldsögu í leikrits- búning sé að skera hana þannig til að hún henti sviði. „Það er alltaf spurning hvað þarf að segja mikið til að koma efninu til skila við áhorfandann. Þórunn fór þá leið að skera burt flestar auka- persónur. í sviðsmyndinni hefur líka verið lögð áhersla á einfald- leika; sagan berst ansi víða en sviðsmyndin er þannig úr garði gerð að það þarf ekki að gera miklar tilfæringar þótt umhverfið breytist.“ Uppgefinn eftir fyrstu æfingar En hvernig skyldi skáldsagna- höfundinum lítast á leikverkið? „Ég varð strax mjög ánægður þegar ég las leikritið yfir í fyrsta skipti. Mér finnst Þórunni hafa tekist ákaflega vel að sækja kjarna sögunnar inn í bókina. Mér brá aftur á móti gífurlega þegar ég kom í fyrsta skipti á æfingu og sá þessar persónur sem höfðu aðeins verið til í liöfð- inu á mér, sem ég hafði bara séð fyrir hugskotssjónum mínum, ganga fram á sviðið og taka til máls. Persónurnar birtust mér eins og afturgöngur og ef ég á að segja eins og er þá var ég algerlega uppgefinn eftir fyrstu æfingarnar. En þetta vandist og ég er mjög ánægður með verkið.“ Barn í stóru hlutverki Stærsta hlutverk leikritsins er Sigurbjörn arkítekt sem Arnar Jónsson leikur. Arnar er á sviðinu nánast allt verkið enda er per- sóna Sigurbjarnar möndullinn sem sagan snýst um. Hlutverk Arnars er geysilega erfitt en Sig- urbjörn sveiflast á milli heima trúleysis og trúar, skynsemi og bijálsemi. Annað stórt hlutverk er Þórarinn sonur Sigurbjörns sem leikinn er af ungum pilti, Eyjólfi Kára Friðþjófssyni. Þór- hallur Sigurðsson segir að Eyjólf- ur leiki óvenju stórt og kröfuhart hlutverk fyrir barn í fullorðins- leikriti. „En strákurinn hefur staðið sig afskaplega vel. Ég held að galdurinn við að stýra börnum á leiksviði sé að leyfa þeim að vera þau sjálf. Það er best að þau þurfi ekkert að vera að leika. Þetta hefur gengið upp með Eyjólf en hann virðist líka hafa hlutverkið á tilfinningunni, hann skynjar svo vel það sem Þórarinn þarf að ganga í gegnum og túlkar vel ákveðna þróun í tilfinningalífi hans.“ Önnur hlutverk í sýningunni eru í höndum Önnu Kristínar Arngrímsdóttur, Hilmars Jóns- sonar, Sveins Þóris Geirssonar, Margrétar Vilhjálmsdóttur, Jó- hanns Sigurðarsonar, Guðrúnar Gísladóttur, Ingvars E. Sigurðs- sonar, Róberts Arnfinnssonar, Helgu Bachmann og Bryndísar Pétursdóttur. Hjálmar H. Ragn- arsson semur tónlistina, Elfar Bjarnason er höfundur lýsingar, Grétar Reynisson hannar leik- mynd og Helga I. Stefánsdóttir búninga. Marsdagar hefjast í Nýherjabúðinni Trust Pentium 100 á frábæru verði . Trust TOLVUBUNAÐUR Trust Pentium 100 MHz 8 MB minni 1 GB diskur Windows 95 kr. 144.900 Opið á laugardögum frá 10-14 Canon Canon^H & CorelDraw Glímrandí í graffkina! Litableksprautuprentari 4ra hylkja kerfi 3 bls/mín og CorelDraw 47.900 NYHERJA fjU&ÍM' Canon Canon BJ-30 bleksprautuprentari 720 dpi prentari 30 blaða arkamatari 3 bls/mín 16.900 Canon BJC-4000 Litableksprautuprentari 720 dpi prentari 2ja hylkja kerfi 5 bls/mín 29.950 s!miFsT6A9H78oo M httnd/www.nylierH.is/voriir/ OLL VERD ERU STCR. VERD M VSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.