Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 11
FRÉTTIR
Tryggingastofn-
un ríkisins
Hámarks-
uppbót
lækkar
HÁMARKSUPPBÓT á lífeyri frá
Tryggingastofnun ríkisins lækkar
frá og með 1. mars samkvæmt reglu-
gerð heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra. Lækkunin nær til rúmlega
1.800 lífeyrisþega og er gert ráð
fyrir að sparnaður ríkissjóðs verði
um tvær milljónir króna á mánuði.
Hámarksuppbót til lífeyrisþega,
sem njóta umönnunar annarra en
maka lækkar úr 18.722 krónum í
16.048 krónur. Hámarksgreiðsla
uppbóta til þeirra sem hafa heimilis-
uppbót lækkar úr 10.698 krónum í
9.361 krónu á mánuði og hámarks-
uppbót til þeirra sem hafa sérstaka
heimilisuppbót lækkar úr 5.349
krónum í 4.048 krónur á mánuði.
Hámarksuppbót til lífeyrisþega sem
eru giftir eða í óvígðri sambúð lækk-
ar úr 13.373 krónum í 12.036 krón-
ur á mánuði.
í frétt frá Tryggingastofnun segir
að frekari uppbót verði greidd þeim
elli- og örorkulífeyrisþegum, sem
bera kostnað vegna lyfja, umönnun-
ar eða húsaleigu. Er uppbótin reikn-
uð sem ákveðið hlutfall af grunnlíf-
eyri og er hlutfallið mishátt eftir
aðstæðum umsækjenda.
----» »■♦--
Söngvakeppni sjón-
varpsstöðva
Nokkur lönd
komast ekki í
lokakeppnina
RÍKISSJÓNVARPIÐ mun velja eitt
lag og flytjanda til þess að taka þátt
í forkeppni í söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva. Sveinbjörn Bald-
vinsson dagskrárstjóri sjónvarpsins
segir að fljótlega verði tilkynnt um
hver verði fulltrúi íslands í keppn-
inni. Sveinbjörn segir að leitað hafi
verið til nokkurra aðila og sumir
hafa afþakkað boðið.
„Við erum að vinna úr þeim svör-
um sem við höfum fengið. Keppnin
verður haldin í Ósló 18. maí næst-
komandi. Sniðið verður með öðru
móti því nú verður haldin forkeppni.
Löndum Evrópu hefur fjölgað og nú
þykir nauðsynlegt að grisja hópinn
fyrir úrslitakvöldið svo dagskráin
fari ekki úr skorðum. Það er því
ekki útséð um hvort íslendingar
verði með í lokakeppninni á þessu
stigi.
30 lönd hafa tilkynnt þátttöku og
23 lönd komast í lokakeppnina. Við
þurfum að senda hljóðupptökur af
laginu út í tnarsmánuði," segir
Sveinbjörn.
-----♦ ♦ »-----
Upplýsinga-
lagafrumvarp
lagt fram á
þingi
FRUMVARP til upplýsingalaga var
lagt fram á Alþingi í gær en þetta
frumvarp hefur verið kynnt almenn-
ingi að undanförnu.
Meginmarkmið frumvarpsins er
að almenningur eigi þess kost að
fylgjast með því sem stjórnvöld haf-
ast að, ýmist beint eða fyrir milli-
göngu fjölmiðla. Er frumvarpinu
þannig ætlað að stuðla að auknu
réttaröryggi í stjórnsýslunni.
Frumvarpið er samið af nefnd
sérfræðinga sem forsætisráðherra
skipaði í tíð fyrri ríkisstjórnar.
Nefndin samdi einnig frumvarp til
stjórnsýslulaga sem samþykkt var á
Alþingi árið 1993.
C\J
03
O
O
Þ-
h-
DC
O
«o
o
00
CT5
O)
c
M—
ln
CN
00
Q)
o
cz
CÞ
■Q
cd
O
=3
cr>
03
sz
JXL
Q3
v_
n.
EIN MEÐ ÖLLM
Heil æfingastðð byggð í eina samstæðu.
Pressu-/togbekkur með fjölda æfingamöguleika ásamt
þrekstiga. Einföld í notkun, fyrirferðalítil, engar plötu-eða
víraskiptingar, þyngdir allt að 90 kg. ^
Afb.verð kr. 53.656.-
LÉTT OG NETT
Létt, meðfærileg og rafdrifin hlaupabraut sem
eykur þrek, þol og styrkir allan líkamann. 1.25 hp. mótor,
3 hallastig. Hraði 0-10 km.
Fullkomin tölvumælir með kaloríubrennslu,
tíma, vegalengd; hraða og púls.
Verö kr. 69.750 stgr.
Afb.verð kr. 75.000.
HLAUPA-, SKÍÐA- OG GÖNGUBRAUT
Meiriháttar tæki sem slegið hefur í gegn í Bandaríkjunum.
Öflugt fitubrennslutæki sem eykur þol, þrek og styrkir
allan líkamann. Vandaður tölvumælir sem sýnir tíma,
hraða, vegalengd, kaloríubrennslu og púls. Hækkun allt að
12% stillanleg frá mælaborði. 1.25 hp mótor. Hraði 0-13
km./klst. Hægt að leggja saman og auðvelt að færa.
Afb.verð kr. 108.587,-
ÖFLUGT LÍKAMSRÆKTARTÆKI
Sterk og öflug hlaupabraut með stærra hlaupasvæði.
0-15 km/klst., 2.5 hp. mótor með rafdrifinni hækkun og lækkun
frá mælaborði allt að 12%. Fullkomið tölvukerfi með átta
mismunandi æfingakerfum og tölvumælaborð sem sýnir
kaloríubrennslu, tíma, hraða, vegalengd, hraða og púls.
Topptæki frá stærsta hlaupabrautaframleiðanda heims.
Verö kr. 197.800 stgr.
Afb.verð kr. 215.000,-
ÞREKHESTURINN ALHLIÐA ÆFINGATÆKI
Mjög áhrifamikið fitubrennslutæki. Þjálfar læri
aftan og framan, rassvöðva, brjóstvöðva, axlir,
handleggi, bak-, og kviðvöðva. Fyrirferðalítlill, einfaldur
í notkun, breitt og gott sæti og hentar öllum aldurshópum.
Tölvumælir með klukku, teljara og kaloríubrennslu.
Stillanlegt átak, 12 þrekstig/W /f ./f / Ær ^
Verö kr. 19.500 stgr.
h Afb.verð kr. 21.000.-
HREYSTI
SENDUM í PÓSTKRÖFU
Varahluta- og viðgerðaþjónusta
K O R T E R