Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Afmælis-
tónleikar
Kirkjukórs
Selfoss
Selfossi - Kirkjukór Selfoss heldur
tónleika í Selfosskirkju á morgun,
laugardag 2. mars, í tilefni af 50 ára
afmæli kórsins. Aðgangur að tónleik-
unum er ókeypis. Kórinn var form-
lega stofnaður 19. mars 1946 og
voru stofnfélagar 26 talsins. Það var
fyrst og fremst verk frú Önnu Eiríks-
dóttur heitinnar í Fagurgerði að þessi
kór varð að veruleika. Frú Anna var
jafnframt fyrsti organisti kórsins.
Það hefur verið lán Kirkjukórs
Selfoss að hafa frá upphafi haft
mjög góðum söngstjórum á að skipa.
Sá fyrsti var Ingimundur Guðjónsson
en síðan þeir Guðmundur Gilsson,
Abel Roderiques Loretto frá Mexíkó,
Einar Sigurðsson auk núverandi
söngstjóra, Glúms Gylfasonar, en
hann hefur starfað lengst þessara
söngstjóra, eða í 23 ár. Einnig hefur
Ólafur Sigutjónsson frá Forsæti
stjórnað kómum í lengri eða skemmri
tíma í fjarveru núverandi söngstjóra.
Fegurðar-
samkeppni
Austurlands
Egilsstöðum - Undirbúningur
fyrir fegurðarsamkeppni
Austurlands er í fullum gangi,
en keppnin fer fram á Hótel
Valskjálf laugardaginn 2. mars.
Alls eru það sjö stúlkur víða
af Austurlandi sem keppa um
titilinn Fegursta stúlka Austur-
lands. Sú sem þann titil hreppir
mun taka þátt í Fegurðarsam-
keppni Islands. Undirbúningi er
þannig háttað að stúlkurnar
stunda líkamsæfingar, gera
gönguæfingar og eru að und-
irbúa tískusýningu sem þær sjálf-
ar sjá um. Alma J. Árnadóttir
er framkvæmdastjóri keppninn-
ar og segir hún undirbúning
ganga vel. Sumt af því sem stúlk-
urnar gera sé óhefðbundið fyrir
undirbúning, m.a. það að þær
hafa farið á hestbak.
Keppnin var á árum áður hald-
in á Neskaupstað en þetta er í
þriðja sinn sem hún er haldin á
Egilsstöðum.
1« 1 uÆ m ■
Morgnnblaðið/Anna Ingólfsdóttir
FEGURÐARDÍSIR Austurlands í líkamsræktarstöðinni Táp og
Fjör á Egilsstöðum. Efri röð frá vinstri: Rakel Valsdóttir, Guð-
rún R. Garðarsdóttir, Laufey G. Baldursdóttir, Hrefna D. Arnar-
dóttir. Neðri röð: Jóhanna Halldórsdóttir, Sigríður R. Björgvins-
dóttir og María J. Úlfarsdóttir.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
HILDUR Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason ásamt Stefaníu Birgisdóttur.
Láta af verslunar-
rekstri eftir tæp 40 ár
Bolungarvík - Um síðustu áramót
voru tímamót hjá þeim hjónum
Benedikt Bjarnasyni og Hildi Ein-
arsdóttur er þau létu af verslunar-
rekstri.
Þau hjónin hafa rekið af miklum
myndarskap Verslun Bjarna Ei-
ríkssonar hér í Bolungarvík í tæp
40 ár, eða frá því að Bjarni Eiríks-
son, faðir Benedikts, lést árið 1958.
Stefanía Birgisdóttir, sem starfað
hefur við verslunina um árabil,
hefur keypt lager verslunarinnar
og gert leigusamning um búnað
og húsnæði hennar til tveggja ára,
auk þess tekur Stefanía við umboði
VÍS. Stefanía rékur fyrirtækið und-
ir sama nafni, eða verslun Bjarna
Eiríkssonar.
Verslun Bjarna Eiríkssonar á sér
merka sögii, en árið 1927 hóf
Bjarni verslunarrekstur hér í Bol-
ungarvík og fljótlega uppúr því hóf
hann einnig útgerðarrekstur sem
vatt hratt upp á sig því um 1930
voru gerðir út sjö bátar á vegum
fyrirtækisins, sex landróðrabátar
og einn línuveiðari, og í áratugi rak
fyrirtækið umtalsverða útgerð og
fiskverkun, eða allt til ársins 1947
að stofnað er útgerðarfyrirtækið
Græðir hf.
Bjarni Eiríksson hafði, ásamt
Einari Guðfinnssyni og fleirum,
frumkvæði að stofnun Ishúsfélags
Bolungarvíkur árið 1928. Frá árinu
1930 hefur verslun Bjarna Eiríks-
sonar þaft umboð fyrir Brunabóta-
félag íslands og Eimskipafélag ís-
lands, Skipaútgerð ríkisins og Bók-
salafélag íslands. Verslun Bjarna
Eiríkssonar er eina bókabúðin sem
starfrækt er í Bolungarvík.
Benedikt Bjarnason hóf störf við
verslun föður síns 13 ára gamall
og vann hann við verslunina sam-
hliða skólagöngu sinni allt þar til
hann lauk prófi frá Verslunarskóla
íslands árið 1945 og upp frá því
hefur hann starfað við verslunina
og tengdum rekstri við hlið föður
síns þar til hann féll frá árið 1958
að Benedikt ásamt eiginkonu sinni,
Hildi Einarsdóttur, tók við rekstrin-
um. Árið 1962 voru gerðar miklar
endurbætur og breytingar á versl-
unarhúsnæðinu við Hafnargötu og
versluninni breytt í kjörbúð, og var
Benedikt fyrstur til að bjóða uppá
það verslunarform hér í Bolungar-
vík.
Árið 1992 seldu þau Benedikt
og Hildur meirihlutaeign sína í
Útgerðarfélaginu Græði hf. og upp
frá því hafa þau einbeitt sér að
verslunarrekstrinum. Nú þykir
þeim hjónum tfmi til kominn að
snúa sér að öðru og draga úr hinu
daglega amstri. Benedikt kveðst
enn búa yfir nægri starfsorku,
hann muni áfram sinna umboði
sínu fyrir Eimskip hér í Bolungar-
vík en jafnframt hafi hann áhuga
á að skoða sögu fyrirtækisins í
þeim aragrúa skjala og gagna sem
safnast hafa þau tæp sjötíu ár sem
Verslun Bjarna Eiríkssonar hefur
starfað.
Benedikt sagði að á þessum
tímamótum væri þeim hjónum efst
í huga þakklæti til þeirra sem hafa
sýnt þeim og fyrirtækinu traust og
velvild í gegnum árin og einnig til
þeirra sem starfað hafa hjá þeim,
en þau hafa alla tíð verið heppin
með starfsfólk, sem ætti ekki síður
sinn þátt í að skapa þá velvild sem
fyrirtækið hefur notið hjá við-
skiptavinum þess í gegnum árin.
HORFT á myndir með foreldrum,
Myndlistarsýning
grunnskólanemenda
Flateyri - Nemendur Grunnskól-
ans á Flateyri luku upp dyrum
skólans 17. febrúar sl. og sýndu
bæði foreldrum og öðrum áhuga-
sömum afrakstur sinn á sviði
listagyðjunnar.
Sýningin var fjölsótt og leist
mönnum vel á það sem fyrir augu
bar. Um var að ræða námskeið
í listsköpun á vegum Guðrúnar
Guðmundsdóttur myndmennta-
kennara og nutu leiðsagnar
hennar 1.-7. bekkur í þeim fræð-
um. Sýningin var fjölsótt jafnt
af yngri sem eldri kynslóðinni.